Dagur - 11.04.2000, Side 4

Dagur - 11.04.2000, Side 4
é -ÞRIBJUDAGU R 11. APRÍL 2000 FRÉTTIR Sigurður Svavarsson formaður Félags ísl. bókaútgefenda situr hér í dómarasætinu í dómssal Hegningarhússins. Benedikt Kristjánsson framkvæmdastjóri bókavikunnar er til vinstri á myndinni. Glæpasögur í öndvegi í vikuimi Vika bókarinnar er nú haldin öðru sinni og eink- um helguð glæpasögum. Su glænýjasta er Leyndar- dómar Reykjavíkur 2000. Ástæða þess að við kynnum bókavik- una í þessu húsi - Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg - er sú, að við ákváðum hafa glæpa/sakamálasögunar sem þema bókavikunnar að þessu sinni og fannst því þessi húsakynni við hæfi, sagði Sigurður Svavarsson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. En félagið, í samvinnu við fleiri aðila held- ur nú hátíðlega öðru sinni; Viku bók- arinnar, dagana 11. til 17. apríl. Til- efnið er raunar Alþjóðadagur bókar- innar, 23. apríl, sem svo vill til að ber núna upp á páskadag, svo bókavikunni var flýtt að þessu sinni. Bækur koma ekki bara út um jólin Tilgang bókavikunnar segja útgefendur þann að draga athygli fólks að bókum og hvetja til bóklestrar og bókaumfjöll- unar árið um kring. Gefin hafa verið út „Bókatíðindi vorsins" þar sem kynntar eru 70 þeirra bóka sem þegar hafa komið út frá áramótum ásamt dagskrá vikunnar þar sem margir koma við sögu; Bókasamband Islands, bóka- verslanir, bókasöfn, fræðiritahöfundar, bókagerðarmenn, bókaútgefendur og síðast en ekki sfst skáld og rithöfundar. Nýtt met í morðum Einn óvæntasti atburður vikunnar er útkoma æsispennandi glæpasögu; „Leyndardómar Reykjavíkur 2000“ sem átta rithöfundar sameinuðust um að semja á rúmum tveim mánuðum. Fyrsta kaflann samdi Viktor Arnar Ing- ólfsson og síðan hvern kaflann af öðr- um þeir; Hrafn Jökulsson, Birgitta Halldórsdóttir, Arnaldur Indriðason, Stella Blómkvist, Árni Þórarinsson, Gunnar Gunnarsson og Kristinn Krist- jánsson formaður Hins íslenska glæpa- félags, sem samdi lokakaflann - og lof- ar því að fleiri séu drepnir á síðum hókarinnar en í nokkurri annarri síðan Islendingasögurnar voru skrifaðar. Bókin er gefin út í 8 þúsund eintökum og bóksalar (utan tveir þeir stærstu; Hagkaup og Bónus sem vildu ekki sjá að vera með) ætla að gefa bókina öll- um þeim sem kaupa hjá þeim bækur í vikunni fyrir meira en 1.000 krónur (já rétt lesið; eitt þúsund krónur), meðan birgðir endast. Plastpokaljóð Utan um bækurnar fá kaupendur síð- an sérstaka plastpoka með áprentuð- um aldamótaljóðum þriggja skálda: Ingibjargar Haraldsdóttur, Sjón og Þórarins Eldjárns, sem þannig fá ljóð- um sínum dreift í 40 þúsund eintök- um. Fjölbreytt dagskrá fyrir börn og full- orðna verður út vikuna: Upplestur skáldverka og ljóða, málþing, umræðu- fundir um ólíkustu efni, allt frá kristni- töku til sakamálasagna. Þessar uppá- komur verða kynntar jafn óðum daginn áður. „Bókaball aldarinnar" verður n.k. föstudag í Versölum við Hallveig- arstíg fyrir alla þá sem vinna við bækur á einn eða annan hátt og/eða unna bókum. Og eins og undanfarin þrjú ár ætlar Félag ísl. bókaútgefenda og Prent- smiðjan Oddi að verðlauna alla 10. bekkinga sem útskrifast úr grunnskól- unum í vor með bókagjöf. - HEI bankanna, eða forstjór- Valur Valsson og ar eíns og þeir heita nú, Bjarni Ármannsson. þeir Valur Valsson og Bjami Ármannsson, eru eðlilega orðnir að mikl- um hetjum, ekki síst meðal uppanna sem livað mest fylgjast með á verðbréfamarkaði. Uppamir era raunar líka sá hluti þjóðarinnar sem lærði að lesa á myndasögubækur og þvi kemur það e.t.v. ekki á óvart að forstjóramir og bankasam- einingarhetjumar í Íslandsbanka-FBA em nú kallaðir Svalur og ValurL. Formannsslagurhm í Samfylk- ingunni er nú komiim í fullan gang og tók nýtt stökk við það að byrjað var að dreifa at- kvæðaseðlum. Fundaherferð formamianna þykir hafa tekist vel enda þaulskipulögð, en í að- alhlutverkum við skipulagn- ingu era þau Einar Már Sigurð- arson og Elsa Guðmundsdóttir með aðstoð Stef- áns Jóns Hafstein... Varaformannsslagurinn í Sam- fylkingumú er ekki mjög fjör- ugur enda þykir Margrét Frí- mannsdóttir nokkuð ömgg. Hins vegar er varaformanns- slagurinn í Framsóknarflokkn- um í fullum gangi og þessa dag- ana þykir Guðna Ágústssyni gagna flest í haginn. Það er þó talið vhma gegn Guðna hvað Össur Skarphéð- insson talar vel um hann á fundum - en Össur er ekki mjög vinsæll í flokkskreðsum framsóknar eftir harða gagnrýni á ýmsa ráðherra flokksins... V VR útilokar ekki verkfall FRÉTTA VIÐTALIÐ Magnús L. Sveinsson fonnaður Verslunarmanmfélags Reykjavíkur Mikil vonbrigðimeðSamtök atvinnulífsins. Ennþá í gamla tímanum meðgardínur fyrirgluggum. Hafna þremur affimmaðálkröfum verslun- arfólks. Markaðslaunum, styt- tri vinnutíma ogframlagi í endurmenntunarsjóð. - Hvemig standa samningamálin hjá ykkur? „Þau eru í hnút eins og er. Við fengum þau boð frá Samtökum atvinnulífsins fyrir sl. helgi þar sem þau hafna þremur af fimm aðalkröfum okkar. Við erum hinsvegar búin að semja um þetta allt saman við Félag ís- lenskra stórkaupmanna, þ.e. Samtök versl- unar en sá samningur nær til tvö þúsund fé- lagsmanna okkar, eða um 12% félagsmanna VR. Auk þess erum við búin að gera álíka samning við flugfélagið Atlanta. Samtök at- vinnulífsins hafa aftur á móti hafnað kröf- um okkar um markaðslaun, styttingu vinnu- tíma og greiðslu í endurmenntunarsjóð. Þeir hafa hinsvegar gefið grænt ljós á eina kröfu okkar sem er um framlag í Iífeyrissjóð. Þá er ennþá á umræðustigi krafan um hækkun lægstu launa þar sem engin niður- staða hefur enn fengist í það mál. Þannig að þetta er ansi rýrt það sem komið er.“ - Hvað á að gera í þessari stöðu? „Það var fundur í samninganefnd okkar í hádeginu sl. föstudag. Þar var einróma sam- þykkt að halda sig áfram við kröfurnar en skoða aðra útfærslu á einstaka þáttum ef það mundi Ieysa málið. Þetta yrði þó gert án þess að við slökum eitthvað á kröfum okkar. Þarna á í hlut verslunarfólk um land allt en ekki bara félagsmenn VR.“ - Þessi viðhrögð atvinnurekenda er von- brigði, eða hvað? „Þetta veldur mjög miklum vonbrigðum, enda eru okkar kröfur þess eðlis að þær eiga ekki að raska stöðugleikanum nema síður sé. Sannleikurinn er nefnilega sá að við erum búin að vera í rúmlega tveggja mánaða viðræðum sem hafa verið á mjög jákvæðum nótum. Þannig að við vorum í mjög góðri trú um að þetta væri að þokast á Iokastig. Þá kemur bara allt í einu tilkynning frá fram- kvæmdastjórn SA um þessi skilaboð." - Hefurðu einhverja skýringu á þvt? „Nei. Þeir virðast vera hræddir við mark- aðslaunin sem eru þó mjög þekkt í Dan- mörku. Þarlendis taka um 84% launafólks laun samkvæmt markaðslaunum og hefur reynst mjög vel þar. Samtök atvinnulífsins viljt hinsvegar halda sig við Iaunaleynd og vilja ráðskast með þetta einhliða eins og þeir hafa gert. Þeir vilja semja við stéttarfélagið um lága taxta, eða 67-84 þúsund á mánuði til að geta sagt Iaunafólki að þetta séu taxt- arnir sem stéttarfélagið samdi um. Þeir vilja því nota stéttarfélagið til að benda launa- fólki á sökudólginn. Þessir menn eru því miður enn í gamla tímanum, þeir hafa ekki dregið gardínuna frá glugganum og horfa ekki til morgundagsins og þeirra breytinga sem hafa orðið og eru framundan í þessum efnum.“ - Eru þið þá famir að hugleiða verkfall til að þrýsta á kröfur ykkar? „Menn hafa auðvitað velt því upp. Eg vil þó ekki trúa því fyrr en á reynir að til þess þurfi að koma. En auðvitað er það inní myndinni, það segir sig bara sjálft. Aftur á móti ætlum við að láta reyna á það til þraut- ar hvort hægt sé að ná samningum. Þess- vegna Ieggjum við þetta svona upp, þ.e. að halda sig við kröfurnar en jafnframt að skoða aðra útfærslu á þeim. Við viljum láta reyna á þetta áður en við verðum neyddir til að grípa til aðgerða. Hinsvegar hafa menn stuttan tíma til þess.“ - Eru metin þá að tala um allsherjar- verkfall á landsvísu? „Nei, ég geri alls ekki ráð fyrir því. Við mundum frekar taka á einhverjum þrýsti- stöðum sem gætu skilað okkur jafnmiklu. Við erum hinsvegar ekki farin að skipuleggja hvaða staðir það gætu orðið.“ - GRH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.