Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 6
6 -ÞRIDJVDAGUR 28. D E S F. M B E R 1999 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elias snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. a mAnuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Simar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-1615 Amundi Amundason [REYKJAVÍK)563 -1642 Gestur Páll Reyniss. CAKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 creykjavík) Ovænt brotthvarf í fyrsta lagi Skyndilegt brotthvarf Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, úr ríkisstjórninni, kemur mjög á óvart. Finnur hefur verið helsti brimbijótur Framsóknarflokksins í þeim afar umdeildu málum sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir að und- anförnu - það er einkavæðingu þjóðbankanna, virkjunarfram- kvæmdum í Fljótsdal og stóriðjuáformum í Reyðarfirði. Nú yf- irgefur hann skyndilega bardagavöllinn einungis hálffimmtug- ur að aldri og leitar hælis á pólitíska elliheimilinu við Arnarhól. 1 öðru lagi Þjóðin hefur skipast í tvær andstæðar fylkingar í afstöðunni til Finns Ingólfssonar og verka hans sem ráðherra viðskipta- og iðnaðarmála. Sumum finnst að í virkjunarmálunum hafi hann sundrað þjóðinni langt umfram það sem nauðsynlegt var. Engu að síður hljóta flestir að viðurkenna að sem ráðherra hefur hann komið mörgu því í verk sem forverar hans gátu aðeins tal- að um. Það á einkum við um uppstokkun sjóða- og bankakerf- isins og samninga um nýja stóriðju. Þótt gætt hafi vægast sagt lítillar hrifningar í forystugreinum Dags á sumum verka Finns Ingólfssonar sem ráðherra, er sanngjarnt við þessi tímamót að viðurkenna atorku hans og dugnað við að ná sínum málum fram. 1 þriöja lagi Þrátt fyrir umrót síðustu ára virðist sumt í íslenskum stjórn- málum aldrei breytast. Þar á meðal er ráðstöfun æðstu emb- ætta ríkisins til pólitískra gæðinga. Þegar Finnur Ingólfsson ákveður sjálfur að gerast Seðlabankastjóri fetar hann í fórspor margra annarra stjórnmálamanna. Nægir þar að nefna ráð- herrana fyrrverandi Tómas Arnason, Birgi Isleif Gunnarsson og Steingrím Hermannsson. Allir fengu þeir sérlega vel launað starf Seðlabankastjóra sem flokkslega umbun fyrir forystuhlut- verk í stjórnmálum. Það er í fyllsta máta óeðlilegt nú við lok tuttugustu aldarinnar að æðstu störfum í bankakerfinu skuli enn ráðstafað sem pólitísku góssi ríkjandi stjórnarflokka. Elias Snæland Jónsson Lávarðadeildin Aldrei fór það svo að lausi Seðlabankastjórastóllinn yrði ekki fylltur af einhverjum sem hafði til þess nauðsynlega reynslu. Sjálfur viðsldptaráð- herra ætlar að setjast í stólinn og gerast í leiðinni yngsti lá- varðardeildarmeðlimurinn rétt hálf fimmtugur. Til þessa hefur þótt við hæfi að ráða í stöðu seðlabankastjóra nokk- uð eldri stjórnmálamenn - en Framsóknarflokkurinn fer ekki troðnar slóðir og setur í starfið eina af sínum skærustu stjörn- um - já sjálfan krónprins flokksins - Finn Ing- ólfsson. Garra þykir þetta satt að segja nokkuð djarft útspil því hætta er á að ímynd bankans raskist nokkuð við þetta. Til þessa hef- ur lávarðadeild Seðla- bankans verið talin at- hvarí fyrir þá sem enga framtíð áttu fyrir sér lengur í sfnum flokki - en með þessu er verið að gera lávarðadeildina að valkosti við það að eiga glæsta framtíð í sínum eigin flokki. Finnur hefur nú einmitt kosið lá- varðadeildina fram yfir for- mennsku og frama í flokknum, sem segir náttúrulega sfna sögu um flokkinn. Staða Framsókn- arflokksins Og kannski er staða Fram- sóknarflokksins það sem stendur upp úr í þessu útspili öllu saman. Það er engum blöðum um það að fletta að Finnur Ingólfsson hefur verið krónprinsinn í flokknum. Hann sigraði Siv Friðleifsdótt- ur með þokkalega sannfær- andi hætti í varaformannsslag fyrir nokkrum misserum, og hefur síðan verið talinn sjálf- V kjörinn sem arftaki Halldórs. En því konungsríki varpar hann frá sér og velur sér ann- að ríki að stjórna. Spurningin sem brennur á vörum alþýð- unnar er auðvitað sú, hvort það sé f raun Seðalbankinn sem er svona spennandi eða hvort það sé Framsóknarflokk- urinn sem sé svona óspenn- andi? Hvað veldur |rví að ung- ur maður á fljúgandi frama- braut velur að skipta með þessum hætti um lífshlaup? Fiimiir lávarður Garra sýnist að ástæð- urnar hafi meðal ann- ars birst í fyrrnefndu varaformannskjöri. Vissulega sigraði Finn- ur þar með góðum meirihluta en þó ekki meiri meirihluta cn svo að Siv mótfram- bjóðandi hans stóð keik eftir. Þetta þýddi m.ö.o. að staðfest var að Finnur er mjög umdeildur í flokknum ekki síður en utan hans og hann á erfitt með að ná um sig þeim rússneska konsingablæ, sem nær allir síðari tíma foringjar framsókn- ar hafa haft. Því virðist sem konungsríki framsóknar hafi e.t.v. ekki verið eins eftirsókn- arvert og það virtist í fyrstu - vissulega stóð það Finni til boða, en einungis sem úlfa- gryfja þar sem óánægju og gagnrýnisraddirnar myndu aldrei þagna. Þá eru rólegheit Iávarðadeildarinnar auðvitað margfalt þægilegri og auðveld- ari við að eiga. Seðlabankinn er því kjörið konungsríki fyrir menn, sem búnir eru að fá meira en sinn skammt af átök- um og illdeilum. Menn eins og Finn lávarð. GARItl Hvaðgladdi þig mest umjólin? Tómas Ingi Olridi alþingismaður „Það gladdi mig mest að fá alla fjöl- skylduna, og þar með barnabörnin öll í heim- sókn. Það var ekki ljóst að það mundi gerast enda eru börnin dreifð út um allan heim. Ein fjöl- skyldan er í Flórída, önnur í Gautaborg og sú þriðja hefur verið langdvölum í Englandi. Nú komu allir til landsins.11 Ásgeir Þór Jónsson framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfiiúinga „Að fólkinu í kringum mann leið vel og jólin færðu manni þann frið sem maður vonaðist til og þarfnaðist og gerði mann sáttari við lífið. Hálft í hvoru kveið maður jólunum og því horfir maður nú sáttari til framtíðar.“ Jón Albert Sigurbjömsson formaðurLandssambands hesta- mannafélaga „Ég eiginlega veit það ekki, kannski gott veður og það skyldu ekki verða nein slys á fólki. Auðvitað er það gleðilegt að geta hitt sína fjölskyldu en tíminn var óvenju stuttur, eins og ein helgi. Finnur Ingólfsson. JÓHANNES ( SIGURJÓNS- SON skrifar IHIBH Það eru margar ástæður til að gleðjast þessa dagana. Sól fer nú hækkandi á lofti á nýjan leik, Jesús er endurfæddur enn og aft- ur og síðast en ekki síst, Finnur er á leiðinni í Seðlabankann. Vandræðagangurinn í Fram- sóknarflokknum síðustu mánuði hefur sem sé hvílt eins og mara á landsmönnum sem sáu fram á dapurlega áramótafagnaði hjá hnípinni þjóð í vanda vegna þessa. Páll vildi sitja áfram og stefndi í að það þyrfti að bera hann út sitjandi sem fastast í ráðherrastólnum. Valgerður beið ólm í dyragættinni og stefndi á stólinn Páls og Finnur var orð- inn óvinsælasti ráðherra sögunn- ar, sem hann reyndar túlkaði sjálfur sem gæðastimpil, enda þjóðin illa upplýst og vitlaus, samanber afstöðu hennar í um- hverfismálum. Hér voru góð ráð dýr til að bjarga ríkisstjórninni og áramótagleðinni. Öiyggi sventlar stj óriíkerfisins Stóra Ilraiin En þegar neyðin er stærst er pólitíski hjálpartækjabankinn næstur. Það var nefnilega laus staða bankastjóra í Seðlabankanum. Og kom ekki á óvart. Ríkisstjórnir á öllum tímum hafa sem sé þann hátt- inn á að hafa alltaf á lausu eina til tvær bankastjórastöður til þess að bjarga sér út úr krísum. Lausar banka- stjórastöður eru ör- yggisventill stjórn- kerfisins, ásamt og með sendiherra- stöðum. Þannig að þegar kemur upp ágreiningur um ráðherrastóla í ríkisstjórnum, ellegar ráðherrar éýt skuldað) annað hvort að mati forsætisráðherra, eigin flokks- manna eða þjóðarinnar, þá er þeim umsvifalaust skutlað í lausa bankastjóra- stóla. Þetta er sama kerfið og gildir í fangelsismálum landsins, það þarf alltaf að vera laust pláss á Litla Hrauni fyrir pöru- pilta, sem ekki eru lengur taldir æski- legir á götunni. Verðug ráðning Og Finnur er því ekki fyrsti stjórn- málamaðurinn sem sendur er í pólitíska útlegð í einhvern bankann til að leysa vanda á ríkisstjórnarheimili. En eins og um inu rjúka upp til handa og fóta, reka upp ramakvein og spyrja hvers- vegna bankamenn séu ekki ráðn- ir bankastjórar í stað afdankaðra pólitíkusa. Hvers vegna fagleg sjónarmið fái nú ekki að ráða einu sinni í ráðningu banka- stjóra. Á móti má spyrja. Vilja þessir sömu menn hafa Finn áfram í ríkisstjórninni? Eru þeir ekki búnir að þusa um það árum sam- an að veita þurfi Finni verðuga ráðningu fyrir allt hans brölt f pólitíkinni? Og er ekki Finnur nú búinn að fá þessa ráðningu? Nei, menn eiga að fagna þess- um tíðindum og gleðjast. Því nú er ekkert sem kemur í veg fyrir að áramótagleði þjóðarinnar verði fölskvalaus. Vandamálin í Framsóknarflokknun eru leyst og Finnur búinn að fá ráðningu. íinmiJniid ncÍJu no ,cnunudriöd 'i p Jafibbi'tÖ!/) i/Iprl íiBfiiIdiiJíinio lil Börnin mín tvö eru úti á landi og þau komu bæði heim. Það var mjög ánægjulegt.“ Sigurður Helgason uppýsingafuUtnii Umfeiðarráðs ,/Etli mér komi kanns- ki ekki fyrst upp í hug- ann jólagjaf- irnar frá börnunum. Svo var auð- vitað gleði- legt að helg- in leið án stóróhappa." Jóhannes Gunnarsson fomiaðurNeytendasamtakanna „Það sem gleður mig mest um þessi jól sem önnur er að maður er mikið með Ijölskyldu sinni, ekki bara litlu kjarnafjölskyldunni, heldur fleir- um. Svo voru þessir dagar miklir slökunardagar eins og oftast áður. Auðvitað eru þetta jól í stysta Iagi, og þetta hefðu mátt vera fleiri dagar, en það, er ekki á Jfi.oVrið.ifU 1 VvaAuv. fli.il jjo Rfió-iá fiilúia íiíú ugead 'JA ,rnyia TumaTtj 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.