Dagur - 23.05.2000, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2 00 0 - 7
STJÓRNMÁL Á NETINU
Ráðherra skellti skolla-
eynun við aðvönmum
„Ráðherrann hefur ávallt skellt skolleyrum vlð öllum varnaðarorðum um í hvað stefndi í húsnæðismálum. Og nú
er skellurinn kominn, “ segir Jóhanna Sigurðardóttir.
„Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra hefur í ráðherratíð sinni tek-
ist að eyðileggja félagslega íbúða-
kerfið og nú er hann á góðri leið
með að eyðileggja húsbréfakerfið.
Ráðherrann hefur ávallt skellt
skolleyrum við öllum varnaðarorð-
um um í hvað stefndi í húsnæðis-
málum. Og nú er skellurinn kom-
inn,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir,
alþingismaður, á vefsíðu sinni. Og
bætir við:
„Afföllin af húsbréfum stefna á
þessum degi hraðbyr í 25% með 1
milljón króna afföllum af há-
marksláni, sem kemur í kjölfar
gríðarlegrar hækkunar á fasteigna-
verði. Auk þess hefur útgáfa hús-
bréfa tvöfaldast frá 1998 m.a.
vegna þess að húsbréfakerfið hefur
verið galopnað með breytingu á
greiðslumati. Þar er ekki spurt um
greiðslugetu eins og áður, heldur
hvað mikið þú getur fengið lánað í
bönkum til að eiga fyrir 25-35%
útborgun. Vegna breytinga Páls á
húsnæðiskerfinu hefur líka orðið
mikil fjölgun á biðlistum eftir
Ieiguíbúðum sem nú telja um
2000 manns.“
Aóvaraiiir himsaóar
„Með breytingum á húsnæðislög-
gjöfinni 1998 varð algjör viðsnún-
ingur á fasteignaverði sem hækkað
hefur um 37% á stuttum tíma. Fé-
lagslega íbúðakerfið var Iagt niður
með þeim afleiðingum, sem og
fólksflutningum af landsbyggðinni
til höfuðborgarinnar að eftirspum
eftir 2ja-3ja herbergja íbúðum á al-
mennum markaði jókst stórlega.
Síðan var húsbréfakerfið galopnað
og ekki spurt um greiðslugetu
heldur hvað mikið þú gætir fengið
lánað í bönkum til að standa und-
ir 25-35% útborgun. Seðlabank-
inn, Þjóðhagsstofnunog Ráðgjafar-
stofa heimilanna hafa varað við
þessum breytingum á greiðslu-
mati. Með þessari breytingu er al-
gengt að í stað þess að heimilt var
að 18% af brúttólaunum fari í af-
borganir og vexti af húsnæðislán-
ÞJÓÐMÁL
um geta nú hæglega farið 50-60%
í afborganir og vexti, sem er bein-
asta leiðin beint í greiðsluerfið-
leika.
Útgáfa húsbréfa eykst úr 16
milljörðum í 31 milljarða á tveim-
ur árum. I kjölfar þess sigldi svo
stóraukin útgáfa húsbréfa sem
aukist hefur úr rúmum 16 millj-
örðum 1998 í um 31 milljarð
króna. Þar við bætist síðan að stór-
ir fjárfestar eins og lífeyrissjóðir
sem ættu að hafa ákveðnar skyldur
við íbúðakaupendur sem margir
eru félagar í lífeyrissjóðunum hafa
haldið að sér höndum við kaup á
húsbréfum, en aukið gríðarlega á
móti kaup á innlendum og erlend-
um hlutabréfum. Og nú er allt
kerfið að springa í böndunum á
Páli félagsmálaráðherra. Það er
hægt að snúa þessari þróun við, ef
ráðamenn læra sína Iexíu af því
sem nú er fram komið á fasteigna-
og húsbréfamarkaði.
En dýrkeypt hefur þetta orðið
heimilunum í landinu.“
Fjórtán núll í íslandsbanka
FBA
„Sameining íslandsbanka og Fjár-
festingabanka atvinnulífsins eru
mikil tíðindi. Þarna varð til stærsta
fyrirtæki Islendinga á Verðbréfa-
þingi og að mörgu leyti er þar
mætt kröfum tímans. Það er ekki
að efa að nýi bankinn getur betur
en áður mætt alþjóðlegri sam-
keppni og innt af hendi stærri
verkefni. Bankinn er þó vitaskuld
sáralítill á erlenda mælikvarða.
Sameining hins nýja banka við er-
lendan banka er líkleg á næstu
árum,“ segir Agúst Einarsson,
varajúngmaður, á vefsíðu sinni.
„Ahyggjuefnið f)TÍr almenning
er að enn fækkar fyrirtækjum á
mikilvægu sviði viðskipta. Fækkun
fyrirtækja rýrir stöðu neytenda og
svo verður einnig í þessu tilviki. Is-
lenska bankakerfið hefur verið ein-
staklega óhagkvæmt. Vaxtamunur
er hér meiri en annars staðar og
þjónustugjöld eru einnig hærri en í
nágrannalöndunum. Vaxtamunur
og þjónustugjöld eru helstu
uppprettur tekna hjá fjármála-
stofnunum auk umtalsverðs ágóða
af viðskiptum á hlutabréfamarkaði
en þar er ekki á vísan að róa.
Sameining bankakerfisins er frá-
leitt lokið en ríkisvaldið hefur ekki
verið gæfulegt í hugmyndum sín-
um um sameiningu. Það verður
erfitt að stokka upp Landsbanka
og Búnaðarbanka en áhrif Sjálf-
stæðis- og Framsóknarflokks eru
þar nær alger. Hugmyndin um
sameiningu Landsbanka og Is-
landsbanka var alltaf fjarstæða,
m.a. vegna þess að slík sameining
hefði brotið í bága við samkeppnis-
lög vegna mikillar markaðshlut-
deildar. Sameining Búnaðarbanka
og Landsbanka gæti einnig verið
ólögmæt vegna sömu ákvæða.
Þegar stjóm nýja bankans er
skoðuð vekur athygli að þar er
karlaveldið algert. Sjö karlar eru í
aðalstjórn og sjö karlar í varastjórn.
Ekki ein einasta kona, 14-0. Það
þarf að verða umræða hvers vegna
konum gengur illa að ná ráðandi
stöðum í fjármálaheiminum. Það
eru mjög margar konur starfandi í
þessum atvinnuvegi, oft betur
menntaðar en karlarnir.
Stúlkur í viðskiptafræðinámi eru
síst færrri en piltamir en þessi nýja
veröld er enn gegnsýrð af körlum.
Fyrirtæki kvenna eru þó að hasla
sér meiri völl en betur má ef duga
skal. Það er ef til vill tímanna tákn
að nýjasti stjórnmálaflokkurinn,
Samlylkingin, gerði þessi mál að
sérstöku umtalsefni á stofnfundi
sínum og gerði kröfur um stærri
hluta kvenna í atvinnulífinu að
sínum."
EESsaniiiiiiguriim og gretn 128
KJARTAN
EMIL SIG-
URÐSSON
stjórnmAlafræð-
INGUR
SKRIFAR
Brátt munu Fríverslunarsamtökin
EFTA þurfa að hefja undirbúning
að aðild Mið- og Austur-Evrópu;
Kýpur; Tyrklands; og Möltu að
EES-samningnum. Það er í sam-
ræmi við það starf sem að Evrópu-
sambandið (ESB) vinnur að aðild
hinna þrettán ríkja að ESB, sem
enn standa utan þess. Það er sýnt
að Helsinki-fundurinn í desember
s.l. markaði stórt skref í stækkun-
arferlinu. Helsinki-fundurinn
leysti af hólmi Kaupmannahafnar-
fundinn frá árinu 1993 sem var
tímamótafundur í stækkun ESB til
austurs. Þó ber þess að geta að
skilyrði síðarnefnda fundarins fyrir
aðild eru enn í fullu gildi, þótt þau
séu ekki lengur ákvarðandi um
samningsstöðu einstakra rfkja í
Mið-, Austur- og Suður-Evrópu.
Slík var niðurstaða Helsinki-fund-
arins.Það má jafnframt lesa skýr-
um stöfum í niðurstöðum
Helsinki-fundarins: „Upplýsingum
verður einnig komið á framfæri við
evrópskt efnahagssvæði". Á sama
tíma og þessu fer fram er Sviss vel
á veg komið með tvíhliða samning
sinn við ESB.
Aðild „umsóknamkjaima“
að evrópsku efnahagssvæði
Það er í samræmi við grein 128 af
EES-samningnum að ríki sem
standa utan ESB og EFTA geta
einnig fengið aðild að EES. í henni
segir innan greinarmerkja: „Evr-
ópuríki sem gengur í bandalagið
(ESB) er skylt, ..., að sækja um að
gerast aðili að samningi þessum.
Það skal senda EES-ráðinu um-
sókn sína“.
Það virðist vera fyllsta ástæða til
að ætla að ríki eins og Pólland og
Ungverjaland fái aðild að ESB á
árabilinu 2002-2005. Samkvæmt
þeirra eigin yfirlýsingum verða þau
tilbúin til þess að uppfrlla skilyrði
aðildar í byrjun árs 2002. En sam-
„Það er því jafnljóst
að full aðild að ESB
strax árið 2002 eða
árið 2003 mundi
sjálfkrafa þýða aðild
að EES. Undanfari
slíkrar aðildar er þó
fólgin í því, að til-
heyrandi hreytingar
verði gerðar á EES-
samningnum. “
kvæmt fullyrðingum af hálfu ESB
verður ESB reiðubúið lyrir aðild
nýrra ríkja í byrjun árs 2003. Þetta
veltur samt á því hveijar verði nið-
urstöður ríkjaráðstefnu ESB, sem
lýkur í Nice í Frakldandi í desem-
ber í ár.
Það er því jafnljóst að full aðild
að ESB strax árið 2002 eða árið
2003 mundi sjálfkrafa þýða aðild
að EES. Undanfari slíkrar aðildar
er þó fólgin í því, að tilheyrandi
breytingar verði gerðar á EES-
samningnum. Með öðrum orðum
sagt að þau verða að fá formlega
aðild í samræmi við það sem að
framan greinir.
Framtíð EES, ESB og þátttaka
íslands
Sú spuming sem skýtur upp í hug-
ann er hvort Islendingar vilja taka
þátt í að stækka til austurs. Vilja Is-
lendingar með öðrum orðum legg-
ja lóð á vogarskálarnar til að ríki
Mið- og suðaustur-Evrópu fái að
vera samstíga í velferð og lýðræð-
isþróun Vesturlanda. Þrátt fyrir allt
færir stækkun NATO ríki eins og
Ungveijalandi, Póllandi og Tékk-
landi fátt annað en kostnað. Ekki
að það sé ástæða til að gera lítið úr
þeim atburði þegar að þrjú fyrrum
Varsjárbandalagsríki fengu aðild að
NATO. En hinn raunverulega að-
ild að velsæld og velferð Evrópu er
fólgin í aðild að ESB. Það er við-
snúningurinn í átt til Evrópu sem
ríkin í Mið-, Austur- og Suður-Evr-
ópu eru að upplifa. Umrædd ríki
eru að beijast fyrir þvi að verða
hluti af Evrópu eða „die R^ckkehr
nach Europa“. Þessu munu þau ná
fram að endingu. Það var einmitt
s.l. haust sem að Króatía bættist í
hóp umsóknarríkja að ESB. Það
var mála sannast að tími Franjo
Tudjman var liðinn og ekki um
neitt annað að ræða en að söðla
um stefnuna og taka annan og
betri kúrs.
Sú spuming sem íslenskir stjórn-
málamenn þyrftu að svara er eftir-
farandi. I kalda stríðinu var barist
gegn kommúnisma og sigur náðist.
En eftir lok kalda stríðsins eru
menn ekki tilbúnir til að vera aðil-
ar að því að aðstoða ríkin í austri
við uppbyggingu og þróun lýðræðis
og markaðsbúskapar. I þessu felst
þversögn og hrapalleg andstæða.