Dagur - 22.01.2000, Síða 5
X^íit
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 - 21
Jón Viðar Jónsson segir
það ánægjulegt að
Þjóðleikhúsið skuli vera
farið að sinna gömlum
íslenskum leikritum og
vonast til að það verði
framhald á því.
Siðferðislega
þenkjandi höfundur
í byrjun aldarinnar fóru
nokkrir ungir menn til
Danmerkur til þess að
gerast atvinnurithöf-
undar geta lifað af því
að skrifa. Einn þeirra var
Guðmundur Kamban
sem lifði af leiklistinni
en hlaut heldur snaut-
leg örlög.
Guðmundur Kamban kom fram
í kjölfar þeirra Jóhanns Sigur-
jónssonar sem sló í gegn með
leikriti sínu um Fjalla Eyvind
sem sýnt var í Kaupmannahöfn
árið 1912 og Gunnars Gunnars-
son sem gaf út Sögu Borgarætt-
arinnar. Fyrsta verk Kambans,
lladda Padda, var sýnt í Kon-
unglegaleikhúsinu í Kaup-
mannahöfn árið 1914 og fékk
góðar undirtektir. Jón Viðar
Jónsson, leikhúsfræðingur, segir
það vera ljóðrænt verk sem
minni dálítið á Fjalla Eyvind Jó-
hanns. „Þetta eru náttúrlega
mjög ólíkir höfundar en Guð-
mundur Kamban skrifaði í svip-
uðum anda og Jóhann til þess
að byrja með. Það er greinilegur
Islandsáhugi í Danmörku á
þessum tíma. Isleningar eru að
brjótast undan dönsku stjórn-
inni. Þessi áhugi er frekar af
rómantískum toga og menn hafa
dálítið klisjukenndar hugmyndir
um frumstæða Islendinga. Eg
skal ekkert segja um hvort sú
mynd sé sannverðug en þessir
Islandshöfundar héldu henni að
Dönum. Jóhann, Gunnar og
Kamban og ekki síst Jónas Guð-
laugsson sem var sá fjórði í þess-
um hópi.“
Jón Viðar segir að danskir
bókmenntamenn hafi skilið að-
stæður íslendinganna en nú séu
þeir gleymdir í Danmörku.
„Manni finnst það svolítið sér-
kennilegt að höfundar eins og
Jóhann Sigurjónsson og Gunnar
Gunnarsson sem náðu talsverðri
frægð og voru þýddir á mörg
tungumál séu gleymdir en skýr-
ingin er sú að Danir litu fyrst og
fremst á þá sem íslenska höf-
unda og voru þessvegna ekkert
að taka þá með í danska bók-
menntasögu.'1
Velgerða leikritið
Guðmundur Kamban fór til Am-
eríku árið 1915 og dvaldi þar í
tvö ár og markar þessi ferð
ákveðin tímamót á hans feril að
mati Jóns Viðars. „Hún sýnir
metnað hans og kraft. Hann
finnur að þetta dansk-íslenska
umhverfi setur honum ákveðin
takmörk sem skáldi og tekst á
við það. Áhrifin af Ameríkuför-
inni koma fram í næstu verkum
hans, skáldsögunni Ragnari
Finnsyni og leikritunum Marm-
ara og Vér morðingjar. Kamban
er siðferðislega þenkjandi höf-
undur sem hafði mikinn áhuga
á refsingum. Hann tók þær til
mcðferðar í verkum sínum.
Hann var sannfærður um að
refsingar, fangavist og slíkt gerði
engan mann betri, þær væru
miklu fremur til þess fallnar að
steypa mönnum í glötun.
Leikritið Vér morðingjar sem
oft er talið höfuðverk Kambans
Guðmundur Kamban, rithöfundur var
sennilega fyrsti Islendingurinn sem
hafði leikstjórn að aðalstarfi.
Kamba hafði mikinn
áhuga á refsingum.
Hann var sannfærður
um að refsingar, fanga-
vist og slíkt gerði engan
mann betri, þær væru
miklu fremur til þess
fallnar að steypa mönn-
um í glötun.
tengist þessari umræðu að vissu
leyti. Það var frumsýnt árið
1920 í Kaupmannahöfn. Þetta
er hjónabandsleikrit með hefð-
bundnu sniði sem íjallar um
óhamingjusamt hjónaband. Þar
sem karlinn og konan elskast
mikiö, en eru þó það ólík að þau
ná ekki saman. Þegar leikritið
hefst hefur karlinn tekið þá
ákvörðun að slíta hjónabandinu,
en konan er ekki tilbúin til þess
og af þessu verða mikil átök um
samband þeirra. Það sem gerir
þetta leikrit að lifandi skáldskap
er hversu vel honum tekst að
sýna hlutina frá hliðum þeirra
beggja, hvorugt þeirra ber alla
sökina. Þau bera bæði sinn
hluta af ábyrgðinni af því hvern-
ig komið er. Þetta verður mikil
barátta og kannski ekki rétt að
skemma spennuna fyrir þeim
sem ekki þekkir verkið með því
að segja hvernig hún endar.
Þetta leikrit er skrifað útfrá
þeim hugmyndum sem voru f
gangi á þessum tíma um vel
gerða leikritið og Kamban vinn-
ur mjög ákveðið eftir þeim. Þær
gerðu ráð fyrir að leikrit gerðust
á einum stað á helst ekld lengri
tíma en sólarhring. Svo eru
átökin alltaf að stigmagnast og
hver þáttur endar á ákveðnum
hápunkti, þangað til að hámark-
inu er náð í lok verksins.
Áhugi á kvikmyndagerð
Guðmundur Kamban skapaði
sér nafn sem leikhúsmaður og
starfaði um tíma sem leikstjóri,
bæði á Folketeatret og líka við
Konunglega leikhúsið þar sem
hann var fastráðin í tvö eða þrjú
ár í upphafi fjórða áratugarins.
Hann var mildll áhugamaður
um kvikmyndagerð og segir Jón
Viðar það hafa verið meira en
daður, vegna þess að hann leik-
stýrði tveimur kvikmyndum.
Hann endaði líf sitt á fremur
dapurlegan hátt, var myrtur í
Danmörku í lok seinna stríðs af
því hann var talinn hafa tengst
nasistum á stríðsárunum. Jón
Viðar bendir á ágæta bók sem
heitir Berlínarblús eftir Ásgeir
Guðmundsson sem fjalli um þá
hluti.
Vér morðingjar var sett upp
síðast í Þjóðleikhúsinu árið
1968. Jón Viðar segir að hann
hafi ekki séð verkið þá en hann
ætli að fara að sjá sýningu Þjóð-
leikhússins á verkinu núna.
„Mér finnst ánægjulegt að Þjóð-
Ieikhúsið skuli vera farið að
sinna okkar gömlu leikritum.
Við íslendingar eigum nú ekld
mikla klassík í Ieikrituninni. Það
eru nokkur Ieikrit sem ástæða er
til að líta á með vissu millibili,
nú hcfur Þjóðleikhúsið tekið til
sýninga bæði Gullna hliðið og
Vér morðingjar. Það finnst mér
ánægjulegt framtak og vonandi
að það verði framhald á því.“
-PJESTA
^^LEIKFÉLAG^S^
©^REYKJAVÍKURJ®
BORGARLEIKHÚSIÐ
ATHUGIÐ BREYTTAN
SÝNINGARTÍMA UM
HELGAR
Stóra svið:
Djöflarnir
eftir Fjodor Dostojevskí,
leikgerð í 2 þáttum.
Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir
Leikstjóri: Alexei Borodín
Leikmynd og búningar: Stanislav
Benediktov
Hljóð: Baldur Már Arngrímsson
Ljós: Lárus Björnsson
Danshöfundur: Þórhildur
Þorleifsdóttir
Túlkar: Staníslav Smirnov, Alevtína
Druzina, Natalía Halldórsdóttir
Helstu hlutverk: Baldur Trausti
Hreinsson, Friðrik Friðriksson,
Ellert A. Ingimundarson, Halldóra
Geirharðsdóttir og Margrét Helga
Jóhannsdóttir.
2 sýn sun 23/1 kl. 19:00
Grá kort, örfá sæti laus
3 sýn fös 28/1 kl. 19:00
Rauð kort örfá sæti laus
Leikmynda og búninga-
hönnuðurinn
Stanislav Benediktov
Heldur sýningu á verkum
sínum. Sunnudaginn 23/01
frákl. 14:00 til 16:00
Aðeins þessi eina
sýning
Bláa herbergið
eftir David Hare, byggt á
verki Arthurs Schnitzler,
Reigen (La Ronde)
Sun 30/01 kl. 19:00
Litla hryllingsbúðin
eftir Howard Ashman
tónlist eftir Alan Menken
Lau 22/01 kl. 19:00 örfá
sæti laus
Fim 27/01 kl. 20:00
Sex í sveit
eftir Marc Camoletti
Mið 26/01 kl. 20:00
Litla svið
Afaspil
Höf. og leikstj.: Örn
Árnason
7 sýn sun 23/01 kl. 14:00
nokkur sæti iaus
sun 30/01 kl. 14:00
nokkur sæti laus
sun 30/01 kl. 17:00
aukasýning
Fegurðadrottningin
frá Línakri
eftir Martin McDonagh
fim 27/01 kl. 20:00 örfá
sæti laus, lau 29/01 kl.
19:00 aukasýning
SÝNINGUM FER
FÆKKANDI.
Leitin að
vísbendingu um
vitsmunalíf í
alheiminum
Eftir Jane Wagner
Lau 22/01 kl. 19:00 uppselt
Fös 28/01 kl. 19:00 nokkur
sæti laus
Miðasalan er opin virka daga frá
kl. 12-18, frá kl. 13
laugardaga og sunnudaga
og fram að
sýningu sýningardaga
Símapantanir virka daga frá kl. 10
Greiðslukortaþjónusta
Sími 568 8000 Fax 568 0383
S i iit,..,.. J
IjnlnyiiilJ EHúiiiÍlhinLÍll
f: E) EloS'. HBdS
ileikfelagakureyrarI
Miðasala: 462-1400
^LESSJJ
„Blessuð jólin“,
- eftir Arnmund Backman.
Leikarar: Aðalsteinn Bergdal,
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Árni
Tryggvason, Anna Gunndís
Guðmundsdóttir, María Þálsdóttir,
Saga Jónsdóttir, Sunna Borg,
Sigurður Karlsson, Snæbjörn
Bergmann Bragason, Vilhjálmur
Bergmann Bragason, Þórhallur
Guðmundsson, Þráinn Karlsson.
Leikmynd og búningar: Hlín
Gunnarsdóttir
Ljósahönnun: Ingvar Björnsson
Hljóðstjórn: Kristján Edelstein
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir
NÆSTU SÝNINGAR
laugard. 22. janúar kl. 20.00
föstud. 28. janúar kl. 20.00
laugard. 29. janúar kl. 20.00
GJAFAKORT ■
GJAFAKORT
Einstaklingar, fyrirtæki
og stofnanir.
Munið gjafakortin
okkar
- frábær tækifærisgjöf!
|Lil ill JÍxiBtilfSiiALIitil7.IT!
[ jgMnl líilij
ll.FIKFFI.Af, AKIIRtVKAB
Miðasalan opin alla virka daga
frá kl. 13:00-17:00 og fram að
sýningu, sýningardaqa.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is