Dagur - 23.05.2000, Side 8

Dagur - 23.05.2000, Side 8
8- ÞRIDJUDAGUR 23. MAÍ 2000 SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: I: V' ■ SIGURÐUR BOGI U 'jMh ; SÆVARSSON sigurdur@dagur.is Umræða sumarsins Tvö mál hefur borið hátt í umræðunni fyrir sunnan að undanförnu. I fyrs- ta lagi skal nefna hina endalausu umræðu urn Reykjavíkurflugvöll, það er um hvar völlurinn skuli vera eftir tíu til fimmtán ár. Sem kunnugt er þá standa yfir um þessar mundir umfangsmiklar endurbætur á flugvellinum, þar sem hann er allur grafinn upp og lagður nýju slitlagi - en með þessu er auðvitað verið að geirnegla það til varanlegrar framtíðar hvar flugvöll- urinn verður. Því er hægt að segja í fullri hreinskilni að umræða þessi sé með öllu tilgangslaus að svo komnu máli, nema því aðeins að fólk þurfi í þessu máli að fá útrás til þess að fjasa yfir einhverju. I annan stað skal svo nefna hér skýrslu um hvort sameina beri öll sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu í eitt. ! umræðum um þetta mál þótti öllum málsmetandi mönn- um sem orð lögðu í belg það fjarstæðukennt að slík ofursameining yrði nokkurn tíma að veruleika, þannig að vísast voru skýrsluhöfundar ekki að gera annað en framleiða óþarfa skýrslu og skapa sjálfum sér atvinnu og peninga. - Það næsta sem mun svo gerast, ef lögmálin ganga eftir, er að fjörleg umræða fari af stað í sumar um skólamál. Af lífi og sál rökræða ls- Iendingar skólamál á sumrin, um kennararáðningar og Iaun þeirra, skipan í bekki og svo framvegis. Við eigum því von á góðu, en velta má upp hvers vegna Islendingar finni endilega hjá sér þörf að ræða skólamál yfir sumar- ið? „Mér leið eins og þorski á þurru landi.“ - Björk Guðmunds- dóttir, í DV í gær. Friduriim byrjar heima Aldrei fór það svo að Astþór færi í forsetaframboð. Margir munu vísast á þeirri skoðun að það sé hið besta mál, enda má öllum vera ljóst að árangurinn hefði ekki orðið betri nú en eftir sneypuför hans í kosningunum fyrir fjórum árum. Varla myndi duga eða þykja vænlegt til árangurs fyrir Sverri Storm- sker að senda Sókrates aftur í Eurovision. Hver maður verður að Iíta fyrst f eigin barm áður en hann frelsar heiminn. Þannig hefur Ástþór ekki beinlínis farið fram með friði í íslensku þjóðfélagi og spurning er hvort ekki sé vænlegra fyrir hann að Astþór Magnússon. byrja þar - en á víðtækari vettvangi. Við skulum vona það besta. ■ fína og fræga fólkið Fairbanks ásamt þriðju eiginkonu sinni. Fyrsta eiginkonan var kvik- myndastjarnan Joan Crawford Falrbanks jr. látmn Leikarinn Douglas Fairbanks jr. lést nýlega ní- ræður. Hann var sonur hins fræga leikara Douglas Fairbanks og hóf kvikmyndaferil sinn árið 1922. Kvikmyndirnar urðu áttatíu talsins. Fyrsta eiginkona hans var leikkonan Joan Crawford en þau skildu eftir að hann komst að því að hún átti í ástarsambandi við Clark Gable. Annað hjónaband hans með Mary Lee Epling stóð í fimmtíu ár og hjónin eignuðust þrjár dætur. Mary lést árið 1988 og tveimur árum síðar giftist Fairbanks í þriðja sinn. Meðal þekktustu mynda hans voru Gunga Din, Fanginn í Zenda og Katrín mikla. ÍÞRÓTTIR SDgtftr Örn Arnarson náði besta árangrinum t Mónakó. Tvo íslands- met í Mónákó Níu íslenskir sund- meim úr Ólympíuhópi SSÍ tóku um helgina þátt í aðþjóðlegu stór- móti í Mónakó, þar sem átta þeirra reyn- du við sett Ólympíu- lágmörk fyrir ÓL í Sydney í haust. Tvö íslandsmet voru sett á mótinu. fslenska sundfólkið sem þátt tók í „Mare Nostrum" stór- mótinu í Mónakó um helgina, náði ágætis árangri, þó ekkert þeirra næði settum lágmörk- um á OL í Sydney í haust. Þau sem komust næst því voru þau Eydís Konráðsdóttir í 100 m flugsundi og Hjalti Guðmundsson í 100 m bringusundi en hæði vantar þau aðeins um hálfa sekúndu til að ná settu marki. Arangur Láru Hrundar Bjargardóttur í 100 m skriðsundi lofar einnig góðu og verður spennandi að fylgjast með þeim á mótinu í Canet í Frakklandi um næstu helgi. Eitt heimsmet var sett á mótinu, en það gerði Inge De Bruijn frá Hollandi í 50 m flugsundi, þegar hún synti á 26,28 sek. í úrslitasundinu. Hún setti einnig nýtt Evrópu- met í 100 m flugsundi þegar hún synti á 57.96 sek. Örn náði besta árangrimun Besta árangri íslensku kepp- endanna náði Örn Arnarson, þegar hann náði fyrsta sætinu í undanrásum 200 m baksundsins á tímanum 2:02,05 mín. í úrslitasundinu Ienti Örn svo í 5. sætinu á 2:03,19 mín., en sigurvegar- inn Romero Rogerio frá Bras- ilíu synti á 2:00,81. í 100 m baksundi náði Örn 7. sætinu í úrslitasundinu á tímanum 57,43 sek., en í undanrásun- um hafði hann náð 5. besta tímanum á 57,54 sek. Þar sem Örn hefur þegar náð Ólympíulágmörkunum, getur hann nú einbeitt sér að upp- byggingunni fyrir Sydney, eins og reyndar Jakob J. Sveinsson sem einnig hefur náð lág- markinu. Tvö íslandsmet og tvö stúlknamet Tvö íslandsmet voru sett á mótinu, en það fyrra setti Flora Montagne, KR, í 400 m fjórsundi, þegar hún synti á 5:05,99 mín. í undanrásum á laugardaginn. Gamla metið átti Lára Hrund Bjargardóttir, SH, sett í janúar á síðasta ári. Þetta er fyrsta Islandsmet Floru, en hún er búsett á ítal- íu og æfir þar undir stjórn hins þekkta ungverska þjálf- ara, Tamas Zechy, sem þjálf- aði meðai annars Tamas Darny heims-, Evrópu og Ólympíumeistara í fjórsund- um á árunum 1985-1992. Seinna metið setti Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, í 100 m flugsundi, þegar hún synti á 1:02,93 mín. í úrslitunum, sem skilaði henni 9. sætinu og 1. sæti í B-úrslitum, en Ey- dís hafði áður náð 11. sætinu í undanrásum. Gamla metið, sett árið 1996, átti hún sjálf og var bætingin 5/100 úr sek- úndu. Þá bætti Iris Edda Heimis- dóttir, Keflavík, stúlknamet sín í 100 og 200 m bringu- sundi. Hún bætti metið í 200 m um 1,2 sekúndur, þegar hún synti á 2:35,80 mín. í úr- slitunum, sem skilaði henni 9. sætinu og í 100 m þegar hún synti á 1:13,85 í úrsíit- um, sem einnig skilaði henni 9. sætinu og sigri í B-úrsIit- um. Árangur íslensku keppendanna: Iris Edda Heimisdóttir, Keflav. 100 m bringusund 1,13,85 - 9. sæti 200 m bringusund 2:35,80 - 9. sæti Kolbrún Yr Kristjánsd., Akranesi 50 m skriðs 27,31- 13. sæti 100 m skriðsund 59,83 (ekki í úrslit) Elín Sigurðardóttir, SH 50 m skriðsund;27,45 -16. sæti Hjalti Guðmundsson, SH 50 m bringusund 30,04 - 13. sæti ] 00 m bringusund 1:05,70 - 13. sæti Lára Hrund Bjargard., SH 200 m skriðsund 2:07,25 - 14. sæti 100 m skriðsund 58,48 - 13. sæti Friðfinnur IG-istinsson, Selfossi 50 m skriðsund 24,54 - 16. sæti 100 m flugsund 57,88 - 16. sæti Orn Arnarson, SH 100 m baksund 57,43 sek. - 7. sæti 200 baksund 2:03,19 - 5. sæti Eydís Konráðsdóttir, Keflavík 200 m flugsund 2:23,83 - 10. sæti 100 m flugsund 1:02,93 - 9. sæti Flora Montagne, KR 400 m fjórsund 5:05,99 - 10. sæti 200 m fjórsund 2,25,29 -ll.sæti

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.