Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 10
n *- n n o 1« i •> 'r i| n r 10 -ÞRIÐJUDAGIJR 21. DESEMBER 1999 SMAAUGLYSINGAR Einkamál Árnað heilla 34 ára karlmaður vill kynnast góðri vinkonu. Þarf að vera jákvæð og góð. Það væri mjög gott að fá svar sem fyrst. Uppl. í síma 869-4772 Til leiqu Til leigu stúdióibúð, laus um áramót. Reglusemi áskilin. Uppl. í síma 462-4100 ogeftir kl. 21.00 462-3539 VIÐ ERUM MIÐSVÆÐIS MELVEGUR 17 • HVAMMSTANGA SÍMI 451 2617 • FAX 451 2890 Fimmtudaginn 30. desember nk. verður Kristján Ólafsson Bjarkarbraut 11 Dalvík 60 ára, af því tilefni býður hann vinum og ættingjum til afmælisfagnaðar í safn- aðarheimili Dalvíkurkirkju kl. 19.00. Frumsýning á íslandi Halti Billi frá Miðey eftir Martin McDonagh Leikstjóri Hallmar Sigurðsson Þriðjudaginn 28. desember kl. 20:30 Næstu sýningar Föstudaginn 7. janúar kl. 20:30 Laugardaginn 8. janúar kl. 16:00 Miðasala í síma 462 1129 UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endur- málun í grunnskólum Reykjavíkur. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar á kr. 1.000. Opnun tilboða: 5. janúar 2000, kl. 14:00 á sama stað. Við vekjum athygli á því að lokað verður hjá Innkaupastofnun á gamlársdag. Linnkaupastofnun REYKJAVÍKURBORGAR Frfkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík - Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616/561 1120. Netfang: isr@rhus.rvk.is Veffang: www.reykjavik.is/innkaupastofnun - 660169-4079 I I UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endur- málun fasteigna íþrótta- og tómstundaráðs. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar á kr. 1.000. Opnun tilboða: 6. janúar 2000, kl. 14:00 á sama stað. Við vekjum athygli á því að lokað verður hjá Innkaupastofnun á gamlársdag. Linnkaupastofnun REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík - Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616/561 1120. Netfang: isr@rhus.rvk.is Veffang: www.reykjavik.is/innkaupastofnun - 660169-4079 IBIO fBKiðjud. :jð. 15, 17 ki. 15 c. ,n Miönverd' -7 kr 200« y. Qö[50*; > DD@ ** D I G I T * L D I G l T A L Qé nvjfl bio RÁÐHÚSTORGI □QlnomYj I l_| V- D I G I T A L I rl A SÍMI 461 4666 Sýndkl. 23:15 - 18:40 og 21 n kl. 15 og 16:50 kl-15 m/ísl.tali HVAB ER Á SEYfll? HATIÐARHLJOMAR VID ARAMOT A gamlárs- dag, 31. des- ember, verða að venju tón- leikar í Hall- grímskirkju undir yfir- skriftinni „Hátíðar- hljómar við áramót." Trompetleik- ararnir Ás- geir H. Steingríms- son og Eirík- ur Orn Páls- son ásamt Herði Ás- kelssyni org- elleikara flytja tónlist eftir Albinoni, Frescobaldi, Handel, Widor og Þorkel Sigurbjörnsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 en í framhaldi af þeim verður sunginn aftansöngur í kirkjunni kl. 18.00. Þar sem Jón Þorsteinsson tenór og Mótettukór Hallgrímskirkju koma fram. Prestur er séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Hátíðarhljómar við áramót hafa átt sér fastan sess í tónlistarlífi Hallgrímsldrkju síðan stóra orgelið var tekið í notkun árið 1992. Efnisskráin samanstendur af verkum sem höfða til stórs hlustenda- hóps og hafa tónleikarnir jafnan verið mjög vel sóttir. Á tónleikun- um í ár verða flutt Adagio eftir Albinoni, tvær kansónur eftir Frescobaldi, svíta úr Vatnamúsíkinni eftir Handel og Intrada eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Auk þess leikur Hörður Áskelsson þekktasta orgelverk franska orgeltónskáldsins Charles-Marie Widor, Tokkötu í F-dúr. Sem eftirspil við aftansönginn að loknum tónleikunum leikur Hörður Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Johann Sebastian Bach, en það tónverk hefur hingað til átt fastan sess í efnisskrá Há- tíðarhljómanna. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kvöld dapurleika og trega I kvöld og annað kvöld verða flutt ljóð og tónlist helguð dap- urleika og trega í Sölvasal kaffihússins Sólon Islandus í Bankastræti. Flytjendur eru franski bandoneonleikarinn Olivier Manoury ásamt Tómasi R. Einarssyni á bassa, en textar verða fluttir af Fríðu Björk Ingvadóttur. Á efnisskrá er búið að velja saman margvís- lega tónlist og texta frá ýmsum heimshluum sem eiga þema „melankólinunnar“ sameigin- legt. Tónlistin er m.a. eftir Ant- onio Carlos Johim, Thelonisu Monk, Olivier Manoury og Tómas R. Einarsson. Textarnir eru eftir Jaques Prevert, Wallace Stevens, Thor Vil- hjálmsson, Vigdísi Grímsdóttur og fleiri. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Maggi og Rut á Kaffi Reykja- vík Tónlistarmennirnir Magnús Kjartansson og Rut Reginalds leiða saman hesta sína á Kaffi Reykjavík í kvöld og hefja leik sinn klukkan 22.00. Börnin á bak I húsdýragarðinum geta börn brugðið sér á hestbak milli klukkan 13.00 og 15.00 í dag. ÞORLÁKSSHÖFN Menningarkvöld í Þorláks- kirkju Jónas Ingimundarson, píanó- leikari, leikur í Þorlákskirkju í kvöld kl. 20.30. Haukur Ingi Jónasson guðfræðingur flytur hugleiðingu og sóknarprestur flytur ávarp í upphafi og lýkur stundinni með bæn og blessun. Allir eru velkomndir. Aðgangur er ókeypis. FRA DEGI TIL DAGS ÞRIÐJUDAGURINN 28. DESEMBER 362. dagur ársins, 3 dagar eftir. Sólris ld. 11.22, sólarlag kl. 15.36. Þau fæddust 28. desember • 1856 fæddist Wilson Woodrow, sem var 28. forseti Bandaríkjanna (1913- 21). • 1889 fæddist þýski kvikmyndaleik- stjórinn F.W. Murnau. • 1890 fæddist sænski Ieikarinn og leik- stjórinn Gösta Ekman. • 1908 fæddist bandaríski rithöfundur- inn og leikarinn Quentin Crisp, sem lést 21. nóvember síðastliðinn. • 1932 fæddist argentínski rithöfundur- inn Manuel Puig. • 1934 fæddist breska leikkonan Maggie Smith. • 1935 fæddist Ellý Vilhjálmsdóttir söngkona. • 1945 fæddist Helga Jónsdóttir leik- kona. • 1946 fæddist rokkarinn Edgar Winter. Þetta gerðist 28. desember • 1594 var leikrit eftir Shakespeare í fyrsta sinn flutt á sviði, svo vitað sé. • 1836 viðurkenndu Spánverjar sjálf- stæði Mexíkó. • 1871 fluttu skólapiltar í Reykjavík leikritið „Nýársnóttina“ eftir Indriða Einarsson. • 1887 flutti Bríet Bjarnhéðinsdóttir fyrirlestur í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík um kjör og réttindi kvenna. • 1895 stóðu Lumiére-bræður í Parfs fyrir íyrstu opinberu kvikmyndasýn- ingunni, sem selt var inn á. • 1965 reis eyja úr hafi rétt hjá Surtsey, sem hlaut nafnið Jólnir, en hún hvarf aftur í október árið eftir. • 1985 undirrituðu múslimar og kristn- ir í Líbanon friðarsamkomulag. Vísa dagsins Sálardjú'pur, sagnfróður sögur og bögur ritar, mennta hjúpi margskreyttur frá Minna-Núpi Brynjólfur. Símon Dalaskáld Afmælisbam dagsins Leikarinn Denzel Washington fædd- ist þann 28. desember árið 1954 í bænum Mt. Vernon í New York-fylki. Að loknu menntaskólanámi innrit- aði hann sig í Fordham-háskólann og ætlaði að leggja stund á blaða- mennsku. Hann lék nokkrum sinn- um á sviði á háskólaárum sínum. Fyrsta hlutverk hans í kvikmyd var í myndinni Cabon Copy frá árinu 1981. Síðan hefur hann leikið ýmis hlutverk. Árið 1982 giftist hann æskuástinni sinni Paulettu Pearson. Heimskan er algengsta frumefnið í al- heiminum. Hví skyldum við ekki ræða það? Frank Zappa Heilabrot Eins og allir vita er nýjársdagur nákvæm- lega viku á eftir jóladegi. Samt kemur það fyrir að jóladag og nýjársdag ber upp á sama árið. Hversu oft gerist það? Lausn á síðustu heilabrotum: Á milli himins og jarðar er smáorðið „og“. Veffang dagsrns Brátt rennur upp ártal með þremur núll- um. Mörgum hefur þetta orðið tilefni til spádóma af ýmsu tagi, og munu þeir víst allnokkrir spekingarnir, sem reikna með heimsendi á næstunni. Og gott ef ekki dómsdegi líka. Forvitnilega samantekt um helsta svartagallsrausið, sem skotið hefur upp kollinum, er að finna á þessum vefsíð- •—*-——----——.— ----------— www.religioustolerance.org/end_wrld,htm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.