Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 11
ÞRIDJUDAGUR 28. DESEMBER 19 9 9 - 11 lA DAGSKRA lþrótta- og \idurkenningar- hátíð Iþróttamaður Hafnar- fjarðar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþróttaráð verða með afhend- ingu viðurkenninga til hafn- firskra íþróttamanna, íslands- meistara, hópa bikarmeistara, norðurlandameistara og Evr- ópumeistara, ásamt vali á íþróttamanni Hafnarfjarðar á árinu 1999. Afhendingin fer fram í íþróttahúsinu við Strand- götu þriðjudaginn 28. desembcr 1999, kl. 18:00. Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir: 1. Jólalögin leikin. 2. Samkoman sett. 3. Viðurkenn- ing til þeirra sem urðu íslands- meistarar 1999. 4. Viðurkenn- ing til þeirra sem urðu bikar- meistarar 1999. 5. Viðurkenn- ing til þeirra sem urðu Norður- landa- og Evrópumeistarar. 6. Jólafimleikasýning Fimleikafé- lagsins Bjarkar. 7. Formaður Í.B.H. veitir Í.S.Í. bikarinn. 8. Viðurkenning til þeirra hafn- firsku íþróttamanna sem fram úr skara og eru hvetjandi fyrir ástundun íþrótta. 9. Lýst kjöri „íþróttamanns Hafnarfjarðar 1999“. 10. Veitingar. Allir velkomnir. Forsendur Frjálsrar og Upp- lýstrar Umræðu Miðvikudaginn 29. desember kl. 16.00, verður haldin mál- stofa á vegum Blaðamannafé- lags íslands og Mannréttinda- skrifstofu íslands í Kornhlöð- unni, sal Lækjarbrekku í Reykjavík. Efni málstofunnar er forsendur frjálsrar og upplýstrar umræðu, og framsögur flytja þeir Páll Þórhallsson, lögfræðingur og fyrrverandi blaðamaður og Mik- ael Karlsson, prófessor í heim- speki við Háskóla íslands. Ikrdssgátan Lárétt: 1 öruggur 5 flík 7 fiskimið 9 varð- andi 10 álíta 12 hljóöa, 14tind, 16 stúlka 17óánægja 18huggun 19heydreifar Lóðrétt: 1 dvöl 2 togvinda 3 metta 4 fisk 6 þoldi 8 orsakar 11 fátækur13 gála 15 tafði Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 glás 5 spúsa 7 lota 9 ið 10 skart 12 koll 14ána 16 gil17 uglan 18ami 19 mm Lóðrétt: 1 Gils 2 Ásta 3 spark 4 asi 6 aðall 8okanum 11 togar 13linu 15 agi IGENGID Gengisskráning Seölabanka íslands 27. desember 1999 Dollari 71,85 72,25 72,05 Sterlp. 116,05 116,67 116,36 Kan.doll. 48,88 49,2 49,04 Dönsk kr. 9,78 9,836 9,808 Norsk kr. 8,981 9,033 9,007 Sænsk kr. 8,494 8,544 8,519 Finn.mark 12,2363 12,3125 12,2744 Fr. franki 11,0912 11,1602 11,1257 Belg.frank. 1,8035 1,8147 1,8091 Sv.franki 45,36 45,6 45,48 Holl.gyll. 33,0141 33,2197 33,1169 Þý. mark 37,1983 37,4299 37,3141 It.llra 0,03757 0,03781 0,03769 Aust.sch. 5,2872 5,3202 5,3037 Port.esc. 0,3629 0,3651 0,364 Sp.peseti 0,4372 0,44 0,4386 Jap.jen 0,7008 0,7054 0,7031 frskt pund 92,3779 92,9531 92,6655 GRD 0,2199 0,2213 0,2206 XDR 98,66 99,26 98,96 XEU 72,75 73.2,1 - 72,98 FRÉTTIR Friðarganga var frá Hiemmtorgi síðdegis og hefur fjöldi þátttakenda vaxið stöðugt á þeim tuttugu árum sem þessi skemmtiiega hefð hefur verið við lýði. Jólaboðskapiirtnn náði ekki til allra Lögreglan í Reykjavík hafði í nógu að snúast yfír jólahátíðina og í dagbókinni segir hún ljóst að kærleiks- og friðarboðskapur hátíð- arinnar hafí ekki náð til aUra íbúa borgar- innar. Á Þorláksmessu tengdist annríkið aðallega umferðinni. í flestum til- vikum tókst lögreglu að greiða göt- ur borgara sem höfðu lokast inni með bifreiðar sínar vegna hugsun- ar- eða tillitsleysis samborgara. Friðarganga var frá Hlemmtorgi síðdegis og hefur fjöldi þátttak- enda vaxið stöðugt á þeim tuttugu árum sem þessi skemmtilega hefð hefur verið við lýði. Þegar gangan hafði farið niður Laugaveginn var honum lokað íyrir annarri umferð en gangandi. Mjög rnikill mann- Ijöldi var á Laugaveginum, góður andi yfir og neysla áfengis ekki áberandi," segir í dagbókinni. Lögreglan segir að þegar líða tók á Þorláksmessukvöld hafi mann- ljöldinn verið orðinn það mikill að hættuástand nærri skapaðist. Fólk með barnavagna og ungbörn hefðu varla komist íetið. I dagbókinni segir frá ýmsum öðrum málum á Þorláksmessu, s.s. umferðarslysum, innbrotum, fíkniefnamálum og kortasvindli. Síðan segir frá tveimur mönnum á þrítugsaldri sem fjarlægðu skilti á Hverfisgötu en því var ætlað að liðsinna vegfarendum vegna um- ferðarlokana. Lögreglumenn hlupu mennina uppi, handtóku þá og fluttu á lögreglustöð. „Þau eru oft undarleg uppátækin sem full- orðnir menn taka sér fyrir hendur og bera svo gjarnan við minnisleysi vegna ölvunar,“ segir lögreglan um þetta atvik. Væmkærir í Vesturbænum A aðfangadegi segir frá nokkrum málum í dagbókinni. Brotist var inn í íbúð í Vesturbænum og það- an stolið hljómflutningstækjum og öðrum verðmætum meðan íbúar voru í fastasvefni, þreyttir eftir undirbúning jólanna. Sagt er frá tveimur útköllum lögreglu vegna elds. Um miðjan aðfangadag var lilkynnt um eld í íbúð í Vestur- bænum. Þar hafði kviknað í sjón- varpi út frá jólaskreytingu. íbúar höfðu sjálfir náð að slökkva eld- inn. Vesturbæingar virðast hafa verið kærulausari en aðrir með eldinn því á öðrum stað náði úti- kerti að kveikja í plaststól á svölum íbúðar í fjölbýlishúsi. Eldurinn náði að leika um vegg og glugga og urðu nokkrar skemmdir auk þess sem reykur barst inn í íbúðina. Iimbrot á kirkjustæðiiin Skömmu eftir miðnætti að- faranætur jóladags barst lögreglu tilkynníng um að hópur unglinga væri að aka sendibifreið í Breið- holtshverfi. Er lögreglan kom á staðinn hlupu unglingarnir, sem voru 14 og 15 ára, á brott en lög- reglan hefur upplýsingar um hverjir þar voru að verki. Tilkynnt var um innbrot í bíla fyrir utan tvær kirkjur. Brotist var inní bifreið sem stóð við Grensás- kirkju um það leyti er þar fór fram miðnæturmessa. Skemmdir voru unnar á bifreiðinni og stölið geislaspilara. Á svipuðum tíma var brotist inní tvær bifreiðar við Há- teigskirkju og þar einnig unnar skemmdir og stolið geislaspilara og öðrum verðmætum. Á jóladag var einnig tilkynnt um innbrot í bíla í Grafarvogi og Sundahverfi og það- an stolið verðmætum. Lögreglu barst tilkynning um lausan eld í sundi í Bergstaðastræti við Lauga- veg að niorgni jóladags. Talið er að kveikt hafi verið í rusli og eldurinn síðan náð að læsa sig í vegg húss sem þar stendur. Rífa þurfti ldæðningu af húsinu til að slökkva eldinn. Mikill reykur barst inní húsið og urðu reykskenimdir á fatnaði. Kom upp um sig í bílveltu Á öðrum degi jóla voru fjórir piltar á aldrinum 16 og 17 ára hand- teknir sncmma morguns vegna innbrots í bíla. Þeir höfðu farið inn í fjóra bíla, unnið skemmdir á þeim og stolið verðmætuin. I dagbókinni segir einnig að brot- ist hafi verið inn í geymslur í Breiðholti og þaðan stolið verð- mætum. Þá varð bílvelta á Suður- landsvegi austan við Lögbergs- brekku um miðjan dag á sunnu- dag. Okumaður sem lögreglan hafði afskipti af reyndist sviptur ökuréttindum og við frekari skoð- un kom í Ijós að hann hafði í fór- um sínum „ætluð fíkniefni." Þá var annar ökumaður stöðvað- ur á öðrum degi jóia og fundust við leit „ætluð fíkniefni" og ýmsir skartgripir, sem ekki tókst að gera viðhlítandi grein fyrir, að sögn lög- reglu. - njB Vantar aðalatríðið oryggiskrðfiimar Pétur Hauksson, formaður Mann- verndar, segir að með drögum Tölvunefndar að öryggiskröfum gagnvart miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði (MGH), sem til kynningar eru og til umsagnar, sé sneitt framhjá aðalatriði málsins, því að gögnin eru persónugreinan- leg. „Líklega hefur nefndin verið beðin um að horfa framhjá því, leg. En þau eru það klárlega að okkar mati. Tiltekið er að persónu- auðkenni verði dulkóðuð, en þar er aðeins átt við nafn og kennitölu, en ekki t.d. starf, heimilisfang og fleira. Þeir sem vinna við þetta geta því rakið sig áfram. I erlend- um regluni eru gögn talin per- sónugreinanleg ef hægt er að rekja sig ^yona áfram án mikillar fyrir- hafnar og svo er þama.“ hWtF f'ð d b fTO b fó) >j f01Jl I fó'r Iffftondur í W^anug^ M segist Rftur ekki taka miktó #am,a™i mp g°gnfflúset fullyrt er að fn'f ''d'df' UJ_______________________________________I LKJ. ij'iiíi L 1 hí',7ri i.a' n’ömirt eins tölfræðileg gögn fari í grunn- inn. „Öll gögn geta verið tölfræði- leg og númer til fýrir alls konar sjúkdóma. Við í geðlæknisfræðinni erum þannig vanir því að hreyta svona texta í tölur. Orðalagið „ein- göngu tölfræðileg" segir mér því ekki mikið og felur í mínum huga ekki í sér vernd,“ segir Pétur. Tölvunefnd segir hins vegar að sérstaklega hafi verið „fengist við með tilliti til persónu- !UÚ UUjStiliii ____.... rogungtn. -.iEB0iw JOLAFRUMSYNING - eftir Arnmund Backman. Leikarar: Aöalsteinn Bergdal, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni Tryggvason, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir, Saga Jónsdóttir, Sunna Borg, Siguröur Karlsson, Snæbjörn Bergmann Bragason, Vilhjálmur Bergmann Bragason, Þórhallur Guömundsson, Þráinn Karlsson. Leikmynd og búningar: Hiin Gunnarsdóttir Ljósahönnun: Ingvar Björnsson Hljóðstjórn: Kristján Edelstein Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir þriðjud. 28. des. kl. 20.00 Uppselt miðvikud. 29. des. kl. 20.00 örfá sæti laus fimmtud. 30. des. kl. 20.00 örfá sæti laus föstud. 14. janúar kl. 20.00 laugard. 15. janúarkl. 16.00 t F\r 9,-V GJAFAKORT - GJAFAKORT Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Munið gjafakortin okkar ■ frábær tækifærisgjöf! liDinlriLiMtjEltntiilt tSiákfltvnztotl ILEIKFELAG AKIIREYRÁrI Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Kortasalan í fullum gangi!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.