Dagur - 07.01.2000, Page 11

Dagur - 07.01.2000, Page 11
FÖSTUDAGUR 7. JANUAR 2000 - 11 Thyptr k DAGSKRÁ FRÉTTIR Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri og Hreinn Jakobsson forstjóri Skýrr undirrita samstarfssamn- ing. Við hlið Þorsteins situr Erlingur Harðarson, sem nýlega var ráðinn forstöðumaður töivusviðs HA. - mynd: shj, aksjón Fjarkeimsla HA styrkist verulega Samstarf Háskólans á Akureyri og Skýrr. Stefnt að samemingu staðameta HA og VMA. Undirritaður var í gær samning- ur milli Háskólans á Akureyri og Skýrr um samstarf, þar sem stefnt er að því að koma á fót öfl- ugu flutningsneti til tölvusam- skipta og fjarfunda sem byggir á örbylgjutengingum og þjónar menntastofnunum með skilvirk- um hætti, eins og meðal annars segir í samningnum. Háskólinn á Akureyri verður þannig tengi- punktur Skýrr á Akureyri og mun nota LoftNet Skýrr sem burðarlag undir rannsóknar- og þróunarnet sitt. Samningurinn felur einnig í sér samstarf um kennslu og rannsóknir á sviði upplýsinga- tækni og tekur Skýrr að sér kennslu á námskeiðum í tölvu- og upplýsingatækni samkvæmt nánara samkomulagi þar um. Ætlunin er meðal annars að bafa frumkvæði að nýjungum sem lúta að notkun upplýsinga- tækni í skólastarfi, þróun fjar- kennsluaðferða og hugbúnaðar til fjarkennslu. Enn fremur er stefnt að sameiningu staðarneta Háskólans á Akureyri og Verk- menntaskólans. Hraði og öryggi borsteinn Gunnarsson rektor HA segir þetta samstarf mikil- vægt skref framávið fyrir fjar- kennslu Háskólans. „Þýðingin er fyrst og fremst sú að Háskólinn fær aðgang að öflugra og áreið- anlegra flutningskerfi en við höf- um haft hingað til og það er mjög mikilvægt fyrir gagnvirka fjarkennslu sem krefst mikillar flutningsgetu í tölvusamskiptum og mikils áreiðanleika. Þetta mun virkilega styrkja fjarkennslu Háskólans á Akureyri frá því sem nú er,“ segir Þorsteinn. LoftNet Skýrr, sem nýtast mun Háskólanum á Akureyri, er örbylgjukerfi sem byggt hefur verið upp á höfuðborgarsvæðinu en með þessum samningi nú er stigið fyrsta skrefið í uppbygg- ingu þess á landsbyggðinni. Hreinn Jakobsson forstjóri Skýrr segir að með LoftNetinu bjóði Skýrr byltingu í gagnaflutning- um, þar sem helstu kostirnir eru hraði, ör)'ggi og fast gjald óháð notkun. „Háskólinn á Akureyri hefur sýnt mikið frumkvæði og áræðni í að nýta upplýsinga- tæknina í sínum rekstri, bæði við miðlun ýmiss konar og kennslu, þannig að þetta samstarf byggir fyrst og fremst á ýmsum mögu- leikum sem varða upplýsinga- tæknina. Eg held að þetta sé mjög áhugavert skref sem við erum að stíga hér í samstarfi at- vinnuh'fs og skóla," segir Hreinn Jakobsson. — HI SORPA tekur á móti fatnaði Innan skammms verður tekið á móti notuðum fatnaði fvrir Rauða kross Islands hjá Sorpu hf., samkvæmt samkomulagi sem félögin hala gert með sér. Gefendur á höfðuborgarsvæð- inu þurfa því ekki lengur að fara með notuð föt til Rauða kross- ins heldur gcta skilað þeim af sér á móttökustöðvum Sorpu. „Þetta hefur í för með sér mikið hagræði fyrir Rauða krossinn og þýðir að framlag gefenda nýtist betur skjólstæðingum okkar,“ segir Sigrún Arnadóttir fram- kvæmdastjóri Rauða kross Is- lands. Langmest af þeim fatnaði sem berst Rauða krossinum fer til útlanda, annað hvort í endur- nýtingu eða beint til nauð- staddra. Fé sem fæst fyrir fatn- að sem sendur er í endurnýt- ingu - rúmlega fimm milljónir króna á árinu 1999 - rennur til alþjóðlegs hjálparstarfs. Á næst- unni er ráðgert aðkoma á fót flokkunarstöð fyrir fatnaðinn og síðar að opna Rauða kross versl- un með notuð föt í Reykjavík. Spjall \ið Össur og Einar Nú stendur til að hinn skemmtilegi alþingismað- ur samfylk- ingarinnar Ossur Skarp- héðinsson og rithöfundur- Einar Már jnn góðkunni Guðmundsson. Einar Már Guðmunds- son komi í þátt Mannamáls á Bylgjunni sunnudagskvöldið 9. janúar nk. Spjallrás Mannamáls verður op- inn eins og áður og hafa líklega margir spurningar banda Oss- uri um hvað sé næst á dagskrá í stjórnmálum að hans mati. Til þess að koma spurningum að er nóg að fara inn á slóðina www.mannamal.is og smella á „spjall“. ■krossgatan Lárétt: 1 skemmtun 5 hlífði 7 ill 9 flökt 10 ofan 12 reika 14 eins 16 ástfólginn 17 eindregið 18 starf 19 þyt Lóðrétt: 1 krakkar 2 vegur 3 þáttur 4 látbragð 6 stundar 8 staðföst 11 rispan 13 fæði 15 þræll 17 p 15 Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: fjós 5 lágur 7 stíl 9 sé 10 kíkir 12 nóta 14 æki 16 múr 17 angur 18 önn 19 rak Lóðrétt: 1 fúsk 2 ólík 3 sálin 4 pus 6 rénar 8 tískan 11 rómur 13 túra 15 inn IGENGIB Gengisskráning Seölabanka íslands 6. januar 2000 Dollari 71,55 71,95 71,75 Sterlp. 117,75 118,37 118,06 Kan.’doll. 49,2 49,52 49,36 Dönsk kr. 9,962 10,018 9,99 Norsk kr. 9,034 9,086 9,06 Sænsk kr. 8,569 8,619 8,594 Finn.mark 12,4609 12,5385 12,4997 Fr. franki 11,2948 11,3652 11,33 Belg.frank. 1,8366 1,848 1,8423 Sv.franki 46,15 46,41 46,28 Holl.gyll. 33,6202 33,8296 33,7249 Þý. mark 37,8813 38,1172 37,9992 Ít.líra 0,03826 0,0385 0,03838 Aust.sch. 5,3842 5,4178 5,401 Port.esc. 0,3695 0,3719 0,3707 Sp.peseti 0,4453 0,4481 0,4467 Jap.jen 0,6834 0,6878 0,6856 írskt pund 94,074 94,6598 94,3669 GRD 0,2238 0,2252 0,2245 XDR 98,66 99,26 98,96 >^EU 74,09 74,55 74,32 11’J', ?. Eldur í minmhluta útkalla í Hafnarfirði 33f! A árinu 1999 uröu 249 útköUhjá SlökkvHiði Haínar fjarðar. Eldur í 121 tHviki. 1 þeim 128 kvaðningum sem ekki var um eld að ræða, er í 18 skipti send út tækjabifreið vegna slysa. 60 sinnum var veitt að- stoð s.s. við dælingu, hrcinsun og önnur viðvik fyrir íbúa sveit- arfélagsins. I 35 skipti var grun- ur um eld, 10 sinnum farið vegna bilunar í brunaviðvörun- arkerfum, en í eitt skipti var Iið- ið narrað. Þetta er fyrsta árið sem útköll við annað en bruna eru fleiri en vegna slökkvistarfa, að því er fram kemur í skýrslu slökkyiliðsstjórans, Helga Ivars- sohar. j ágen.wv/w I__________________________ „í nóvember á liðnu ári gerðist það ánægjulega og óvænta að ekki eitt einasta útkall slökkvi- liðs varð vegna bruna og verður að Ieita aftur til febrúar 1982 til að finna eldsvoðalausan heilan mánuð. Síðast liðið ár má segja að hafi verið eitt farsælasta ár hvað varðar tjón, um nokkuð langan tíma, en stærstu tjónin í útköllum sem slökkviliðið fór í, voru í Kópavogi í maímánuði og er álleki og bruni varð hjá ísal í ágúst,“ segir Helgi. Slökkviliðið sinnir sjúkra- og neyðarflutningum fyrir sama svæði, og fóru sjúkraflutninga- bifreiðar í 1.785 flutninga á ný- liðnu ári, þar af voru 702 bráða- flutningar vegna slysa og ann- arra áfalla. Sjúkraflutningar urðu hinsvegar 1609 árið 1998 en þar af voru 519 slysa- og bráðaflutningar. Nýtt kerfi Hensborgar Nýtt upplýsingakerfi hefur form- lega verið tekið í notkun í Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði. Kerfið varð til að frumkvæði 20 ára stúdenda skólans vorið 1998. Undirbúningsvinna hófst þegar um sumarið 1998 og stóð út það ár og fram ávorið 1999. Sumarið; '1999 hðfíllllWÖ1 ’VlrinliJ1'’ við lagnirnar og var verið aðsetja upp kerfið fram eftir hausti 1999 og prófa það. Nú er svo komið að í hvert rými skólans Iiggja tölvulagnir og er sama hvar menn eru í húsinu, alls staðar komast þeir inn á Netið gegnum bandbreiða tengingu '1 hj á’' Lh'ríd Ss'ímanu m. |Lil-il]úiMBii|[rlii,M.;iii;iTi7 il | tnlplnl tnlíJ nih.1T ?®Jc*D»vrBð| ILEIKFÉLAG AKURF.YRÁrI Miðasala: 462-1400 ^LESSI Jö „Blessuö jólin“, - eftir Arnmund Backman. Leikarar: Aöalsteinn Bergdal, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni Tryggvason, Anna Gunndís Guömundsdóttir, Maria Pálsdóttir, Saga Jónsdóttir, Sunna Borg, Sigurður Karlsson, Snæbjörn Bergmann Bragason, Vilhjálmur Bergmann Bragason, Þórhallur Guðmundsson, Þráinn Karlsson. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Ljósahönnun: Ingvar Björnsson Hljóðstjórn: Kristján Edelstein Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir NÆSTU SYNINGAR föstud. 14. janúar kl. 20.00 laugard. 15. janúar kl. 16.00 laugard. 15. janúar kl. 20.00 föstud. 21. janúar kl. 20.00 laugard. 22. janúar kl. 16.00 GJAFAKORT ■ GJAFAKORT Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Munið gjafakortin okkar ■ frábær tækifærisgjöf! ||Lil iliúlii»ii<[3ii.j.;«itá7n il nnlDtTTtl>i^»riiKHí?riHj ILEIKFELAG AKlIRFYRARl Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.