Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 12
12 - ÞRIDJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 ERLENDAR FRETTIR Reynt að semja við fliigræningj a Indversk stjómvöld em itndir inikluin þrýstingi frá ættingj- uni gíslanna uni að finna friðsamlega lausn. Ríkisstjórn Indlands sendi í gær sjö manna nefnd til þess að semja við flugræningjana í Afganistan og hófust viöræður við þá í gær. Indverska stjórnin var undír miklum þrýstingi frá ættingjum gíslanna um að finna friðsamlega lausn á málinu og gera allt sem þyrfti til þess að komast hjá frekara blóðbaði. Flugræningjarnir höfðu hótað því að hyrja að myrða farþega indversku flugvélarinnar ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra, en fresturinn sem þeir gáfu rann hjá án þess að þeir Iétu verða af hótun sinni. Að minnsta kosti einn farþegi hcfur þó látist frá því flugvélinni var rænt á föstu- dag. Ræningjarnir munu hafa stungið hann mcð hnífi þegar hann neitaði að verða við fyrir- mælum þeirra að horfa ekki framan í þá. Indverska flugvélin, sem er af gerðinni Airbus, stendur nú á flugvellinum í Kandahar í Afganistan og hefur verið þar frá því á laugardag. Flugvélinni var rænt á föstudag, en þá voru um horð í vélinni 178 farþegar og Ættingjar gíslanna loka götu í Nýju Delhi á Indlandi til aö sýna óánægju sína með að indverskum stjórnvöldum hafi ekki tekist að fá gíslana lausa. 1 I manns í áhöfn. Mikill meiri- hluti farþeganna voru Indverjar, eða 150 manns. Nokkur hluti gíslanna hefur þegar verið látinn laus, en í gær voru enn 160 manns í gíslingu. Astandið um horð mun hafa versnað síðustu daga, en með indversku samninganefndinni voru einnig læknar og sömuleið- is voru nauðsynjavörur handa gíslunum fluttar frá Indlandi. Flugræningjarnir hafa krafist þess að indversk stjórnvöld Iáti lausa úr fangelsi nokkra skæru- liða sem barist hafa í Kasmír- héraði ásamt pakistönskum trú- arleiðtoga, Maulana Masood Azhar, sem var handtekinn árið 1994. Azhar er helsti hugmynda- fræðingur skæruliðahóps, sem nefnist Harkat uI-Ansar. Talið er að þessi hópur hafi meðal ann- ars haft æfingabúðir í Afganist- an. Þessi sami hópur tók árið 1995 fimm vestræna gísla í Kasmír-héraði, þar á meðal Norðmann sem fannst síðar lát- inn og hafði verið hálshöggvinn. Hinir fjórir gíslarnir cru enn ófundnir og taldir látnir. Aður en indversk stjórnvöld höfðu ljáð máls á því að ræða við llugræningjana höfðu stjórn- völd Talebana í Afganistan kraf- ist þess af ræningjunum að þeir annað hvort gæfust upp eða hefðu sig á hrott úr landinu. Flugræningjarnir sögðu þá bilun vera í eldnsneytistanki vélarinn- ar og sendu Talebanar viðgerð- armann til þcss að líta á það. Fellibylitr í Evrópu EVROPA - Tugir manns létust af völdum fellibylsins Lothar, sem gekk yfir Evrópuríki í gær. Fyrir utan manntjónið hefur fellibylurinn valdið miklum skemmdum víða í Frakklandi, Þýskalandi og Sviss. Borgaryfirvöld í París skýrðu frá þvf í gær að annað hvert tré í al- menningsgörðum borgarinnar væri ónýtt. Skipta þarf um 140.000 tré í Bois de Boulogne og Bois de Vincennes. Mikil snjókoma hefur einnig aukið hættu á snjóflóðum, meðal annars í Sviss. Svartar strendur af olíu FRAKKLAND - Mikið magn af olíu hefur borist upp á vesturströnd Frakldands, en hún er úr olíuskipinu sem sökk út af Bretan- íuskaga fvrir tveimur vikum. Fjöldi manns vinnur við að hreinsa strendurnar, en sú vinna viröist vera vonlítil því sffellt bætist við meiri olía upp á strendurnar. Þúsundir fugla hafa týnt Iífinu í olíubrákinni. Oliumengun á Bretaníuskaga. Fyrirstaða í Grosni RUSSLA.ND - Fyrirstaða skæruliða í Grosní, höfuðborg Téténíu, hefur verið meiri en rússneski herinn reiknaði með. Rússar hafa haldið uppi stöðugum árásum á borgina og Vladimír Pútín, forsæt- isráðherra Rússlands, ítrekaði það í gær að Rússar væru staðráðnir í að linna ekki Iátum fyrr en borgin væri fallin. Bæði er beitt þunga- vopnum og loftárásum. Rússar sögðust í gær hafa náð norðvestur- hluta Grosní á sitt vald, og hefðu þeir skæruliðar sem þar voru staddir þar með einangrast frá öðrum skæruliðum í borginni. Talið er að um 2000 skæruliðar séu enn í Grosní. Stjómaraiidstæðmgiir sigraði GVATjEMALA - Stjórnarandstæðingurinn Alronso Portillo sigraði í forsetakosningum í Gvatemala um helgina, og hlaut 67,5 prósent atkvæða. Þetta er í fýrsta sinn í nærri 40 ár sem haldnar eru forseta- kosningar í Gvatemala á friðartímum. Mótframbjóðandinn, Oscar Berger, hlaut aðeins 32,5 prósent atkvæða, en hann naut stuðnings forseta landsins og stjórnarflokksins. Portillo lagði í kosningabarátt- unni áherslu á baráttu gegn glæpum, atvinnuleysi og fátækt. Barak missti meiri hlutann Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, nýtur ekki lengur meirihluta á ísraelska þinginu. Shas, flokkur réttrúaðra Gyð- inga, gekk í gær úr stjórninni. Ríkisstjórnin nýtur nú aðeins stuðnings 51 af 120 þing- mönnum í Israel. Shas-flokkurinn var næst- stærsti flokkurinn í ríkisstjórn Baraks, með 17 þingmenn, þannig að verulega munar um hann. Þetta kemur sér sérstak- lega illa fyrir Barak nú þegar samningaviðræður við Sýr- lendinga eru nýbyrjaðar, og samningaviðræður við Palest- ínumenn eru á erfiðu stigi. Ríkisstjórnin er þó ekki fall- in, því ýmsir smærri flokkar araba og aðrir stjórnarand- stöðuflokkar hafa heitið stjórninni stuðningi í ýmsum málum og líka ef vantrauststil- laga kemur fram. Barak bað Shas-flokkinn um að bíða í sólarhring með end- anlcga ákvörðun, og sumir þingmenn flokksins scgjast vongóðir um að lausn muni finnast á þessari stjórnar- krejjpu, en aðrir ekki. Ástæðan fyrir því að Shas sagði skilið við stjórnina er að rétttrúaðir Gyðingar vilja fá meira fé til reksturs trúar- skóla. Formaður þingflokks Shas sagði að flokkurinn myndi örugglega greiða at- kvæði gegn fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar, og væri þar með ekki lcngur aðili að stjórninni. ÍÞRÓTTIR Úlafur Ragnar Grímsson forseti íslands þiggur tertusneið frá nýkjörnum íþróttamanni ársins 1999, Erni Arnarsyni. Öm Arnarson íþróttamaður ársins 1999 Hafuflrðinguriim Örn Amarsson var í gær- kvöld kjörinn íþrótta- niaður ársins í annað sinn. Eyjólfur Sverr- isson, landsliðsfyrir- liði í knattspymu, lenti í öðm sætinu og Vala Flosadóttir, frjálsíþróttakona, í því þriðja. Sundmaðurinn Orn Arnarson úr Sunclfélagi Hafnarfjarðar, var í gærkvöld kjörinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþrótta- fréttamanna, annað árið í röð. Örn, sem vann tvo Evrópumeist- aratitla á árinu, í 100 og 200 m baksundi, hlaut afgerandi kosn- ingu í fyrsta sætið, með alls 347 stig. Orn er vel að titlinum kom- inn, cnda án efa okkar fremsti íþróttamaður í dag, sem hann sannaði svo rækilega á Evrópu- meistaramótinu í Lissabon, þar sem hann vann áðurnefnda titla. Eyjólfur Sverrisson, Iandsliðs- fyrirliði í knattspyrnu og leik- maður Herthu Berlín í Þýska- landi, lenli í öðru sæti í kjörinu, með 264 stig. Hann var lykil- maður mcð félagsliði sínu og stóð sig einnig frábærlega með íslenska landsliðinu, sem á árinu náði sínum besta árangri á stór- móti til þessa. I þriðja sæti varð Vala Flosa- dóttir, stangarstökkvari úr IR, með 239 stig. Vala náði frábær- um árangri í stangarstökki á ár- inu og vann meðal annars silfur- verðlaun á HM innanhúss í Jap- an, sem er besti árangur Islend- ings á HM til þessa. Alls fengu 29 íþróttameim stig í kjörinu: 1. Orn Arnarson, 347 2. Eyjólfur Sverrisson, 264 3. Vala Flosadóttir, 239 4. Ólafur Stefánsson, 95 5. Rúnar Kristinsson, 91 6. Rúnar Alexandersson, 61 7. Kristinn Björnsson, 59 8. Bjarki Sigurðsson, 55 9. Sigurbjörn Bárðarson, 48 10. Þórður Guðjónsson, 33 I I. Elva Rut Jónsdóttir, 32 12. Auðunn Jónsson, 30 13. Guðrún Arnardóttir, 28 14. Jón Arnar Magnússon, 26 I 5. Vernharð Þorleifsson, 21 16. Halldór Jóhannsson, 19 1 7. Þórey Edda Elísdóttir, 18 18. Birkir Kristinsson, 15 18. Guðmundur Benediktss., 15 20. Eiöur Smári Guðjohnsen, 10 21. Róbert Julian Duranona, 5 22. Edda Lovísa Blöndal, 3 22. Einar Karl Hjartarson, 3 24. Elsa Nielsen, 2 24. Gísli G. Jónsson, 2 24. Lára Hrund Bjargardóttir, 2 27. Björgvin Sigurbergsson, 1 27. Ingibergur Sigurðsson, 1 27. Rúnar Jónsson, 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.