Dagur - 21.12.1999, Side 2
2 -ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999
FRÉTTIR
Satt og logið
sitt er hvað
Fyrirhugað álver við Reyðarfjörð. Skipulagsstjóri sendi í gær frá sér greinargerð
vegna úrskurðarskýrslu sinnar, en Hjálmar Árnason formaður iðnaðarnefndar
segir hana engu breyta um ásakanir sínar.
Skipulagsstofnim
hafnar ásökunum og
áréttar þaö sem kem-
ur fraiii í skýrslu um
umhverfismat vegna
álvers í Reyðarfirði.
Formaður iðnaðar-
nefndar segir ekkert
nýtt í greinargerð
Skipulagsstofnunar
og því standi orð sín.
Skipulagsstofnun sendi í gær frá
sér greinargerð vegna ásakana
Hjálmars Arnasonar, formanns
iðnaðarnefndar, í garð Stefáns
Thors skipulagsstjóra um að
hann hafi leynt iðnaðarnefnd
mikilvægum upplýsingum á
fundi iðnaðarnefndar á dögun-
um vegna álvers við Reyðarfjörð.
I greinargerð Skipulagsstofnunar
segir að ástæða sé til að árétta
það sem fram kemur í úrskurði
skipulagsstjóra um mat á um-
hverfisáhrifum álvers í Reyðar-
firði og þess sem var til umræðu
á fundi iðnaðarnefndar 15. des.
sl.
I greinargerðinni segir að með
bréfi frá 13. ágúst 1999 hafi
skipulagsstjóra borist drög að
frummatsskýrslu 480 þús. tonna
álvers í Reyðarfirði frá verkfræði-
stofunni Hönnun og ráðgjöf ehf.
Sömuleiðis barst frummats-
skýrsla frá eignarhaldsfélaginu
Hrauni ehf. um 480 þúsund
tonna álver. Skipulagsstjóri lagði
til í bréfi til samstarfsnefndar
um álver í Reyðarfirði að tilkynnt
yrði til stofnunarinnar frummat
umhverfisáhrifa 120 þúsund
tonna álvers og kynnt áform um
360 og 480 þúsund tonna álver.
Ásökimiun hafnað
Síðan segir:
„Með bréfi dags. 12. október
1999 tilkynnti eignarhaldsfélag-
ið Hraun ehf. 480 þúsund tonna
álver til stofnunarinnar. Þar
kemur eftirfarandi fram: „Eign-
arhaldsfélagið Hraun ehf. á
Reyðarfirði tilkynnir yður hér
með um fyrirhugaða byggingu
verksmiðju til framleiðslu á allt
að 480 þúsund árstonnum af
hrááli í Reyðarfirði. Félagið ósk-
ar þess að fram fari mat á um-
hverfisáhrifum vegna fyrirhug-
aðs álvers í Reyðarfirði í sam-
ræmi við Iög um mat á umhverf-
isáhrifum." Þá segir í skýrslunni
að framkvæmdin við 480 þúsund
tonna álver hafi verið auglýst í
Lögbirtingarblaðinu 15. október
1999 og fleiri ljölmiðlum. Þess
vegna hafi Skipulagsstofnun leit-
að umsagna sérfræðinga um 480
þús. tonna álver.
Þá hafnar Skipulagsstofnun
því að fulltrúar hennar hafi leynt
iðnaðarnefnd upplýsingum með
því að tilgreina ekki sérstaklega
efni einnar af þremur umsögn-
um Hollustuverndar til Skipu-
lagsstofnunar við frumathugun
skipulagsstjóra.
Breytir engu
Hjálmar Arnason, formaður iðn-
aðarnefndar, segir greinargerð
Skipulagsstofnunar engu breyta
varðandi sínar ásakanir á hendur
skipulagsstjóra. I henni komi
ekkert nýtt fram.
„Eg tel að skipulagsstjóri láti
ekki koma fram, hvorki á fundi
iðnaðarnefndar né í skýrslunni
sjálfri né í þessari greinargerð,
megin niðurstöðu Hollustu-
verndar ríkisins, sem er feitletr-
uð sem ályktun að umfjöllun
Hollustuverndar. Eg hef auglýst
eftir því hvar þetta sé að finna í
sjálfri skýrslu skipulagsstjóra en
ekki fengið svar. Hann tínir hins
vegar út úr skýrslu Hollustu-
verndar ýmislegt sem þyrfti að
laga varðandi umhverfismatið en
ekki megin niðurstöðuna," segir
Hjálmar Arnason. - S.DÓR
Sjá einnig umfjöllun á Alþingi
á bls. 9
Þeir bjartsýnustu spá þinglokum í
kvöld.
Óvissa iiin
þinglok
Enginn þeirra þingmanna sem
Dagur ræddi við í gær þorði að
spá fyrir um hvenær störfum Al-
þingis lyki og jólaleyfi þing-
manna hæfist. I gærkveldi var
búist við að umræðan um Fljóts-
dalsvirkjun stæði fram undir
morgun enda voru þá 18 á mæl-
endaskrá. I gær voru 34 mál á
dagskrá þingsins en aðeins eitt
þeirra komast að - Fljótsdals-
virkjun.
Fjölmörg af þessum 33 mál-
um sem þá eru eftir þurfa að af-
greiðast fyrir jólaleyfi vegna þess
að þau tengjast fjárlögum og svo
eru það Seðlabanki og Byggða-
stofnun sem afgreiða þarf fyrir
jól.
Bjartsýnustu þingmennirnir
töldu að unnt yrði að Ijúka stöf-
um þingsins í kvöld aðrir að það
yrði ekki fyrr en á morgun, mið-
vikudag, og þeir svartsýnustu
enn síðar. Ef hins vegar tekst
samkomulag milli stjórnar og
stjórnarandstöðu er hægt að
ljúka störfum þingsins með leik
í dag. - S.DÓR
SS og Aburðarverk-
smiojan í samstarf
Frá undirskrift samninga í húsakynnum SS í Reykjavfk ígær.
Sláturfélag Suðurlands tekur að
sér sölu á áburði fyrir Ahurðar-
verksmiðjunna samkvæmt sam-
komulagi sem fyrirtækin hafa
gert. Um fimmtán prósent af
heildarsölu Aburðarverksmiðj-
unnar fór á síðasta ári í gegnum
SS og felur samkomulagið nú í
sér að viðskiptavinir SS geta
hvort heldur sem er skilað áburð-
arpöntunum beint til SS eða
Áburðarverksmiðjunnar og eiga
þess kost að greiða fyrir áburðinn
með innleggi afurða. Það voru
þeir Bjarni Kristjánsson, forstjóri
Aburðarverksmiðjunnar, og
Steinþór Skúlason, forstjóri SS,
sem staðfestu samkomulagið í
gær.
Fram kemur í fréttatilkynn-
ingu að með þessu vilji SS trygg-
ja gæði og hreinleika afurða
sinna „þar sem Ijóst er að erlend-
ur áburður er mjög misjafn að
gæðum. Aburður Aburðarverk-
smiðjunnar er hins vegar fram-
leiddur úr úrvals hráefnum og
með hreinni endurnýjanlegri
orku. Hann er því eins vistvænn
og framast er unnt,“ segir meðal
annars í tilkynningu fyrirtækj-
anna. Einnig er Iögð á það áher-
sla að Áburðarverksmiðjan hafi f
45 ár lagað áburð sinn að ís-
lenskum aðstæðum, að fjöldi
tegunda auðveldi bændum að fá
nákvæmlega þau næringarefni
jarðvegs sem þeir þurfa og að
uppleysanleiki áburðarins sé í
samræmi við íslenska veðráttu.
Þá segir að með samkomulaginu
vilji SS tryggja að bændur f við-
skiptum við fyrirtækið nái há-
marks árangri f framleiðslu land-
búnaðarafurða. - HI
Verðtiyggmgar óbreyttar
Ákveðið hefur verið að heimildir
verðtryggingar inn- og útlána
verði óbreyttar en samkvæmt
reglum sem Seðlahanki íslands
setti í júní 1995 átti lágmarks-
tími verðtryggðra inn- og útlána
að lengjast smám saman. Sam-
kvæmt þeim reglum hcfði verð-
trygging á innlánum orðið
óheimil frá næstu áramótum og
lágmarkstími verðtryggðra útlána
að verða sjö ár.
Nefnd sem viðskiptaráðherra
skipaði lagði til í október í fyrra
að ekki kæmi til frekari takmark-
ana á verðtryggingu en þá höfðu
þegar orðið. I því fælist að áfangi
scm gert var ráð fyrir að tæki
gildi í byrjun árs 2000 kæmi ekki
til framkvæmda og féllst ráð-
herra á tillögu nefndarinnar.
Seðlabankinn hefur því gefið
reglurnar út að nýju og eru stað-
festar takmarkanir sem gilt hafa
á verðtryggingu sparifjár og láns-
fjár frá byrjun árs 1998, það er
að lágmarksbinditími verð-
tryggðra innlána sé þrjú ár en
lágmarkslánstími verðtryggðra
útlána sé fimm ár. - Hl
INNLENT
PáU maður ársius
Tímaritið Frjáls verslun hefur útnefnt Pál Sigurjóns-
son, forstjóra Istaks, sem mann ársins 1999 í ís-
lensku atvinnulífi. Hann hlýtur þennan heiður fyrir
einstakan árangur við stjórnun Istaks og farsælan fer-
il. Afhending viðurkenningarinnar fer fram 29. des-
ember nk. I tilkynningu frá Fijálsri verslun segir að
stjórnun Páls einkennist af valddreifingu, sjálfstæði F’áll Sigurjónsson,
millistjórnenda, skipulagi, aga, metnaði og framtaks- forstjóri Istaks.
semi.
Þess má geta að í dag afhenda Viðskiptablaðið, DV og Stöð 2 Við-
skiptaverðlaunin 1999 og útnefna þá mann ársins og frumkvöðul árs-
ins í íslensku viðskiptalífi.
Námsefni boðið út
Námsgagnastofnun hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða út námsefn-
isgerð en til þessa hafa prentun og aðrir framleiðsluþættir farið í út-
boð. Fyrsta verkið sem boðið var út var gerð námsefnis í íþróttum, lík-
ams- og heilsurækt fyrir grunnskólana. Hagstæðasta tilboðið barst frá
Æskunni og hefur Námsgagnastofnun samið um það. Aðalhöfundur
efnis er Jóhann Arnarson íþróttakennari. Næsta útboð hefur verið
auglýst og verða tilboð opnuð 12. og 14. janúar nk. í námsefni í þjóð-
félagsfræði fyrir 10. bekk og eðlis-, efna- og jarðvísindi fyrir miðstigið.
Reykjavík „gömul“
í Reykjavík búa nú 40,5% allra íslendinga 18 ára og eldri en aðeins
35,7% barnanna, samkvæmt íbúatölum Hagstofunnar. Börn eru hlut-
fallslega miklu færri í Reykjavík en í öðrum kjördæmum. Af 109.200
Reykvíkingum eru aðeins 27.800 sautján ára og yngri, eða 25,5%. í
öðrum kjördæmum er samsvarandi hlutfall alls staðar miklu hærra,
29,5% að meðaltali. Miðað við sama hlutfall í Reykjavík væru 4.400
fleiri „börn“ í höfuðborginni en nú er - og fyrirvinnur barnanna, fólk
18 ára og eldra, þá að sama skapi færra. - HEI
Mjólkiirdropiim hækkar
Verðlagsnefnd búvöru hefur ákveðið að nú um áramótin hældd hcild-
söluverð á mjólkurvörum um 4,88% að mcðaltali. Heildsöluverð á ný-
mjóik hækkar minna, eða um 3,9%. í tilkynningu frá nefndinni segir
að hækkunin stafi fyrst og fremst af hækkunum á verði til mjólkur-
framleiðenda frá áramólum, sem nemur tæplega 6%. Verðlagsnefndin
telur að þessar hækkanir hafi óveriileg áhrif á neysluvísitöluna. Búást
megi við 0,1% hækkun vísitölunnar.