Dagur - 07.01.2000, Qupperneq 1

Dagur - 07.01.2000, Qupperneq 1
 Mngnefndin kölluð saman Aðstandendur Frjálslynda flokksins efndu til blaðamannafundar í gær og hér kynna þingmenn flokksins sér Vatn- eyrardóminn, þeir Guðjón A. Kristjánsson og Sverrir Hermannsson. Með þeim eru, frá vinstri, Lúðvík Emil Kaaber, lögmaður skipstjórans á Vatneyrinni, Jón Sigurðsson og Valdimar Jóhannesson. Að baki þeim er Margrét Sverris- dóttir, framkvæmdastjóri fiokksins. mynd: hilmar þór. Sj ávarút vegsnefnd köUuð saman í dag vegna Vatneyrardóms- ins. Kvótalausir báta sjóbuast í óþökk Fiskisktofu. Mjög ólík túlkun á dóminum. Að sögn Kristins H. Gunnars- sonar, varaformanns sjávarút- vegsnefndar Alþingis, verður nefndin kölluð saman til fundar í dag, föstudag, vegna Vatneyrar- dómsins. Þá höfðu bæði Jóhann Arsælsson, fulltrúi Samfylking- arinnar í nefndinni, og Guðjón A. Kristjánsson, fulltrúi frjáls- lyndra, óskað eftir því formlega að nefndin kæmi saman. Full- trúar í sjávarútvegsnefnd eru sammála um að dómurinn sé mikil tfðindi, þó menn greini á um hversu mikl áhrif og hversu hröð hann muni hafa á núverndi fiskveiðistjórnunarkerfi verði hann staðfestur í Hæstarétti. Kristinn H. Gunnarsson, segir að dómurinn vilji breyta fyrir- komulagi fiskveiðistjómunarinn- ar og tekur fram að menn megi gefa sér tíma til þess þannig að hann gefi aðlögunartíma að nýju fyrirkomulagi. „Þess vegna þarf ekki að skapast neitt óvissuá- stand ef Hæstiréttur staðfestir dóminn,“ segir Kristinn H. Gunnarsson. Jóhann Arsælsson segir hins vegar að dómurinn þurfi í raun ekki að kollvarpa efnahagskerf- inu verði hann staðfestur eins og haldið hefur verið fram. Tvær leiðir séu í stöðunni. Annars veg- ar sóknarstýring og hin Ieiðin sé að breyta kvótakerfinu ekki neitt en setja allan kvótann á leigu- markað sem allir landsmenn hafi jafnan aðgang að. Það væri ein- falt kerfi og hægt að gera það með ýmsu móti til að tryggja að allir landsmenn hefðu samam rétt til að bjóða í kvótann, segir Jóhann. Guðjón A. Kristjánsson þing- maður Frjálslyndaflokksins kveðst eiga von á að dómurinn verði staðfestur í Hæstarétti og telur það hugrekki hjá einum dómara að kveða upp úrskurð af þessu tagi. „En það sem maður kannski óttast mest er að nú fari þeir sem hafa verið að eignast auðlindina á undanförnum árum út í það að beita dómara einhverskonar þrýstingi í gegn- um sín sambönd, pólitísk sem önnur," segir Guðjón Arnar Kristjánsson. I gær höfðu á milli 10-15 bát- ar sem tilheyra Félagi kvótalítilla útgerða hafið undirbúning að því að fara á sjó á kvótalausum bát- um. Bentu þeir á að réttaróviss- an nú hlyti að vera túlkuð þeim í hag. í því sambani var notuð samlíking við áfengisauglýsingar á dögunum þar sem undirréttur heimilaði slíkar auglýsingar á grundvelli tjáningarfrelsisá- kvæða stjórnarskrárinnar, en Hæstiréttur sneri síðan dómin- um við. í því millibilsástandi var áfengi auglýst og þótt Iögregla hafi talað um að óbreytt lög giltu hafi ekkert verið gert í málinu. Því myndu þessir bátar róa, þrátt fyrir ítrekuun Fiskistofu um að lögin væru í gildi þar til úrskurð- ur félli í Hæstarétti. ítarlega er fjallað um viðbrögð við dómnum á blaðst'ðum 8 og 9 ílugvirkjamáli vísað frá í Svíþjóð Hæstiréttur í Svíþjóð staðfesti rétt fyrir áramótin niðurstöðu neðri dómstiga þar í landi að vísa beri frá dómstólum kröfum V%csterAs-sveitarfélagsins á hendur íslenska ríkinu um greiðslu kostnaðar vegna mennt- unar íslenskra flugvirkja í V%osterÁs. V%cSterÁs stefndi mennta- málaráðuneytinu íslenska 1997 til greiðslu kostnaðar vegna náms íslenskra framhaldsskóla- nema í flugvirkjun í skóla í V%osterÁs. Krafði V%csterÁs menntamálaráðuneytið um greiðslu kostnaðar er nam um fjórum milljónun sænskra króna eða um 33 milljónum íslenskra króna. Á grundvelli norræns samnings frá 1992 um greiðslu kostnaðar vegna framhalds- menntunar Norðurlandabúa utan heimalands á öðrum Norð- urlöndum féllst menntamála- ráðuneytið ekki á kröfu Svíanna, enda bar sænskum yfirvöldum að greiða umræddan kostnað sam- kvæmt samningnum. I forsendum dóms Hæstaréttar er meðal annars vísað til þessa samnings og byggt á því að í mál- inu nyti íslenska ríkið friðhelgi í Svíþjóð. Taldi Hæstiréttur Sví- þjóðar að því væri ekki unnt að fjalla um dómkröfur V%csterÁs á hendur íslenska ríkinu fyrir sænskum dómstólum. - hi Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra ásamt skýrsluhöfundi, Halldóri Kristjánssyni. mynd: hilmar þór. Cantat-3 ónógiir Svo hröð er þróunin á band- breiddarþörf og -notkun íslend- inga að útlit er fyrir að sæstreng- urinn Cantat-3 dugi lands- mönnum ekki lengur en næstu tvö til þrjú ár. Ráðgjafar sam- gönguráðherra hafa ráðlagt hon- um að hregðast skjótt við og í gær var upplýst að Landssíminn hefði þcgar hafið viðræður við erlenda aðila um lagningu nýs sæstrengs, sem áætlað er að muni kosta 3-4 milljarða króna. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra kynnti í gær skýrslu um bandbreiddarmál eftir úttekt Halldórs Kristjánssonar verk- fræðings. Kom fram að þróunin í síma- og netmálum væri svo ör að niðurstöður skýrslunnar hefði tekið breytingum fram á síðustu stundu, meðal annars vegna nýjustu tilboða um ókeyp- is nettengingar. I megindráttum eru niðurstöður skýrslunnar þær að bandbreiddarþörf og -notkun tvöfaldist á ári næstu 2-3 árin og að innan fárra ára anni Cantat- 3 ekki þörf landsins fyrir teng- ingum við útlönd. Einkum mið- að við fyrirliggjandi markmið, eins og að innan þriggja ára hafi öll lögheimili aðgang að 128 kílóbita ISDN tengingu. Telur Halldór nauðsynlegt að fljótlega verði fyrir hendi þrjár óháðar leiðir til útlanda, öryggisins vegna, þar af ein um gervihnött, sem nú er varaleið þegar Cantat-3 klikkar. Tryggaia öryggi Ráðherra sagði að auk þess sem mikilvægt væri fyrir landsmenn að hafa möguleika á sem mestri bandbreidd á heimilum sínum væri mikilvægt að tryggja öryggi t.d. viðskipta í gegnum netið, tryggja að tæknin nýtist sem best til Ijarkennslu og að tryggja að tæknin geti á sinn hátt stuðl- að að jafnvægi í búsetu á land- inu. - FÞG UTSALA UTSALA UTSALA Tískuverslunin Stórar stelpur • Hafnarstræti 97 • 2. hæð Krónunni

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.