Dagur - 21.12.1999, Síða 12

Dagur - 21.12.1999, Síða 12
12 - ÞRIÐJUDAGU R 21. DESEMIiER 1999 ERLENDAR FRÉTTIR Miðjiiflokkar vinna sigur í Rússlandi Rússnesku miðju- fLokkamir eru sigur- vegarar í þiugkosn- mgiim í Rússlaudi uin helgina. Þegar talning atkvæða var langt komin í gær eftir þing- kosningarnar í Rússlandi um helgina var kommúnistaflokk- urinn í forystu. Miðjuflokkar sem styðja Vladimir Pútín for- sætisráðherra og Sameiningar- flokkurinn komu þar fast á eft- ir. Niðurstöðurnar þykja benda til þess að almenningur í Rúss- landi sé ánægður með hvernig Pútín hefur tekið á málum í Tjetseníu-stríðinu. Talið er að kosningarnar hafi í för með sér umtalsverðar breytingar á rúss- neskum stjórnmálum og vekur vonir manna um umbætur í efnahagsmálum. Miðjuflokk- Níu þúsuud látn- ir í Venesúela Samkvæmt fréttaskeytum Reuter er talið að meira en 9 þúsund manns hafi farist í flóðum og aurskriðum í Venes- úela síðustu daga. Fundist hafa um 1000 lík og að minns- ta kosti 6000 er saknað. Þetta eru mestu náttúrhamfarir í sögu landsins i meira en öld. Aætlað cr að um 150 þúsund manns haí i misst heimili sín i þessum miklu náttúruhamför- um. Flesíir hinna látnu hafa fundist í nágrenni höfuðborg- arinnar C aracas en erfitt hefur reynst að jarða þá látnu þar sem kirkjugarðar borgarinnar eru á kafi í aur. Orsök rigninga í Venesúela er rakin til La Nina halstraumsins, en hon- um hefur fylgt óvenju votviðra- samt og kalt veður undanfarið í Suður Ameríku. Þótt Vladimír Pútín hafi ekki verið í kjöri í þingkosningunum þá styðja sigurvegarar þeirra, miðjufiokkarnir, forsætisráðherrann, sem hér kemur út úr kjörkiefa í Moskvuborg um helgina. arnir eru því taldir sigurvegarar kosninganna og þeir sagðir hafa náð fram hæglátri bylt- ingu með því að fá alls um helming þingsæta í Dúmunni. Þegar búið var að telja rúm 80% atkvæða höfðu kommún- istar fengið um 24% atkvæða í kjöri framboðslista. Alls sitja 450 þingmenn í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Helmingur er kjörinn af fram- boðslistum sem fá 5% fylgi, eða meira, en helmingur í ein- menningskjördæmum. Eining, undir forystu Shogus, ráðherra almanna- varna, var með urn 23% at- kvæða þegar 80% höfðu verið talin upp úr kössunum. I þriðja sæti var Föðurland- Allt Rússland, flokkur Príma- kovs, fyrrum forsætisráðherra, og Lúskovs, borgarstjóra Moskvu, með 12% atkvæða. Þrír aðrir flokkar náðu 5% markinu sem þarf til að fá menn kjörna af flokkslistum. Þetta eru Bandalag hægri flok- ka, undir forystu Kiriyenkos, fyrrverandi forsætisráðherra, og miðjuflokkurinn Jabloko. „Mikil tímamót“ „I fyrsta skipti í tíu ár mun Dúman ekki lúta stjórn komm- únista. Það er vart hægt að gera of mikið úr þessum sigri“, sagði Sergej Kirijenko, Ieiðtogi Sambands hægri afla, eins af fjórum miðjuflokkunum, eftir að fyrstu tölur lágu fyrir. „Bylting hefur átt sér stað í Rússlandi, friðsöm bylting en bylting engu að síður," sagði Igor Shabdurasulov, einn hel- stu ráðgjafa Jeltsíns, við frétta- menn eftir að helstu úrslit lágu fyrir. „Þetta eru mikil tíma- mót,“ sagði hann ennfremur. Leiðtogi Kommúnistaflokks- ins, Gennady Zyuganov, sagð- ist vera ánægður með útkom- una þrátt fyrir harða keppni við miðjuflokkana. Flokkurinn hefði stigið ákveðin og mikil- væg skref, ekki hara á þingi, heldur vegna komandi forseta- kosninga. Pútín er þó talinn þar með sterka stöðu, enda hefur hann stuðning Jeltsíns sem arftaki á forsetastóli. 3ORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552 6844, BRÉFASÍMI 562 6739 FORVAL 12365 Up ýsingarkerfi fyrir frí haldsskóla Ríki' a.up, f.h. menntamálaráðuneytis óska eftir uppi jum um bjóðendur sem áhuga hafa á þátttöku í loku'. tboði/verðkönnun um gerð upplýsingakerfis fyrir framhaidsskóla. Forv? ögn verða til sölu á kr. 3.000,- á skrifstofu Ríkis upa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, frá og með 22. ^rnber n.k. Forvalsgögnum skal skila á sama stað fyrir ! .00 hinn 25. janúar 2000. ÍÞRÓTTIR Njítrðvíkingar í toppsætið Njarðvíkingar eru nú komnir á kunn- uglegar slóðir á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, eftir sautján stiga sigur á Tindastóli, 101-84, í íþróttahúsinu í Njarðvík á sunnudag- inn. Njarðvíkingar eru þar með komn- ir með 18 stig eftir 11 leiki, eða jafn- mörg og KR-ingar sem eru í öðru sæt- inu. Nú hafa öll liðin í deildinni leik- ið ellefu leiki, þar sem frestuðum leikjum vegna þátttöku Reyknesinga í Evrópukeppninni er lokið og því loks- ins komin raunhæf mynd á stöðu lið- anna í deildinni. Sex leikja sigur- ganga stöðvuð Fyrir leikinn í Njarðvík hafði Tinda- stóll unnið sex leiki í deildinni í röð og því var beðið eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu. Eftir jafnan fyrri hálf- leik, þar sem staðan var 52-53 fyrir gestina í leikhléi, mættu Njarð- víkingar tvfefldir til seinni hálfleiks og lögðu þá grunninn að góðum sigri með grimmum varnarleik. Hjá Njarðvíkingum, sem hafa spilað án útlendings frá því í byrjun desember, átti Teitur Orlygsson sann- kallaðan stórleik og var hann stigahæstur með 32 stig. Páll Kristins- son átti líka góðan leik hjá Njarðvíkingum og var næst stigahæstur með 20 stig. Annars spilaði allt Njarðvíkurliðið mjög vel og uppskar sanngjarnan sigur. Hjá Tindastóli, sem nú er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig, jafnmörg og Grindvíkingar, sem eru í fjórða sæti, áttu þeir Sune Henriksen og Svavar Birgisson bestan leik og var Svavar stigahæstur með 16 stig. Þar næst komu þeir Sune og Shawn Mayers með 15 stig hvor og Isak Einarsson með 11. Njarðvíkingurinn Örlygur Sturluson á fullri ferð. Sigur og tap hjá ísfirðmguin Úrslit annaraleikja um helgina urðu þau að Keflvíkingar unnu tólf stiga sigur á Isfirðingum í Keflavík þar sem staðan í leikhléi var 43- 48 gestunum í vil. ísfirðingar misstu sinn besta mann, Clifton Bush, útaf vegna meiðsla þegar staðan var 53-62 og við Jrað hrundi leikur þeirra og Keflvíldngar sigldu framúr. Chianti Robert skoraði mest Keflvíkinga, eða 21 stig og Bush mest fyrir Isfirðinga, 27 stig. A föstudag fór fram leikur ísfirðinga og Hauka á Isafirði og endaði hann með fimm stiga sigri heimamanna, 82-77. Clifton Bush var bestur og stigahæstur Isfirðinga með 33 stig, en þeir Jón Arnar og Ingvar Guðjónsson, skoruðu mest fyrir Hauka, 18 stig hvor og Marel Guðlaugsson 17. Leikmöniium Arsenal laust mumi- vatnið Emmanuel Petit, leikmaður Arsenal, mun hafa sloppið fyrir horn í leiknum gegn Wimbledon um helgina, þar sem hann mun hafa hrækt á eftir harðjaxl- inum John Hartson, framherja Wimbledon, án þess að dómarinn eða sjálfur Hartson tækju eftir því. Hartson mun hafa Ient f útistöðum við Fransmanninn í leiknum, sem endaði með því að sögn sjónarvotta, að Petit hrækti á eftir Hartson. Walesmaðurinn stóri og stæðilegi sagði eftir leikinn að ef hann hefði vit- að af þessu hefði hann örugglega gert eitthvað í málinu. „Strákarnir sögðu mér að hann hefði hrækt á eftir mér, en ég varð ekki var við það. Ef ég hefði vitað af því hefði ég örugglega strax gert eitthvað í málinu," sagði framherjinn vörpulegi. Hvað hann meinti er ekki vitað, en nokkuð víst að hann ætlaði ekki að horga fyrir sig í sömu mynt. Leikmönnum Arsenal virðist í vetur laust munnvatnið, því þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem þeir verða uppvísir að slíku. I fyrra skiptið var það annar Fransmaður, Patrick Vieira, sem hrækti á Neil Ruddock, hjá West Ham, og hlaut langt hann og niðurlægingu fyrir. Enska knattspyrnusambandið bíður nú skýrslu dómarans, Graham Barber, um málið, áður en ákvörðun um refsingu verður tekin. Leboeuf biðst afsökunar Frank Leboeuf, leikmaður Chelsea, sem féklc að líta rauða spjaldið í leiknum gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag, hefur beðið félaga sína hjá Chelsea afsökunar á hegðan sinni og stundarbrjálæði í leiknum. Það er nokkuð ljóst að tapið hefur gert meistaradrauma Chelsea að engu í vetur og spurning hvort liðinu tekst að ná Evrópu- sæti. Það er þó ekki víst að afsökunarbeiðnin dugi til að bræða Gianluca Vialli, framkvæmdastjóra, sem jafnvel horfir fram á erfiða baráttu um að halda starfi sínu hjá félaginu, eftir afleitt gengi í dcildinni að und- anförnu. Þar að auki mun þessi Ijóta uppákoma örugglega ekki falla stjórnendum enska knattspyrnusambandsins vel í geð og nokkuð ör- uggt að Leboeuf á eftir að hljötá strangari dóm agáhefndafihnar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.