Dagur - 21.12.1999, Side 13

Dagur - 21.12.1999, Side 13
X^MT- ÞRinjUDAGUR 2 1. DESEMRER 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR Leikmeim Clielsea misstii glóruna gegn Leeds LeBoeuf fékk að líta rauða spjaldið gegn Leeds. Sjö gul spjöld og eitt rautt á lofti þegar Leeds lagði Chelsea á Stamford Bridge. Leeds náði þar með aftur í toppsætið eftir að Manchester United hafði fengið það lánað í einn sólarhring, eft- ir 2-4 sigur á West Ham. Stamford Brigde, heimavöllur Chelsea, líktist meira vígvelli en knattspyrnuvelli, þegar Leedsar- ar unnu þar sætan 0-2 sigur á heimaliðinu í miklum ruddaleik, þar sem sjö leikmenn voru bók- aðir og einn sendur af leikvelli. Lað er þó mun minna en þegar liðin mættust á Stamford Bridge í fyrra, því þá fóru 13 gul spjöld á loft og eitt rautt. Leikurinn á sunnudaginn var rétt nýbyrjaður þegar dómarinn Jeff Winters, sýndi Lee Bowyer, leikmanni Leeds, fyrsta gula spjaldið í leiknum, fyrir brot á Dennis Wise. Bowyer er vanur spjöldun- um og var nú að líta sitt tíunda á tímabilinu, sem mun örugglega þýða eitt leikbannið enn fyrir kappann. Heimaliðið byijaði leikinn af miklum krafti, þar sem miðvall- artríóið, Wise, Deschamps og Di Matteo, stjórnaði öllum gangi leiksins. Færin létu heldur ekki á sér standa, en fyrir mikinn klaufaskap tókst framherjum liðsins, þeim Poyet, Sutton og Flo, ekki að klára dæmið og virt- ist það fara mikið í skapið á sum- um leikmönnum liðsins. Tæklað á báða bóga Sá pirringur átti eftir að magnast mikið f seinni hálfleiknum og þegar líða tók á leikinn kepptust leikmenn við að sparka bvern annan niður, frekar en Ieika knattspyrnu. Tældað var á báða bóga og var stundum skelfilegt að sjá til Ieikmanna. Frakkinn Frank LeBoeuf, hjá Chelsea, gekk lengst í þessum ljóta leik og endaði framganga hans með því að honum var vísað af leikvelli á 68. mínútu, eftir glannalegt brot á Kewell. Atvikið sem varð til þess að fyrst sauð uppúr á vellinum, gerðist á 37. mínútu, þegar Des- ailly varð fyrir meiðslum og lá óvígur eftir á vellinum. Þrátt fyr- ir það héldu leikmenn Leeds áfram að sækja, í stað þess að senda boltann út fyrir bliðarlfnu, eins og tíðkast þegar dómari stöðvar ekki leikinn. Þetta atvik hleypti illu blóði í leikmenn Chelsea, sem hreinlega misstu glóruna á köflum. Misstu glóruna í seinni hálfleik var Hogh svo skipt inná fyrir Desailly í vörn- ina, en hans þáttur í leiknum varð ekki langur því hann varð einnig að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á 64. rnínútu og var Petrescu þá settur inná. Efir þá innáskiptingu var Sutton færður í vörnina og á meðan Chelsea var að jafna sig eftir blóðtökuna gengu Leedsarar á lagið og skor- uðu fyrra markið. Kewell geystist upp völlinn og^.cftir gþfia sepd- ingu frá Bowyer sendi McPhail boltann í netið framhjá De Goey í markinu. Þetta var fyrsta mark McPhail fyrir Leeds. Eftir markið leystist leikurinn svo upp í það sem áður er Iýst, þar sem leikmenn Chelsea hreinlega misstu glóruna, eins og Vialli, knattspyrnustjóri fé- lagsins viðurkenndi eftir leikinn. „Að nýta ekki öll þessi færi á meðan Leeds skoraði úr sínu fyrsta fór illa í leikmenn. Eftir að Marcel Desailly og síðan Jes Hogh meiddust misstu þeir svo alla von,“ sagði Vialli. Um brottrekstur LeBoeuf sagði Vialli: „Þetta virtist réttur dómur og brotið réttlætti gult spjald. Þetta var engin heim- sklassa dómgæsla í Ieiknum, en svona er fótboltinn," bætti Vialli við. Þegar um það bil þrjár mínút- ur voru til leiksloka, innsiglaði McPhail svo sigur Leeds með marki beint úr aukaspyrnu, þar sem boltinn fór fyrst í gegnum klofið á Bakke áður en hann lenti í markinu. Með sigrinum endurheimtu Leedsarar toppsætið í deildinni, sem Manchester United fékk lánað í sólarhring, eftir 2-4 úti- sigurinn á West Ham á laugar- daginn. Ledds er með 41 stig eft- ir 18 leiki en United með 39 stig eftir 17 leiki. Yorke skoraði sitt 100. mark Manchester Unitcd hafði náð 3- 0 forystu gegn West Ham eftir aðeins nítján mínútna leik á Upton Park í London. Dwight Yorke skoraði það fyrsta á 9. mínútu leiksins, sem var hans hundraðasta deildarmark á ferl- inum. Ryan Giggs bætti svo við tveimur mörkum á 13. og 19. mínútu áður en Di Canio minnkaði muninn á 23. mínútu. I seinni hálfleik bætti Di Canio svo við öðru marki og minnkaði muninn í 2-3 og fékk auk þess upplagt tækifæri til að jafna leikinn, þegar hann komst einn innfyrir. En i staðinn fyrir að skila boltanum í netið lenti þann beint f lúkunum á Van Dcr Gouw, markverði United. Nokkrum sekúndum síðar inn- siglaði Dwight Yorke svo sigur United með sínu 101. marki á ferlinum og kom United þar með í 2-4. Þetta var fyrsti ósigur West Ham á heimavelli á leiktíðinni, en liðið er nú f 9. sæti deildar- innar með 25 stig eftir 17 leiki. Henry bjargaði öðru stiginu Carl Cort náði forystunni fyrir Wimbledon strax á 7. mínútu, þegar liðið heimsótti Arsenal á Highbury á laugardaginn. Leik- menn Arsenal virtust utangátta í leiknum, en tókst þó að jafna með marki Frakkans Thierry Henry á 61. mínútu og bjarga þar með öðru stiginu. Markamaskínan Kevin Phillips heldur áfram að skora mörk fyrir Sunderland og um helgina urðu þau tvö þegar iiðið vann 2-0 heimasigur gegn Southampton og bæði skoruð í fyrri hálfleik. Þar með hefur kappinn gert 19 mörk í deildinni og lyfti sigurinn liðinu aftur í 3ja sætið með 37 stig eftir 17 leiki. Phillips klúðr- aði auk þess vítaspyrnu í seinni hálfleiknum sem kom þó ekki að sök gegn slökum Dýrlingunum sem hafa ekki skorað mark í síð- ustu tjórum Ieikjum. Loksins sigur hjá Villa Leikmenn Aston Villa misnotuðu tvær vítaspyrnur á laugardaginn þegar liðið fékk Sheffield Wed- nesday í heimsókn á Villa Park í Birmingham. Pavel Srnicek, markvörður miðvikudagsliðsins, varði þar frá þeim Dion Dublin og Paul Merson, á meðan Belg- íumaðurinn Gilles de Bilde skor- aði úr vítaspyr iu fyrir Wednes- day hinu mcgiu á vellinum og náði þar með 0-1 forystu fyrir gestina. Merson tókst svo að bæta fyrir sig með marki á 69. mínútu áður en Talyor tryggði þeim svo sigurinn með marki á 82. mínútu. Þar með bjargaði hann sínum mönnum frá vafasö- mu meti, sem var að ná ekki að sigra í tíu leikjum í röð í deild- inni, sem fyrir leikinn voru orðn- ir níu. Með sigrinum lyfti Villa sér í 12. sætið með 22 stig eftir 18 leiki. Fyrsta inark Owens síðan í febrúar Micbael Owen skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í febrúar, þeg- ar hann náði forystunni í 2-0 sigrinum gegn Coventry á Anfi- eld Road á laugardaginn. Markið kom á síðustu mínútu fyrri hálf- leiks og braust út mikill fögnuð- ur meðal áhorfenda, sem allir dýrka strákinn. Titi Camara bætti síðan við öðru marki á 74. mínútu og innsiglaði sigur Liver- poolmanna, sem um helgina héldu upp á það að fjörtíu ár eru liðin frá því Bill Shankley tók fyrst við stjórninni á Anfield árið 1959. Sigur Liverpool var sá fimmti í röð á heimavelli. Úrslit leikja: Bradford - Newcastle 2-0 Saunders (56.), Weatherall (71.) Leicester - Derby 0-1 Powell (69.) Liverpool - Coventry 2 - 0 Owen (45.), Camara (74.) Middlesbr. - Tottenham 2 - 1 Ziege (34.), Deane (67.) - Vega (7.) Watford - Everton 1-3 Ngonge (60.) - Barmby (4.), Hutchison (37.), Unsworth (86. víti) Sunderland - Southampt. 2-0 Phillips (30.), (90.) Aston Villa - Sheff. Wed. 2 - 1 Merson (69.), Taylor (82.) - Bilde (20. víti) Arsenal - Wimbledon 1-1 Henry (61.) - Cort (7.) West Ham - Man. United 2-4 Di Canio (23. og 52.) - Yorke (9. og 62.), Giggs (13. og 19.) Chelsea - Leeds 0-2 McPhail (66. og 87.) Staðan og markahæstu leik- menn eftir leiki helgarinnar: Leeds 18 13 2 3 32-19 41 Man. United 17 12 3 2 44-23 39 Sunderland 18 11 4 3 33-17 37 Arsenal 18 113 4 32-17 36 Liverpool 18 10 3 5 26-14 33 Leicester 18 9 2 7 26-24 29 Tottenham 17 8 3 6 26-22 27 Middlesbr. 18 8 3 7 23-25 27 West Ham 17 7 4 6 19-18 25 Chelsea 16 7 3 6 21-17 24 Everton 18 6 6 6 28-28 24 Aston Villa 18 6 4 8 16-20 22 Coventry 18 5 6 7 23-20 21 Wimbledon 18 4 9 5 28-30 21 Newcastle 18 5 4 9 28-32 19 Southampt. 17 4 5 8 20-27 17 Bradford 17 4 4 9 15-25 16 Derby 18 4 3 11 16-29 15 Watford 18 3 2 13 14-36 11 Sheff. Wed. 17 1 3 13 15-42 6 19 mörk: K. Phillips (Sunderl.) 12 mörk: A.Shearer (Newcast.), Andy Cole (Man. Utd) 10 vtörk: M. Bridges (Leeds), D. Yorke (Man. Utd) 9 mörk: D. Dublin (Aston V.) 8 mörk: S. Iversen (Tottenh.), T. Cottee (Leicester), K. Campbell (Evert.), J. Hartson (Wimbled.), Di Canio (West Ham) 7 mörk: M. Izzet (Leicester), N. Kanu (Arsenal), M. Pahars (Sout- hampt.), R. Keane (Coventry), N. Quinn (Sunderl.), B. Deane (Middlesbr.) 6 mörk: R. Delap (Derby), H. Ricard (Middlesbr.), T.Camara (Liverp.), C. Cort (Wimbled.) Dublin frá í þrjá mánuði Nú er ljóst að Dion Dublin, framherji Aston Villa verður lrá næstu þrjá mán- uðina, eftir skurðaðgerð sem hann gekkst undir á hálsi, vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Sheffield Wednes- day á laugardaginn. Dublin meiddist eftir samstuð við Gerald Sibon og var þegar fluttur á sjúkrahús áður en Ieik var lokið. Steve Stride, stjórnarmaður Villa, sagði að þetta væri mikið reiðar- slag fyrir félagið. „Það er slæmt að missa Dublin á þessum tíma, en nú verðum við bara að hugsa um að hann nái sér aftur að fullu.“ Uppsaguir hjá West Ham Graham Mackrell, ritari aðal- stjórnar West Ham, hefur sagt upp störfum hjá félaginu í kjölfar mistakanna sem gerð voru vegna leiks West Ham gegn Aston Villa í enska deildarbikarnum í síðustu viku. Þar var ólöglegur Ieikmað- ur, Emmanuel Omoyimni, skráð- ur til leiks í sigurleiknum gegn Villa, en hann hafði fyrr í vetur leikið með Gillingham í sömu keppni, áður en hann gekk til liðs við West Ham. Mackrell, sem kom til starfa hjá West Ham frá Sheffield Wed- nesday fyrir hálfu ári, mun þó starfa hjá félaginu þar til annar starfsmaður hefur verið ráðinn í ritarastöðuna, en auk hans hefur annar háttsettur starfsmaður hjá félginu, Alison O’Dowd, einnig sagt upp störfum vegna málsins. Terence Brown, stjórnarfor- maður West Ham, sagði að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðum Mackrells. „Stjórnin vill þakka honum góð störf fyrir félagið síðan hann kom til okkar í júní. Þetta er heiðar- legt hjá Mackrell, en allt of hátt verð fyrir smávægileg stjórnunar- mistök," sagði Brown. Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað að annar leikur milli liðanna fari fram í janúar. Fleiri að hætia Líkurnar á því að Martin O’Neill, framkvæmdastjóri Leicester, sé að hætta hjá félaginu eru nú hverfandi, eftir að þrír stjórnar- menn félagsins, þeir Roy Parker, Gilbert Kinch auk sjálfs stjórnar- formannsins, Philip Smith, ákváðu að segja af sér, fyrir aðal- fund félagsins sem haldinn verð- ur á morgun. Fjórði stjórnarmað- urinn, Barrie Pierpoint, ákvað að sitja áfram, en líklegt þykir að hann nái ekld kjöri á fundinum á morgun. I skoðanakönnun sem fram fór fyrir skömmu kom í Ijós að meirihíuti stjórnarinnar hefur ekki lengur fylgi hluthafa og því talið líklegt að stuðningsmenn þeirra Sir Rodney Walker og Sir John Elsom, sem Martin O’NeiIl, framkvæmdastjóri styður, nái yf- irhöndinni í félaginu. Stuðningsmenn Leicester eru yfir sig ánægðir með þessar nýj- ustu fréttir, þar sem þær renna stoðum undir það að Martin O’Neill haldi áfram störfum út samningstímabilið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.