Dagur - 29.02.2000, Síða 12

Dagur - 29.02.2000, Síða 12
12- PRIUJUDAGUK 29. FEBRÚAR 2000 D*gur ERLENDAR FRÉTTIR ÍÞRÓTTIR Kviðdómendur verja úrskurðiim Mótmælendur héldu veskjum sínum á lofti, en sams konar athöfn varð Amadou Diallo aö bana. Sýknudómur fjög urra lögreglumauna í New York liefnr vakið hörð viölirögð. Kviðdómendurnir í New York, sem sýknuðu fjóra hvíta lög- reglumenn af morði fyrir helg- ina, sögðu sumir í gœr að ekki hefði verið nokkur möguleiki að komast að annarri niðurstöðu. Dómarinn hefði ítrekað sagt þeim að ef þeir teldu lögreglu- mennina hafa „skynsamlega ástæðu til að halda“ að Amadou Diallo hafi verið vopnaður og hættulegur þá yrðu þeir að sýkna þá. Sýknudómurinn, sem felldur var á föstudag, hefur vakið hörð viðbrögð í Bandaríkjunum og fjölmenn mótmæli hafa verið haldin f New York daglega frá því dómurinn féll. Um þúsund manns mættu til dæmis til mót- mælaaðgerða á sunnudaginn utan við höfuðstöðvar Samein- uðu þjóðanna í New York og meðal annars tóku nokkrir bandarískir þingmenn þátt í þcim. Lögreglumennirnir fjórir, Sean Carroll, Edward Mc- Mellon, Kenneth Boss og Ric- hard Murphy, skutu 41 skoti að Diallo, og hittu hann 19 sinn- um. Tilefnið var að hann varð ekki við skipunum þeirra um að nema staðar. Lögreglumennirn- ir töldu hann hafa dregið upp skammbyssu, en síðar kom í ljós að hann hélt á veski sínu. Diallo var frá Gíneu í Vestur- Afríku, svartur á hörund, en Iögreglumennirnir allir hvítir. Meirihluti kviðdómaranna var sömuleiðis hvítur á hörund. Ur- skurður kviðdómsins hefur þótt bera sterkan keim af kynþátta- fordómum. Kviðdómararnir reyndu þó í gær að réttlæta niðurstöðu sína, og sögðust alls ekki vera ánægðir með hana sjálfir. „Eg veit að lögreglumennirnir eru ánægðir," var haft eftir einum kviðdómaranna í gær, 71 árs gamalli konu. „Enginn kvið- dómaranna er mjög ánægður," bætti hún við. Arlene Taylor, formaður kvið- dómsins, sagði niðurstöðuna ekki hafa neitt með kynþátta- stefnu að gera. Móðir Diallos sagði kviðdóm- arana þó hafa gjörsamlega gleymt því að málið snerist um son hennar. „Dómarinn sagði þeim að setja sig í spor lög- reglumannanna," sagði hún. Vörn lögreglumannanna fólst í því að þeir töldu sjálfa sig vera í lífshættu, þar sem þeir héldu veskið sem Diallo hélt á vera byssu. Mótmælin í New York á sunnudag fóru friðsamiega fram, en á laugardaginn voru um 100 manns handteknir í tengslum við mótmælaaðgerðir gegn sýknudómnum. Fjölmarg- ir mótmælendur héldu veski sínu á loft til þess að minna á kringumstæðurnar þegar Diallo lést. Himdruð manna drukkna SUÐUR-AFRÍKA - Vitað var í gær um hátt á fjórða hundrað manns, sem drukknað hefur í flóðunum í suðurhluta Afríku. Flóð- in hafa komið einna harðast niður á Mósambík, sem er eitt fátæk- asta ríki heims, en Suður-Afríku, Simbabve og Botsvana hafa einnig orðið illa úti. Hundruð þúsunda hafa misst heimili sín og fólk hefur þurft að hafast við á vörubílspöllum, uppi á húsþökum eða uppi í trjám. I Mósambík voru þúsundir manna enn einangr- aðar í gær. I gær var svo von á annarri djúpri lægð með hvassviðri og úrhelli. Orðrómur um afsögn Haiders AUSTURRÍKI - Miklar vangaveltur voru í austurrískum fjölmiðl- um um það í gær að Jörg Haider, formaður Frelsisflokksins í Aust- urríki, hygðist segja af sér embætti flokksformanns. Beðið var yfir- Iýsingar frá Haider, sem hann ætlaði að gefa í gærkvöldi á fundi flokksforystunnar. I laider hefur verið formaður flokksins og ríkis- stjóri í sambandslandinu Kárnten, en tók ekki sæti í nýrri ríkis- stjóm með Þjóðarflokknum. Uppljóstrari sér ekki eftir neinu ISRAEL - Mordechai Vanunu ljóstraði fyrir 14 árum upp um kjarn- orkuleyndarmál ísraels og hlaut þungan fangclsisdóm fyrir vikið. Israelskur þingmaður hefur nú farið fram á það að Vanunu verði náðaður. Vanunu er hins vegar ekki á því að ganga að neinum skil- yrðum um náðun, og vill heldur afplána allan fangelsisdóminn. Hann hyggst alls ekki biðja um náðun. Forstjóri SeUafield segir af sér BRETLAND - Forstjóri kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield, Taylor, hefur sagt af sér vegna ólesturs sem er á öryggis- málum stöðvarinnar, eins og fram hefur komið í fréttum. Endur- vinnslustöðin hefur sent frá sér eldsneyti, sem er endurunnið úr kjarnorkuúrgangi, og látið fölsuð gæðavottorð fylgja þeim. CDU segir tapið „hvedandi“ Kristilegi demókrataflokkur- inn (CDU) í Þýskalandi tapaði nokkru fylgi í þingkosningum í þýska sambandslandinu Slés- vík-Holtsetalandi um helgina, en þó ekki jafn miklu og flest- ir virðast hafa búist við í kjöl- far fjármálahneykslisins sem mikið hefur verið Ijallað um í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Ráðamenn CDU sögðu tapið vera „hvetjandi" fyrir starf flokksins. Baráttan um arftaka Wolf- gangs Schasubles í formanns- stól flokksins fer nú væntan- lcga fyrir alvöru af stað, en lík- Iegust í embættið þykja enn sem fyrr þau Angela Merkel og Volker Ráhe. Volker Ráhe var forsætisráðherraefni flokksins í Slésvík-Holtsetalandi, en sagðist eftir 'tapið ætla að af- sala sér þingmennsku í sam- bandslandinu og helga sig sambandsmálefnum. Sósfaldemókratar (SPD) voru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna, og þykir sá sigur langþráður eftir að flokkurinn hefur tapað fimm fylkiskosn- ingum í röð í Þýskalandi. Aðr- ir sigurvegarar kosninganna voru Frjálsir demókratar og flokkur danska minnihlutans. Líklegast er að mynduð verði samsteypustjórn SPD og Græningja í Slésvík-Holtseta- landi. Matt Elliott skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn fyrstu deildar liðinu Tran- mere Rovers í úrslitaleik, sem fram fór á Wembley á sunnudaginn. Elliott hetja Leicester City Leicester vaim um helgina enska deildar- bikariim eftir 2-1 sig- ur á Tranmere Rovers í úrslitaleik á Wembley. Arnar Giumlaugsson ekki í leikmaimahópi Leicester. Matt Elliott, íyrirliði Leicester City, tryggði Iiði sínu enska deildarbikarmeistaratitilinn í knattspyrnu, þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gcgn fyrstu deildar liðinu Tranmere Rovers í úrslitaleik, sem fram fór á Wembley á sunnudaginn. Elliott náði forystunni fyrir Leicester á 29. mínútu leiksins, en David Kelly jafnaði fyrir Rovers 13 mínútum íyrir leiks- lok, fjórum mínútum áður en Elliott skoraði sigurmarkið og tryggði liði sínu þar með þátt- tökuréttinn í UEFA-bikarnum á næstu leiktíð. Þetta er þriðji deildarbikartitill Leicester, en síðast vannst hann árið 1997 og þar áður árið 1964. Rovers, sem var að leika sinn fyrsta úrslitaleik í 1 16 ára sögu félagsins, byrjaði leikinn mun betur og gegn gangi hans skoraði Elliott fyrra markið eftir horn- spyrnu Steve Guppys. Eftir að Rovers hafði síðan misst leik- mann útaf á 63. mínútu, tókst þeim ioks að jafna, áður en Elliott skoraði sigurmarkið og nú aftur eftir hornspyrnu Guppys. Arnar Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Leicester. Úrslit leikja í ensku úrvals- deildinni um helgina: Arsenal - Southampt. 3-1 Ljungberg (22. og 68.), Berg- kamp (36.) - Richards (61.) Bradford - Aston Villa 1 - 1 Windass (76.) - Merson (38.) Chelsea - Watford 2-1 Desailly (2.), Harley (65.) - Smart (39.) Coventry - Tottenham 0-1 Armstrong (82.) Middlesbr. - Leeds 0-0 Sheff. Wed. - Newcastle 0-2 Gallacher (11.), Shearer (86.) Sunderland - Derby 1-1 Rae (62.) - Christie (60.) West Ham - Everton 0-4 Barmby (8., 64. og 67.), Moore (71.) Wimbled. - Man. United 2-2 Euell (1.), Cort (62.) - Cruyff (30.), Cole (80.) Hreinn lírslitaleikur FH og VíMngur, efstu lið úrvalsdeildar kvenua í handknatt- leik, mætast í íþrótta- húsinu í Kaplakrika í kvöld, í síðstu umferð deildarinnar. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um það hvort iiðið hreppir deild- armeistaratitilinn, en Víkingur er nú í efsta sætinu með 29 stig, eftir 25-17 sigur á Haukum um helgina og FH í öðru sætinu með 27 stig, eftir 30-25 tap gegn Fram í Safamýrinni. FH-ingum dugar því ekkert annað en sigur til að hrcppa titilinn, en vegna hagstæðara markahlutfalls, verð- ur titillinn örugglega þeirra, nái þær að sigra í kvöld. Þegar liðin mættust f fyrri leik liðanna í Vík- inni, þann 4. desember varð jafntefli 21-21, en áður höfðu liðin mæst í fyrstu umferð bik- arsins, þar sem FH vann ellefu marka stórsigur, 24-13 í Kaplakrika. Það má því búast við hörkuleik í Krikanum í kvöld, þar sem þessi ungu og efnilegu lið munu örugglega gera allt til að vinna sinn fyrsta stórtitil í mörg ár. I neðri hluta deildarinnar er þegar ljóst hvaða lið verma botnsætin þrjú, en það eru Aft- urelding, KA og IR og einnig er ljóst hvaða lið komast í 8-liða úr- slitin, sem eru auk FH og Vík- ings, Grótta/KR, IBV, Stjarnan, Valur, Fram og Haukar. Síðasta umferð í kvöld: Kl. 20:00 FH - Víkingur KI. 20:00 Grótta KR - Fram KI. 20:00 Haukar - ÍR KI. 20:00 ÍBV - Valur Föstud. 3. mars Kl. 20.00 UMFA - KA uOIlí ij/ij-J c/Ij i i *4 * L

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.