Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 8
8 - ÞRIÐJUDAGU R 28. DESEMBER 199 9 FRETTASKYRING Drekkum 1,7 milljóii GUÐ- MyiVDUR RIJNAR HEEÐARS- SON Níu lítrar á hvem lög- ráða íslending. Vín selt fyrir 1,5 milljarð. Spáð brjáluðu veðri um áramótiu. Minua um erlenda ferða- menn. Flugeldar fyrir 100-200 milljónir. Mikill viðbúnaður. 2000-vandinn fyrir 2- 10 milljarða. Það verður eflaust mikið um dýrðir hjá landsmönnum um komandi áramót eins og víðar um heiminn þegar fagnað verður nýju ársþúsundi og eða nýrri öld. Hinsvegar er spáð mjög leiðin- legu veðri á gamlársdag og jafnvel hávaðaroki með tilheyrandi úr- komu. Þrátt fyrir þessa spá virðist ekkert lát á undirbúningi fyrir áramótin þar sem ilestir stefna að því að fagna nýju ári á með pompi og prakt. Aftur á móti verður minna um erlenda ferðamenn á landinu en búist var við. Sömu- leiðis hefur minna verið um heimsendaspár en reiknað var með. Þá verða haldnar margar stássveislurnar á nýárskvöld og meðal annars híður Menningar- borg Reykjavíkur um 300 gestum í Perluna á gamlárskvöld. Miðinn á þessar veislur getur kostað allt að því 32 þúsund krónur fyrir manninn. Sem dæmi er gert ráð fyrir því að landsmenn eyði hátt í 200 milljónum króna í flugelda og drekki áfengi lyrir allt að 1,5 milljarð króna í mánuðinum. Þar fyrir utan leggur fólk í töluverðan kostnað í mat, fatnaði og ýmsum öðrum varningi sem sérstaklega er merkur 2000 ártalinu. Vegna hugsanlegra tölvuvandamála og keðjuverkana sem af því geta orð- ið vegna áramótanna er mun meiri viðbúnaður hjá þeim sem vinna að almannavörnum og lög- gæslu en við hefðbundin áramót. Aætlað er að kostnaður vegna meints 2000-vanda geti numið 2- 10 milljörðum króna. „Sprengilægð“ Þorsteinn Jónsson veðurfræðing- ur á Veðurstofu Islands segir að samkvæmt veðurkortum verði áramótaveðrið mjög slæmt, enda búist við hvassviðri og úrkomu um land allt á gamlárs- og nýárs- dag. Hinsvegar ber tölvuspám ekki saman úr hvaða átt vindur- inn muni blása. Það ræðst til dæmis af því hvort lægðin fer beint yfir Iandið eða vestur fyrir landið. Sú afstaða getur líka ráð- ið því hvort úrkoman verður rign- ing eða snjór. Aftur á móti virðist nánast borðleggjandi að það verði Iágskýjað og því hætt við að skyggni verði ekki eins og best verður á kosið um allt landið. Þorsteinn segir að þessi áramóta- lægð sé kölluð „sprengjulægð" vegna þess hvað hún dýpkar hratt. Þegar síðast fréttist bentu spár til þess að Iægðin gæti orðið allt að 929 millbör sem þykir rpeð myndarlegri vetrarlægðum. Þessi lægð er því ekki í neinum tengsl- um við fellibylji, enda enginn slíkur á ferli um þessar stundir. Ef spáin fer á versta veg mun Veðurstofan gefa út stormviðvör- un sólarhring áður en veðrið skellur á. Allir á tánum J Haukur Ingibergsson formaður 2000-nefndar ríkisstjórnarinnar segist telja að íslenskt þjóðfélag hafi brugðist afar vel við því kalli að hafa allan búnað 2000-hæfan. Enda ætla menn að stóru kerfin séu eins vel undir þetta búin og kostur sé og virki eðlilega. Þarna sé meðal annars um að ræða raf- orkukerfið, fjarskiptakerfið og fjármálakerfið svo nokkuð sé nefnt. Hinsvegar sé aldrei hægt að útiloka það að mönnum hafi getað yfirsést eitthvað eða að eitt- hvað virki ekki eins og ætlast sé til. Haukur segir að nefndin verði í samstarfi við Almannavarnir og Ríkisútvarpið og þá aðila sem verða með vaktir um áramótin. I þessu samstarfi verður meðal annars Ieitast við að hafa yfirsýn með því sem verður að gerast er- lendis á þessum tímamótum á meðan daglínan er að ganga yfir. Síðan hefst vöktun á því sem er að gerast hér innanlands á mið- nætti á gamlárskvöld og eitthvað fram eftir nóttu. Á nýársdag og sunnudaginn verða víða um- fangsmiklar prófanir á kerfum sem fylgst verður með eftir föng- um. Sömuleiðis verður íylgst með því hvort allt sé ekki í lagi þegar þjóðlífið tekur á ný til almennra starfa mánudaginn 3. janúar. Þá sé viðbúið að einhver hundruð manna verði í vinnu um áramótin við eftirlitsstörf vegna hugsanlegs 2000-vanda sem ella hefðu verið heima. Haukur segir að margir hafi styrkt vaktir hjá sér og aðrir komið á vöktum scm ekki voru fyrir til að fylgjast með sínum búnaði. Hann segist hinsvegar ekki geta giskað á hvað hugsan- legur 2000-vandi hefur kostað þjóðfélagið. Hinsvegar hafa kom- ið fram áætlanir um að þessi kostnaður geti verið allt frá tveimur upp í tíu milljarðar. Það sé aftur á móti erfitt að meta þetta og meðal annars vegna þess að margir hafa notað tækifærið til að endurbæta búnað og annað sem þeir hefðu ekki gert fyrr en seinna. Þessutan hafa ýmsir hald- ið að sér höndum með markaðs- setningu á vörum og þjónustu síðustu vikur og mánuði til að auka ekki álag á tölvukerfin sín. Heima er best I upphafi ársins gerðu margir innan ferðaþjónustunnar sér von- ir um mikil uppgrip vegna mikils fjölda erlendra ferðmanna vegna Flugeldasalan undirbúin hjá Landsbjörg/Hjálparsveit skáta í Re 2000 áramótanna. í það minnsta var mikið um fyrirspurnír og hót- elbókanir. Þegar á reyndi hefur hinsvegar orðið heldur minna úr þessum Ijölda en búist var við. Af þeim sökum munu enn vera laus herbergi á nokkrum hótelum í borginni. Engu að síður mun vera fullt bæði á Sögu, Grand hóteli og Hótel íslandi svo dæmi sé tek- ið. Þá hefur Radison-hótelkeðjan gert það að skilyrði að hótelstjór- ar verði á vakt um áramótin vegna hugsanlegs 2000-vanda. Þorleifur Þór Jónsson hagfræð- ingur hjá Samtökum ferðaþjón- ustunnar segir að ástæðan íyrir því að ekki sé uppselt á öllum hótelum höfuðborgarinnar sé einfaldlega sú að fólk vilji vera heima hjá sér í faðmi fjölskyld- unnar um þessi áramót. Þrátt fyr- ir það telur hann að útlitið sé vel þokkalegt með tilliti til þess hvað sé búið að staðfesta í bókunum á hótelherbergjum um áramótin. Af þeim sökum ættu kannski að gista um 2.500 erlendir ferða- menn á hótelum höfuðborgarinn- ar um áramótin. Þessutan sé Haukur Ingibergsson formaður 2000-nefndarinnar: „Eins vei undirbúnir og kostur er.“ Höskuldur Jónsson forstjóri ATVR: „Veitan í desembermánuði tvöfalt meiri en í venjulegum mánuði." Sigurður Jónsson framkvæmda- stjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu: „Smókingskyrtur með 2000 - ártalið á skyrtukraganum." Jón Viðar Matthíasson varaslökkviliðsstjóri: „Meiri viðbúnaður en áður um áramótin." I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.