Dagur - 11.03.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 11.03.2000, Blaðsíða 10
f LAi'JDJi'JU LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 l^ur Boltinn, hestarnir Dornin Allir landsmenn þekkja þá bræður Þorgils Óttar, fýrmm landsliðsmann í handbolta og núverandi aðstoðarframkvæmda- stjóra hjá íslandsbanka og Áma, dýralækni og sjávarátvegsráðherra. Þeir bræður hafa verið samtaka bæði í sínum áhugamálum og einkalífi og báðir halda tiyggð við Hafnarfjörðinn þar sem þeir ólust upp og búa nú með sínar fjölskyldur. „Við áttum heima við Hringbraut- ina öll okkar uppvaxtarár, fluttum þar einu sinni milii húsa. Þetta er mjög íhaldssöm fjölskylda," segir Þorgils Óttar. Fjögur ár eru milli þeirra bræðra í aldri og mitt á milli þeirra er systirin Halldóra. Ami segir íhaldssemina birtast í fleiri atriðum en búsetunni. Til dæmis hafi móðir þeirra verið heimavinnandi meðan börnin voru á æskuárunum og þegar hún hafi farið að vinna úti hafi Óttari fundist það ómögulegt. „Loksins þegar hún gat farið að einbeita sér að honum þá fór hún að vinna úti.“ segir hann stríðnis- lega. Þorgils Óttar: Þá var ég reyndar kominn í Verslunarskólann. Svo vann hún nú bara hálfan daginn þannig að þetta var ekki stórt vandamál! Þeir eiga góðar minningar frá æskuárunum í Firðinum. Hverfið við Hringbrautina harnmargt og innan hópsins „margir góðir boltamenn," eins og Þorgils Öttar orðar það. Hóllinn sem Hvamm- arnir eru í var að miklu leyti óbyggður og þar var gott athafna- svæði fyrir krakkana. „Svo var far- ið í lengri ferðir, niður á Hamar- inn og síðar suður á Holtið, jafn- vel með nesti.“ Bræðurnir segjast hafa verið þokkalega samstilltir sem böm, þrátt fyrir fjögurra ára aldursmun en kannski hafi þó yngri systkinin tvö Halldóra og Óttar verið enn samrýmdari. „Dóra systir ól mig eiginlega upp,“ segir Þorgils Óttar en bætir við, festulega, að hún hafi þó ekki haft áhrif á val sitt á íþróttafélagi. „Við bræður og pabbi vorum í FH en hún í Hauk- um svo það gátu orðið líflegar umræður á heimilinu undir viss- um kringumstæðum." Allar kynslóðir í íþróttunum Nú leiðist talið óhjákvæmilega að handboltanum og öðrum íþrótt- um en þær hafa verið stór þáttur í lífi allrar fjölskyldunnar. „Dóra systir var í landsliðinu, móðir okkar spilaði með IR, var Reykja- víkurmeistari með þeim einu sinni, faðir okkar tók mikinn þátt í félagsstarfi FH þótt hann keppti ekki mikið og móðurafi okkar, Þorgils Guðmundsson var íþróttakennari og glímumaður á sínum tíma. Hann bjó hjá okkur um tíma og allar þijár kynslóðirn- ar fylgdust með íþróttunum," segja þeir bræður. Sjálfir spiluðu þeir bæði fótbolta og handbolta og Þorgils Óttar er landsþekktur fyrir frammistöðu sína í handbolt- anum bæði í FH og landsliðinu sem hann spilaði með þar til fyrir 6 árum. „Eg byrjaði að æfa 8-9 ára gamall. Þá var FH hand- boltaliðið á toppnum og Geir Hallsteinsson lyrirmynd flestra ungra stráka,“ segir hann. Ami einbeitti sér þó ekki að handbolta heldur sparkaði holta líka og þegar hann var við nám í Skotlandi kynntist hann rugby og hafði gaman af. Spilaði bæði með háskólaliði og meistaraflokki klúbbs sem lék f neðri deildun- um. Hann kveðst líka hafa atast í fé- lagsmálum frá unga aldri, bæði í skóla- og íþróttafélögum. Verið formaður skólafélagsins í Flens- borg og tekið sæti í stjóm FH strax 17 ára gamall. „Ingvar Vikt- orsson, fyrrverandi bæjarstjóri var nágranni okkar og hann er að nokkru leyti ábyrgur fyrir mínu félagslega uppeldi," segir hann. „Ingvar var kennari í Flensborg og formaður handboltadeildar- innar og fékk mig ungan í stjórn með sér. Þegar ég kom heim frá námi erlendis fór ég í hans gamla sæti sem formaður og Óttar varð þjálfari hjá liðinu.“ Þeir bræður minnast með ánægju íslands- meistaratitils sem félagið náði meðan þeir voru í þessum emb- ættum. Umræðuefnin: íþróttir, pólitík og hestar Iþróttimar eiga greinilega sinn sess í hugum bræðranna enda segja þeir umræðuefhin á æsku- heimilinu oft hafa snúist um þær en líka hafi verið spjallað um póli- tík og hesta. „Við áttum alltaf hesta og ég er með þá enn,“ segir Arni. „Óttar átti líka hest en mátti Iitið vera að því að sinna honum svo ég notaði hann alltaf í hesta- kaup. Vinur okkar, Ragnar Jóns- son handknattleiksmaður sem líka stundaði hestamennsku, hafði gaman af að ffæða Óttar á því hvernig Iitan hest hann ætti hvetju sinni!“ Þegar við víkjum talinu að fjöl- skylduhögum þeirra í dag segjast þeir hafa verið samtaka í þeim málum. Báðir hafi gifst seint og báðir eigi tvö börn, fjögurra og tveggja ára. „Það munar bara tveimur mánuðum f aldri á dætr- um okkar, fjögurra ára,“ segir Árni. Þorgils var aðeins á undan. Svo þegar yngri bömin fæddust, sonur Óttars og dóttir mín, þá var ég tveimur mánuðum á undan." Greinilegt er að keppnisskapið er til staðar og báðir mæta með ijögurra ára dæturnar í íþrótta- skólann hjá Janusi Guðlaugssyni á laugardagsmorgnum. „Þar er mjög góður félagsskapur bæði fyr- ir börnin og foreldrana." Enn erum við farin að tala um íþróttir og keppnir! Því er ekki úr vegi að spytja í lokin hvort þeir telji íþróttirnar góðan undirbún- ing fyrir ábyrgðarstörf í lífinu. Þar eru þeir bræður sammála: „Já, bæði iðkun íþrótta og félagsstarf kringum íþróttir skila alveg gríð- arlega miklu og ekld vafi að gott er fyrir börn að alast upp í slíku umhverfi." GUN. Þorgils Óttar og Árni Mathiesen. Myndin er tekin á skrifstofu Árna viö Skúlagötu. Skrifstofa Þorgils Óttars er á Kirkjusandi og báðir hafa þeir bræður fagurt útsýni úr giuggunum yfir sundin blá. mynd: e.úl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.