Dagur - 11.03.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 11.03.2000, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 Fluguveiðar að vetri (158) Fiskar í eggjaleit Hér má sjá eggið í ítarlegri útfærslu hjá Sigurði Pálssyni. Einhveiju sinni hitti ég veiði- mann sem er þjóðfrægur. Af einhveijum furðulegum ástæðum barst talið að veiði. Þá var rökrétt að minnast á flug- ur. Og í fram- haldi af því sagði hann að málið væri ekki erfitt með urriða að vori: hann tæki hrogn. Ég sá mig nú ekki hnýta hrogn á öngul. Enda hélt hann nú ekki. Smeygja bara lítilli bjartri kúlu af appelsínuguluefrii á öngulinn. Kasta upp og láta reka niður. Ein- faldarari gat fluguhnýtingin ekki verið, og því síður veiðiaðferðin. Hann hafði mokað upp urriða á þetta, gott ef ekki keypt einhveija hnoðra í fluguhnýtingabúðum sem kallast „egg“ upp á útlensku. Nú veit ég að sums staðar kallast hún Glo-bug. Þessi saga fór í hirslu vantrúar. En svo lenti ég í því að sjá menn veiða á flugu sem þeir kalla „egg“, og fá á bleikju. Nú veit ég að hún er skæð í sjóbirting líka. Og þá er komið að því að halda áfram að Iíta í „tíuflugnabox" Sigurðar Pálssonar, þar sem frá var horfið, enda við bara hálfnuð að kanna gripina. Hann byijar á „eggi“ í þeirri útfærslu sem honum líkar, og sést á mynd hér að ofan. Kraginn er svartur, hnúðurinn er kúlulaga fremst á búknum, rauð- fjólublár eða gulur, afturhluti mjókkar mjög og er svartur, skott er svart með glitþráðum. Siguröurfær orðið Honum segist svo frá um síðari helming uppáhaldsflugna sinna, þeirra tíu sem hann myndi helst hafa með sér við veiðar laxfiska hér á landi: 6. „Eggið - Schaadt egg sac - ....hefur skemt mér vel í tæru vatni. Kvöld við Breiðbalakvísl og næsti morgunn sept. ‘97 eða 8 gleymast ekki. Fiskar virtust fáir en heilluðust mjög og komu með bakið uppúr á eftir flugunni. Vatnið var eins og spegill. Fleiri góðar stundir koma í hugann. Eg hef bara veitt á eggið með eldrauðum hnoðra fremst á búknum. Pálmi Gunnarss notar Iíka gulan hnoðra þama og veiðir vel en vesalingur minn fær þá ekkert. SJH bætir við: Hef reynt þessa útgáfu, og veit hún er góð. 7. „Street Walker... er ein af stórum flokki amer- ískra steelhead flugna. Það er sannkallaður dýrðarakur og væri fljótlegt að tína til 10-20 flugur sem ég ég er býsna hugfaginn af. Street Walker er bara fulltrúi fýrir þær. Ég hvet sjóbirtingsveiði- menn til að skoða þær flugur með opnum huga og mæli reglulega með fjöllyndi á þessu sviði. Sá sem er ófeiminn við að skipta um flugur, þó sú sem er á gefi veiði, hlýtur marga óvænta ánægju- stund að launum. SJH bætir við: Hef reynt þessa líka, hún er fagurlega (jólublá á skrokkinn með hvítan væng. Sér- staklega vek ég athygli á ráðgjöf- inni sem fylgir: að skoða amer- ísku regnbolgasilungsflugumar á bók (American Flytying manual eftir Hughes). 8-9. „Kóngurinn og Drottn- ingin... ...verða að fljóta saman í þessu skrifi. Ég kynntist þeim þannig að sonur minn hringdi utan af landi sumarið ‘88 og sagði: „Heyrðu kall, mig vantar flugu sem ég get farið með niður í Ijöm og veit þar bleikju í sjónum. Get- urðu ekki sent mér nokkrar?" ,Jújú“, svaraði ég, og hikaði svo- lítið. „Þetta má ekki klikka, ég er búin að tala þannig", sagði þá af- kvæmið. Ég ráðfærði mig við Engilbert (Jensen) eina ferðina enn og hann bjargaði málinu. „Hnýttu Kónginn og Drottning- una, þú finnur þær í Veniard-bók- inni“. Mikið rétt. Þetta ldikkaði ekki þá í sjónum og síðan hefur oft verið gaman að veiða sjó- bleikju í ám og vötnum á þessa fallegu flugu. Kóngsa hnýti ég á gylltan öngul en kelluna á silfur- litan. SJH bætir við: Veniard bókin er að sögn Sigurðar slík biblía að allir sem taki sig alvarlega verði að eiga hana. Eg læt vita þegar ég hef fengið fiska á konungs- hjónin. En þau em birt undir heitinu King og Queen í Veiðflug- um Islands. Sú næsta er alveg feikisterk: 10. „Hér kemur ein í viðbót og heitir Varði. Hún hefur slegið öllu við í sjó- bleikjuveiði, því sem ég þekki. Ekki er hún þó óbrigðul enda hef ég dæmi um það. Kunningi minn sem er glöggur og fær veiði- maður, fór með hana í Vopnafjörð og fékk ekkert. Ég hef oft mokveitt sjóbleikju á hana og eitt- hvað af laxi. Bleikja snarar henni ofaní kokið á sér ef hún kemst í færi. Reynsla mín af henni spannar 8 ár og er á eina lund. Ég setti hana ekki í bókina hans Jóns Inga, Veiðiflugur Islands, enda var ég hræddur um að hafa stolið hugmyndinni einhvers staðar Sá ótti sýnist mér nú að hafi verið ástæðulaus. Flugan er ekki til í bók eða blaði svo hér verður að koma uppskrift. 1. Öngull: legglöng þríkrækja silfruð eða svört. Sé notuð svört er gott að veíja legginn með flötu silfri eða lakka hann hvítan með bílalakki sem þolir sterkan þynni. 2. Haus - svartur og máluð hvít augu á hvora hlið, talsvert áber- andi. 3. Búkur - fremur ljósblátt flos með vöfum úr flötu mylar silfri. Flosið er frá Indlandi, á litlum keflum. Gott er að lakka búkinn vel með acryl. 4. Skegg - blátt, hænuhnakki. 5. Vængur - blátt urriðaskott (grár íkomi) - blandið svolitlu crystal flash í bláum tóni saman við. Blái liturinn á skeggi og væng er mjög líkur litnum á Blue Elver. Tvennt kann að fylgja notkun þessarar flugu, sem getur verið varasamt 1. Þungur aðgerðakvíði í nokkra daga fyrir veiðiferð. 2. Oskaplega meirimáttar- kennd á heimleiðinni." Þeir sem þora að hnýta Varða vita þá að þeir hafa verið varaðir við. FLUGUR M Stefán Jón Halstein skrifar CORTLAND , FLUGU LINURNAR .. HÆFA OLLUM AÐSTÆÐUM Cortland 444 fíugulínumar fást 110 gerðum sem hæfa sérhverjum aðstæðum. Framþungu fiugulfnurnar fást {2 ger&um af flotlfnum, 3 ger&um af sökk-odds línum, Intermediate ásamt 4 ger&um af sökklfnum. Því ekki að byrja með Cortland, þú endar þar hvort eð er! Fæst i næstu velðlverslun. Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíð 41, Rvik, sími 562-8383 Krossgáta nr. 177 Lausn ................. Nafn................... Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 177 I krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 177), Strandgötu 31, 600 Akureyri eða með símbréfi í númer 460-6171. Lausnarorð 175 var „prjónavél". Vinningshafi er Svanlaug Eiríksdóttir, Kirkjuvegi 27 á Selfossi og fær senda bókina Kóral- forspil hafsins eftir Örn Ólafsson. Skjaldborg gefur út. •T.bU.IJJiM Verðlaun: Boðs- dagar hjá þrem- ur stórþjóðum, eftir Braga Sig- urjónsson. Skjaldborg gefur út.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.