Dagur - 21.12.1999, Side 8

Dagur - 21.12.1999, Side 8
8 - ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 19 9 9 ÞRIDJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 - 9 -Dafiiir Dgfyr- FRETTASKYRING Uvpsagnir sprengdu kerfiö GIIÐ MXJNDUR RUNAR HEIÐARS- SON Nýja launakerfi ríkis- ins var dumaýjaulegt. Fáránleg gagnrýni. Hækkaði lauu SFR-fé- laga um 8%. Gegn at- gervisflótta ríkisstarfs- mauna. Sveigjanlegt og betra. Hart hefur verið deilt á hið nýja launakerfi ríkisins að undanförnu og m.a. hafa forstöðumenn ríkis- stofnana verið sakaðir um að hafa sprengt upp þá launastefnu sem samið var um í samningunum 1997 með því að sýna linkind í samningum við sína starfsmenn. Hins vegar virðast margir hafa gleymt því að í aðdraganda að gerð hinna svokölluðu aðlögunarsamn- inga í nýja Iaunakerfinu höfðu margir ríkisstarfsmenn miklar væntingar um betri tíð í kjaramál- um þegar þeir gátu samið beint við forstöðumenn sinna stofnana. Þegar á reyndi kom víða í Ijós að ekki var innistaða fyrir þessum væntingum, auk þess sem gerð þessara samninga tók mun lengri tíma en búist var við. I ríkiskerfinu og þá einkum innan heilbrigðis- kerfisins brugðust sumar stéttir við þessu með því að grípa til hópupp- sagna til að knýja á um betri kjör eins og t.d. hjúkrunarffæðingar og meinatæknar að ógleymdum lækn- um. Fyrir vikið náðu þessir hópar fram meiri hækkunum en ella hefði orðið, eða allt að 30%-40% á sama tíma og kjarasamningar verkafólks gáfu um 13% á yfir- standandi samningstíma. Þensla og aukin yfirvinna A það hefur einnig verið bent að þensla á vinnumarkaði og aukin yf- irvinna hefur leitt til þess að launakostnaður margra ríkisstofn- ana hefur orðið meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Af þeim sökum sé ekki hægt að kenna forstöðumönn- um stofnana né sjálfu kerfinu um þótt launakostnaður hafi aukist meira en áætlað var. Aðrir fetuðu sig áfram án hótana og náðu fram um 8% hækkunum að meðaltali til viðbótar við 12%-13% launahækk- un samkvæmt aðalkjarasamningi eins og t.d. félagsmenn í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana. Þá fengu aðrir minna, t.d. félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Samkvæmt lauslegu úrtaki í því fé- lagi telja menn að aðlögunarsamn- ingarnir hafi gefið náttúrufræðing- um hjá ríkinu um 3,5% launa- hækkun. Þessir samningar hafa því gefið ríkisstarfsmönnum mis- mikið í aðra hönd og sumir hafa jafnvel fengið lítið sem ekkert. Engu að síður er það mat margra talsmanna úr röðum ríkisstarfs- manna að nýja launakerfið sé kom- ið til að vera. Þeir átelja hins vegar harðlega gagnrýni einstakra for- ystumanna verkalýðshreyfingar- innar og Samtaka atvinnulífsins í garð þess. Þeir telja t.d. að ASÍ- forystan ætti frekar að ástunda sjálfsgagnrýni og finna leiðir til að standa sig betur í samningum um kjör þeirra lægst launuðu í stað þess að reyna að gera það tor- trygg‘Iegt þegar tekst að þoka mán- aðarlaunum ríkistarfssmanna upp yfir 100 þúsund krónurnar. Óumflýjanleg breyting Þegar farið var af stað með nýja launakerfi ríkisins var Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjun- ar fjármálaráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Friðrik segist ekki hafa haft aðstöðu til þess á undanförnum mánuðum að fylgj- ast með afleiðingunum af nýja Iaunakerfinu. Hins vegar sé alveg Ijóst að um nýja launakerfið hefði verið samið í síðustu samningum, enda hefði öllum verið ljóst að ekki var hægt að láta gamla kerfið halda áfram þar sem öllum launabreyt- ingum innan ríkisstofnana var miðstýrt úr fjármálaráðuneytinu. Hann segir þó að í vissum tilvikum hefði framkvæmdin ekki gengið sem skyldi og fyrir því sé sjálfsagt engin ein ástæða enda málið flók- ið. Ein ástæðan að mati Friðriks getur verið sú að forstöðumenn ríkistofnana hafi ekki verið tilbún- ir til að takast á við þetta verkefni og því þurft að fá meiri aðstoð til að geta tekið mikilvægar ákvarðan- ir í kjaramálum starfsmanna sinna. Hann leggur jafnframt áherslu á að þetta nýja kerfi átti ekki að Ieiða til aukins kostnaðar fyrir ríkissjóð. Hafi það gerst, þá sé það vegna þess að menn hafa ekki náð tökum á þessu verkefni eins og til var ætl- ast af þeim. Hann er hins vegar á því að sú kerfisbreyting sem fólst í tilkomu nýja launakerfisins, þ.e. að koma ábyrgðinni á launum og öðrum rekstrarþáttum yfir á stjórn- endur í opinberum rekstri hafi ver- ið óumflýjanleg. Þá krefst þetta kerfi m.a. þess að stjórnendur Ieysi rekstrarvanda sem upp kann að koma innan Ijárlaga hvers árs. Framgangskerfi í launum hefur gefið ríkisstarfsmönnum mismikið í aðra hönd og sumir hafa jafnvel fengið lítið sem ekkert. Engu að síður er það mat margra talsmanna úr röðum ríkisstarfsmanna að nýja launakerfið sé komið til að vera. Þeir átelja hinsvegar harðlega gagnrýni einstakra forystumanna verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins í garð þess. Klikkaði ekki Magnús Jónsson veðurstofustjóri og formaður Félags forstöðu- manna ríkisstofnana telur að nýja launakerfið hafi almennt séð ekki klikkað. Hins vegar sé trúlega hægt að finna einhver dæmi um það að hlutir hafi kannski farið eitthvað úr böndum. Á hinn bóginn segir hann að á þeim stofnunum sem hann þekkir til hafi menn ekki far- ið á taugum né voru að gera hluti sem var ekki fyrirsjáanlegt að væri nauðsynlegt að gera fyrr eða síðar. Það kann hins vegar að vera álita- mál hvort menn hefðu farið í þessa aðlögun of snemma á þessum þriggja ára samningstíma eða átt að dreifa því yfir allan samnings- tímann. Hann telur hins vegar að aðlögunin og breytingarnar á launakerfinu hafi verið mjög nauð- synleg og þá ekki síst til þess að reyna að stemma stigu við atgervis- flótta starfsmanna úr ríkisstofnun- um. Sem dæmi bendir hann á að áður hefði það kannski tekið um hálft ár í kerfinu að fá heimild til að hækka starfsmann um einn launaflokk. Það sé Iiðin tíð eftir þessar breytingar enda sveigjan- leikinn mun meiri með auknu sjálfstæði stofnana. Hann bendir einnig á að allir þeir samningar sem gerðir voru í framhaldi af hóp- uppsögnum einstakra stétta vegna óánægju með kjör sín hafi verið gerðir með vitund og vilja fjármála- ráðuneytisins og eiga þess vegna ekki að koma neinum á óvart. Magnús segist hins vegar rétt vona að áfram verði gerðir einhvers kon- ar vinnustaðasamningar hjá ríkinu þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem nýja launakerfið hefur fengið. Hann segist sjá fyrir sér að samn- ingsferlið og kjarasamningar hjá ríkinu geti orðið tviþættir í fram- tíðinni. I fyrsta lagi rammasamn- ingur þar sem samið sé t.d. um að kjarabætur á næstu 2-3 árum væru 5% svo dæmi sé tekið. Þar af gæti miðlæg hækkun orðið 3% en um afganginn yrði samið inni á stofn- unum. Það mundi hins vegar þýða að sumir fengju lítið sem ekkert en aðrir meira. Hann segir að á þenn- an hátt sé staðið að samningagerð- inni í Svíþjóð. Ekki í sanrræmi við væntingar Þegar menn fóru á sínum tíma að ræða þessa kerfisbreytingu innan ríkisstofnana við stéttarfélög opin- berra starfsmanna, ákváðu sjúkra- liðar að vera ekki með heldur semja upp á gamla móðinn. Krist- ín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Islands segir að menn hefðu hreinlega ekki þá trú á því að sjúkraliðar myndu fá eitt- hvað út úr þessu kerfi miðað við það sem þá var í boði. Þess utan töldu sjúkraliðar að þeim yrði ekki mikið ágengt í samningum við for- stöðuinenn ríkisstofnana. Þá höfðu þeir enga óunna yfirvinnu sem átti að færa inn í taxtana með það fyrir augum að færa taxtana nær greid- du kaupi og gera Iaunakerfið gagn- særra. Þegar upp var staðið voru sjúkraiiðar ánægðir með þann kjarasamning sem þeir gerðu á hefðbundnum nótum, enda var sá samningur í samræmi við það sem aðrar stéttir voru að fá að meðtöldu því sem fýrir lá að aðlögunarsamn- ingarnir mundu gefa. Kristín segir að þegar ljóst var að aðlögunar- samningarnir mundu ekki gefa það sem fólk hafði vonast til að fá, þá hafi einstakar stéttir farið að grípa til hópuppsagna til að þrýsta á um að fá meira en gert hafði verið ráð fyrir mcð þeim afleiðingum að launaskriðan fór af stað. Fyrir Hkið hafa t.d. sjúkraliðar setið eftir og m.a. vegna þess að hafa farið að settum leikreglum. Hún telur að næstu samningar verði alveg hrylli- lega erfiðir og t.d. í ljósi þess að at- vinnurekendur hafa gefið út að næstu Iaunahækkanir geti ekki ver- ið hærri en sem semur 3,5%. I það minnsta telur Kristín að það verði að leiðrétta kjör sjúkraliða í næstu samningum sem verða lausir næsta haust. Fáránleg gagnrýni Jens Andrésson formaður Starfs- mannafélags ríkisstofnana, SFR, segist vera alveg ósammála þeim sem halda því fram að nýja launa- kerfið hafi farið úr böndunum. Þá telur hann að sú gagnrýni sem við- höfð hefur verið á þetta kerfi sé al- veg fáránleg. 1 það minnsta telur hann að verkalýðshreyfingin innan ASI ætti fremur að gleðjast með ríkisstarfsmönnum yfir því að hafa náð að bæta hjá sér kjörin í stað þess að reyna að níða það niður. Hann segir að ef einhverjir séu ábyrgðir fyrir því að halda niðri lág- um launum þá séu það t.d. menn eins og Ari Skúlason framkvæmda- stjóri ASI sem gagnrýnt hefur nýja launakerfi ríkisins einna mest að undanförnu og talað um ábyrgð þeirra sem að því stóðu. Jens telur að ef eitthvað hafi farið úr böndun- um þá hafi það einkum verið það að forstöðumenn ríkisstofnana hafi fengið heldur litla aðlögun fyrir þessa kerfisbreytingu. Þá hefði allt samningaferlið tekið lengri tíma en gert hafði verið ráð fyrir. Hann seg- ist þó vona að hægt verði að halda áfram að vinna á sömu braut og verið hefur, enda hafa þessir samn- ingar gefið góða raun, eða um 8% meðaltalshækkun ofan á aðalkjara- samning. Formaður SFR bendir einnig á að innan félagsins sé með- alaldur félagsmanna um 48 ár, stærstur hlutinn séu konur og mik- ið af félagsmönnum sé í hlutastörf- um. Fyrir núgildandi samninga voru meðaltekjur félagsmanna um 87 þúsund á mánuði en séu nú að skríða rétt yfir 100 þúsund krón- urnar. Þótt ekki sé búið að teikna það nákvæmlega upp hvernig sótt verður fram í komandi vinnustaða- samningum á næsta ári, þá sé lík- legt að áherslan verði á starfs- menntun og starfsmat að \aðbætt- um auknum kaupmætti. Brugðist við atgervisflótta Björk Vilhelmsdóttir formaður Bandalags háskólamanna segir að allir hefðu verið sammála um það á sínum tíma að gamla launakerfi ríksins hefði verið handónýtt. Hún segist hins vegar ekki skilja þá gagnrýni sem einstakir forystu- menn ASÍ og innan Samtaka at- vinnulífsins hafa haft á nýja kerfið og þann árangur sem menn hafa náð þar í bættum kjörum. Af þeim sökum ættu menn að einbeita sér að því að reyna að hækka lægstu launin en ekki lækka hjá þeim sem hafa náð árangri í sinni kjarabar- áttu. Hún segir að eitt af aðalmark- miðum nýja Iaunakerfisins hefði verið að reyna að draga úr yfir- vinnu. Þá var eitt af markmiðunum að reyna að jafna launamun kynj- anna, auka sjálfstæði ríkisstofnana og reyna að minnka þann mikla launamun sem ríkti á milli al- menna og opinbera vinnumarkað- arins þar sem hallaði verulega á há- skólamenntaða starfsmenn hjá rík- inu. Björg bendir á að með nýja launakerfinu hefði ríkið verið að hregðast við auknum atgervisflótta háskólamenntaðra starfsmanna út á almenna markaðinn og einnig til útlanda, enda sé vinnumarkaður- inn alþjóðlegur. Hún telur að nýja kerfið hafi komið í veg fyrir stór- kostlegan flótta háskólamenntaðra starfsmanna frá ríkisstofnunum. Ef ekki þá væri ástandið trúlega eins og hjá leikskólunum. Björk er hins- vegar ekki á því að hópuppsagnir hafi „sprengt" kerfið og telur því að launahækkanir hafi ekki orðið meiri innan heilbrigðiskerfisins en víða annars staðar. I því sambandi bendir hún á að víða innan ríkis- stofnana hefur launakostnaður aukist umfram það sem áætlað var vegna þenslunnar á vinnumark- aðnum. Friðrik Sophusson fyrrverandi fjár- málaráðherra. „Nýja kerfið átti ekki að leiða til aukins kostnaðar fyrir rikissjóð." Magnús Jónsson 1/eðurstofustjóri: „Gat tekið hálft ár að fá mann hækkaðan um einn launaflokk.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags íslands: „Næstu samningar verða hryllilega erfiðir." Jens Andrésson formaður SVR. „ Fáránleg gagnrýni." Björk Vilhelmsdóttir formaður BHM: „Gamla kerfið var handónýtt." Bækurnajj* FRETTIR Hjálmar Árnason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis. Hjálmar neitar að biðjast afsökunar Deilumar uiii Fijóts- dalsvirkjim aldrei harðari á Alþingi en í gær. Hjálmar Amason neitar að biðja skipu- lagsstjóra afsökunar. Rannveig Guðmunds- dóttir segir hegðun skiupulagsstjóra hár- rétta. Það Iinnir ekki Iátum á Alþingi kringum Fljótsdalsavirkj- un. Þegar síðari umræða hófst á ný í gærmorgun krafðist stjómarandstaðan þess að blé yrði gert á þingfundi, umræðum um Fljótsdalsvirkjun yrði frestað og þess krafist, án árangurs, að Hjálmar Árnason, formaður iðnað- arnefndar, bæði Stefán Thors skipulagsstjóra formlega afsökunar á þeim ásökunum að hafa leynt iðnaðarnefnd Alþingis uppiýsing- um þegar hann gerði nefndinni grein fyrir úrskurði sínum um að frekari rannsóknir þyrfti til að Ieggja mat á umhverfisáhrif álvers í Reyðarfirði. Hjálmar lét þessi orð falla í umræðunum sl. laugardag. Hann segir ekkert það hafa komið fram sem réttlæti það að hann biðjist afsökunar. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra gerði Alþingi grein fýrir sam- tölum sínum við skipulagsstjóra. Þar hefði komið fram að iðnaðar- nefnd hefði ekki verið leynd nein- um skjölum. Umhverfisráðherra sagðist ekki hafa ástæðu til að draga orð skipulagsstjóra í efa. Rétt hegðun „Frá mínum bæjardyrum séð hef- ur skipulagsstjóri hegðað sér hár- rétt hvað varðar umhverfismatið. Það var ekki farið að ábendingum hans. Framkvæmdaraðilinn kynnti inn 480 þúsund tonna álver en ekki 120 þúsund tonna. Allir ættu að staldra við þá staðreynd. Hér erum við að takast á um Fljóts- dalsvirkjun og hún mun ekki anna 120 þúsund tonna álveri. Við Rannveig Guð- mundsdóttir, alþingismaður. erum hins vegar ekki að Ijalla um orkuöflun fýrir 480 þúsund tonna álver hér á þinginu. En fram- kvæmdaaðilinn er búinn að kynna 480 þúsund tonna álver inn til skipulagsstofnunar ríkisins,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir, for- maður þingflokks Samfylkingar- innar og fulltrúi í iðnaðarnefnd. Hún segir að um þessa stað- reynd sé stjórnarliðið ekki að fjalla á Alþingi. Þess vegna sé hegðun Stefáns Thors skipulagsstjóra al- veg hárrétt. Réttmæt gagnrýni Hjálmar Árnason, formaður iðn- aðarnefndar, segist hafa borið ásakanir á skipulags- stjóra vegna þess að hann taki það alvarlega þegar sér finnist vinnubrögð embættismanna ekki vera fullkomin. „Mér finnast það ekki eðlileg vinnubrögð, í jafn stóru og viðkvæmu máli, annars vegar þegar því er haldið fram í skýrslu skipulagsstjóra þegar hann segist sjálfur hafa viljað láta umhverfismatið vegna álvers við Reyðarljörð gerast í áföngum og taka 120 þúsund tonna álver fyrst, en framkvæmdaaðilinn hafi neitað sér um það. Eg er búinn að ræða við alla fulltrúa fram- kvæmdaaðila og þeir kannast ekki við þetta. Þvert á móti segjast þeir leggja áherslu á 120 þúsund tonna álver enda ekki hægt að meta 2. áfanga fyrr en þú sérð áhrifin af þeim fyrsta. Þá heyra 9 atriði af 13 í athugasemdum skipulagsstjóra undir mengunarþátt málsins og tilheyra því hollustuvernd og hún gefur út endanlegt starfsleyfi. Eg spurði á fundi með skipulagsstjóra hvort ekki mætti taka þessa 9 þætti til áframhaldandi vinnslu undir starfsleyfinu hjá hollustu- vernd. Þessu hafnaði skipulags- stjóri og sagði það ekki hægt eðli málsins samkvæmt. Samt er það svo að Hollustuvernd mælir með því að hafin verði vinna við útgáfu starfsleyfis fýrir 120 þúsund tonna álver. Þessa staðreynd er hvergi að finna í skýrslu skipulagsstjóra og það gagnrýndi ég,“ segir Hjálmar Árnason. — S.DÓR vestan Vestfirska forlagið

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.