Dagur - 23.05.2000, Qupperneq 6
€ - ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
ÞJÓDMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Adstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG boo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: i.goo kr. Á mánuði
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páli Reyniss.
(AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (REYkjavík)
Boðskapur biskupsins
í fyrsta lagi
Aðvörunarorð biskups íslands, herra Karls Sigurbjörnssonar, í
opnuviðtali Dags um helgina virðast hafa hitt beint í mark. Þar
réðist hann gegn þeim trúarbrögðum græðginnar sem svo
margir aðhyllast nú um stundir: „Við höfum lifað mikla veislu
á Islandi og ekki má vanþakka það. En stundum finnst manni
sem fólk áliti lífið eitt allsheijar íjárhættuspil. Spilafíkn er eins
og önnur fíkn, lokkar og laðar en festir síðan í snöru sinni.
Erum við kannski sem þjóð á kafi í neyslu, alls konar neyslu, í
viðjum vímufíknar? Þyrftum við ekki bara að fara í meðferð?“
í öðru lagi
Davíð Oddsson, forsætisráðherra, tók þessi ummæli óstinnt
upp þegar hann var spurður um þau í sjónvarpsþætti um helg-
ina og taldi þau röng og einkennast af klisjum. Slík viðbrögð
ættu ekki að koma á óvart. Forsætisráðherra hefur lengi haft
mjög takmarkaða sjón. Hann hefur ekki séð neyð öryrkja og
annarra sem lifa eingöngu á bótum sem eru langt fyrir neðan
umsamin lágmarkslaun í landinu. Hann sér ekki fátækt á Is-
landi. Hann sér ekki hættuna af stórfelldum viðskiptahalla ár
eftir ár eftir ár né heldur af verulega meiri verðbólgu en gerist
meðal nágrannaþjóðanna.
1 þriöja lagi
Það var mjög tímabært hjá biskupi Islands, leiðtoga íslensku
þjóðkirkjunnar, að vara svo rækilega við þeirri alvarlegu mis-
skiptingu lífskjara sem einkennir samtímann. Vonandi heldur
hann áfram að tala í jafn hnitmiðuðum „klisjum11 um nauðsyn
þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir og auka félagslegt
réttlæti. Vonandi heldur hann áfram að vara við þeirri tak-
markalausu mammonsdýrkun sem einkennir gróðahyggju og
græðgi hins óhefta markaðar þar sem enginn hugsar um þá
sem verða undir. Ef biskup Islands og aðrir þeir sem bera hag
hinna verst settu fyrir brjósti endurtaka þessar „klisjur“ nógu
oft, gæti það jafnvel haft þau ótrúlegu áhrif í Stjórnarráðshús-
inu við Lækjargötu að blindir fái loksins sýn.
Elias Snæland Jónsson
Klisjiir eða konunúnismi?
Karl Sigurbjörnsson biskup hef-
ur verið óþreytandi við að
minna þjóð sín á þau verðmæti
sem mölur og ryð fá ei grandað
og vara hana við hinni tilgangs-
lausu eftirsókn eftir vindi. Garri
hefur æfinlega verið svona
heldur hallur undir þennan
málflutning biskups enda til-
heyrir Garri þeim stóra hluta
þjóðarinnar sem ekki er í að-
stöðu til að hafa áhyggjur af
pelli og purpura eða hvort
hlutabréfin hans hækki um 5
eða 10 milljónir í næstu viku.
Og séra Karl er enn við sama
heygarðshomið í viðtali í Degi í
fyrri viku. Þar talar hann með
tveim hrútshomum um hina
óhelgu þrenningu, græðgina,
fysnina og valdið. Og hann seg-
ir: „Við horfum upp
á það að auður
hinna auðugu vex
geigvænlega en ör-
birgð hinna snauðu
eykst þeim mun
meir“. Og biskup
segir og: „Við lok-
um augunum fyrir
því að það græðir
enginn nema annar
tapi.“
Tap og gróði
Flestir geta ugglaust tekið und-
ir þessa hagfræði hins andlega
leiðtoga þjóðarinnar. En ekki
allir, að minnsta kosti ekki hinn
veraldlegi leiðtogi þjóðarinnar,
herra forsætisráðherra Davíð
Oddsson. Aðspurður kvaðst
Davíð í sjónvarpþætti hafa lesiö
viðtalið við biskup í Degi og
væri ekki sammála honum um
græðgina í íslensku samfélagi.
Eða er það græðgi að vilja búa
sér og sínum fallegt heimili og
tryggja börnunum örugga og
bjarta framtíð?, spurði Davíð
efnislega. Og bætti við að því
miður væri þessi málflutningur
hiskups bara klisja.
Það er örugglega rétt hjá for-
V
sætisráðherra að allir íslending-
ar vilja eignast fagurt heimili og
enn frekar tryggja börnum sín-
um bjarta framtíð. En eins og
biskup hefur bent á, þá eru
sumir í jafnari aðstöðu en aðrir
til að ná þessum markmiðum. Á
meðan láglaunamenn berjast
urn á hæl og hnakka við að
koma sér upp húsnæði og eiga
fyrir salti í grautinn, vita aðrir
ekki aura sinna tal. Og lögmál-
ið er að þeir ríku vilja meira og
meira, meira í dag en í gær. Og
eins og biskup segir: Það græð-
ir enginn nema annar tapi.
Vanheilagir ólátabelgir
Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokk-
urinn taldi sig helsta merkis-
bera guðs kristni á Islandi og
varði kirkjuna með
oddi og egg gegn
stöðugum árásum
kommúnista, jafn-
aðarmanna og ann-
arra vanheilagra
ólátabelgja, sem
sökuðu kirkjuna
stundum um að
vera handbendi
íhaldsafla og gróða-
punga. En nú er
öldin önnur. Mammon hefur
stóraukið fylgi sitt á Islandi og
biskup og klerkar eru eðlilega
farnir að úthúða sívaxandi
græðgi í samfélaginu. Þeir tala í
raun eins og kommúnistar, eða
í það minnsta jafnaðarmenn
gerðu áður og gera sumir enn.
Af einhverjum ástæðum taka
sjálfstæðismenn þessa græðis-
gagnrýni til sín. Og oddviti þeir-
ra Oddsson snýst til varnar og
fer að tala um Idisjur, án þess
þó bcinlínis að ásaka biskup um
kommúnisma.
En það er auðvitað það sem
hann vildi sagt hafa.
GARRI
Við erum hæfileikaríkastir, mestir
og bestir. Allt það sem fram kom í
magnaðri ræðu, sem flottasti Is-
lendingurinn hélt f\TÍr nokkru í
Los Angeles er alveg dagsatt. Þar
voru rakin stórfengleg afrek þjóðar-
innar frá öndverðu, mikilleika nátt-
úru landsins gerð verðug skil og
menningarástandi nútímans lýst
sem veraldrarundri, sem æskilcgt
væri að aðrir geti tekið sér til fyrir-
myndar. Bandaríkjamenn féllu í
stafi að frétta af þessum býsnum
öllum og sönnuðu fáfræði sína og
útúrboruhátt þegar eitt höfuðmál-
gagn þeirra hélt að þarna haf'i
Finnlandsforseti verið á ferð.
Það sannaðist s.l. sunnudag hve
hátt Islendingar eru metnir í al-
heimskeppninni um athygli. Björk,
sem þegar var búin að gera garðinn
eins frægan og frekast var unnt,
bætti enn um betur og var valin
besta leikkona ársins á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes. Það er vel af
sér vikið af söngkonu og tónskáldi,
sem aldrei hefur áður verið við
Þjóðremban og sviðsljósið
leiklist kennd og kærir sig síst um
leikaratitilinn, ef marka má milli-
liðina, scm eru að burðast við að
koma skoðunum og áætlunum
listakonunnar á framfæri.
Danskurinn er
líka inunfinii
Björk hefur ávallt
staðið fyrir sínu. Hún
hefur þroskað og nýtt
hæfileika sína og
komið sér á framfæri
af eigin rammleik og
sjálfsagt notið stuðn-
ings vina sinna, sem
einnig geta uppskorið
eitthvað í tengslum
við frægð hennar og
frama.
Miklar upphrópanir glymja nú
um að ísland hafi unnið stórsigur í
vinsældakeppninni við aðar þjóðir.
Rétt er það, Björk er íslcnsk en
deila má um þjóðerni tónlistar
hennar. Sjón samdi söngtexta og
eitthvað smáræði lögðu íslenskir
fjárfestar í bíómyndina, sem
Danskurinn stjórnaði, og fékk
gullpálma í Cannes. Samt er allt
eins víst að smáþjóðin viö Eyrar-
sund telji leikstjóra verðlauna-
myndarinnar og bíóið í heild eins
danskt og Olsen-
bræður í kaupfélags-
fötunum sínum.
Smáþjóðametingur-
inn er Dönum í blóð
borinn, eins og við
heimsborgararnir í
fyrrum hjálendu
þeirra þekkjum svo
vel. Þeir þykjast jafn-
vel vera betri í hand-
bolta en strákarnir
okkar.
Hvar erkarliim?
Það voru hvorki Danir né íslend-
ingar sem hlutu gullpálmann í
Cannes. Það voru þau Björk og
Lars og aðrir þeir sem sömdu
Myrkradansarann. Við megum
gjarnan vera stolt af því að vera
samlandar Bjarkar. En hún er ekki
Björk „okkar“. Hún á sig sjálf í fé-
lagi við fjölda aðdáenda vítt um
veröld, sem eignast ofurlítinn hluta
af verkum hennar meðan þeir
njóta.
Það baðar sig enginn í frægðar-
ljóma listakonunnar nema hún
sjálf og jiað er öldungis óþarfi að
belgja sjálfan sig upp af þjóðrembu
vegna þeirar athygli sem hún vekur
f útlandinu. Björk selur hvorki
freðfisk né loðnumjöl og tæpast
bókmenntaarfinn heldur. En hún
er dugleg að selja tónlist og von-
andi verður framlag hennar til leik-
listar einhveijum ábatasamt.
Ef athyglissýkin og þjóðarstoltið
ætlar að ganga af göflunum vegna
leiksigurs Bjarkar er hollt að Ieggja
upp spurningu sem ekki var búið
að svara um hádegisbil i gær:
Hverrar þjóðar er gaurinn sem val-
inn var besti karlleikarinn í Cann-
es?
Eða varðar okkur ekki um neitt
annað en eigin upphafningu?
spuifki
svaifað
Ætlarþú að sjá ein-
hverja afafburðum
Listahátíðar í Reyhja-
víh?
Steinunn Þórorinsdóttir,
myndhöggvari.
„Um helgina voru
opnaðar tvær
myndlistarsýningar
sem ég ætla að sjá.
í Listasafni ASÍ
sýna fimm valin-
kunnir myndlista-
menn verk sín, sem allir vinna
verk sín með svipuðum tökum, og
í Listasafni Islands eru Stafrænar
sýnir, sem er nýstárleg og spenn-
andi blanda. Þá var vinur minn
Tryggvi Olafsson að opna sýningu
í Gallerí Fold, en það er alltaf
hressandi að fá Tryggva til lands-
ins. Þá sýna Ijórir breskir mynd-
listamenn í Nýlistasafninu, en
sjálf er ég menntuð í Bretlandi og
þykir því alltaf spennandi að sjá
stefnur og strauma sem þaðan
koma. Ég veit reyndar ekki hvort
allir þessir viðburðir tilhcyra
Listahátíð, en breytir nokkru
hvaðan gott keinur?"
Birgir Sigurisson,
rithöfundur.
„Vissulega, ég er
sjálfur í stjórn
Reykjavíkur
menningarborgar
2000, sem aftur
stendur sameigin-
lega með Listahá-
tíð að mörgum atburðum á dag-
skrá hennar. Og ég er lukkulegur
með þessa hótíð og margir atburð-
ir hennar eru spennandi. Mér
finnst mestum tíðindum sæta að
fá hingað hinn heimsfræga San
Fransisco ballett undir stjórn
Helga Tómassonar, en einnig eru
margir áhugaverðir tónleikar, leik-
rit og sýningar einnig á dagskrá."
Timui Gunnlaugsdóttir,
leikari.
„Já, ég ætla meðal
annars að sjá San
Fransisco ballett-
inn, og einnig stór-
söngvaraveisluna,
leikbrúðu uppsetn-
ingu á Dongio
Vanni og einnig áhugaverða sýn-
ingu á byggingalist sem er í Lista-
safni íslands. Hátíðin er bæði fjöl-
breytt og glæsileg og ég tel að hún
gefi okkur Islendingum svo sann-
arlega tækifæri til þess að víkka
sjóndeildarhringinn."
Hróðmarlngi Sigurbjömsson,
tónskáld.
„Það eru nokkrir
tónleikar á vegum
Tónskáldafclags ís-
lands sem eru á
dagskrá Listahátíð-
ar, sem ég mun
koma ti! með að
sækja. Þetta eru tónleikar
Cauput, Harmrahlíðarkórsins og
Kammersveitar Reykjavíkur - en
einnig eru á dagskrá klarinettu- og
strengjatónleikar. Einnig væri
gaman að fara á sýningu leikbrúð-
Ieikhússins í Prag sem ætlar að
sýna okkur Dongio Vanni. Um
helgina fór ég á opnunarhátíðina,
sem var skemmtileg og fjölbreytt."