Dagur - 29.02.2000, Page 1

Dagur - 29.02.2000, Page 1
Hreiiiniingar í Heklugosi Sja blx. 2,4,8,9 ojí 23 Fjalladrottningin Hekla er að gjósa, en gos hófst í fjallinu á laugardag. Hér má sjá Erling Gíslason, snjóbílstjóra viröa fyrir sér glóandi hraunkantinn í gær. mynd teitur Lokatömin að hefjast? HaHdór Björnsson segir lokatöm kjara- samninga Flóabanda- lagsins að hefjast. Samkomulag í sjón- máli mn tryggingar- ákvæði og starfs- menntasjóð. fíiniinn og haf á miUi í launa- liðnum. „Það voru mjög gagnleg funda- liöld í kjaraviðræðunum um helgina og ákveðið að hittast aft- ur á miðvikudag (á morgun.) Þá gæti ég trúað að hæfist það sem menn kalla lokatörn í þessum kjarasamningum okkar,“ sagði Halldór Björnsson, formaður Eflingar stéttarfélags, í samtali við Dag um ganginn í kjarasamn- ingum Flóabandalagsins og vinnuveitenda. Það sem fyrst og fremst strandar nú á er sjálfur launalið- urinn. Verið er að ræða um kjarasamninga til þriggja ára. Flóabandalagið gerir kröfu um að laun sem eru 99 þúsund krónur á mánuði eða hærri hækki um 5% á ári í þrjú ár. Laun sem eru lægri hækki í 91 þúsund krónur á þremur árum. Það má meta til allt að 30% hækkunar á lægstu launaflokk- unum. Þessu hafna atvinnurek- endur algerlega og eru að tala um launahækkanir á bilinu 2- 4%. Flóabandalagsmenn segja enga möguleika á samkomulagi á þeirri launaforsendu sem atvinnurekendur eru með. Tryggingaákvæði I þessum kjara- viðræðum hafa menn rætt um ákveðið trygg- ingaákvæði ef aðrar stéttir fá meiri Iauna- hækkanir en Flóabandalagið Eins ef verð- og vísitöluhækk- Halldór Björns- son, formaöur Eflingar anir eiga ser stað í landinu. Með öðrunt orð- um að þessi kjarasamningur verðí stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamninga sem eru í farvatn- ínu hvað launaliðinn varðar. Halldór segir að samkomulag geti auðveldlega tekist um trygg- ingaákvæði varðandi það ef aðrir semja um meiri launahækkanir en Flóabandalagið. Hins vegar sé erfiðara að ná saman varðandi verð- og vísitöluhækkun á samn- ingstímabilinu. Það mál sé ófrá- gengið. Rætt hefur verið um að skipuð verði nefnd sem komi saman og meti þessa stöðu 1. febrúar 2001 og 2002. Þetta virðist fljótt á lit- ið vera svipað og gert var fyrir nokkrum árum þegar hin svo kölluðu rauðu strik voru í gangi í kjarasamningunum. Þá hefur verið rætt um sérstakt gjald sem renni í starfsmenntun- arsjóð og allar Iíkur á að sam- komulag náist um það atriði. Styrkur og veikleiM Halldór Björnsson segir það ekki trufla þá Flóabandalagsmenn að Verkamannasambandið er uppi með verkfallshótanir og miklu hærri launakröfur en þeir. Aðrir sem Dagur hefur rætt við segja það ef til vill vera styrk Flóa- bandalagsins að vinnuveitendur eru með verkfallshótanir VMSI yfir sér, en veikleika að verða að ríða á vaðið í samningagerð með lægri kröfur en Verkamanna- samabndið er með. „Við vorum aldrei inni á þessu ferli og þeim kröfum sem Verka- mannasambandið er með og þess vegna höldum við okkar striki," segir Halldór Björnsson. - S.DÓR Matra Nortel símstöðvar Mikið úrval ISDN símstöðva Fjölbreyttir möguleikar t.d. beint innval, talhólf, sjálfvirk svörun, tölvutengingar, þráðlausar lausnir o.fl. Lcitið nánari upplýsirisa hicí sölumönnum okkar B R Æ Ð U R N I R mmmmm Lágmúla 8 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2810 www.ormsson.is ■HHHHHBMMMi HATRA N&RTEL COMMUNICATIONS -samskiptaleið komandi kynslóða

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.