Dagur - 23.05.2000, Page 4

Dagur - 23.05.2000, Page 4
4 -ÞRIDJUDAGUR 23. MAÍ 2000 FRÉTTIR Jóhannes Antonsson netagerðarmaður, áreiðanlega sá eini hér á landi sem numið hefur fræðin í gegnum Netið með formlegum hætti. mynd: brink. Netagerð á netinu Blað brotið í fjarkennslu þegar fyrsti netagerðar- maðurinn útskrifast með aðstoð Intemetsins. Hefði verið illframkvæmanlegt í hans tilviki án tölvutækn- innar. Jóhannes Antonsson, 34 ára Dalvfking- ur sem búsettur er á Akureyri, útskrif- aðist sl. laugardag sem fullgildur neta- gerðarmaður frá Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Það er í sjálfu sér ekki frétt- næmt heldur námsaðferðin sem Jó- hannes beitti til að öðlast réttindi sín. Hann er fyrsti íslenski netagerðarmað- urinn sem útskrifast með aðstoð Inter- netsins í fjarkennslu og fékk sérstakar viðurkenningar af því tilefni. „Þetta er náttúrlega dálítið skondið að vera í netagerð á netinu," sagði Jó- hannes þegar Dagur náði tali af hon- um í gær á vinnustað hans, Icedan á Akureyri. Hann er fýrrum sjómaður sem ákvað að fara í land, fyrst og fremst vegna stöðu sinnar sem íjöl- skyldumanns og Jóhannes er þess full- viss að námsaðferðin hafi sparað hon- um mikla fýrirhöfn og óþægindi. „Svo er kostnaðurinn náttúrlega miklu minni. Eg gat verið heima hjá mér og stundað mína vinnu og sinnt íjölskyld- unni.“ Lítur hann svo á engin takmörk séu Jyrir því hvað hægt sé að læra með að- stoð Netsins eftir þessa reynslu? „í rauninni ekld, ég hugsa að það sé hægt að læra nánast allt nema verk- legu þættina á netinu." Verðlaun frá stéttarfélaginu Jóhannes fékk viðurkenningu við út- skriftina frá stéttarfélagi netagerðar- manna fýrir að vera sá fýrsti sem út- skrifast með aðstoð fjarkennslunnar. Einnig sæmdi Landssamband veiðar- færagerða hann verðlaunum fyrir sömu sakir og sjá eflaust margir fyrir sér aukna aðsókn í þetta nám sem margvísleg önnur fög með aukinni nýt- ingu tölvutækninnar. Jóhannes segir að vissulega hafi stundum komið upp vandamál hjá honum milli fjar- kennslustímanna en þá hafi hann ver- ið svo lánsamur að eiga greiðan aðgang að kennurunum. Spurningum hafi ver- ið svarað hratt og örugglega með tölvu- pósti eða símtali. Bjart framnndan Netagerðarnám er yfirleitt aðeins kennt annað hvert ár og voru þeir fjór- ir netagerðarmennirnir sem útskrifuð- ust í ár frá Fjölbrautaskólanum á Suð- urnesjum. Skólinn í Keflavík er sá eini á Iandinu sem býður upp á þetta nám hér á landi og er þörf á að fá fleiri fag- Iærða til starfa enda ærin verkefni framundan. „Heimurinn er allur að verða minni. Sá sem býður best fær verkin, burtséð frá því hvar menn eru staddir í heiminum. Það hjálpar okkur Islendingum líka að við erum með gott orðspor í veiðarfæragerð. Það er bara bjart framundan í greininni held ég,“ segir „netverjinn" knái, Jóhannes Ant- onsson. - Bt> FRÉTTA VIÐTALIÐ Þorfinnur Ómarsson. Pottveijar höfðu veitt því athygli að stærstu ljós- vakamiðlar landsins, RÚV og Stöð 2, höfðu lítinn sem eng- an viðbúnað vegna kvikmynda- hátíðarinnar í Cannes. Stöðv amar höfðu engan fulltrúa á staðnum og byggðu fréttaflutn- ing sinn nær alfarið á frásögnum Þorfinns Ómarssonar, fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs íslands. Hann var í nær flestum fréttatímum og eftir því sem pottveijar höfðu hlerað mun Þor- finnur hafa á stundum vera orðinn þreyttur á þessu. Þannig stoppaðj ekki farsíminn hjá hon- um á meðan hann var staddur verðlaunaafhend inguna og svo fór að hann varð að tala í hálfum hljóðum í heiirni útsendingu í fréttatíma RÚV. Mmi Þorfinnur að vera að íhuga að senda RÚV og Stöð 2 reikning fyrir fréttaritarahlutverkið... Meira um Cannes og afrek ís- lendinga þar. Svo gæti farið að dönsku og íslensku framleið- endur Dansarans í myrkrinu geti af sér fleiri stórmyndir. Ýmis verkefni eru í gangi sem gætu jafnvel átt eftir að skila okkur fleiri gullpálmum, hver veit? Síðan eru Friðrik Þór Friðriksson og Sjón, sem báðir koma að Dansaranum þeirra Lars og Bjarkar, að vinna í breskri kvikmynd. Sjón skrif- ar handritið og Friðrik Þór kemur til með að leikstýra. Sú mynd á að hluta til að gerast í fr am- tíðinni, nokkuð sem Friðrik Þór hefur ekki feng- ist svo mikið við til þessa. Pottverjar híða spenntir eftir útkomunni... Fríðrik Þór Friðríksson. Pottverjar sem fylgjast með útvaxpsstöðvunum segja að breytingar séu framundan á stöðinni Klassík FM 100.7 en sú stöð flytur einkum sí- gilda tónlist. Dagskrárstjóri stöðvarinnar til nokkurra ára, Halldór Hauksson, hefur sagt upp og látið af störfum, en nýr stjómandi ekki enn ráðinn í hans stað. Fullyrt er í pottinum að fram- tíð stöðvarinnar sé nokkuð á huldu. Siguiúur Öm Hansson aðstoðaryfirdýralæknir Sýni vantaði í einhverjum til- féllum. Aukin campylobact- ermengun í kjúklingum. Ekki Ijóst hvemig né hvarþað geti- ist. í rannsókn. Bjartsýni á sumarið. Mistök virt sýnatöku Hefur efirlit embættisins með campylobactermenguðum kjúklingum al- gjörlega brugðist í Ijósi aukinnar mengun- ar íferskum kjúklingum? “Nei, ég vill ekki segja að það og það er ekki rétt. Það urðu þarna ákveðin mistök f sambandi við sýnatöku og ég harma það mjög. Ég hef upplýsingar um það og veit að þetta er komið núna í gott horf. Eg mun einnig leggja mikla áherslu á það að eftirlit dýralækna í sláturhúsum og alifuglabúum verði í góðu lagi og mun lylgja því eftir.“ - / hverju voru mistökin fólgin? “Mistökin voru fólgin í því að það vantaði sýni í einhverjum tilfellum. I apríl og maí voru öll sýni sem voru tekin af eldishópum af kjúklingum neikvæð. Það eru tekin sýni á þremur stöðum, þ.e. við fjögurra vikna ald- ur, áður en slátrun hefst og síðan strax eftir slátrun. Sýni sem voru tekin við fjögurra vikna aldur voru neikvæð en síðan var nokk- uð um það að sýni voru menguð sem voru tekin í upphafi slátursferils og eftir slátrun. Það virðist sem fuglarnir hafi mengast frá fjögurra vikna aldri uns jreir komu í slátur- hús. Það er hins vegar ekki ljóst hvernig þetta gerðist eða hvar. Það er þvf eitt aðal- verkefnið að Ieita svara við því.“ - Var þetta hjá einum framleiðenda eða kannski hjá mörgum? “Þetta var hjá fleirum en einum framleið- anda. Það sem er kannski sérstakt við þetta var það að það var slátrað tveimur stórum eldishópum sem reyndust mengaðir. Þegar slátrað er svona stórum eldishópum er þeim skipt upp í siáturhópa og tekin sýni úr hverj- um hópi vegna þess að það er ekki hægt að slátra þeim öllum í einu.“ - Er vitað hversu víðtæk hún er þessi mengun? “Eg veit ekki hvað ég á að segja um það. Það eru allavega þessir hópar sem eru mengaðir. í framhaldi af þvf kölluðum við fulltrúa kjúklingabænda á okkar fund þar sem við ræddum ástandið við þá og hvernig unnt væri að finna lausn á þessu. Við mun- um jafnframt brýna fyrir þeim að fara yfir allar verklagsreglur og vinnubrögð á ali- fugHbúum til að tryggja að ítrasta hreinlæti sé gætt og til að tryggja að smit berist ekki inná búin og nái að dreifast innan þeirra. Við höfum jafnframt eftirlit með hreinlæti í sláturshúsunum. Varðandi þessa niðurstöðu þá bendir flest til þess að fuglarnir mengist ekki í sláturhúsinu og að þrif og sótthreins- un þar virðist vera f lagi. Því til sönnunar má benda á að þótt menguðum hópum hafi verið slátrað, þá var fyrsti hópur sem slátrað var næsta dag á eftir ómengaður. Það bend- ir til þess að hreinlæti í sláturhúsinu sé í lagi.“ - Er það ásættanlegt að það séu megnað- ir kjúkltngar i verslunum? “Nei, það er það sem við stefnum að verði ekki. Það er jafnframt húið að gera sam- komulag um að kjúklingar úr megnuðum eldishópum verði frystir." - Það læðist að mörgum grunur um að þið dragið frekar taum framleiðenda en neyt- enda í þessum rnáli. Er það svo? “Nei. Eg tel það vera markmið yfirdýra- læknis að koma þessum málum í eins gott horf og hægt er og minnka campylobact- ermengun í kjúklingum eins og kostur er.“ - Það var töluvert mikið um það sl. sum- ar að fólk veiktist af neyslu mengaðra kjúklinga. Hvemig heldurðu að þetta verði í sumar? “Þótt að við séum með verri niðurstöðu í aprfl og fyrstu dagana í maí, þá höfum við náð umtalsverðum árangri í baráttunni gegn þessari megnun í kjúklingum. Ég leyfi mér þvf að vera bjartsýnn á að það muni halda áfram.“ - grh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.