Dagur - 21.12.1999, Side 4
4 - ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999
FRÉTTIR
||' piyí ■ »1 52 BB BB 0 :|f £
1L jsifí | tí3L! II || IXÍ
Af fjölda fasteigna sem ríkissjóður hyggst koma frá sér eru öll Torfuhúsin í Reykjavík, sem afhent verða Minjavernd. Þetta eru
Gimli, Gamia bakaríið, Bernhöftshús og Landlæknishúsið við Amtmannsstíg 1.
Höndlað með
ríMsfasteignir
RíMð fákk heimild Al-
þingis til sölu og kaupa á
hiniun ýmsu fasteignum
og jörðum víðvegar um
land.
Það er ansi fróðlegt að skoða skrána
yfir þær jarðir og aðrar cigur ríkisins
sem nú hefur fengist heimild á Alþingi
til að selja og sömuleiðis hvað það er
sem ríkið ætlar að kaupa.
Heimild er til að selja prestssetrin í
Þykkvabæ og á Hofsósi. Flugafgreiðsl-
ur á Kópaskeri, Borgarfirði eystra og
Breiðdalsvíkurflugvelli. Eignir Sigl-
ingamálastofnunar við Svalvog að vit-
anum frártöldum. Eignir Flugmála-
stjórnar í Nauthólsvík, íbúðarblokk við
Kópavogsbraut, þar sem fatlaðir hafa
haft aðstöðu. Skrifstofuhúsnæði Rfkis-
spftalanna að Rauðarárstig 31. Maka-
skipti á embættisbústað að Miðtúni 7 á
Seyðisfirði og Múlavegi 53 á sama
stað. Að selja þjónustuhús Ferðamála-
ráðs við Gullfoss Biskupstungna-
hreppi. Að selja Skólabrú 2 í Reykjavík,
eignarhluta ríkisins í Arholtum 8 á
Húsavík, fangageymsluna á Vopnafirði,
jarðirnar Setberg og Straum í Dala-
byggð, Iand ríkisins innan þéttbýlis í
Grundarfirði, hlutabréf ríkisins í Flug-
skóla Islands.
Rausnarleg gjöf
Þá fékkst heimild til að gefa
Fiskimmálaráði í Mósambik rann-
sóknaskipið Feng. Að afhenda Lands-
síma Islands Hafnarstræti 102 á Akur-
eyri, Aðalstræti 18 Isafirði, Fagradals-
braut 9 Egilsstöðum og Kolbeinsgötu 6
á Vopnafirði. Þá er heimild til að af-
henda Minjavernd öll Torfuhúsin í
Reykjavík, sem eru Gimli, Gamla bak-
aríið, Bernhöftshús og Landlæknis-
húsið við Amtmannsstíg 1.
Heimild er til að kaupa jarðir og
semja um makaskipti á nálægum jörð-
um vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs á
Snæfellsnesi og að kaupa jörðina
Vestaraland II í Öxarfirði vegna þjóð-
garðs í Jökulársgljúfrum. Að kaupa eða
Ieigja húsnæði í nágrenni Alþingis-
hússins fyrir starfsaðstöu Alþingis. Að
kaupa eða Ieigja land fyrir Selfossflug-
völl, að kaupa jörðina Hrafnhól í
Skagafirði og að kaupa Miklubraut 16
í Reykjavík vegna færslu Hringbrautar.
Kaupa hluta í Flatey
Þá á að kaupa eða leigja húsnæði lyrir
lögregluna í Grundarfirði, kaupa skýli
númer 7 á Akureyarflugvelli, læknisbú-
stað á Dalvík, embættisbústað fyrir
sýslumanninn í Vestmannaeyjum. Að
Ieigja húsnæði fyrir Náttúruvernd rík-
isins og Náttúrufræðistofnun og fyrir
náttúrustofu á Sauðárkróki. Að kaupa
Iæknisbústað á Blönduósi, að kaupa
eignarhluta Reykhólahrepps í Flatey á
Breiðarfirði. Að kaupa húsnæði við Ei-
ríksgötu lyrir Ríkisspítala, húsnæði fyr-
ir lögreglu og sýslumannsembættið í
Þorlákshöfn. — S.DÓR
A7agur
í heita pottinum sem víðar
velta menn ákaft íyrir sér liver
verði seðlabankastóri Fram-
sóknarflokksins og eru margir
til kvaddir en aðeins einn út-
valinn. Það nýjasta sem pott-
verjar hafa heyrt af þeim vett-
vangi er, að Stefán Pálsson Bún-
aðarbankastjóri verið skipaður
seðlabankastjóri fyrir áramót,
en hann á víst eftir tvö ár af
starfsævinni. í hans stað er Páll
Pétursson félagsmálaráðherra
nefndur sem Búnaðarbanka-
stjóri og losnar þá hæði ráð-
herrasæti og þingsinannsæti.
Þá fylgir sögunni að þegar Stef-
án lætur af störfum eftir tvö ár þyki Halldóri
Ásgrímssyni tímabært að draga sig út úr erli
stjómmálanna og setjast í sæti Framsóknar-
flokksins í Seðlabankanum. Þannig töldu
pottveijar að hægt væri að slá margar flugur í
einu höggi og leysa einhver erfiðustu innan-
flokksmál sem Framsókn á við að glíma...
Páll
Pétursson.
Stefán
Pálsson.
Hins vegar komu vöflur á pott-
veija er þeim hent var á þann
annmarka að Páll frá Höllu-
stöðum gæti ekki orðið banka-
stjóri, þótt hann glaður vildi.
Venslalög í stjórnsýslunni
leyfðu það ekki þar sem sonur
hans, Páll Gunnar, er forstöðu-
maður Fjármálaeftirlitsins.
Sonurinn yrði þá eftirlitsaðili með pabba
gamla, nokkuð sem nýleg lög samþykkja ekki.
Pottverjar bentu þá að hægt væri bara að setja
strákinn í nýtt embætti svo leysa mætti ráð-
herrakapalinn í ríkisstjóminni. Annað eins
hefði nú gerst í pólitíkinni...
FR É T TA VIÐTALID
Júlíus Hafstein9
framkvæmdastjóri
Krístnihátíðamefndar.
Undirbúningur undir
KristnihátíðaðÞingvöllum á
næsta ári er langt kominn.
Umfetðarmálin veigamesta
vandamálið. Vínsalan um-
deild.
Ekki eins og
þjóðhátíð í Eyjiun
- Eru öll skipulagstnál háttðarinnar hotnin
á hreint?
„Það er auðvitað ekki búið að skipuleggja
allt út í hörgul. En skipulag af hátíðarsvæðinu
frá þjónustumiðstöðinni að Valhöll Iiggur lýr-
ir, að mestu frágengið."
- Eru menn orðnir sætnilega rólegir yfir
utnferðamiálunum, með í huga vattdatnálin
1994?
„Ekki ennþá. Umferðarþátturinn er senni-
lega einn veigamesti þáttur undirbúningsins
og ekki allt orðið klárt í þeim efnum. Þó er
búið að gera verulegar vegaumbætur til og frá
Þingvöllum. I fyrsta Iagi er búið að byggja upp
nýjan veg í Grafningnum að Þingvallavegi,
sem þýðir að Nesjavallavegur er orðinn mjög
góður alla leiðina. Það bætir aðstöðuna mik-
ið. Vegur verður lagður meðfram Þingvalla-
leið frá vegamótum Grafninsvegar að hakinu
fýrir ofan Almannagjá. Þessi Ieið verður not-
uð fyrir alla rútubíla, starfsmenn, sérstaka
gesti, öryggisverði og Jögreglu. Þessi leið verð-
ur jafnframt öryggisleið. f ö.ðru jagi er búið að
gera góðan heilsársveg með bundnu slitlagi
alla leiðina frá Þrastarskógi að Þingvöllum.
Næsta vor verður síðan lagður ofaníburður á
Lyngdalsheiði og Uxahryggi og þá verða þær
leiðir í góðu standi. Þetta, auk tvöföldunar
umfcrðarleiða fyrir ofan Artúnsbrekkuna og
nýrri akrein upp að Þingvallaafleggjara, sem
kemur næsta vor, gerir það að verkum að öll
stjórnun umferðarverðurauðveldari. Þetta er
mikil breyting frá þvf sem áður var.“
- Er búið að ganga svo frá hnútunutn að
salemisaðstaða á svæðinu verði ekki vanda-
tttál?
„Það er búið að bjóða út allt að 500 salern-
iseiningar. Eg veit ekki hvað þau verða endan-
lega mörg, en þau voru um 180 árið 1994 og
verða að minnsta kosti tvöfalt fleiri núna.“
- Ilvers vegtta er lögð þessi áhersla á aðfá
að selja léttvín og hjór á Kristnitökuhátíð-
inni?
„I fyrsta lagi; það er ekki verið að leggja sér-
staka áherslu á þetta fram yfir annað og það
er ekki vgrjð að tala um vínveitingaleyfí eins.
og við þekkjum þau úr veitingahúsum, heldur
að sala verði leyfð á léttvíni og öli nteð mat í
þremur veitingatjöldum. Þetta yrði eldd selt í
flöskum eða dósum, heldur eingöngu í ein-
nota glösum með mat í tjöldunum. F>TÍr er á
Þingvöllum vínveitingasala í Valhöll, sem
opin verður hátíðardagana. Neysluvenja
landsmanna á þessu sviði er gjörbreytt, það er
hvað varðar umgengni unt léttvín og öl. Síðan
er vart hægt að bjóða þetta út nema það sé
einhver sæmileg samkeppnisaðstaða við þann
veitingamann sem til staðar er. Menn trúa því
að viðhorfín hafi breyst og það er ekki rétt að
bera þetta saman við gleðisamkomur cins og
t.d. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eða eitthvað
slíkt. Menn verða að hafa skilning á þessu og
geta gert réttan samanburð. Þetta er einnig
spurningin um boð og bönn. Það verður þess
veitingamanns sem fær þetta verkefni að sjá
um framkvæmd veitinganna, en oklcar að sjá
um hina almennu gæslu.“
- FÞG