Dagur - 21.12.1999, Side 5
ÞRIBJUDAGUR 21. DESEMBER 19 9 9 - S
X^r-
FRÉTTIR
k.
Hólamerai eru
áhyggjufullir
Frá Hólum í Hjaltadal. Þar hafa menn nokkrar áhyggjur afþróun mála
varðandi uppbyggingu rannsóknaraðstöðu fyrir stofnanir landbúnaðarins.
Uppbygging gríðaxmik-
illar aðstöðu undir
rarnisoknir í laudbún-
aði á Kelduaholti veld-
ur áhyggjum úti á
landi.
Valgeir Bjarnason yfirkennari við
Bændaskólann á Hólum segist,
spurður um orð landbúnaðarráð-
herra við utandagskrárumræðu á
Alþingi á laugardag, ekki vilja
gagnrýna landbúnaðarráðherra
beint. Hann lýsir þó áhyggjum
Hólamanna yfir þeim hugmynd-
um sem uppi eru um uppbyggingu
á rannsóknarstarfsemi í landbún-
aði á Keldnaholti við Beykjavík.
Skiptar skoðanir eru um um-
mæli sem ráðherra viðhafði í um-
ræðunni, þar sem hann sagði efn-
islega að erfitt væri að safna vís-
indamönnum saman í poka og
senda þá út á land til starfa, því
þeir dugmestu myndu klippa gat á
pokann og koma sér aftur suður.
Sumir hafa viljað túlka þetta sem
svo að úti á landi hljóti þá að vera
eftir í ýmsum pokahornum menn
sem ekki hafa haft dug í sér til að
komast úr pokanum.
„I fyrsta lagi höfum við vissar
áhyggjur af þessum skýrslum og
þessum hugmyndum sem eru í
gangi um uppbyggingu á Keldna-
holtinu," segir Valgeir. „Það er
alltaf barningur fyrir svona stofn-
anir eins og Hólaskóla, sem er að
reyna að vinna gott starf, að vera í
samkeppni að sumu leyti við þetta
Reykjavíkurveldi."
Valgeir segir það sína reynslu
eftir fimmtán ára veru á Hólum að
þar finni menn ekki til einangrun-
ar. A Hólum hafi byggst upp tölu-
vert gott starf í kringum hross,
bleikju og ferðaþjónustu. Hann
bendir á að með nútímatækni séu
menn ekkert einangraðri faglega á
Hólum heldur en í Reykjavík. I
gegnum tíðina hafi það ekki háð
Hólaskóla að erfitt hafi verið að fá
vísindamenn til starfa þar. Skólinn
hafi fengið þann mannskap sem
hann hafi getað veitt vinnu.
„Kannski það að vera úti á landi
og einmitt á stað sem við getum
sagt innan gæsalappa að sé „ein-
angraður" geri það að verkum að
menn leita meira að samstarfs-
möguleikum og eiginlega skoða
heiminn í öðru Ijósi. Þeir sjá að
það eru ekki bara stofnanir í
Reykjavík sem eru samstarfshæf-
ar,“ segir Valgeir Bjarnason á Hól-
um. - HI
Frá bæjarstjórnarfundi.
Gjaldskrár
hækka
Samkvæmt Ijárhagsáætlun Akur-
eyrarbæjar, sem bæjarstjórn tekur
til annarrar umræðu í dag, er gert
ráð fyrir nokkrum breytingum á
gjaldskrám innan bæjarkerfisins.
Til dæmis hækkar aðgangur full-
orðinna í sund úr 200 í 230 krón-
ur, barna úr 100 í 120, sem og
flestir aðrir liðir. Tíu miða kort fyr-
ir fullorðna hækkar úr 1.500 í
1.700 krónur og úr 500 krónum í
600 fyrir börn. Það nýmæli verður
tekið upp á næsta ári að inn-
heimta aðgangseyri að Listasafn-
inu og er reiknað með 300 krón-
um fyrir fullorðna og 150 krónum
fyrir grunnskólabörn og lífeyris-
þega. Frítt verður hins vegar einn
dag í viku og samið sérstaldega við
hópa hverju sinni. Aðgangur að
Sigurhæðum, Húsi skáldsins
hækkar úr 150 krónum í 200 en
gjaldskrá Minjasafnsins verður að
öllu leyti óbreytt. Nokkrir gjald-
skrárliðir Amtsbókasafnsins
hækka en þó verða mun fleiri liðir
á óbreyttu verði.
Búist við ráðherra-
sMptum uni áramðt
Þótt allir búist við að
ráðherrasMptin fari
fram um áramót grein-
ir memi á um hvort
sátt náist í málinu við
Pál Pétursson. Margir
óttast að jniigflokkiir
inn verði að afgreiða
málið með ófyrirsjáan-
legum aíleiðinguiii.
Páll Pétursson.
Valgerður Sverrisdóttir.
Enn er ekki búið að dagsetja það
hvenær ráðherraskiptin hjá Fram-
sóknarflokknum fara fram og Val-
gerður Sverrisdóttir tekur við fé-
lagsmálaráðuneytinu af Páli Pét-
urssyni. Þingmenn Framsóknar-
flokksins, sem Dagur ræddi málið
við í gær, bjuggust allir við að ráð-
herraskiptin fari fram um áramót-
in. Menn greindi á hvort það yrði
gert á gamlársdag eða hvort það
yrði strax eftir áramótin. Svo við-
kvæmt er þetta mál að enginn
þeirra sem Dagur ræddi við vildi
koma fram undir nafni.
Málið er ekki bara viðkvæmt,
það er líka gríðarlega erfitt fyrir
flokkinn. Páll hafnar nú að taka
við stjórnarformennsku í Byggða-
stofnun eins og um var samið og
segist hvergi víkja úr ráðherrastól.
Hins vegar geti þingflokkurinn sett
sig af og því segist hann muni una
og sitja sem óbreyttur út kjörtíma-
bilið.
Enginn meðal Jón
Þingmenn Framsóknarflokksins
greinir nokkuð á um með hvaða
hætti ráðherraskiptin fari fram.
Sumir halda því fram að sam-
komulag náist við Pál um málið
þannig að það þurfi ekki að koma
til kasta þingflokksins. Þeir segja
að sennilegast sé að einhver breyt-
ing verði gerð á frumvarpinu um
Byggðastofnun og Páli þannig
opnaðar dyr að fyrr um töluðu
embætti.
Aðrir telja þetta óskhyggju og
segja að ráðherrann og bóndinn á
Höllustöðum muni hvergi kvika í
máliu. Það sé einfaldlega ekki stíll
Páls Péturssonar að gefa eftir í
máli, þar sem hann hefur tekið
jafn stórt upp í sig og í þessu. Þeir
segjast óttast að þingflokkurinn
verði að taka á málinu og kjósa og
óttast að það geti haft hinar alvar-
legustu afleiðingar fyrir flokkinn.
Þeir benda á að Páll Pétursson sé
enginn meðal Jón þegar svona mál
er á ferðinni og sem píslarvottur
verði hann óviðráðanlegur.
- S.DÓR
„Helber lygi66 um
„Frétt Ríkissjónvarpsins er helber
lygi frá upphafi til enda og ég
mun krefjast leiðréttingar á
þessu,“ segir Asgeir Þór Daviðs-
son, veitingamaður á nektardans-
staðnum Maxim’s við Hafnar-
stræti. Hann á þar við frétt vegna
hárra úttekta af kortum viðskipta-
vina nektardansstaða, þar sem
fullyrt var að einnar milljónar
króna úttekt hafi átt sér stað á
Maxim’s.
Nokkrar kærur liggja fyrir hjá
lögreglunni í Reykjavík vegna
hárra úttekta á þessum stöðum.
Kortafyrirtækin VISA og EURO
hafa ákveðið að setja þak á úttekt-
ir af kortum á þessum stöðum, en
greint hefur verið frá tilvikum,
þar sem hæstu úttektir voru um
ein milljón og um 800 þúsund
krónur.
Asgeir Þór segir slíkar úttektir
óþekktar hjá sér. „Hæstu upp-
hæðirnar sem ég veit um eru í
kringum 150 þúsund krónur og
Maxiiii’s
ég hef gjarnan sagt við hina
eyðslusömustu hvort þeir ætli
ekki að fara að hætta þessari vit-
leysu. Eg veit ekki til þess að
nokkur rannsókn sé í gangi og alls
ekki gagnvart okkur og mér finnst
þessi ákvörðun kortafyrirtækj-
anna furðuleg. Ætla þau næst að
stjórn úttektum hjá Hagkaup og
Bónus? Eg mun að sjálfsögðu
bregðast við þessu og krefjast
leiðréttingar á lygifréttum," segir
Ásgeir Þór. — FÞG
Sól-Víkiiig vill MjóUairsamlagið
Sól-Víking hefur gert tilboð í Mjólkursamlag KVH á Hvammstanga og er
það tilboð hliðstætt því sem Mjólkursamsalan í Reykjavík gerði í Mjólk-
ursamlag KVH, eða tæpar 100 milljónir króna. Að sögn Guðmundar
Karlssonar, bónda að Mýrum og stjórnarformanns Kaupfélags Vestur-
Húnvetninga, hyggst Sól-Víking reka áfram mjólkurstöðina en í tilboði
Mjólkursamsölunnar er gert ráð fyrir að reka hana í eitt ár, en leggja síð-
an starfsemina af og flytja mjólk frá innleggjendum í mjólkurbú félagsins
í Búðardal. Guðmundur Karlsson segir að teknar verði upp viðræður við
tilboðsgjafa strax á nýju ári.
Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Sól-Víking, segir að í tilboð-
inu felist að reka mjólkursamlagið á Hvammstanga áfram í óbreyttri
mynd. Áfram verði lögð áhersla á ostaframleiðslu en Ijölbreytnin verði
aukin. Baldvin segir ástæðu þess að þeir geri þetta tilboð vera gott við-
skiptatækifæri og hann sé bjartsýnn á að gera megi góða hluti á Hvamms-
tanga. — GG
Margföld spum eftir bankabréfunuui
Eftir gríðarlega þátttöku í útboði ríkisins á 15% hlut í Búnaðarbanka og
Landsbanka fyrir helgi mega þúsundir fjárfesta gera ráð fyrir því að fá
greiðsluseðla senda til sín næstu daga. Um 27 þúsund manns skráðu sig
fyrir hlut í Landsbankanum og um 23 þúsund áskriftir bárust í bréf Bún-
aðarbankans. Miðað við takmarkað framboð bréfa má reikna með að
hlutur hvers kaupanda í áskriftarhlutanum skerðist verulega.
Alls bárust 66 tilboð frá 40 aðilum í hlutabréf í Landsbankanum í til-
boðshluta útboðsins. Námu þau samtals um 1,1 milljarði króna að nafn-
virði. Hæsta tilboðið var frá Eftirlaunasjóði Félags íslenskra atvinnuflug-
manna, á genginu 4,501 í bréf að nafnvirði 5 milljónir kr. I tilboðsflokki
útboðsins voru í boði bréf að nafnvirði 275 milljónir króna og var lág-
marksgengi 3,80
Heildarfjöldi í áskriftarhlutanum hjá Búnaðarbankanum var nákvæm-
lega 23.503. I þessum hluta útboðsins voru 350 milljónir til ráðstöfunar
á genginu 4,1. Samtals var óskað eftir hlutafé að nafnverði 3,8 milljarðar
króna eða um ellefufalt það magn sem í boði var. Hámarkshlutur reynd-
ist því 15 þúsund krónur að nafnverði eða rúm 61 þúsund krónur að
kaupverði. — BJB
Ekkert byggt á Dalvík
Mjög lítil sala er álasteignum á Dalvík og segir Rögnvaldur Skíði Frið-
björnsson bæjarstjóri helstu skýringuna vera þá að bærinn eigi um 60
íbúðir í félagslega kerfinu, og hreyfingin komi meira fram þar. Það sé hins
vegar ekki eðlilegt að bæjarfélagið eigi svo margar félagslegar íbúðir, en
sveitarfélögum sé ætlað að vera með leiguíbúðir svo það nægi markaðn-
um. Engar íbúðabyggingar eru í gangi á Dalvík en verið er að byggja við
frystihús Snæfells. — gg
Einar Svansson hættir
Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur hefur sagt
upp störfum eftir um þriggja ára starf hjá fyrirtækinu. Hann lætur af
störfum á svipuðum tíma og sameining Ljósavíkur og Fiskiðjusamlagsins
kemur til framkvæmda, eða í lok janúar. Þetta kom fram í Fréttum Rúvak
í'gaéf. ■