Dagur - 21.12.1999, Side 7

Dagur - 21.12.1999, Side 7
T^r- ÞRIDJUDAGUK 21. DESEMBER 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Verkefnin í rOdsQ ármálum jOn kkist- JANSSON FORMAÐUR FJÁRLAGA- NEFNDAR ALÞINGIS I SKRIFAR „Það einkenndi umræður um fjárlögin á Alþingi núna að talsmönnum Samfylkingarinnar varð tíðrætt um þensluá- hrif þeirra og óráðsíu í ríkisfjármálum, “ segir Jón Kristjánsson m.a. í grein sinni. Fjárlög fyrir árið 2000 hafa nú ver- ið afgreidd á Alþingi. Samkvæmt þingsköpum á fjárlagaumræða að fara fram 15. desember og náðist að standa við þá dagsetningu í fyrsta skipti frá því að þessi regla var tekin upp. Fjárlagagerð er margslungin og flókin og undir- búningur að næstu fjárlögum hefst fljótlega eftir að fjárlög eru sam- þykkt og stendur nær allt árið. Fjárlagafrumvarpið er síðan form- lega lagt fyrir Alþingi þann 1. októ- ber, og þá tekur fjárlaganefnd Al- þingis við því, og þeim umsóknum um framlög og erindum sem til nefndarinnar berast. Þau erindi eru um 800 talsins. Hið ábyrga andlit? Það einkenndi umræður um fjár- lögin á Alþingi núna að talsmönn- um Samfylkingarinnar varð tíðrætt um þensluáhrif þeirra og óráðsíu í ríkisfjármálum. Aðrir Samfylking- armenn báru fram tillögur til út- gjaldaauka í hinum bestu málum eins og gengur. Talsmenn Vinstri grænna töluðu hins vegar aðallega fyrir margs konar útgjaldauka og fylgu reglu Alþýðubandalagsins gamla að flytja í lokin tillögur um skattahækkanir til þess að brúa bil- ið. Allt voru þetta fastir liðir eins og venjulega, nema hvað fulltrúar Samfylkingarinnar í fjárlaganelnd reyndu að koma ábyrgu andliti í ríkisfjármálum á flokkinn með ræðum um óráðsíu í fjármálum, eins og áður segir. Reksturskostnaðimnn Framlög sem veitt eru á fjárlögum skiptast í nokkra þætti. í fyrsta lagi eru framlög til rekstrar hinna mörgu stofnana sem ríkið rekur. Þessi útgjöld endurtaka sig á fjár- lögum ár hvert og það eru viðkom- andi ráðuneyti sem fara yfir rekst- ur stofnananna með forstöðu- mönnum þeirra og Ieggja síðan niðurstöðuna fyrir fjármálaráðu- neytið áður en tillögur fara inn á fjárlög. Nokkrar stofnanir flytja sín mál fyrir fjárlaganefnd, en þó er það mikill minnihluti þeirra. Fjár- laganefnd fjallar hins vegar um fjármál stofnana, og hafa heil- brigðisstofnanir tekið lang mestan tíma nefndarinnar síðustu árin. Svo var einnig nú. Niðurstaðan var að veita miklum Ijármunum til þess að freista þess að koma rekstri þeirra innan Qárlagaheimilda. Þetta skeður í kjölfar launahækk- ana sem skýra tvo þriðju af útgjöld- um umfram Ijárlög og öðrum kostnaði sem skýrir einn þriðja. Leggja verður mikla áherslu á að stofnanir búi nú við þann fjárlag- aramma sem þeim er ætlaður. Hins vegar eru ekki heilbrigðis- stofnanir einar sem hafa farið fram úr fjárheimildum. I Ijáraukalögum fyrir yfirstandandi ár var veitt mikl- um fjármunum til menntamála til þess að tryggja stöðu skólakerfisins svo dæmi séu nefnd. Rekstrar- kostnaður ríkisins hefur farið vax- andi, og full þörf er á því að leggja aukna vinnu í að skilgreina þjón- ustuhlutverk ríkisstofnana og fjár- magnsþörf. I tillögum fjárlaga- nefndar var gert ráð fyrir nokkru Qármagni til þess að setja aukinn kraft í þetta mál með sérfræði- vinnu. Slíkt er mikilvægt upp á framtíðina. Hlutverk ríkissjóðs er meðal annars að skapa öryggisnet í samfélaginu með bærilegu trygg- ingakerfi. Það er fullvíst að aukn- um fjármunum verður að verja á næstu árum til þessa þáttar. Einmitt vegna þess er mikil nauð- syn á að rekstrarkostnaður fari ekki stöðugt hækkandi. Tryggingakerfld Annar þáttur í útgjöldum ríkisins eru svokallaðar tilfærslur. Þar und- ir flokkast tryggingarkerfið. Mjög hörð krafa er um að auka útgjöld í þessum málaflokki og hann mun koma sérstaldega til skoðunar á næsta ári. A fjáraukalögunt 1999 var staðfest fjármagn til hækkunar tryggingarbóta. Markmiðið hlýtur að vera að tryggingakerfið veiti þeim vernd og afkomu sem höllum fæti standa í samfélaginu. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að tryggingabætur eigi ekki að vera viðbótartekjur fyrir hálaunafólk. Þess vegna eru tekjutengingar í kerfinu. Mörk skerðinganna hljóta ætíð að vera til endurskoðunar, en ég er andvígur þvf að afnema allar tekjutengingar. Hins vegar kemur það til greina að hvert fætt barn fái viðurkenningu frá samfélaginu, og Framsóknarflokkurinn hefur sett fram hugmyndir um það með svokölluðum bamakortum. Heil- brigðismálin höfðu forgang um viðbótarútgjöld við þessa Ijárlaga- gerð ásamt ýmsum þáttum byggða- mála og fíkniefnamálum. Trygg- ingarkerfið hlýtur hins vegar að koma til skoðunar í framhaldinu. Að halda hátíð Þriðji útgjaldaflokkur í fjárlögum eru ýmiskonar tímabundin fram- lög. Þar ber langhæst í fjárlögum fyrir árið 2000 framlög vegna há- tíðarhalda ýmiskonar í tengslum við kristnihátíð á Þingvöllum og landafundanefnd. Mörg fleiri tímabundin útgjöld mætti nefna, en eins og nafnið ber með sér er eðlismunurinn á þeim og rekstrar- útgjöldunum að þau falla niður eftir árið, og eru ekki endurnýjuð nema með sérstakri ákvörðun. Tekjuafgangurum Niðurstaða fjárlaganna er meiri tekjuafgangur en dæmi eru til síð- an í byrjun sjöunda áratugarins. Þetta gefur tækifæri til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs, inn- lendar eða erlendar, eða leggja fé fyrir í Seðlabankanum til nota síð- ar. Sala ríkiseigna hefur skilað miklum fjármunum í ríkissjóð á yf- irstandandi ári. Það fé er allt til reiðu til skuldagreiðslu eða til ann- arra nota eftir því sem ákvarðanir verða teknar um á sínum tíma. Grundvallaratriðið er að regluleg starfsemi ríkissjóðs sé ekki fjár- mögnuð með sölu ríkiseigna. Svo hefur ekki verið gert. Forgangsmálið í ríksfjármálum er að halda utan um rekstrarút- gjöldin. Ef þau vaxa ár frá ári, er borin von að hægt sé að sinna með viðunandi hætti því meginhlut- verki ríkisvaldsins að vera öryggis- net í samfélaginu, undirstaða tryggingakerfisins og samfélags- legrar þjónustu sem eðli máls er hlutverk ríkisvaldsins. Hvar er þeirra Mður? JÓN HEJÐAR STEINÞORSSON SKRIFAR í dagblaðinu Degi þann 15. des. síðastliðinn er birtur hluti sam- þykktar stjórnarfundar Búnaðarfé- Iags Tjörnesinga frá 14. des.1999. I þeirri stjórnarsamþykkt er mót- mælt vinnubrögðum forystu- manna kúabænda varðandi tilraun með flutning fósturvísa úr norsk- um kúm í íslenskar. 1 framhaldi þeirrar birtingar er rætt við for- mann Landssambands kúabænda sem lætur sér fátt um finnast en lætur þess þó getið að sá sem aldrei geri neitt er orkað gæti tví- mælis sé lítils virði í félagsmálum. Þetta er hárrétt hjá formanninum en þá er líka rétt að benda honum á, að sá er lætur sig litlu varða af- komu félaga sinna þó fáir séu er einskis virði félagsskapnum. Sam- þykkt stjórnar Búnaðarfélags Tjör- nesinga virðist helst vekja þá spurningu hjá formanninum hve margir þeir séu kúabændurnir norður á Tjörnesi. Aðspurður um ályktun stjórnar Búnaðarfélags Tjörnesinga segir hann m.a.: „...Annars hef ég afar lítið um þessa ályktun að segja, en velti því fyrir mér hve margir kúabændur eru norður á Tjörnesi.“ Er það nú mergurinn málsins? Þarf lítt við eyru að Ieggja ef fáir tala? Ef svo er hvers vegna þarf þá svo mjög að hlusta á þau rífu 27% kúabænda, sem vildu innflutning á erfðaefni úr norskum kúm? Ætl- ast forysta LK til þess að 72% ís- Ienskra kúabænda sem á móti mál- inu eru láti það yfir sig ganga að hin svokallaða tilraun sem fram á að fara með flutningi fósturvísa verði gerð? Sú tilraun mun kosta umtalsverða fjármuni og þeir verða ekki teknir úr vasa mjólkurfram- leiðenda einna og óeðlilegt er að ætla að bilið verði brúað úr ríkis- sjóði. Fram hefur komið í umræðu um þessi mál að til þurfi að koma breytingar á fjósurn ef skipt verður um kúakyn. Þær breytingar krefj- ast fjármuna sem bændur hafa ekki á lausu og því munu þeir liðir óhjákvæmilega fara út í verðmynd- un vörunnar og vísað í vasa neyt- enda. Eru neytendur tilhúnir að greiða þann kostnað, vegna að- gerða sem með öllu eru óþarfar þegar framleiðsla mjólkurafurða er Em neyteiidur tilhiíuir að greiða þairn kostnað, vegna aðgerða sem með öUu eru óþarfar þegar framleiðsla mjólkuraf- urða er umfram neyslu? Ileíiir LK kann- að hver yrðu viðbrögð þeirra sem lokaorðið eiga, þeirra sem vöruna kaupa og neyta? Á neyt- endur verður formaður og stjóm LK að hlusta þó hægt sé að halda fyr- ir eyrun þegar í sér láta heyra fáir Tjömesingar. umfram neyslu? Hefur LK kannað hver yrðu viðbrögð þeirra sem lokaorðið eiga, þeirra sem vöruna kaupa og neyta? A neytendur verð- ur formaður og stjórn LK að hlus- ta þó hægt sé að halda fyrir eyrun þegar í sér láta heyra fáir Tjörnes- ingar. Til þess nú að upplýsa formann LK um fjölda kúabænda á Tjömesi þá eru kúabúin ekki nema fimm. Fimm lítil kúabú á Tjörnesi skipta kannski ekki miklu máli afkomu fólks suður í Borgarfirði í dag eða á landsvísu, en fyrir Tjörneshrepp, sem orðin er yst á jaðri mjólkur- framleiðslusvæðis í Suður-Þingeyj- arsýslu, skipta þau máli og fyrir Þingeyjarsýslur skiptir máli að búið sé á Tjörnesi. Hjá fleirum en LK ríkir fulltrúalýðræði, það er líka þannig hjá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga. A aðalfundi þess vorið 1997 var samþykkt til- laga gegn innflutningi erfðaefna úr norskum kúm, þá mun einnig hafa verið samþykkt tillaga hjá Búnað- arsambandi Eyjafjarðar sem geng- ur í sömu átt. Langar formanninn að vita hve margir andmæltu þar? - eða skiptir það máli? Sú steftia sem stjórn LK sýnist harðast reka er eins konar stór- býlastefna sem óhjákvæmilega leiðir til mikillar samþjöppunar framleiðsluréttar, sem einnig mun leiða til mikilla breytinga á jaðri mjólkurframleiðslusvæða og hver veit hvenær Ferjubakki verður þá á jaðrinum - skiptir það annars máli? Það er mikil náð og þakkarverð að formaðurinn skuli leyfa að Tjör- nesingar fái að tjá sig eins og aðrir og þeir megi meira að segja hafa áhrif á störf sambandsins eins og aðrir, en það hygg ég að hafi nú einmitt vakað fyrir stjórn Búnaðar- félags Tjörnesinga með sinni sam- þykkt að leggja sitt af mörkum til að hafa áhrif, en formaðurinn læt- ur sig það litlu varða svo algjör er hans jólaföstu sálarró. Sálarró Tjörnesinga er söm og jöfn árið um kring, þeir þurfa ekk- ert meiri frið í sálum sínum um jól en annan tíma ársins. En hvað með þá sem nú veifa stjórnsýslu- kærum, hvernig er í þeirra ranni og hvar er þeirra friður?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.