Dagur - 11.03.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 11.03.2000, Blaðsíða 12
LIFIÐ I LANDINU 28 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 Usimivr Segja málverk aftur i tisKu Carnegie listverðlaunasýningin 1999 var opnuð á Kjarvals- stöðum í gær. Sýning er sett upp að frumkvæði samnefnds norræns fjárfestingabanka í samvinnu við sérfræðinga og menningarstofnanir frá öllum Norðurlöndunum. Á sýning- unni eru nýleg málverk eftir tuttugu myndlistarmenn frá öllum Norðurlöndunum, þar á meðal þrjá frá íslandi. Það fyrsta sem manni dettur í hug að spyrja um í sambandi víð Carnegie Art Award sýninguna á Kjarvalsstöðum er þetta: „Hvers vegna er fjárfestingabanki að setja upp myndlistarsýningu?" Svarið kemur frá Anne Folke umsjónar- manni sýningarinnar: „Carnegie hefur í mörg ár stutt við bakið á menningar- starfssemi. Fyrir rúmum tveimur árum fengum við áhuga á að beina þessum stuðningi í ákveðinn farveg og fórum af stað til að leita leiða til þess." Anne ferð- aðist því um Norðurlöndin og ráðfærði sig við þátttakendur í Iista- og menning- arlífi landanna um hvað væri best að gera. Niðurstaðan varð sú að bank- inn ákvað að einbeita sér að málverkinu innan myndlistar- innar. „Málverkið var búið að vera í ákveðinni lægð og hafði verið Iítið áberandi í listheimin- um um nokkurt skeið," segir Anne. „Flestum bar þó saman um að málverkið væri miðill sem stæði fyrir sínu hvað sem á gengi og því vert að veita því nánari athygli." Tískusveiflur í listheiminum Francisco Ortega sýningar- stjóri, sem Ieysir af Ulrika Le- vén í barnsburðarleyfi hennar, bendir á að listmálarar láti tískusveiflur í listheiminum yf- irleitt lítið á sig fá. „Á meðan málverkið var „úti" héldu þeir áfram að mála. Kannski höfðu þeir meira næði til að sinna málverkinu þar sem augu list- heimsins voru ekki stöðugt mænandi á þá, allavega er ekki annað að sjá en málverkið lifi ágætu lífi." Hann bendir á verk Rolfs Hansons, verðlaunahafa sýn- ingarinnar, máli sínu til stuðn- ings. „Verk hans fara ekki úr tísku af því þau segja sögu með algilda skírskotun." En það kemur í Ijós að þau hafa líka skírskotun í listasöguna, nánar tiltekið verk sænska málarans Carls Frederiks Hill sem einnig hafði míkil áhrif á þýsku expressjónistana í upp- hafi aldarinnar. Stigarnir sem Hanson málar munu vera þeir hinir sömu og Hill málaði á sínum tíma í Suður-Frakk- landi. Ortega bendir einnig á, líkt og einn íslensku þáttakendanna á sýn- ingunni Helgi Þorgils Friðjónsson hefur gert, að málverkið hafi á undanförnum misserum öðlast ákveðna uppreisn æru í listheiminum. Málverk eru aftur kom- in upp á veggi í framsæknum galleríum. „Listheimurinn hagar sér ekkert ósvipað tískuheiminum. Þegar eitthvað er búið að vera nógu lengi úti í kuldanum kemst það aftur í tísku," segir Francisco. í mörgum þrepum Fregnir um andlát málverksins voru sem sagt ekki á rökum reistar, enda rökrétt að það fái uppreisn æru nú þegar sérhæfing og Iandamæri milli miðla í myndlistinni virðast endanlega vera að þurrkast út. Listheimurinn sýnir þeim endurnýjað áhuga, sem kristallast meðal annars í eft- irspurn safna utan Norðurlandanna eftir að fá Carnegie sýninguna til sín. Sá áhugi getur líka verið því að þakka hversu fagmannlega staðið er að skipulagningu sýningarinnar, þar sem hagsmunir fyrir- tækisins víkja fyrir áliti sérfróðra ráðgjafa. Skipulagning sýninganna hefst mörg- um mánuðum áður en hún opnar í fyrstu borginni, eins og tíðkast í stórum söfn- um, og er ferli næstu sýningar er þegar komið á fullt skrið. Carnegie byrjar sem sagt á að tilnefna nokkra safnamenn, fræðimenn, listamenn og gagnrýnendur frá hverju Norðlandanna og biður þá um að tilnefna nokkra listamenn frá sínu landi. I ár kom það í hlut Gunnars J. Lena Cronqvist: Stúlka í rauðu ásamt móður, 1999. Límlitur og olía á striga, 121 x 144 sm. Lena á tvímælalaust „óþægileg- ustu" verkin á sýningunni. Árnasonar, Péturs Ara- sonar og Hrafnhildar Schram (auk eins sem kaus nafnleynd) að nefna listamenn til þátttöku fyrir hönd ís- lands. Þessir listamenn eru síðan beðnir um að senda inn slides-myndir af fimm listaverkum, sem sérstök dómnefnd, skipuð norrænum safn- stjórum, sér um að velja úr. Tilnefndir listamenn eiga ekki að- eins möguleika á að taka þátt í sýningu sem ferðast til allra Norður- landanna, auk London á þessu ári, heldur fá þrír þeirra vegleg pen- ingaverðlaun og einn fékk styrk. RolfHanson: Around the Stair V, 1998. Olía á tréplötu, 150 x 150 sm. Hann hlautu fyrstu verðlaun Carnegie fyrir verk sín, 500.000 sænskar krónur. Ekki eftir þjóðerni ----------- Verðlaunahafarnir í ár heita Rolf Hanson frá Svíþjóð, Silja Rantanen frá Finnlandi og Clay Ketter frá Bandaríkjunum, sem starfar í Svíþjóð. Sérstakan styrk fékk Tal R, rúmlega þrí- tugur myndlistarmaður ættaður frá Isra- el, sem býr í Danmörku. Það er því nokk- uð ljóst að Carnegie setur aðeins skilyrði um búsetu en ekki þjóðerni. Þá eru þátt- takendum ekki sett nein aldurstakmörk og þeir heldur ekki útilokaðir frá tilnefn- ingu í framtíðinni fyrir að hafa tekið þátt áður. Listamenn virðast ekki setja það fyrir sig að vera með á sýningu sem ber nafn eins stærsta fjárfestingabanka á Norðurlöndum, enda gefur skipulagning- in varla tilefni til þess. Þetta er önnur Carnegie sýningin sem sett er upp en hún er þegar farin að færa út kvíarnar. Eins og áður sagði verður hún næst sett upp í London, en fyr- irspurnir hafa einnig borist frá Suður- Frakklandi og víðar, um næstu sýningar. Með tilliti til þessa er Anne Folke þegar farin að hugsa um endurskipulagningu sýningarhaldsins. Hún segir að í fram- tíðinni verði sýningin fyrst opnuð í janúar í stað október nú, sem þýðir að hún verður allsstaðar sett upp á þvf almanaksári sem hún er kennd við. Á Carnegie 1999 sýningunni, sem nú er á Kjarvalsstöðum (í fyrra var sýnt á Listasafni Islands) gefur vissulega aðeins að lfta málverk. En þegar þau eru skoðuð nánar, kemur í ljós að þótt listamennirnir hafi kosið að vinna með málverkið eiga þeir afar ólíkan bakgrunn og að baki verkanna Iiggja mismunandi forsendur. (Borgarjlandslag Francisco Ortega hefur gert sitt til að stilla upp andstæðum verkum, sem þó eiga sameiginlegan snertiflöt. Þetta á við um verk verðlaunahafans Silju Ratanen, við verk Guðrúnar Einarsdóttur og Ge- orgs Guðna. Málverk hins síðastnefnda kanna ómælisvíddir landslagsins, sem í Helgi Þorgils Friðjónsson: Heilóg fjölskylda, 1998. Olía á striga, 120 x 160 sm. Tal R: Stjarna, 1999. Oía á striga, 200 x 200 sm. „Hann getur ekkí málað öðruvísi, þó hann sé bú inn að fara ískóla,"segirsýningarstjórinn. raun er abstrakt og gert eftir minni þrátt fyrir fjöllin. Verk Guðrúnar hins vegar virðast óhlutbundin en eru, þegar betur er að gáð, nákvæm eftirlíking af náttúrunni, séð í ljósmyndalegri nærmynd. Á milli þeirra eru þrjú málverk af óhlutbundnum línum og ferningum eftir Silju, sem reyn- ist vera að kortleggja, eftir minni, göngu- ferð sína um ftalska borg. Þannig á Silja kannski meira sameiginleg með Georgi Guðna, en Guðrúnu, þótt nálgunin og útkoman séu ólík. Samskonar andstæður er að finna í sitt hvorum enda Vestursalarins. Áferð Kringlóttra málverka Matti Kujasalo minnir einna helst á móðurborð úr tölvu um leið og þau hafa sterka skírskotun til Op art listaverka. Þau höfða því til annarskonar sjón- skynjunnar en tján- ingarríkar myndir Tal R af hversdags- legu umhverfi og að- stæðum í anda Mat- isse. I hinum endanum minnir annað verk allt í senn á tölvur og gamla prent- tækni, en þetta er Óþekktur eftir Anne-Karin Furu- nes, sem hangir uppi við hlið expressjón- ísku stiganna hans Hansons og hugmyndafræðilega myndröð Ketters. I sama sal getur einnig á að Iíta Ijósmyndir sem við eigum að skilja sem heimild af gjörningi eftir Matts Leider- stam. Frammi á gangi safnsins er skyggnu- myndasýning af öðrum gjörningi sem norsk-danski listamannadúettinn Elm- green & Dragset framdi við opnun Carnegie Art Award 1999 í Osló í október síðastliðinum. Það má ekki aðeins Ifta á veru gjörningsins þarna sem vilja Carneg- ie til að sýna að sýningin sé með á öðrum nótum myndlistarinnar. Hann undirstrik- ar ekki síður þá staðreynd, að miðillinn í myndlist samtfmans, segir aðeins hálfa söguna. -MEÓ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.