Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 28.12.1999, Blaðsíða 9
 ÞRIÐJUDAGUK 28. DESEMBER 199 9 - 9 FRÉTTIR i lítra áfengis mjög mikið af fólld sem gistir á einkaheimilum úti í bæ. Þá sé miklu tjaldað til á veitingastöðum um helgina og þá sérstaklega á nýárskvöldinu þar sem ekkert sé til sparað. A þessum galakvöldum er allt fullt, enda mjög vinsælt að fara út á þessu kvöldi. Sem dæmi þá eiga sömu einstaklingar frátek- in borð fyrir sig ár eftir ár á flott- ustu stöðunum þar sem gestalist- inn hefur verið óbreyttur í árarað- ir. Þrátt (yrir þessa mildu ásókn og hátt verð er það mat kunnugra að hótel- og veitingastaðir heri ekki svo mikið úr hýtum vegna mikils rekstrarkostnaðar og þá einkum vegna launakostnaðar. 2000 ártalið á skyrtukragann I gær voru margar verslanir Iokað- ur eftir jólatörnina, en seinni hálfleikurinn fyrir áramótin hefst almennt í dag, þriðjudag þegar áramóta- og flugeldasalan hefst fyrir alvöru. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu segist gera ráð fyrir fyrir að næstu daga verði mikið að gera í þeim verslunum sem selja eitthvað sem tengist áramótunum. Þar má meðal ann- ars nefna glervörur ogýmsan ann- an varning að ógleymdum fatnaði eins og til dæmis smóking. Sig- urður nefnir að það sé til dæmis hægt að fá silfraða smókinga á 45 þúsund krónur og 20 þúsund króna kjóla í sama lit. Þá sé hægt að kaupa sér smókingskyrtur með 2000 ártalið merkt á skyrtukrag- ann. Þessutan sé alltaf mikið að gera í sölu á mat- og drykkjarvör- um. Vín á annan milljarð Uppá síðkastið hafa heyrst raddir um að einhver skortur geti orðið á guðaveigum fyrir áramótin og þá aðallega í kampavíni. Höskuldur Jónsson forstjóri ATVR telur að verið sé að gera meira úr þessu en efni standa til og þá væntanlega til þess að skapa væntingar á markaðnum. Af þeim sökum telur hann að fólk þurfi ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig til verða ekki af sínu áramótavíni. I það minns- ta treystir hann því að birgjar ATVR hafi sýnt þá fyrirhyggju að vöruskortur eigi ekki verða í vin- sælum tegundum. Hann segir að sala á freyðivíni og kampavíni sé ávallt mun meiri um jól og áramót en á öðrum tíma ársins. Þá sé líka mikið keypt af koníaki og gömlu viskíi. Hinsvegar hefur sú breyt- ing orðið á að ATVR flytur ekki lengur inn vín heldur skiptir verslunin við 30-40 vínheildsala sem flytja inn þær 2 þúsund vín- tegundir sem eru til sölu hjá ATVR. Hann segir að það sé hefð- bundið að selja í desember ár hvert um helmingi meira en gerist og gengur í öðrum mánuði. Sam- kvæmt því sé veltan í víni um 1,3 milljarðar króna í mánuðinum og jafnvel eitthvað meira vegna sér- stöðu komandi áramóta. Þá sé viðbúið að vínmagnið sé eitthvað um 1,7 milljón Iítrar í desember- mánuði. Hátt í 200 miUjóiiir í loftið Hjá mörgum eru engin áramót án flugelda og hvað þá þegar nýtt ár- þúsund eða ný öld eiga í hlut. Ólafur Jónsson hjá Slysavarnarfé- laginu Landsbjörgu áætlar að hver vísitölufjölskylda eyði um 5- 6 þúsund krónum í flugelda um komandi áramót, eða kannski 100-200 milljónir í það heila á landsvísu. Enda hafa menn pant- að nokkuð meira magn af flugeld- um fyrir þessi áramót en oft áður. Það sé í samræmi við kannanir sem benda til að menn ætli að halda uppá þessi áramót með meiri glæsibrag en áður. Hann áréttar að flugeldasalan sé ein helsta fjáröflunarleið fyrir félagið en salan hefst í dag, þriðjudag. Hann segir að helsta nýjungin í ár séu risatertur, eða svokallaðar risaskotkökur, flugeldasýning í kassa. Aðspurður hvort menn ótt- ist ekki að slæm veðurspá muni setja svip sinn á flugeldasöluna segir Ólafur ekki svo vera. I því sambandi bendir hann á að það hefði verið spáð brjáluðu veðri um jólin en það hefði engu að síð- ur sjaldan verið fallegra. Af þeim sökum láta menn ekki slæma veð- urspá koma sér úr jafnvægi. Sér- staklega þegar um langtímaspá sé um að ræða. Hinsvegar telur Ólafur að menn verði að skoða sinn gang við að skjóta upp flug- eldum ef brestur á eitthvað aftakaveður. Samræmd aðgerðarstjóm Jón Viðar Matthíasson vara- slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Reykjavíkur segir að það sé meiri viðbúnaður hjá þeim fý'rir kom- andi áramót en áður. Hann bend- ir á eins og Ólafur hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörgu að þótt veð- urspáin sé ekki góð, þá gangi hún ekki alltaf eftir. Ef hinsvegar stefnir í vont veður þá verður það metið á gamlársdag um framhald- ið með tilliti til brennuhalds og annars er lýtur að áramótunum. Um áramótin verða vaktirnar ríf- Iega tvöfaldaðar af mannskap hjá slökk\áliðinu, auk þess sem sett verður á fót aðgerðastjórn. Það er samræmd stjórn fyrir slökkvilið, lögreglu, björgunarsveitir og borg- arstarfsmenn og starfsmenn sveit- arfélaga á Seltjarnarnesi, Kópa- vogi og Mosfellsbæ. Jón Viðar segir að þessi viðbúnaður sé vegna þess að það veit enginn hvað getur komið uppá vegna ára- mótanna og þá sérstaklega vegna hugsanlegs 2000-vanda. Hann segir að í öðrum þéttbýlisstöðum á landinu séu menn að efla hjá sér allan viðbúnað vegna áramót- anna og sömu sögu sé að segja frá hinum Norðurlöndunum. Tólf ára böm fá hlífðargleraugu Líkt og þrjú síðastliðin ár gefur Blindrafélag- ið öllum 12 ára bömum í landinu hlífðar- gleraugu til að nota um áramótin. Þetta er gert til að vekja athygli landsmanna á slysa- hættu af flugeldum og hvetja þá til að sýna aðgát við meðhöndlun flugelda. Blindrafé- lagið hvetur alla landsmenn til að nota hlífð- argleraugu. Félagið bendir á að um hver ára- mót verða mörg slys vegna ógætilegrar með- ferðar á flugeldum og blysum. Algengustu meiðslin séu brunasár og áverkar í andliti. Blindrafélagið minnir á að augað er afar við- kvæmt líffæri og við litla áverka geti hlotist varanlegur skaði. Hverfell í sviga Menntamálaráðuneytið nefur úrskurðað vegna ágreinings sem uppi hef- ur verið um hvaða örnefni skuli sett á landakort um þekktan gjóskugíg í Skútustaðahreppi. Ömefnanefnd úrskurðaði í maí að setja skyldi örnefn- ið Hverfjall á ný á landakort sem gefin væru út á vegum Landmælinga íslands eða með leyfi þeirra. Þann úrskurð kærðu 43 til menntamála- ráðuneytisins og gerðu þá kröfu að úrskurði Örnefnanefndar yrði breytt á þann veg, að setja skyldi örnefnið Hverfell á Iandakort sem gefin væru út á vegum Landmælinga Islands eða með leyfi þeirra. Ráðuneytið kall- aði eftir umsögnum frá hlutaðeigandi vegna málsins og hefur nú úr- skurðað í málinu. Urskurður Örnefnanefndar er staðfestur, það er að setja skuli örnefn- ið Hveríjall á ný landakort sem gefin em út á vegum Landmælinga Is- lands eða með leyfi þeirra en við þann úrskurð bætist að jafnframt skuli setja innan sviga örnefnið Hverfell ásamt örnefninu Hverljall. — m Níu í úrslit um skúlptúr Níu einstaklingar hlutu 300 þúsund króna styrk hver sem verðlaun í Aldamótasamkeppni um útilistaverk í Reykjavík nú lyrir jólin og voru hugmyndir þeirra um leið valdar til frekari útfærslu í seinni hluta sam- keppninnar. Að samkeppninni stendur Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar. 147 hugmyndir að verkum voru sendar undir dulnefni, en fólkið á bak við verðlaunahugmyndirnar níu eru Sigurður Guðmundsson, Geirþrúð- ur Finnbogadóttir I Ijörvar, Vigdís Klemenzdóttir, Páll H. Hannesson, Þorvaldur Þorsteinsson, Finna Birna, Kristján Guðmundsson, Sissú og Rúrí. — FÞG Ný dótturfélög Flugleiða Hlutafélög hafa verið stomuð um rekstur Flugfraktar og Bílaleigu Flug- leiða og taka þessi nýju dótturfélög Flugleiða til starfa 1. janúar nk. Fé- lögin hafa um nokkurt skeið verð rekin sem afkomueiningar innan móð- urfélags Flugleiða en samkvæmt tilkynningu frá Flugleiðum er stefnt að því að skerpa enn frekar arðsemisáherslur og dreifa stjórnunarábyrgð með breytingu á rekstrarfyrirkomulaginu. Framkvæmdastjóri Flugleiða- Fraktar verður Pétur J. Eiríksson og Hjálmar Pétursson verður yfir Bíla- leigu Flugleiða/Hertz. Með nýju félögunum eru dótturfélög Flugleiða orðin níu: Flugfélag Islands, Ferðaskrifstofa íslands, Flugleiðahótel, Kynnisferðir, Islandsferðir, Island Tours, Amadeus ísland og nýju félögin Flugleiðir-Frakt og Bílaleiga Flugleiða. Hagnaður Hraðfrystihúss Eskifjarðar Hagnaður af rekstri Hraðfrystinúss Eskiljarðar lýrstu níu mánuði ársins var 105,5 milljónir króna. Þar af var afkoma af reglulegri starfsemi eftir skatta um 65,3 milljónir króna, sem er mun lakari afkoma en allt árið í lyrra, en þá var hagnaður af reglulegri starfsemi um 162 milljónir króna. Ljóst er að afkoma Hraðfrystihúss Eskifjarðar á seinni hluta ársins verð- ur lakari en gert var ráð fyrir. Aðalástæður þess eru slæmt gengi í loðnuveiðum og lágt afurðaverð. Rækjuveiðar á heimamiðum hafa gengið illa, en við því hefur verið brugðist með auknum kaupum á frystri iðnaðarrækju fýrir rækjuverk- smiðju félagsins. Miklar vonir voru bundnar við veiðar á kolmunna, en þær veiðar hafa ekki gengið sem skyldi. Hólmaborg hefur stundað þess- ar veiðar, en öflugri ýél var sett í skipið og hóf það veiðar í sumar. Jón Kjartansson kemur fljótlega úr vélaskiptum og verður þá vel útbúinn til kolmunnaveiða. Gert er ráð fyrir að tap verði af reglulegri starfsemi seinni hluta ársins, en að afkoma af reglulegri starfsemi allt árið verði í járnum. Hagnaður verði af heildarstarfsemi félagsins á árinu. — GG Somirinn fékk ekkí jörðina Hæstiréttur hefur staðfest þá niðurstöðu héraðsdóms, að sonur Snæ- bjarnar Guðmundssonar heitins að jörðinni Syðri-Brú í Grímsnesi hafi öðlast ábúðarrétt til lífstíðar með ráðstöfun föður síns eftir lát konu Snæ- bjarnar. Það voru systur sonarins sem fengu líröfu hans hnekkt fyrir dómi. Snæbjörn lést 1984 og hafði um 45 ára skeið setið í óskiptu búi án þess að fá til þess lögbundið leyfi. Dánarbúið var tekið til opinberra skip- ta á árinu 1984 og er skiptum enn ekki lokið. Snæbjörn seldi syni sínum jörðina Syðri-Brú 1982, en salan var ógilt með dómi 1993 að kröfu systr- anna. í framhaldi af þessari niðurstöðu Iýsti sonurinn þeirri skoðun sinni að hann hefði stöðu ábúanda á jörðinni. Jörðin var seld til Stangveiðifélags Reykjavíkur í febrúar 1995, eftir að ákvörðun Grímsneshrepps að nýta sér forkaupsrétt var ógilt með dómi. Þótt sannað þætti að vilji Snæbjörns hafi staðið til þess að sonurinn fengi jörðina, var fallist á að um ábúðarsamning gæti verið að ræða eða ..að hann hafi öðlast lífstíðaráhúðarrétt. — FÞG Hlífðargleraugu geta bjargað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.