Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGU R 2U. DESEMBER 1999 - S FRÉTTIR Onotuð bílbelti vín dreifbýli, langflest á Suður- og Vesturlandi. Um 56 prósent urðu er bílum var ekið út af vegi, en í 22 prósentum tilfella var ekið framan á bíl og 11 prósentum ekið á gangandi vegfarendur. Um 2/3 látinna voru karlar. Um 11 prósent voru 14 ára eða yngri, 37 prósent 15-24 ára, 44 prósent 25- 64 ára og 15 prósent eldri. Um 26 prósent banaslysanna urðu á mánudögum og 19 prósent á sunnudögum, eða 2-3 falt fleiri þessa daga en aðra daga vikunnar. Þriðjungurinn varð á vormánuð- um (mars-maí) en 22 prósent í hverjum hinna ársfjórðunganna. Athygli vekur að fimmtungur slysanna varð frá miðnætti til kl. 6 að morgni, nær tvöfalt fleiri en frá 6 að kvöldi til miðnættis. Þurfa æfinjju á ís og lausamöl RU bendir á að áróður fyrir notk- un bílbelta og gegn akstri undir áfengisáhrífum sýni sig að hafa takmörkuð áhrif nema aðgerðir fylgi. Sökunt áberandi stórs hluta ungra ökumanna í banaslysum 1998 þarf, að mati RU, að auka eftirlit með þessum hópi öku- manna. Bætt ökukennsla komi þar einnig til skoðunar, ekki sfst með æfingakstri á ís og í Iausa- möl. - HEl Alls 27 dauðsföll í umferðarslys- um árið 1998, fleiri en nokkurt annað ár á tíunda áratugnum, voru viðfangsefni nýrrar Rann- sóknarnefndar umferðarslysa (RU) sem skilað hefur sinni fyrstu ársskýrslu um orsakir banaslysa í umferðinni 1998. Meginniður- staöan var sú, að ónóg notkun bíl- belta og akstur undir áhrifum áfengis hafi verið tveir helstu or- sakaþættirnir og raunar yfirgnæf- andi áhrifavaldar í fyrra. Hraðakstur utan þóttbýlis skapi sömuleiðis gríðarlega hættu og áberandi sé hvað ungir drengir hafi þar oft átt hlut að máli. Oku- maðurinn sé helsti orsakavaldur- inn í yfir 90 prósentum tilfella þó umhvcrfið hafi áhrif í urn fjórð- ungi. 50% umfram meðaltal Banaslys í umferðinni voru nær 50 prósentum fleiri en að meðal- Rannsóknanefnd umferðarslysa hvetur meðal annars tll bættrar umferð- arkennslu, ekki síst með æfingaakstri á ís og I lausamöl. tali á áratugnum, en frá 1990 hef- ur þeim almennt farið fækkandi, ef árið 1995 er undanskilið. Slá- andi er að aðeins þriðjungur þeirra 152 sem létust í bifreiðum 1989-1999 voru í bílbeltum og bara 8 þeirra sem létust í fyrra. Ospennt bílbelti voru aðalorsök 30 prósent dauðaslysanna í fyrra. Sérstaka athygli vakti, að þó ung- ir ökumenn (17-20 ára) bæru ábyrgð á rúmlega fjórðungi (7) slysanna, voru aðeins tveir þeirra með óspennt belti. Afengisdrykkja var talin valda mestu um fimmt- ung (5) slysanna. Of hraður akst- ur miðað við aðstæður var ríkj- andi þáttur í helmingi banaslysanna og í þriðjungi þeirra tiháka áttu 17-20 ára ökumenn hlut að ntáli. Langflest slys á mánudögum Yfir 80 prósent slysanna urðu í og ofdmkkið Ónóg notkun bílbelta og akstur uiulir áfeng- isárhifum voru tveir helstu orsakaþættir banaslysa í umferð- inni 1998, sem alls voru 27 á árinu. Lögreglan segir ástæðu til að minna fólk á að passa glösin sín og skilja þau ekki við sig tímabundið. Iitarefni misnotkun Framleiðendur svefnlyfsins Rohj'pnols hafa sett litarefni í lyfið til að sporna gegn misnotk- un óvandaðra manna á því, sem einkum hefur gerst þegar lyfinu hefur verið laumað í áfenga drykki, oftast drykki kvenna á veitingastöðum, til að misnota konurnar kynferðislega. Þetta kemur fram á heimasíðu lögreglunnar f Reykjavík. Rohyjrnol og fleiri slík lyf hafa verið notuð í þessum kynferðis- lega tilgangi, en með litarefn- inu; sem nú er komið á markað á Islandi, leysast úr læðingi efnasambönd þegar lyfið er sett í vökva (svo sem áfengisblönd- ur) og grugga yfirborð vökvans eða gera hann „óaðlaðandi út- lits“. Lögreglan áminnir engu að síður að aðgát er nauðsynleg „og ástæða til þess hér á heimasíð- unni að minna fólk á að passa glösin sín og skilja þau ekki við sig tímabundið eða þiggja veit- ingar hjá ókunnugum þegar ekki er vitaö hvað er í boði“. — FÞG Vilí sókn á gnmni þridju leiðarínnar Varaþingmaður Samfylidngar hvetur til markvissari aðgerða. Fylgishrunið „afrek“. „Það er „afrck“ að tapa helming fylgisins á aðeins 7 mánuðum en það þurfti ekki að gerast,“ segir Agúst Einarsson, varaþingmað- ur, á vefsíðu sinni um fjjgishrun Samlylkingarinnar í skoðana- könnunum frá síðustu kosning- um. Hann hvetur til markvissra aðgerða á næstu vikum til að snúa þessari þróun við. „Þrátt fyrir ráðleggingar um að hraða flokksstofnun Samfylking- arinnar og ræða málefni framtíð- arinnar var það ckki gert. 1 sum- ar var sagt að allt myndi breytast þegar Alþingi kæmi saman og menn fengju vettvang en tapið hefur aðeins orðið enn meira enda málflutningurinn ekki sannfærandi, tvísaga í umhverf- Ágúst Einarsson. ismálum og yfirborðskenndur í efnahagsmálum. Sagnfræðingar framtíðarinnar munu velta fyrir sér af hverju þetta fór svo illa. Ég tel að vinnu- brögð forystunnar hafi eyðilagt þá möguleika sem voru í stöð- unni,“ segir Agúst og telur miður að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi gefið formennsku í nýjum flokki frá sér. En Ágúst hvetur jafnframt til aðgerða: „Jafnaðarmenn verða að líta fram á við og bjarga því sem bjargað verður. Það þarf að ákveða strax stofndag Samfylk- ingarinnar, setja á blað hinar nú- tímanlegu hugmyndir jafnaðar- stefnunnar byggðar á þriðju leið- inni, kynna stefnu, flokk, stuðn- ingsaðila og andstæðinga með fundum og skrifum, halda glæsi- legan stofnfund með þekktum erlendum gestum, vera með markvissan málflutning á Al- þingi, verða það afl sem leiðir andstöðu gegn ríkisstjórninni og varða veg til framtíðar. Stjórn- málahreyfing verður að vita hvað hún vill. Það skiptir engu máli í hvaða átt sá fer sem ekki veit hvert hann ætlar.“ Skeljungur selur ístaM Skeljungur hefur ákveðið að selja Istaki hluta af lóð sinni við Laugaveg 180 fyrir 60 milljónir króna en fyrirtækið hefur rekið þar bensín- og þjónustustöð um árabil. Samkvæmt tilkynningu frá Skeljungi, sem harst Verð- brélaþingi í gær, verður áfram rekin bensínstöð á lóðinni en hvað Istak ætlar að gera við sinn hluta var ekki upplýst í tilkynn- ingunni. Samkvæmt upplýsing- um frá Skeljungi er þctta sá hluti lóðarinnar þar sem nú er rekin þvottastöð, sem verður þá færð annað. Þess má geta að Skeljungur gerir ekki ráð fyrir söluhagnaðin- um í áætlunum félagsins fyrir þetta ár. Ísklífurmaður sneri ökkla ísklifurmaður sem var ásamt þremur félögum sínum við klifur í Hörgár- dal í gær féll fram af brún og meiddist lítilsháttar. Félagar mannsins sáu á eftir manninum fram af brún og óskuðu þegar hjálpar frá Súlum björg- unarsveit, þar sem útlit var fyrir að maðurinn gæti hafa hrapað alllangt. Þegar að var gáð hafði þó farið betur en á horfðist og þurfti ekki aðstoð- ar björgunarsveitar við. Var útkallið því afturkallað en sjúkraflutninga- menn og lögregla fóru á staðinn og aðstoðuðu manninn, sem reyndist snúinn á öklda. - lli Viimaii hrósar ríMsstómiimi „Hrós Vinnunnar fær: Ríkisstjórnin fyrir að láta loks undan þrýstingi Al- þýðusambands Islands og fullgilda ILO-samþykkt númer 138 um bann við barnavinnu," segir í nýjasta tölublaði Vinnunnar. ísland hafi nú loks fullgilt allar sjö samþykktirnar, sein skilgreindar hafi verið sem grundvall- arsamþykktir ILO. — HEJ Símiim Iiitemet lækkar Síminn Internet og Skíma-Miðheimar, sem nú eru rekin sem ein rekstr- areining hjá Símanum, lækka verðskrá sína fyrir internetþjónustu frá og með I. janúar næstkomandi. Helstu breytingar eru þær að fast mánaðar- gjald fyrir internetaðgang um venjulegt mótald lækkar í 990 krónur. Það hefur verið 1.190 krónur hjá Símanum lnternet og 1.492 krónur hjá Skímu-Miðheimum. Fast mánaðargjald fyrir internetaðgang um ÍSDN- tengingu Iækkar í 990 krónur. Samkvæmt núverandi verðskrám er það 1.690 krónur hjá Símanum Internet og 1.992 krónur hjá Skímu-Mið- heimum. Baldvin Þorsteinsson EA fór yfir milliarðiim Aflaverðmæti frystitogara Samheija, Baldvins Þorsteinssonar, fór rétt yfir milljarð króna á árinu 1999. Þannig urðu þeir tveir togararnir sem veid- du fyrir meira en milljarð króna á árinu, en sem kunnugt er náði frysti- togarinn Arnar á Skagaströnd einnig því marki. Til gamans og fróðleiks má geta þcss að Samherji á um 40% hlut í Skagstrendingi, útgerð Arnars. Önnur skip Samherja öfluðu einnig vel, en næst að aflamverðmæti komu Akureyrin og Víðir með um 850 milljóna króna aflaverðmæti og Margrétin eitthvað þar á eftir. Togararnir Baldvin Þorsteinsson, Akureyr- in og Víðir fara aftur til veiða strax eftir áramót en Víðir fer í slipp, þar sem tekin verður upp aðalvél og miklar brcytingar verða framkvæmdar á millidckki og vistarverum skipveija, sem m.a. fá nýja setustofu. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.