Dagur - 07.01.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 07.01.2000, Blaðsíða 4
4 - FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 FRÉTTIR Aldraðir eru sá þjóðfélagshópur sem hefur hvað flesta sjúkdóma og neytir flestra lyfja. Þeir munu m.a. njóta þeirrar tækni sem lyfjaskömmtunarvélin býður upp á og heilbrigðisráðherra kynnti á dögunum. Aldraðir á allt að 18 lyfiiun Aldraðir sem leggjast iim á bráðasjúkrahús eru á fjölda lyíja og eiga aukaverkauir lyfja nokkum þátt í inn- lögnnm. AIl nokkuð vantar npp á að bestu lyfjameðferð sé beitt. Rannsókn sem náði til allra 75 ára og eldri sem Iögðust inn bráít á lyflækninga- deild Borgarspítalans á þremur mánuð- um vorið 1995 - 208 manns - leiddi með- al annars í ljós að að þeir voru á allt að 18 Iy§um við innlögn (6-7 að meðaltali). Um tveir þriðju hlutar hópsins voru á 4- 10 lyljategundum og sjötti hver ennþá fleiri. „I 8% tilvika þóttu miklar líkur á að sjúklingur hefði lagst inn vegna auka- verkana Iyfja,“ segir í glænýju Lækna- blaði, þar sem Iæknar öldrunarlækninga- deildar Borgarspítalans og fVá læknadeild Hl segja frá þessari rannsókn sinni á lyljanotkun aldraðra. Við útskrift hafði meðalljöldi lyfja auldst um eitt lyf, sem læknamir telja að geti að einhverju Ieyti endurspeglað vissa tregðu til að endur- FRÉT TA VIÐTALID skoða lyfjameðferð og hætta þeim sem ekki sé lengur þörf á. Bæði of og van „Hvað varðar meðferð á kransæðasjúk- dómi, hjartabilun, beinþynningu, svefn- truflunum og langtímameðferð með syk- ursterum kom fram að all nokkuð vantar upp á að bestu meðferð, samkvæmt nið- urstöðum rannsókna, sé beitt,“ er meðal ályktana greinarhöfunda. Rannsóknarhópurinn var 133 konur og 75 karlar, 75-98 ára - 82ja ára að með- altali. Um tveir þriðju hlutar voru á hjartalyljum, um helmingur á hægðalyfj- um, álíka margir á geðlyfjum og fjórð- ungur á verkjalyfjum. Að sögn læknanna má leiða líkum að því að aldraðir séu vanmeðhöndlaðir hvað varðar betablokkandi lyf og magnýl við blóðþurrðarsjúkdómum í hjarta, en róandi Iyf og svefnlyf séu mögulega of- notuð. Bólgueyðandi gigtarlyf séu ein al- gengasta orsök lyljatengdra innlagna. í mestri hættu á aukaverkiuium „Aldraðir eru sá þjóðfélagshópur sem hefur hvað flesta sjúkdóma og neytir flestra lyfja. Þeir eru einnig sá aldurshóp- ur sem er í mestri hættu á auka- og hjá- verkunum. Breytingar á vökvajafnvægi líkamans, lifrarstarfsemi, magni bindi- prótína í blóði, nýrnastarfsemi og virkni ýmissa taugaboða í heila gera það að verkum að lyfjameðferð hins aldraða er vandaverk,“ segja greinarhöfundar. Fjöldi rannsókna hafi sýnt tengsl lyfjanotkunar við minnkaða hreyfifærni og vitræna getu, hættu á rugli og skerðingu lífsgæða. Fjöllyfjanotkun sé sjálfstæður áhættu- þáttur fyrir áföllum háaldraðra og auki enn frekar hættu á auka- og hjáverkun- um. Til að flækja máiin enn frekar komi aragrúi nýrra Iyfja á markaðinn á hverju ári og rannsóknir sem færi nýjar ábend- ingar fyrir lyfjameðferð. Sparlega farið með bætiefnin Athygli vekur að aðeins 16% alls hópsins tók Ijölvítamín við innlögn en tæpur fjórðungur við útskrift. Og að einungis tveir þeirra fimmtán sem greinst höfðu með beinþynningu hafði verið gefið við- bótarkalk. Rannsóknina gerðu læknarnir Olafur Samúelsson, Sigurbjörn Björnsson, Bessi H. Jóhannesson og Pálmi V. Jónsson. - HEI í pottinum var að þessu simii verið að ræða nýja Kastljósið hjá Sjónvarpinu, sem er í umsjón þeirra Gísla Marteins Baldurs- sonar og Rögnu Söru Jónsdóttur. Pottverjar vissu nokkur deili á Gísla Marteini vegna starfa hans við fréttastofu Sjónvarps og tengsla hans við Sjálfstæðis- flokkinn og Heimdall. Minna vissu menn um stúlkuna, ekki nema það þó að hún væri systir Evu Maríu Jónsdóttur, sjónvarpskonunnar geð- þekku. Töluðu pottverjar um að „litla systir" væri heldur „giybbulegri" og hefði ekki eins „mjúklega ásýnd“ og Eva María. En hvað um það. Pottveijar höfðu meiri áhyggjur af viðmæl- endavali þáttastjómenda. Miimtu þeir á að í fyrstu fjómm þáttunum hefði þeim tekist að fá til sín þrjá ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þá Áma Mathiesen, Bjöm Bjamason og Davíð Oddsson. Sannarlega vel af sér vikið, að mati pottveija, og efnisvalið frumlegt hjá Sjónvaipi Sjálfstæðisflokksins. Spuming er bara hvenær við sjáum Sólveigu, Sturlu og Geir... Pottveijar vora einnig að ræða annan gest Kastljóssins í vik- unni, eiini af þeim fáu sem ekki em réttir ráðherrar, þ.e. Lindu Pétinsdóttur, fegurðardís að ei- lífu. Hún kom i þáttinn til að ræða samkeppnina í fegurðar- bransanum en pottverjar veittu því athygli að hún fékk um leið gott tækifæri til að auglýsa Baðhúsið sitt. En pottverjar vora frekar að velta sér upp úr öðra, þ.e. áformum Ilndu og stallsystra í Ungfrú ís land.is að stefna að heimsmeistaratitli í fegurð. Fannst pottverjum vera kominn atviimuíþrótta- keimur að málinu og veltu því iyrir sér hvort feg- urðardísir gangi kaupum og sölum í framtíð inni. Kannski endar þetta með því að fegurðar- dís verði kjörin íþróttamaður ársins árið Linda Péturs- dóttir. Jónas Magnússon formaður Landssambands lögreglumattna Kjaramál lögreglumanna hafa komist í brennidepil vegna ráðninga á ófagiærðum löreglumönnum. Krafa er komin um verkfallsrétt á ný til handa stéttinni. Setjum púður í næstu baráttu - Hvenær var það sem þið „misstuð“ verkfalls- réttinn, efsvo ntá að orði komast? „Það var árið 1986. Ríkið var í rauninni búið að taka þá ákvörðun að taka af okkur verkfalls- réttinn eftir að við höfðum í tvö skipti tekið virkan þátt í verkföllum BSRB. Þá fengum við svokallaðan viðmiðunarsamning, þar sem að auk samningsréttar eru kjör okkar borin sam- an við meðaltal valdra hópa opinberra starfs- manna. Það átti að tryggja að við sigum ekki aftur úr.“ - Hefur það orðið rannin, engti að siður, að þið itafið dregist aftur úr? „Aö verulegu leyti hefur þetta haldið en menn greinir á um forsendur, þ.e. hvort taka eigi mið af heildarlaunum eða fastakaupi. Síð- ustu misserin hefur mikið verið að gerast í þessum aðlögunar- og stofnanasamningum sem hafa lyft fastakaupinu verulega þótt heildarlaunabreytingar hafi ekki orðið svo miklar." - Er það almenn skoðun lögreglumanna að fá verkfallsrétlinn á ný? „Sú skoðun á vaxandi fylgi. Við þurfum að hafa öllugri þvingunarúrræði en við höfum í dag. 1 rauninni höfum við ekkert annað en ef mönnum dytti í hug að grípa til uppsagna. h ',y. >1^.1, r, il Hópuppsagnir eru ekki líklegar þar sem menn eru hvort eð er að segja upp vegna bágra Iaunakjara og betri boða annars staðar. Tölu- vert hefur verið um uppsagnir í vetur og er enn. 1 fljótu bragði man ég eftir um 20 tilfell- um á skömmum tíma. Þar hafa einfaldlega boðist betri kjör annars staðar og margt er þetta fólk á góðum jildri með drjúga reynslu að baki. Ég held að hátt í 10% af liðsstyrk lögregl- unnar sé afleysingarfólk án menntunar. Við erum að detta í sama far og kennarar og leik- skólakennarar að vera með mikið af ófaglærðu fólki, sem er ekki gott.“ - Hafa ykkar yfirboðarar ekki vaknað til vitundar um ástandið? „Mér finnst menn hugsa ansi skammt fram á veginn í þessum efnum. Ég hef á tilfinning- unni að þótt fastakaup lögreglumanna myndi hækka um helming þá yrði samt uppi spurn- ing um hversu aðlaðandi starfið væri. Sá sem er að byija í dag nær ekki 80 þúsund krónum í fastakaup. Menn sjá ekki orðið tilgang í |jví að vinna fyrir þetta kaup.“ - Hver verða næstu skreft ykkar baráltu? „Við erum með kjarasamning gildan lram í október. Menn horfa til þess að setja púður í baráttlí naéstu kjarasamninga. \ ið ætl^rp^j^^ að hlaupast undan gildandi samningi en við þurfum að ræða við ráðamenn og upplýsa þingmenn og aðra um ástandið." - Er þessi staða eins hjá lögreglumönnum yfir allt lattdið? „Þetta er mjög svipað á Iandsbyggðinni. Á nokkrum stöðum er hlutfall afleysingafólks orðið 50%. Ég man t.d. eftir Keflavík og Hafn- arfirði, þar er mikið af afleysingafólki. Því minna sem lögregluliðið er því erfiðara er ástandið. Það er mun erfiðara að manna stöð- urnar úti á Iandi. Ég minni á í þessu sambandi að nýlega féll dómur í Danmörku í hraðakst- ursmáli. Viðkomandi var sýknaður vegna þess að danskir dómstólar samjrykktu ekki „mann í lögreglubúningi“. Þeir felldu málið niður. Mér þykir í raun ekki ólíklegt að farið verið að spyrja lögreglumenn hér á landi hvort þeir séu með réttindi. Við erum að spytja aðra um slíkt, t.d. um ökuréttindi. Þetta hefur verið mikið til umræðu innan stjórnar Norræna lögreglu- sambandsins. Þar eru menn að tala urn þetta vald til að meðhöndla fólk og réttindi þcss. Til að takast á við það verkefni þurfi menn að hafa einhverja menntun að hald. Við myndum ekki sætta okkur við að einhver menntaskóla- nemi færi að skera okkur upp,“TO[1, - lijli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.