Dagur - 11.03.2000, Blaðsíða 23
Xk^ur
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 - 39
SKAKIUIOLAR
Linares 2000
i Ofurmótið í Linares heldur
í áfram og á fimmtudag, í næst-
síðustu umferð, sigraði Anand
sína fyrstu skák í mótinu!
Margir höfðu nú líklega búist
við einhverju meira þar. En
staðan er annars sú fyrir síð-
ustu umferðina að Kasparov
og Kramnik eru efstir og jafnir
með 5.5 vinninga en í 3-6 sæti
eru svo þeir Leko, Anand,
Khalifman og Shirov með fjóra
vinninga. 1 síðustu umferð
mætast svo þeir Kasparov og
Anand, Khalifman og Shirov
og Kramnik og Leko. Það er
Ijóst að róðurinn verður þung-
ur fyrir Kaspárov, því ekki er
hlaupið að þvf að vinna An-
and. Það er því aldrei að vita
nema að við fáum nýjan sigur-
vegara á stórmóti, Vladimir
Kramnik!
íslandsmót
barnaskólasveita
Um síðustu helgi fór fram Is-
landsmót barnaskólasveita í
skák. Melaskóli sigraði með
miklum yfirburðum, en um
önnur úrslit vísast til töflu. Eg
vil þó vekja athygli á yfir-
burðasigri Melaskóla, og ár-
angri B-sveitar Lundarskóla
frá Akureyri, en þeir fengu
tveim vinningum meira en A -
sveitin!
1. Melaskóli a-sveit 34 vinningar
2. Kársnesskóli, Kópavogi 27.5 v.
3. Ölduselsskóli 22.5 v.
4. Rimaskóli a-sveit21.5
5. Lundarskóli b-sveit 21 v.
OZ.COM úrtökumótið
Heljarmikið úrtökumót var
haldið á netinu fyrir skömmu
og var þar keppt um eitt sæti á
heimsmótinu sem fram fer í
Kópavogi í byijun apríl. Meðal
þátttakenda á því eins og flest-
um skákáhugamönnum er
kunnugt verða þeir félagar
Kasparov og Anand ásamt
fleirum sterkum skákmönn-
um. Mörg fræg nöfn mátti sjá
á keppendalista mótsins áður
en það byijaði, m.a. Short, Ad-
ams og Svidler svo að örfá
dæmi séu tekin. Þess má
reyndar geta að á mótinu voru
63 stórmeistarar sem er að
sjálfsögðu það langmesta sem
nokkurn tímann hefur sést
áður á netmóti. Jafnir og efstir
urðu, nokkuð óvænt, tveir
pólskir stórmeistarar Robert
Kempinski og Alex Wojtki-
ewicz. Þeir tefldu svo einvígi
um sætið og sigraði sá síðar-
nefndi örruglega 3-1.
Síðustu mót
innanlands
Hellir hélt atkvöld síðastliðið
i
mánudagskvöld og urðu lykt-
irnar þær að Hlíðar Þór
Hreinsson sigraði með 5 vinn-
ingum af 6 mögulegum. Dav-
íð Kjartansson og Lárus
Knútsson urðu í 2.-3. sæti
með 41/2 vinning.
Skákfélag Akureyrar hélt
tvö mót um síðustu helgi á
föstudag var 7 mínútna mót
og þar sigraði Þór Valtýsson
með 12.5 vinniga en í 2-3 sæti
urðu þeir Öm Ragnarsson og
Halldór B. Halldórsson með
10.5. Á sunnudag var svo 15.
mínútna mót og urðu þar
efstir og jafnir þeir Ólafur
Kristjánsson og Halldór.
Mikið verður um að vera í
skáklífinu um helgina og ber
þar hæst Atskákmót Islands og
Skákþing Garöabæjar.
Einstakur náungi
Matthew Modine sló í
gegn f myndinni Birdy.
Sfðan hefur hann Ieikið í
allnokkrum myndum, þar
á meðal Memphis Belle og
Full Metal Jacket. Hann
hafnaði á sínum tíma til-
boði um að leika í Top
Gun þar sem hernaðar-
andi myndarinnar höfðaði
ekki til hans. '
Félagi hans Eric Stoltz
lýsir honum sem einstök-
um manni - hlýjum, heið-
arlegum, staðföstum og
sönnum. Vinur Modine,
Liam Neeson, tekur í
sama streng, segir hann
göfugan og fullan af hlýju.
Modine býr í Greenwich
Village ásamt eiginkonu
sinni og hann á einnig
bóndabýli skammt frá New
York sem hann er að gera
upp. „Eg ætlaði mér aldrei
að verða ríkur og frægur;“
segir hann’ „ég'yildi finna
mér eigm>-farv.eg.“ Tvær
myndirt^ru vájntánlegar á
markað rh’ecT'þejssúm geð-
þeldca manm/ f' árínarri
leikur hann á móti Gary
Oldman og í hinni á móti
Charles Durning og Mart-
in Landau.
Matthew Modine er að innrétta sveitabýli þar sem hann dvelst löngum stundum.
Vatnsberinn
Formúla 1 í heim-
inum er E = MC í
2. veldi. Spurðu
bara kappakstur-
skjánana
'dk
Fiskarnir
Láttu þér líða vel
um helglna. Það
er engin ástæða
til að flýta því sem
þegar er gengið
um garð.
Hrúturinn
Lofaðu bót og
betrun. Það er
alltaf vinsælt, en
dugar náttúrlega
skammt.
Nautið
Þú eignast
óvæntan aðdá-
anda í kvöld sem
segir að þú lítir út
eins og Saddam
Hussein, bara
Ijóshærður. 4
Tvíburarnir
Þig dreymir að
þú sért að syngja
Júróvisjónlagið
afturábak i fjósinu
heima. Segðu þig
strax úr gagna-
grunninum!
Við viljum hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er:
Dagur - Barnahorn
Strandgata 31
600 Akuteyri
Tölvupóstur: pjetur@dagur.is
Sólar-
lagið
Ljúkið við myndina með því að
draga línu milli punktana.
Hvað er kennarinn gamall
Ari, kennari, var þessi rólega
manrígerð sem sjaldnast svaraði
beint út. Einn daginn spurði
Stella, nemandi hans, sem var í
fimmta bekk, hann að því hversu
gamall hann væri.
Ari svaraði þá rólegri röddu: „I
ár er ég þrefalt eldri en Iitla systir
mín en fyrir sex árum var ég fimm
sinnúm eldri en hún.“
Hve gamall er Ari kennari?
ADAMSON
Krabbinn
Aldurinn er
stundum afstæð-
ur en þó oftast
austanstæður.
Varaðu þig að
vestan.
Ljónið
Þú ferð í sólar-
landaferð í Kópa-
voginn og lætur
úrsvalan vindinn
leika um nakinn
líkama þinn.
Meyjan
Þú fjárfestir í
fjögurhund-
raðasta raf-
tækinu þínu á til-
boðsverði. Lífið
er endalaust
stuð.
Vogin
Reyndu að koma
þér undan því
sem á þig er lagt.
Bjangaður þér frá
farginu, eða
segðu honum að
hunskast i líkams-
rækt.
Sporðdrekinn
Þú getur hugsan-
lega skilað grein-
argerðinni á rétt-
um tíma en það er
ólíklegt að þú sért
fær um að taka
saman eigin
. greindargerð.
Bogamaðurinn
’ Flest ér á'uppleið
þessa dagana
nema það sem
mestu máli skiptir.
Láttu samt ekki
deigan síga.
Steingeitin
Þú hittir innhverf-
an og sjálfselsk-
an aflaskipstjóra
á Kaffi Reykjavík
í kvöld. Nafla-
skipstjóra.