Dagur - 21.12.1999, Side 6
6 - ÞRIÐJVDAGUK 2 1 . DESEMBER 19 99
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.900 KR. A MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAV(K)563-i6i5 Amundi Amundason
(REYKJAVÍK) 563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRIJ460-6192 Karen Grétarsdóttir
Sfmbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrí) 551 6270 (reykjavík)
Bamahús
í fyrsta lagi
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra kvartaði yfir því á AI-
þingi að málflutningur forsvarsmanna Barnahúss væri til þess
fallinn að grafa undan trausti almennings á dómstólum. Það
kann að vera dálítið til í því hjá ráðherranum, þó erfitt sé að átta
sig á hvað hún er yfirleitt að fara með yfirlýsingu af þessu tagi.
Er ráðherrann að senda út skilaboð um að forsvarsmenn Barna-
húss eigi ekki að tala um þetta mál? Eiga þeir að sitja þegjandi
hjá á meðan dómstólarnir þykjast ekki geta notað Barnahús
vegna þess að það veiti meintum kynferðisbrotamönnum ekki
nægjanlegt réttaröryggi að yfirheya misnotuð börn í vinsamlegu
umhverfi!?
í öðru lagi
Það er vissulega erfitt að átta sig á ásökunum dómsmálaráðherra
í garð forsvarsmana Barnahúss. En það er þó enn erfiðara að
skilja röksemdir dómstólanna sjálfra fyrir því að sniðganga
Barnahúsið, enda er það fyrst og fremst málflutningur dómstól-
anna sjálfra og dómstólaráðs, sem er til þess fallinn að grafa
undan trausti á þeim. Þrátt fyrir nýlega lagabreytingu er engin
knýjandi lagaskylda sem gerir það að verkum að börn séu yfir-
heyrð í húsakynnum dómsins sjálfs. Megin rök dómstólaráðs
felast því í þeirri fullyrðingu að: „jafnræði sé betur tryggt á þeim
hlutlausa stað sem húsnæði dómstóls óneitanlega er, en í Barna-
húsi...“
í þriðja lagi
I nafni réttarfarslegs jafnræðis og hins hlutlausa vettvangs telja
dómstólar því réttlætanlegt að börn, sem lenda í ógeðfelldri
misnotkun, fari á mis við einhver bestu og framsæknustu úrræði
sem þekkjast í meðferð mála af þessu tagi. Þess í stað verði þeim
gert að búa við hálf-lausnir. Slíkt er vitaskuld átakanleg misnotk-
un á réttarfarslegum hugtökum. Hafi menn áhyggjur af stöðu
meintra brotamanna á að bæta hana, en það á ekki að gera með
því að gera stöðu lítilla barna lakari. Trúi dómarar og dómsmála-
ráðherra því hins vegar, að Barnahús og starfsfólk þess sé óhæft
á einhvern hátt, þá eiga þeir að segja það hreint út og rökstyðja.
Þessi málflutningur dugar ekki. Birgir Guðtnundsson.
Grýlubamið Guðni
Þá liggur það fyrir staðfest í
þingtíðindum að landsbyggðin
er Grýluhellir. Það var sjálfur
Guðni Agústsson, landbúnað-
arráðherra, sem upplýsti þetta
í umræðum á Alþingi um helg-
ina. Umræðan snerist um það
hvort hægt væri að stunda
landbúnaðarrannsóknir úti á
landi, en ráðu-
neytisstjóri
Guðna hafði
sent Skagfirð-
ingum bréf um
að að slíkar
rannsóknir væri
einungis hægt
að stunda í
Reykjavík. Það
lengsta sem
hægt væri að
fara frá hverfi
101 í Reykjavík
án þess að missa
vísindaandann,
væri upp á Keldnaholt. Garri
telur ástæðu til að benda á, að
þó Keldnaholt sé kannski ekki
beinlínis úti á landi, þá má sjá
út á land þaðan - upp á Kjalar-
nes auk þess sem það sést það-
an til Akrafjalls og Skarðsheið-
ar. Ráðuneytisstjórinn er því í
raun velviljaður landsbyggð-
inni.
Grýluböm á grjóthólmn
En í Grýluhelli landsbyggðar-
innar virðast menn af ein-
hverjum ástæðum ekki skilja
þessi fræði og Garra sýndist
vera biðröð eftir því að fá að
komast í ræðustól Alþingis
þegar málið var rætt þar. Allt
voru þetta einhverjir gríslingar
úr Grýluhellinum, lands-
byggðarþingmenn og Grýlu-
börn, sem vön eru að sofa á
grjóthólum, ýla og hrína og
ekkert þau skilja í hinni æðri
veröld vísinda. Allir sem einn
sögðu þeir að víst mætti
stunda vísindi í Grýluhellin-
V
um, og vildu sumir ganga svo
langt að láta reka ráðuneytis-
stjóra Guðna fyrir það að vera
svo stífur á Reykjavíkurvísind-
um. Það Grýlubarn sem kom
með þessa tillögu var enginn
annar en sjáflur Páll Péturs-
son, félagsmálaráðherra, sem
er eins og landbúnarðarráð-
herra þingmaður
Grýluhellisins.
Hver þeirra fé-
laga svarar kall-
inu Leppur,
hver Skreppur
og hver Leið-
indaskjóða skal
hins vegar ósagt
látið.
Vísinda-Vaka
En það stóð ekki
á Guðna sjálfum
að svara kalli
Rekjavíkurvís-
inda, þegar hann setti sig í
spor sjálfrar Grýlu. Landbún-
aðarráðherra benti einfaldlega
á kvæðið um Grýlu þar sem
hún safnar börnum saman í
poka. Vaka litla hugrakka kom
þá með skærin og klippti á gat,
svo börnin sluppu við að fara í
Grýluhellinn. Eins sagði hann
að væri með vísindin, þó vís-
indamönnum væri safnað í
poka, myndi Vísinda-Vaka
bara koma og klippa gat, þan-
nig að þeir klárustu myndu
fara aftur til Reykjavíkur. Þessi
snjalla dæmisaga Grýlubarns-
ins Guðna kennir okkur í eitt
skipti fyrir öll að það er til lít-
ils að stunda vísindi í Grýlu-
hellinum. Þeir sem í dag þykj-
ast vera að stunda þar vísindi
eru augljóslega dreggjar úr
Grýlupokanum - einhverjir
ómerkilegir labbakútar, sem
Vísinda-Vöku þótti ekki taka
að sleppa út. — GARRI
Hin ógurlegu vandamál
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
SKRIFAR
Nú líður að jólum hjá hnfpinni
þjóð í vanda. Og vandamálin
sem eru að sliga þjóðina eru eng-
in smásmíði, eins og fjölmiðlar
greina frá á degi hverjum.
Þannig eru Vestfirðingar að
dragast aftur úr Reykvíkingum í
þróun atvinnutekna; ýmsir hafa
þungar áhyggjur af fyrirhugaðri
vínsölu á Kristnitökuhátíð á
næsta ári; alþingismenn þora
engu að spá um þróunina í kjara-
málum; vinnuveitendur treysta
sér ekki til að hækka Iaun um
meira en 3,5%; 2000 vandinn er
handan hornsins og jólakvíðinn
ryður sér æ meira til rúms.
Fnstiirvísavandinn
Og þá er ekki allt upp talið, síð-
ur en svo. Þannig er þjóðinni nú
uppálagt að ormahreinsa hunda
sfna; enginnn rækjutogari er nú
á Flæmingjagrunni; einstæðir
foreldrar eru skattpíndir mest;
spáð er 4% verðbólgu; kalda
stríðinu lauk lýrir 10 árum; opin-
ber fyrirtæki luma á ólöglegum
tölvuhugbúnaði að andvirði einn
milljarður; starfshópur landbún-
aðarráðherra reynir að tefja inn-
flutning fósturvísa úr norskum
kúm; kona hefur
verið úrskurðuð
dóttir móður
sinnar; það stefn-
ir í að laxveiði-
leyfin hækki um
85% á næsta ári;
eldur var borinn
að menntaskóla-
póstkassa; ljóða-
bókum var gert
alltof hátt undir
höfði við tilnefn-
ingu hinna ís-
lensku bók-
menntaverð-
launa; skipulags-
stjóra Iáðist að leggja mikilvæg
gögn fyrir iðnaðarnefnd Alþingis.
Og síðastæn ekki síst, þá eyða
'óiaj 'úUjble vJr
íslenskir, kynsveltir karlmenn
milljónum á nokkrum mínútum í
nektarhúllum höfuðborgarinnar.
ísland eða Tsjetsjnla
Er furða þó jijóðin sé uggandi
um sinn hag
frammi á bjarg-
brúninni nú þeg-
ar líður að jólum?
Er einhver mögu-
leiki á því að jólin
verði sigurhátíð
sæl og blíð þegar
flestir virðast rog-
ast með svo mik-
inn fortíðarvanda
í farteskinu og sjá
fram á annað
eins í nánustu
framtíð?
Eina vonin er
auðvitað sú að
fara hina séríslensku leið og
leggjast í samanburðarfræðin.
Eins og vinnuveitcndur reyndar
gera, þegar þeir segja að eldu
megi hækka laun hér meira en í
nágrannalöndunum til að spilla
ekki samkeppnisstöðu fyrirtækj-
anna. (Reyndar gleyma þeir að
minnast á að á sama hátt á auð-
vitað ekki að borga lægri laun á
Islandi en í nágrannalöndunum,
en það myndi kannski líka spilla
samkeppnisstöðunni).
En ef við eigum til einhvern
snefil af ímyndunarafli, þá ætt-
um við kannski að reyna að setja
okkur í spor fólksins í Grosní,
eða fólksins sem þreyir hungur-
vökur um allan heim, þar sem
dauðinn er eini öruggi og fasti
punkturinn 1' tilverunni á hverj-
um degi.
Er þá ekki hugsanlegt að hlut-
skipti okkar Islendinga, þó há-
bölvað sé, sé e.t.v. þolanlegra en
þau vandamál sem milljónir
meðbræðra okkar og systra þurfa
að glíma við á degi hverjum?
'íióil 'iknj 't.'mjm 'lv«j ‘go Tjaiiljl i> 'olil-y
Erréttlætanlegtað tak-
marka úttektirmanna
meðgreiðslukortum á
nektardansstöðum?
Ólafur Amjjöró Guðmundsson
eigandi Club 7.
„Einstaldingar
eiga að halda sig
innan þeirra tak-
marka sem þeim
ber. Hinsvegar er
jafn eðlilegt að
þeir sem brjóta
gegn ákvæðum viðskiptasamnings
við greiðslukortafyrirtæki séu
beittir þeim viðurlögum sem
samningar kveða á um. Þannig
gerist Jietta í siðaðra manna sam-
félagi. Við á Club 7 áminnum
menn þegar úttekt þeirra er komin
upp í 70 jiúsund krónur þannig að
þeir eiga að vita hvað þeir eru að
gera. Séu jieir ofurölvi er reynt að
koma þeim heim, fremur en að
stofna til frekari viðskipta - sem
ekki fá staðist."
EinarS. Einarsson
forstjóri Visa ísland.
„í kortaviðskipt-
um eru reglur,
sem takmarka
eiga áhættu við-
skiptavina til
dæmis ef kort
glatast og þeim er
stolið, en einnig til að lágmarka
áhættu þess sem ber ábyrgðina;
banka eða kortafyrirtækja. Þá eru
allir sölustaðir flokkaðir eftir áhæt-
tu. Upp hafa komið tilvik á nektar-
dansstöðum þar sem fólk kannast
ekki við úttektir af Visa-reikning-
um sínum og ber við minnisleysi.
Því er betra hafa vaðið fyrir neðan
sig og setja takmörk við úttektum
og slíkt er ekki forræðishyggja,
heldur öryggisviðbrögð.“
Kolbrún Halldórsdóttir
alþingismaðurVG.
„I ljósi reynslu er
álitamál hvort
hafa eigi slíkt eft-
irlit með þeim
seni heimsækja
nektardansstað-
ina. Þegar menn
eru að eyða jiarna hundruðum
þúsunda króna á skömmum tíma,
einsog mörg dæmi sanna, og eru
ekld borgunarmcnn fyrir úttektun-
um, sldl ég vel að sú krafa komi
upp að eitthvað sé gert í málinu.
Því hver á á endanum að borga - ef
ekki neytandinn.“
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
„Mér finnst þetta
fyrst og fremst
vera mál greiðslu-
kortafyrirtækj-
anna og að sjálf-
sögðu eiga þessir
staðir að lúta öll-
um sömu reglum og aðrir hvað
varðar notkun greiðslukorta. Mér
finnst kortafyrirtækin hafa tekið á
þessu máli með afgerandi hætti og
sýnt það að þau sitja ekki aðgerða-
laus hjá þegar grunur leikur á að
verið sé að hlunnfara viðskiptavini
Jieirra. Þær upphæðir sem nefndar
hafa verið í tengslum við þetta mál
gefa hins vegar tilefni til að velta
fýrir sér hverskonar jijónusta fari
fram á |iessum stöðum."
‘ík) HijÁvt )cif'»rl 'Jaiéfiv Bgpinon