Dagur - 11.03.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 11.03.2000, Blaðsíða 2
18 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 Tkyptr HELGARPOTTURINN Helgarpotturinn hefur hlerað að þáttur Stöðvar tvö um klámbylgjuna eigi eftir að „fara út á land" eins og Gísli Marteinn, Ragna Sara og Kastljós - og reyndar á sömu slóðir. Bæjarslúðrið í Reykjavík hermir að kynfffsbyltingin á Ákureyri verði á dagskrá fljótlega, „enda 30% íbúa búnir að leika í klámmynd" eins og sagt var á rakarastofu í borginni fyrir nokkrul í pottinum var verið að raeða þær fréttir tvær sem spurðust út sama daginn og í báðúni tilvikum kom Össur við sögu. Annars var það Össyr Skarphéðinsson sem tilkynnti formánnsfram- boð hjá Samfylkingunni og hins vegarstoðíeéÍfH fyrirtækið Össur sem hækkaði venfega í verði vegna yfirtöku á bandarískum keppBaut Tpldu. pottverjar að velgengni fyrirtækisins %mi for- mannskandídatinum Össurrjr afar vel. BrfS'^ttí’ hann tryggt fylgi hjá öllu þvk.fólki sem þyrfti að ---------------- leita til stoðtækjaj|rirtækisin&,Það yrði t.d. enginn vandinn að kjósarétt hjá þeim mamt- sem geqgi um^ískóm frá Össurri... Starfsmenn Tæknivals á Akureyri fóru:á dögunum út jaó borða á veit- ingastaðinn Karólínu sem er við Kauþvangsstræti á Akureyri. Sagan sem hér er greint frágerðist með þeim hætti'að ungur maður sem ný- lega var kominn til starfa hja fyrirtækinu mætti á veitingástaðinn óg mætti þjóni í dyrunum. „Hvar er Tæknival?" spurði hann þjóninn og hinn svaraði að Tæknival væri við Furuvelli. Hinn ungi maður fór þang- að og í um það bil hálfa klukkustund leituðu hann og leigubílstjórinn sem hann ferðaðist með að veitingastaðnum þar sem félagamir í Tæknival gætu hugsanlega setið að snæðingi. En enginn botn fékkst í málið, þar til GSM-sIminn hringdi í vasa hins unga manns. Sá sem hringdi var framkvæmdastjóri Tæknivals á Akureyri sem spurði félag- ann hvort hann ætlaði ekkert að koma. „Jú en hvar eruð þið,“ var spurt. „Við erum að borða á Karólínu í Gilinu," var svarað - og kom þá í Ijóst að það var þjóninn á Karólínu sem hafði misskilið spurning- una um hvar Tæknival væri svona illilega, sem ef til vill var ekki skýrt orðuð í upphafi. Það verður ekki af henni Ragnheiði Ei- ríksdóttur okkar skafið að hún standi sig vel í umfjölluninni um kynlífið og tók sig sér- deilis vel út á sjónvarspsskjánum í sex þætt- inum á Stöð tvö. Nú er hún nýkomin heim frá kóngsins Köbenhavn þar sem hún hefur eflaust kynnt sér það nýjasta í stefnum og straumum pornóklúbbanna. Við fáum meira að vita um það seínna... Tónlist verður æ meiri þáttur í útflutningi þjóðarinnar og hljómsveitin Sigur Rós gerir það ekki endasleppt í þeim efni. Nú hefur verið til- kynnt að drengirnir í sveitinni muni spila á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Hátíðin er ein af elstu og helstu rokkhátíðum Evr- ópu og frægustu popparar heimsins bíða í löngum röðum eftir að fá að spila þar. Piltarnir í Sigur Rós verða ekki einu íslendingarnir á svæðinu því söngkonan geðþekka Magga Stína verður líka á svæð- inu með hijómsveit. Segja má að Jón Baldvin Hannibalsson sé verndari fyrstu íslensku kvikmyndarinnar í vísindaskáldsagna stíl. Myndin heitir Oiko logos og verður frumsýnd í næstu viku. Það var nefnilega Jón Baldvin sem kom íslandi inn í EES og svo var það sjóður innan Evrópu- sambandsins, Socrates and youth sem styrk- ti myndina og kom henni þannig á koppinn. Eitt af skilyrðum fyrir styrk var reyndar að fólkið sem að henni stæði væri á aldrinum 15- 25 en eins og allir vita er aldur afstætt hugtak og því var ekkert við því að segja þótt Oiko logos menn væru sumir komnir vel á fertugsaldurinn. Rithöfundurinn, barþjónninn og skákáhuga- maðurinn Hrafn Jökulsson var krýndur al- heimsmeistari í víkingaskák á mánudaginn. Mótið var liður í Sólrisuhátíð Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði sem stóð núna í vikunni. Þetta er annað árið f röð sem mótið er hald- ið. Víkingaskák er ísfirsk uppfinning, þar er teflt á borði sem er með 85 sextrendum reit- um og taflmenn einum fleiri en í venjulegri skák, níundi maðurinn er vfkingurinn. Fregn DV í vikunni um fyluferð forsvarsmanna Skjás 1, þeirra Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns R. Kristjánssonar, í Kaupþing vakti nokkra athygli. Þeir fóru þangað til að leita fjármagns og hluta- fjár, að því er skilja mátti á fréttinni. Þeir voru hins vegar upplýstir af Kaupþingsmönnum að þeir fjármögnuðu ekki keppinaut þar sem þeir ættu 15% hlut í Stöð 2. Helgarpottverjum þótti þetta sýna ýmislegt. Fyrir það fyrsta vissu þeir ekki að Kaupþing ætti svona stóran hlut í Stöð 2, í öðru lagi héldu menn að það væri trúnaðarmál í fjármálafyr- irtækjum hverjum væri hafnað um lán og í þriðja lagi fannst mönnum tíðindin sanna eitt: Að þeir á Lynghálsnum væru orðnir skjálfandi á beinum vegna hressilegrar samkeppni frá unga fólkinu á Skjá 1. Von- andi finna Árni Þór og Kristján aukið hlutafé því Skjár 1 er bara orð- in nokkuð skemmtileg stöð. Bíða margir spenntir eftir Ijósbláu þáttun- um hans Davíðs Þórs... Jón Baldvin Hannibalsson. Ragnheiður Eiríksdóttir. Össur Skarphéðinsson. Gísli Marteinn Baldursson. Björgunarsveitarmenn með leitarhundana sína. „Þessi æfing hér er í raun próf og það standast hundarnir allir með mestu prýði, segir Steinar Gunnarsson m.a. hér í viðtalinu. Leitarhundar í fínu formi Björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu hafa æft leitarhunda sína á Dalvík í vik- unni. Árangurinn er góður. „íslenskir björgunar- og leitar- hundar eru aldrei í betra formi og þær miklu, sífelldu og ströngu æfingar sem við erum með þá í eru svo sannarlega að skila sér,“ segir Steinar Gunnarsson, björg- unarsveitarmaður á Sauðárkróki. Þrjátíu björgunarsveitarmenn víðsvegar af landinu hafa alla líð- andi viku dvalist á Dalvík og ver- ið þar í æfingum með 23 hunda, sem þeir eru að þjálfa upp til að starfa með innan björgunarsveit- anna víðsvegar um landið. Einsog slökkvilið Mennirnir og hundararnir koma meðal annars frá þeim stöðum á landinu þar sem snjófjóðahætta er hvað mest, svo sem Isafjarðar- bæ, Siglufirði, Seyðisfirði og Neskaupstað. Á áðurnefndum snjóflóðastöðum er, að sögn Steinars Gunnarssonar, litið á það sem hreint og klárt öryggisat- riði að björgunar- og leitarhund- ar séu á staðnum ef í harðbakk- annn slær og talsvert lagt uppúr þessu. Rétt einsog að full samstaða er hvarvetna um að halda úti slökkviliði, ef eldsvoði kemur upp. „Við eigendur hundanna þurfum sjálfir að þjálfa hundanna mikið og mikið af slíku höfum við falið í sköflunum hérna í brekkunum fyrir ofan Dalvík þar sem við höf- um verið alla vikuna. Hver full- þjálfaður hundur á að geta Ieitað á svæði sem er 250 m. sinnum 250 m. að flatarmáli, eða alls 6,2 hektrarar. Það er mjög ánægju- legt hvað þessi æfing staðfestir góðan árangur," sagði Steinar. Engin leitartæki öflugri Að sögn Steinars byrjuðu menn í raun fyrst að huga að þjálfun leitar- og björgunarhunda hér á landi af einhverri alvöru eftir krapaflóðin miklu sem féllu á Patreksfjörð snemma árs 1981, þegar fjórir Iétust. Enn frekar efldist svo notkun og þjálfun hunda eftir snjóflóðin mildu sem féllu á VestQörðum og það í tví- gang á árinu 1995, með þeim af- leiðingum sem allir þekkja. „Menn sjá hvaða gildi hundarnir hafa, því f snjóflóðum eru engin Ieitartæki öflugri. Þegar þú lendir í snjóflóði minnka Iffslíkur þínar í köldum snjónum mjög hratt og því skiptir miklu að tiltækir séu hund- ar, sem bregðast el<ki.“ -SBS. Með hundana sina. Anna María Kristjánsdóttir, til vinstri, úr björgunarsveit Fiskakletts í Hafnafirði, með hundinn Artax og Guðbjörg Gunnlaugsdóttir úr björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík með Phoebe. myndir: sbs. æfingarnar eru fjölþættar. Þessi æf- ing hér er í raun próf og það stand- ast hundarnir allir með mestu prýði. Þannig eiga hundar að geta fundið mann grafinn í snjó niður á fimm til sex metra dýpi og einnig að geta skilið á milli manns og til dæmis fatnaðar og matvæla, en MAÐUR VIKUNNAR! Maður vikunnar er Halldór Björnsson formaður Eflingar - maðurinn sem lét það verða sitt síðasta stórverk í verkalýðsforustunni að gera kjarasamn- inga þegar flestir bjuggust við átökum. Útspil Halldórs og félaga og samningsgerð mun marka djúp spor í efnahagsframvinduna og væntanlega líka í skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar, því margt bendir til að samningurinn marki um leið endalok Verkamannasambands íslands eins og við þekkjum það í dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.