Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 1
SÍMI-BÓK-VEFUR Akvörðim Fiims kom mér á óvart 82. og 83. árgangur - 246. tölublað Verð ílausasölu 150 kr. Engar áherslubreyt- ingar í virkjana- og ál- versmálum og brott- hvarf Finns er óháð „Pálsmálinu“. „Þessi ákvörðun Finns Ingólfs- sonar kom mér á óvart og það er mikil eftirsjá að honum. I lann er hörkuduglegur maður og hefur staðið sig afar vel sem ráðherra. Það er hins vegar þannig í stjórn- málum að það er alltaf eitthvað að koma manni á óvart. En þar eins og annars staðar kemur maður í manns stað og þannig hefur það alltaf verið og verður alltaf," sagði Halldór Asgríms- son, utanrikisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, um ákvörðun Finns lngólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að sækja um stöðu bankastjóra Seðlabankans. Óháð „Pálsmáli“ Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- Orðlaus Þóra ásamt drengjunum sín- um tveimur. „Eins og þetta Ieit út fyrir jól- in og um jólin, þá hefur þetta gengið mjög vel,“ segir Sig- fús Ólafur Helgason, mágur Þóru Hrafnsdóttur á Akureyri sem missti aleiguna í bruna rétt fyrir jólin. „Eg hef engar tölur og veit ekki hvernig gengur með söfn- unarreikninginn. Henni hafa borist ótal gjafir, húsbúnaður og raftæki, þannig að maður er al- veg orðlaus og innilega þakklát- ur fyrir hvernig fólk hefur tekið á þessu. Nú er allt á fleygiferð við að byggja þetta upp. Við tók- um ýmislegt dót sem er verið að skoða en það er nánast allt ónýtt,“ segir Sigfús Olafur. Iðn- aðarmenn eru komnir til starfa og uppbygging íbúðarinnar á fullu að sögn Sigfúsar..og það er bjart framundan með hjálp þjóðarinnar." - Hl TVÖFALDUR 1. VINNINGUR Fara Vallárbændur með Svínabúið sitt til útlanda? Stjömugrís til útlanda? Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp þann dóm að fyrir- hugað svínahú Stjörnugríss hf. að Melum í Melasveit verði að ganga í gegnum mat á umhverf- isáhrifum. Framkvæmdastjóri Stjörnugríss segir að áfrýjun sé í skoðun, en einnig „hvað hægt sé að gera erlendis." Umhverfisráðherra hafði úr- skurðað að umhverfismat skyldi fara fram og höfðaði Stjörnugrís hf. ógildingarmál, sem ráðherra var nú sýknaöur af. Astæða úr- skurðar ráðherra voru þær stað- reyndir að á fyrirhuguðu búi er ætlunin að framleiða 20 þúsund grísi á ári og falla frá þeim 12.800 tonn af úrgangi á ári. Embætti skipulagsstjóra mælti með umhverfismati, enda lægi ekki fyrir „hvar og hvernig ætti að farga úrgangi, óljóst væri hvaða áhrif dreifing hans hefði með tilliti til mengunar vatns og óþæginda fyrir fólk, upplýsingar vantaði um urðun dauðra dýra auk þess sem fyrirhugað at- hafnasvæði lægi að sjó og að svæði sem væri á náttúruminja- skrá með mikið útivistar- og rannsóknargildi. Þá byggði dóm- urinn á tilskipun Evrópusam- bandsins. Að sögn Geirs Gunnars Geirs- sonar, framkvæmdabónda í Stjörnugrísi hf., er framhald málsins í höndum lögmanna. „Viðbrögð okkar munu liggja fyrir í byrjun janúar og þá kem- ur í ljós hvort við áfrýjum, en einnig erum við að skoða hvað hægt er að gera erlendis, því við mætum svo miklu skilningsleysi hérlendis. Við viljum vita hvern- ig þessir hlutir gerast erlcndis og eigum bágt með að sætta okkur við umhverfismat sem okkur er sagt að taki eitt og hálft til tvö ár,“ segir Geir Gunnar. - FÞG herra tilkynnt starfsfólki í ráðu- neytum sínum í gærmorgun að hann hefði sótt um bankastjóra- stöðuna og á rfkis- stjórnarfundi í kjöl- farið sagði hann sig frá bankastjóraráðn- ingunni. Hún mun verða í höndum Dav- íðs Oddssonar, for- sætisráðherra, en málefni Seðlabanka munu færast undir hann um áramót. Finnur Ingólfsson sagði í gær að ástæð- ur þess að hann hafi ákveðið að hætta væru persónulegar og að ákvörðunina hafi hann tek- ið í samráði við fjölskyldu sína. Finnur segist ekki telja að ákvöðrun hans scm varafor- manns um að hætta, muni veik- ja flokkinn, öflugt fólk muni taka við merkinu. Valgerður Sverrisdótttir þing- maður á Norðurlandi eystra mun taka við embættum Finns og koma inn í ríkisstjórn. Hins veg- ar þýðir þetta að Páll Pétursson mun ekki víkja, ekki að sinni í það minnsta. Þing- menn framsóknar- flokl<sins sem þekkja vel til málsins lögðu þó áherslu á að brott- hvarf Finns Ingólfs- sonar væri óháð ráð- herrahrókeringunni sem ákveðin var við stjórnarmyndunina í vor og fólst í að Val- gerður kæmi inn nú um áramót og leysti af Pál. „Þetta er sjálf- stætt mál og er á eng- an hátt til komið til að gera Páli kleift að sitja,“ eins og það var orðað. Við þingsæti Finns tekur Jón- ína Bjartmarz varaþingmaður en óráðið er hvernig fer með emb- ætti varaformanns. Halldór Ás- grímsson var spurður hvort ákvörðun hafi verið tekin um hvenær nýr varaformaður fyrir Framsóknarflokkinn verður kjör- inn í stað Finns: „Það er aðeins flokksþing sem getur kjörið vara- formann flokksins og þess vegna býst ég við að það bíði næsta hausts. Annars er það alveg órætt í flokknum," sagði Halldór. Fljótsdalsvlrkjun óbreytt Þá var formaðurinn spurður hvort einhverjar áherslubreyting- ar verði hjá Framsóknarflokkn- um í virkjana- og álversmálum við það að Finnur Ingólfsson hverfur úr stóli iðnaðarráðherra og ný manneskja tekur við. „Nei, alls ekki. Þessi ákvörðun Finns kemur því máli ekkert við. Við munum halda áfram með Fljótsdalsvirkjun og álver við Reyðarfjörð með óbreyttum hætti og höfum einsett okkur að Ijúka því máli,“ sagði Halldór As- grímsson. Hann sagði að gengið yrði frá ráðherraskiptunum hjá flokkn- um á þingflokksfundi sem hald- inn verður í dag, þriðjudag. - s.dór/bg Sjd einnig bls. 2 Halldór Ásgrómsson. Nú eru menn byrjaðir að safna í áramótabrennur víða um land enda styttist í gamiárskvöid. I blaðinu í dag er ítar- leg úttekt á áramótunum á íslandi og fjallað um flugelda, vín, mat, veður, ferðamannastraum o.m.fl. Myndin er frá bálkesti við Ægissíðu. mynd pjetur Afgreiddir samdægurs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMKMR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI - SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.