Dagur - 21.12.1999, Side 1
Þýskir tollarar
fara offari
Það gerist gjarnan þannig að
menn eru að selja einn eða tvo
hesta í persónulegum viðskipt-
um, þar sem t.d. þýskir ferða-
menn kaupa hest fyrir dótturina
eða frúna. Mikið af hestum selst
á þessum lága verði og við
hrossaútflytjendur erum ekkert
að hnýsast í þau viðskipti. Og
vandséð hvernig ætti að fylgjast
með þeim viðskiptum svo vel sé.
Það skiptir meira máli ef mis-
brestur er á því að íslenskir úr-
valshestar eru að fara á spottprís
samkvæmt skýrslum," segir Sig-
urbjörn.
I rannsókn þýskra tollyfirvalda
hefur sjónum meðal annars ver-
ið beint að hlutverki Bændasam-
taka Islands og hafa þau sent frá
sér harðorð mótmæli gegn því að
þau taki þátt í ólöglegu hesta-
braski. Dagur veit og til þess að
fyrir útflutning íslenskra hesta
hafi verið skráð málsnúmer hjá
efnahagsbrotadeild Ríkislög-
reglustjóra, en þar hefur málið
verið í biðstöðu vegna anna við
önnur mál. - FÞG
Sigurður
fær ekkert
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
sýknað ríkið af kröfum Sigurðar
Gizurarsonar fyrrv. sýslumanns
á Akranesi, sem hann höfðaði
vegna áminningar frá Þorsteini
Pálssyni dómsmálaráðherra og
vegna ummæla ér ráðherra
hugðist „ílytja" Sigurð norður til
Hólmavíkur. Sigurður vildi fá 7
milljónir króna vegna „áreitis,
ærumeiðinga og tilræðis" sem
honum þótti hafa komið fram
hjá ráðherra í ummælum um
flutninginn, en fær ekki. Hitt
málið var vegna ÞÞÞ-málsins
svokallaða. Sigurður bar að í
báðum málum hefði verið aðför
Þorsteins að starfsheiðri sínum.
I áminningarmálinu kemst hér-
aðsdómari hins vegar að þeirri
niðurstöðu að Sigurður hefði
með samkomulagi við Þórð
Þórðarson um greiðslu
skattsvikasektar á afborgunum
„sýnt af sér slfka vankunnáttu og
óvandvirkni í starfi að áminn-
ingu varðaði“. - FÞG
^i
Siguxbjöm Báröarson
segir aögeröir þýskra
tollara skipulagða að-
för. Stór hluti hesta
seldur á lágu veröi, en
alvarlegt ef úrvals
hestar fara á spott-
prís samkvæmt
skýrslum.
„Þetta er í mínum augum skipu-
lögð aðför að hrossainnflytjend-
um f Þýskalandi og þeim sem
höndla með hesta yfirleitt. Mér
virðist ljóst að þýskir kaupahéðn-
ar hafi brugðist með ýmsum
hætti við því að hestar eru ofur-
tollaðir í Þýskalandi, en á sama
tíma hafa þýsk tollayfirvöld horft
framhjá eigin bílaútflutningi, t.d.
til Islands. Við vitum að þýsk
tollayfirvöld fara offari í þessu
máli og eru að kynna tölur sem
standast ekki þegar litið cr á við-
skiptin í heild,“ segir Sigurbjörn
Bárðarson, hrossaútflytjandi og
margverðlaunað-
ur keppnismaður
í hestaíþróltum.
Stríð milli
hrossaræktenda
og hrossainn-
flytjenda í Þýska-
landi hefur leitt
til rannsóknar
tollayfirvalda þar
í landi á inn-
flutningi á ís-
lenskum hest-
um. Þýskur toll-
ari sem kom
hingað til lands
til að kynna sér
útflutningsmál á
hestum frá ís-
landi hefur
grcint frá ótrú-
legum tollasvik-
um sem haldið
er fram að Is-
lendingar taki þátt í, en þá er
skráð Iágt málamyndaverð á jafn-
vel verðlaunahesta.
í biðstöðu hjá Ríkislögreglu-
stjóra
Sigurbjörn segir
að vissulega beri
að skoða einstök
tilvik sem kunna
að hafa komið
upp um að úr-
valshestar hafi
verið seldir á
spottprís sam-
kvæmt innsend-
um skýrslum.
„Það er engum
greiði gerður
með slíkum
starfsaðferðum,
sem að ein-
hverju leyti hafa
skilað sér inn í
sölukerfið. Eg er
hins vegar ekki í
nokkrum vafa
um að fjölmarg-
ir hestar séu
seldir á þessu
afar lága verði og það er vitað
mál að margir hestar hafa verið
seldir langt undir uppeldisverði.
Sigurbjörn Bárðarson: „Það er
engum greiði gerður með slíkum
starfsaðferðum, sem að einhverju
leyti hafa skilað sér inn í sölukerfið.
Ég er hins vegar ekki i nokkrum
vafa um að fjölmargir hestar séu
seldir á þessu afar lága verðl."
tfftk Venjulegirog
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMKMR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524
Samkvæmt veðurhorfum er útlit
fyrir rauð jól sunnanlands en heldur
grárri eftir því sem norðar dregur.
Rauð jól
framimdan
„Okkur sýnist að hiti verði yfir
frostmarki næstu daga og víðast
hvar rigning eða slydda. Vægt
frost verður norðanlands á Þor-
láksmessu og einhver smá snjó-
koma eða él,“ sagði Guðrún
Nína Petersen, veðurfræðingur
hjá Veðurstofu Islands, spurð
um jólaveðrið í ár cn hún rýndi
þá í veðurkortin fram á jóladag.
Hvort Norðlendingar megi þá
reikna með hvítum jólum sagðist
Guðrún Nína ekki getað lofað
neinu. Þau yrðu í versta falli grá,
þó ekki rauð. Síðan mætti ekki
búast við því að sá snjór sem
kyngt hefði yfir Sunnlendinga
færi allur í þessari lotu. Snjórinn
væri það mikill og hlýindin fram
undan ekki svo mikil.
A aðfangadag og jóladag er bú-
ist við norðaustan átt sem víða
getur orðið 10-15 metrar á sek-
úndu, aðallega stinningskaldi.
Þessi veðurspá ætti ekki að
trufla samgöngur fyrir jólahátíð-
ina í lofti, á láði eða legi. Guð-
rún Nína áréttaði að þetta væru
veðurhorfur. A öðrum degi jóla
liti þó út fyrir norðanátt með élj-
unt og kólnandi veðri. Semsagt:
Jólasnjórinn kemur, en bara ckki
alveg strax. Um áramótin vildi
Guðrún Nína ekkert segja, of
snemmt væri um slíkl að spá.
Spurð um aldamótaveðrið sagð-
ist hún hafa enn rninni áhyggjur.
Það væri ekki fyrr en eftir rúmt
ár! - BJB