Dagur - 29.02.2000, Page 4

Dagur - 29.02.2000, Page 4
4 - PRIDJUDAGV R 29. FKBRÚAR 2000 l FRÉTTIR Segja má aö eftir ákvöröun íslandsflugs í gær um að hætta flugi til Akureyrar, Egilstaða og Vestmannaeyja hafi sammkeppnin i innaniandsfiugi verið kvödd. Pottverjar eru almennt ánægöir með nýjan sýning- artíma leiklnísanna og nú hafa kvrkmyndahúsin fylgt í kjölfarið. Þetta kemur í kjölfar þess að fréttatímar Ríkisútvarpsins voru færðir fram um klukkutíma bæði í hljöðvarpi og í sjónvarpi. í pottinum liafa menn líka tekið eftir því að Vilhjáhnur Egilsson er alveg hættur að tala uin nauðsynina á því að færa klukkuna fram uin eina kiukkustund til aö vera í samræmi við frændur okkar í Evrópusamband- inu. Vilhjálmur hefur haft sitt fram - íýrst klukkan sjálf var ekki færð þá var þjóðlífið bara fært og óþarfi að væla lengur yfir tímamismun inum milli íslands og Evrópu - íýrr að sofa - íýrr á fætur og málið er leystL. Viihjáimur Egiisson. Samkeppni kvðdd íslandsflug hefur ákveöiö að hætta flugi á sam- keppuisleiðuuuut; Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeji uin frá 1. apríl. „Hér hafa hlutir gerst hratt í dag“, sagði Omar Benediktsson fram- kvæmdastjóri Islandsflugs, sem til- kynnti þá ákvörðun stjórnarfundar fé- lagsins fáum klukkustundum fyrr að draga félagið út af þeim innlendu flug- Ieiðum þar sem félagið hefur verið í samkeppni við Flugfélag Islands; til Akureyrar, Egilsstaða og Vestmanna- eyja. Samkeppni í innanlandsflugi á Islandi verður því kvödd frá og með 1. apríl, að sinni a.m.k. En að svo komnu ætlar Islandsflug að fljúga áfram í Vesturbyggð, á Sauðárkók, Siglufjörð og Gjögur. Yfir 30 manns ,,^úka“ Af þessu Ieiðir að félagið segir upp 32 eða um fimmtungi sinna 160 núver- andi starfsmanna. Þeir sem „fjúka“ eru aðallega afgreiðslufólk Islandsflugs á þeim stöðum úti á landi sem hætt verður að fljúga til. En engin breyting verður í áhöfnum ATR flugvélanna tveggja, sem Islandsflug hefur ákveðið að Ieigja fullmannaðar til Flugfélags Islands - sem jafnframt yfirtekur þá samninga sem íslandsflug hefur gert við ferðaskrifstofur um farþegaflug í sumar. Önnur fer í fraktflug milli Reykjavíkur og Englands, sem Ómar sagði íslandsflug raunar hafa verið frumkvöðulinn að árið 1994. Hin vélin fer í ýmis verkefni en þó aðallega í flug til Grænlands en einnig innanlands, í Færeyjaflug og fleira. Stóðust ekki freistandi boð FÍ „Islandsflug er þannig ekkert að minn- ka við sig í flugrekstri sem slíkum, heldur er þarna verið að breyta áhersl- um í rekstri", sagði Ómar. Félagið hafi margfaldað veltu sfna á undanförnum árum og nú síðari árin lagt áherslu á ný verkefni og nýja hluti. „Það velti yfir 2 milljörðum króna á síðasta ári og skil- aði hagnaði, sem hefði þó orðið mun meiri ef við hefðum ekki verið í þessu innanlandsflugi sem við erum nú að hætta við, en innanlandsflugið vegur þó aðeins um 25% í rekstri félagsins. Islandsflug er í eigu um 10 aðila, sem hafa ekki „djúpa vasa“ hvorki sem al- menningshlutafélag né vasa annarra til að fara ofan í. Þannig að við töldum okkur ekki stætt á því að halda þessu lengur áfram þegar okkur buðust önn- ur verkefni fyrir vélarnar," sagði Ómar. Aðspurður sagði hann félagið stöðugt að leita að nýjum verkefnum og þá ekki endilega á Islandi. Það hafi frá upphafi flogið innanlands og geri áfram út tvær Dornier vélar til flugs á minni áfangastaði ásamt leiguflugi og þessháttar. - HEI Þingveislan var á föstudags- kvöldið og þar töluðu menn mtkiö saman í bundnu máli einsogvenjulega. Einhverjir þingmenn höfðu verið að hafa orð á þvl í óbundnu máli hvort það væri nú við- eigandi að halda þingveislu á „súlustað“, en samkoman fór fram í Súlnasal Hótel Sögu. Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefnd- ar og hagyrðingur kom þar að sem menn voru að ræða þetta og sneri umræðunni umsvifalaust yfir í bundið mál þegar hann sagði: Hér er mikið mannaval og mikilgleði vakin, Við erum hérí Súlnasal en samt erenginn nakinn. Eftir því sem pottveijar komast næst varð þessi vísajóns tilefni fjölmargra vísna armarra þmg- manna um súlur og súlukonur, sem þó þykja ekki þess eðlis að rétt sé að hafa eftir!!... V Jón Kristjánsson. Þetta er alveg skelfilegt FRÉT TA VIDTALID ÓliH. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Eftirbanaslysin um helgina hafa 10 manns látist í um- fetðinni frá áramótum og 14 frá vetrarbyrjun, sem erþað mesta ííslandssögunni. Grípa þarftil einhverra aðgerða. - Ég geri ráðfyrir að þið séuð harmi sleg- iit hjá Umferðarráði yjir ttðindimi helgar- innar, lílit og þjóðin öll? „Þetta er alveg skelfilegt. Mann skortir orð til að Iýsa ástandinu. Við höfum ekki séð sambæriiegt áður í okkar skrám. Frá vetrar- byrjun í október 1999 til febrúarloka í ár eru 14 Iátnir í umferðinni. Það sem næst því kemur er veturinn 1985 til 1986 þegar 13 manns létust í umferðinni á sama tíma- bili.“ - Hvað er eiginlega að gerast hjá okkur? „Skýringar eru margslungnar. Enn er ver- ið að rannsaka atburðina um helgina og kannski fáum við aldrei fullnægjandi skýr- ingar. Hins vegar staldrar maður við í þjóð- félaginu almennt. A mörgum sviðum finnst okkur einhver firring vera í gangi. Það er hraðaárátta á öllum sviðum. Þú verður að kaupa þér nýja tölvu því hún er ekki nógu hraðvirk og þú verður að fá þér nýjan bíl til þess að komast hraðar. Auglýsingar ganga út á svona lagað. Einhver streita er í þjóðfélag- inu sem ekki er umferðinni hagstæð. Svo má ekki gleyma bílbeltunum, án þess að ég sé að tala um slys helgarinnar, en við verð- um oftar vör við kæruleysi ökumanna í þeim efnum. Ég hélt að það væri búið að tyggja þetta það oft að menn væru hræddir í um- ferðinni án þess að vera í beltum, en svo virðist ekki vera, því miður.“ - Það er óumdeilt að btlar í dag eru betri eti áður, og bílaeign margfalt meiri, en hefur vegakerfið nokkuð náð að þróast í takt við það? „Áreiðanlega er ekki bein fylgni þar á milli en ég bendi á að gríðarlega margt hefur ver- ið gert varðandi umferðarmannvirki síðast- liðin ár. Éghef nefnt Höfðabakkabrúna sem dæmi þar um, þar sem áður urðu oft slys. Hvað skyldi eitt slíkt mannvirki hafa nú þeg- ar forðað mörgum einstaklingum frá slys- um? Einnig er víða verið að taka einbreiðar brýr úr umferð. Fyrst og fremst er þetta þó maðurinn við stýrið sem allt snýst um. Ef að hann er ekki í lagi, af einhverjum ástæðum, þá getur farið illa.“ - Finnst þér ekki ástæða til að grípa til einhverra aðgerða? „Mér finnst full ástæða til þess að allir þeir aðilar sem tengjast þessum málum íeggist á eitt um að koma með skynsamleg- ar tillögur til úrbóta. Við höfum þegar rætt í okkar hópi hvað þurfi að gera. Fyrir það fyrsta nefni ég meiri löggæslu á vegum landsins. Slysin verða frekar úti á vegunum og þangað viljum beina Iöggæslunni í meira mæli. Einnig þarf að brýna meira fyrir öku- mönnum - og þar kemur að okkar þætti - að leggja sitt af mörkum við að auka sitt öryggi og annarra í umferðinni. Þetta gerist ekki nema með samtakamætti allra.“ - Höfum við efni á einhverjum skoðana- ágreiningi þegar við erum að missa 1-2 mannslíf á viku í umferðinni? „Breyttar hraðamerkingar þurfa langan aðdraganda og þeim málum verður ekki breytt í einum vetfangi. En ég spyr á móti: Hvað kosta slysin? Síðan er algjör tilviljun hvar slysin verða. Stundum verða slys við bestu aðstæður. Málið er því margslungið. Ég er ekki hjátrúarfullur en í dag (í gær) hringdi í mig maður sem sagði að í þrettán tungla ári væri mikið um slys. Þegar það kæmi saman við hlaupaár þá væri vá fyrir dyrum. Ef einhverjir duldir kraftar eru að verki þá er ekki von á góðu. Ef ég væri lor- lagatrúar þá gæti ég ekki verið í þessu starfi. Við getum haft áhrif á þetta allt saman og ég heiti á hvern einasta vegfaranda að koma til liðs við okkur." - BJB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.