Dagur - 23.05.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2 000 - S
FRÉTTIR
L
Fj ármálaeftírlití ð
stoppaði Framsýn
Úrvalsvísitalan fellur. 15-20% afföll á húsbréfum. Góð fjárfesting
Ekkert varð úr því í gær að Verð-
bréfamiðlun Framsýnar byrjaði
viðskiptavakt með húsbréf eins og
að var stefnt vegna athugasemda
Fjármálaeftirlitsins. Þá voru aff-
föll húsbréfa áfram um 15-20%.
Rólegt var á hlutabréfamarkaðn-
um í gær og um miðjan dag hafði
úrvalsvísitalan fallið um 1,3%. A
fjármálamarkaði var þetta túlkað
sem hluti af þeim afleiðingum
sem ástandið á skuldabréfamark-
aðnum hefur valdið. Hjá Seðla-
bankanum var hins vegar bent á
að lítil viðskipti hafa verið með
hlutabréf um nokkurt skeið og því
mikil einföldun að tengja það
beint við skuldabréfamarkaðinn.
Sem dæmi hefur gengi hlutabréfa
í Eimskip fallið um 11-12% frá því
um miðja síðustu viku, eða úr
genginu 11,20 í 9,90.
Þreifingar
I gær héldu áfram þreifingar
banka og stjórnvalda vegna
ástandsins sem skapast hefur á
skuldabréfamarkaðnum og upp-
sögn sumra þeirra á viðskiptavakt
með ríkisskuldabréf. Meðal m.a.
ræddu saman fulltrúar Lands-
banka og Lánasýslu ríkisins og
eins mun félagsmálaráðherra hafa
rætt málið við forsætisráðherra.
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinn-
ar - græns framboðs fundaði ein-
nig um málið í gær og þann vanda
sem upp er kominn í húsnæðis-
og efnahagsmálunum. 1 ályktun
fundarins er varað við þessum af-
Ieiðingum og að hundruð Ijöl-
skyldna skuli verða fyrir stórfelld-
um áföllum vegna affalla á mark-
aðsvæddum húsnæðislánum.
Þess f stað mun hreyfíngin beijast
fyrir nýju félagslegu húsnæðis-
lánakerfi, fjölga úrræðum al-
mennings í húsnæðismálum og
ekki síst að auka framboð á tryggu
leiguhúsnæði á góðum kjörum.
Góð fjárfesting
Bjami Brynjólfsson forstöðumað-
ur hjá Verðbréfamiðlun Framsýn-
ar sagði að fyrirtækið hefði þurft
að senda frá sér tilkynningu í gær-
morgun þess efnis að það gæti
ekki haft milligöngu um viðskipta-
Avakt með húsbréf vegna athuga-
semda Fjármálaeftirlitsins. Þar
kemur fram að Verðbréfamiðlunin
ekld haft þessa starfsemi með
höndum vegna reglna um eiginfé.
Hins vegar séu menn ennþá að
skoða þennan möguleika, bæði
miðlunin og Fjármálaeftirlitið. Þá
sé fullur vilji hjá lífeyrissjóðunum
sem eiga Verðbréfamiðlun Fram-
sýnar að koma inná þennan mark-
að. Hann segir að menn hefðu
talið sig mega helja viðskiptavakt
með húsbréf og því hefði ákvörð-
un um það verið tilkynnt sl. föstu-
dag. Hann vísar þvi á bug að
menn hefðu verið beittir einhveij-
um þrýstingi til að auglýsa við-
skiptavaktina á sama tíma og
Landsbankinn, íslandsbanki -
FBA og Spron voru að hætta því
með mánaðar fyrirvara. Stað-
reyndin sé hins vegar sú að hús-
bréf séu góð fjárfesting, enda séu
mjög góð skilyrði til að kaupa rík-
istryggð skuldabréf með 15-20%
affföllum. Sú staða þekkist trú-
lega hvergi um þessar mundir.
-GRH
Þórir Einarsson mun spjalla við
sjómenn meðal annarra.
Sjómanna-
deiían til sátta
Samtök atvinnulífsins vísuðu í
gær, fjrír hönd Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, kjaradeilu
sjómanna og útvegsmanna til
sáttasemjara ríkisins til umljöllun-
ar og verkstjómar. Að sögn Friðriks
J. Arngrímssonar, framkvæmda-
stjóra LIU, er þetta gert vegna þess
að samtök útvegsmanna eigi að
viðsemjendum aðallega þijá aðila,
þ.e. Sjómannasamband íslands,
Farmanna- og fiskimannasam-
band Islands og Vélstjórafélag Is-
lands. Flest atriði varði alla í áhöfn
skips sem byggjast í aðalatriðum á
hlutaskiptum. Því verði ekki samið
við þijá aðila um sama efni nema
það sé sambærilegt. Þeir þrír íyrr-
nefrídu aðilar hafi ekki fengist til
viðræðna sameiginlega, heldur
hver í sínu lagi. Sáttasemjari geti
hins vegar boðað þessa aðila til
fundar samtímis.
Forseti Islands og menntamálaráðherra voru meðal þeirra sem fögnuðu gagngerum endurbótum sem nýlokið er
á Dómkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan hefur verið opnuð aftur.
Umdeilt álit Tölvunefndar
Reikuistofa bankaima
skilur ekki Tölvu-
nefnd.
Menn eru ekki á einu máli um þá
ákvörðun Tölvunefndar að net-
þjónustufyrirtækjum beri að tak-
marka skráningu upplýsinga um
nethegðun viðskiptavina. „Eg skil
ekki hvað Tölvunefnd er að fara,
ég sé ekki betur en hún sé að
banna sjálfgefna skráningu sem
hefur verið viðhöfð á hverri ein-
ustu Internetþjónustu alls staðar í
heiminum," segir Elías H. Agústs-
son, tölvufræðingur hjá Reikni-
stofnun Háskólans. Hann segir að
mun minna sé um persónugrein-
andi upplýsingar en almennt sé
talið. „Það er ekki fýrr en þú ferð
að púsla saman upplýsingum úr
mörgum áttum að þær fara að
skipta máli,“ segir Elías og bætir
við að hætta sé á því að netþjón-
ustufyrirtæki missi álit út á við
vegna þessa. Friðrik Skúlason
tölvufræðingur hjá Friðriki Skúla-
syni ehf. bendir aftur á móti á að
um hagsmunaárekstra sé að ræða.
„Það verður að halda nægjanlega
nákvæmar upplýsingar um tölvu-
notkun manna til að hægt sé að
hafa upp á tölvuþrjótum. Það
verður að vera hægt að rekja að-
gerðir sem geta valdið öðrum
skaða, t.d. nafnlaus hótunarbréf.
Á sama tíma má ekki skrá niður
upplýsingar um netferðir manna
vegna persónuverndarákvæða,"
segir Friðrik og bendir á að óldeift
sé að samrýma hagsmuni not-
enda, auglýsenda og þjóðfélags-
ins. Friðrik segir að skráning upp-
lýsinga hjá netþjónustufyrirtækj-
um sé mismunandi en í raun sé
hægt að fylgjast nákvæmlega með
öllum aðgerðum viðkomandi.
„Það er hægt að skrá nákvæmlega
hvað viðkomandi sækir og sendir.
Þú getur skráð hvað notandi fær á
skjáinn hjá sér og jafnvel afritað
myndir sem hann sækir,“ segir
Friðrik. Hann segir jafnframt að
vel sé hægt að reka netþjónustu
án þess að skrá aðrar upplýsingar
en þær hvenær notandinn tengir
sig og hvenær hann hættir.
Verður að vita hvað má
Bjöm Davíðsson, netstjóri hjá
tölvu- og netþjónustufýrírtækinu,
Snerpu, segist vera sammála áliti
Tölvunefndar, það hamli ekki
þeirra starfssemi og sé í samræmi
við vinnubrögð Snerpu. „Við höld-
um skrár um hvemig Internetið er
notað en skráningamar eru ekki
persónugreindar, þ.e. netvefur og
notendanafn er ekki rakið saman
og viðkvæmustu skránum er eytt á
fárra daga fresti," segir Björn.
Hann fagnar áliti tölvunefndar
um takmörkun skráningar á
nethegðun en segist þó vilja sjá
skýrari stefnu. „Við hjá Snerpu
myndunt fremur vilja sjá lagasetn-
ingu þannig að það verði á hreinu
hvað má skrá og hvað ekki. Við
teljum brýna nauðsyn á að skrá
niður það sem fram fer í tölvukerfi
að því marki sem það er hægt til
að villuleita kerfín þegar bilun
kemur upp,“ segir Bjöm.
Niðurstaða Tölvunefndar er að
lögin um skráningu og meðferð
persónuupplýsinga „heimili net-
þjónustuaðilum einungis að skrá
upplýsingar um netferðir að því
marki sem brýna nauðsyn ber til
vegna reikningsgerðar og uppgjörs
fyrir kostnað vegna aðgangs að
tölvupóstkerfi og/eða neti, og fýrir
aðra veitta þjónustu, s.s. síun
markaðspósts, skönnun pósts
vegna vírusvarna o.þ.h.“
Forsetinn sjálfkjörmn
Olafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, er sjálfkjörinn næsta kjör-
tímabil, en framboðsfrestur rann út fyrir helgina. Tilraunir Astþórs
Magnússonar til að bjóða sig fram mistókust þar sem hann lagði ekki
fram nægilegan fjölda meðmælenda með framboði sínu.
9,5% hækkim byggingarvísitölu
Hækkun byggingarvísitölu síðastliðna prjá mánuði samsvarar 9,5%
hækkun á ári. Vísitala byggingarkostnaðar fyrir júnímánuð er 244,4
stig (júní 1987=100) og hefur hækkað um 0,1% frá fyrra mánuði
samkvæmt Hagstofu Islands. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði bygg-
ingarvísitalan um 3,6%.
Launavísitala aprílmánaðar er 191,1 stig og hækkar um 0,8%
frá fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning
greiðslumarks fasteignaveðlána er 4181 stig í júní 2000.
Vextir hækka
Þann 1. júní n.k. hækka vextir á
öllum verðtryggðum inn- og út-
lánum hjá Islandsbanka-FBA
um 0,7%. Þessi hækkun er í
samræmi við þá þróun sem ver-
ið hefur á markaðinum að undanförnu.
Eftir hækkunina verða til dæmis innlánsvextir á Sparileið 60 6,00%
en þeir eru nú 5,30% og kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa hækka úr
6,45% í 7,15%.
Alþjóðleg almannavamaræfing
Almannavarnaræfingin Samvörður 2000 verður haldin á Islandi dag-
ana 7.-12. júní næstkomandi. Æfingin er hluti af alþjóðlegu öryggis-
og varnarmálasamstarfi Atlantshafsbandalagsins Samstarfi í þágu
friðar, (Partnership for Peace 8.) Samvörður 2000 er önnur al-
mannavarnaræfing sinnar tegundar sem haldin er á íslandi. Fyrsta
æfingin var haldin á Islandi árið 1997. Tilurð almannavarnaræfinga
af þessu tagi má rekja til þeirrar stefnu íslenskra stjórnvalda að auka
hlut Islands í alþjóðlegu öryggis-og varnarmálasamstarfi.
Auk landhelgisgæslunnar og almannavarna ríkisins munu rúmlega
400 íslenskir sjálfboðaliðar taka þátt í æfingunni, ásamt lögreglu,
slökkviliði og björgunarsveitarmönnum. Atburðarás Samvarðar 2000
snýst um björgun skemmtiferðaskips í hafsnauð. Æfingin er tvfskipt.
Fyrri hluti hennar felst í fyrirlestrum og málstofu, en síðari hlutinn
er vettvangsæfing. Vettvangsæfingin felst í því að bjarga 150 farþeg-
um frá borði brennandi skemmtiferðaskips með áherslu á slökkvi-
störf, reykköfun, varúðarráðstafanir vegna eiturefna, aðhlynningu
slasaðra, flutning slasaðra og óslasaðra frá borði í land og móttöku og
umönnun í landi. Samtals taka fulltrúar frá fimmtán aðildarríkjum og
samstarfsríkjum Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni.