Dagur - 23.05.2000, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2 000 - 11
Tkyur
Fjölmargir íbúar í Líbanon eru að snúa aftur til heimkynna sinna í suðurhluta iandsins eftir tuttugu ára hersetu
ísraels þar.
Byrjað að saxast á
nemámssvæðið
Hisbolla-skæmliðar ná
hverju þorpinu í Suð-
ur-Líbanon á fætur
öðru eftir að hersveitir
hliðhollar ísrael hörf-
uðu.
Líbanskar hersveitir, sem starfað
hafa með ísraelska hernámsliðinu
í suðurhluta Líbanons, hafa síð-
ustu tvo daga verið að hörfa frá
bækistöðvum sínum á hernáms-
svæðinu og flýja ýmist til Israels
eða gefa sig fram í Líbanon. Auk-
in átök á svæðinu verða líklega til
þess að brottför ísraelska herliðs-
ins verður hraðað, en Ehud
Barak, forsætisráðherra ísraels,
hefur sagt að herinn verði farinn í
síðasta Iagi þann 7. júlí næstkom-
andi.
Fyrír rúmri viku afhenti ísraels-
her ábyrgðina á hluta hernáms-
svæðisins til hins svonefnda Suð-
urlíbanska hers, sem eru vopnað-
ar sveitir Líbana sem hafa verið
hliðhollar ísraelsmönnum þarna á
hernámssvæðinu. Þessar líbönsku
hersveitir yfirgáfu síðan bæki-
stöðvar sínar á sunnudag og í kjöl-
farið streymdu skæruliðar
Hisbolla-sveitanna inn á svæðið
ásamt Líbönum sem bjuggu þar
fyrir tuttugu og tveimur árum, og
eru nú að kanna hvernig umhorfs
er á heimaslóðunum og hvort
heimili þeirra standi enn. Nokkurt
mannfall varð í röðum almennra
borgara þegar ísraelski herinn hóf
árásir á þessi svæði í gær.
Hisbolla-skæruliðarnir, sem
barist hafa hatrammlega gegn
ísraelska hernámsliðinu, hafa hót-
að liðsmönnum líbönsku sveit-
anna öllu illu, enda séu þeir land-
ráðamenn sem hafi unnið lyrir
hernámsliðið. Þó verði þeim
þyrmt ef þeir gefa sig fram í Lí-
banon og afhenda vopn sín. Isra-
els stjórnvöld hafa á hinn bóginn
lofað að tryggja öryggi hinna lí-
bönsku aðstoðarmanna sinna. AIls
eru þeir um 2.500 talsins.
Hvert þorpið á fætur öðru hefur
fallið í hendur skæruliðanna. Þeir
eru þar með komnir óþægilega
nálægt ísraelska hemum og svo
gæti farið að brottför Israels-
manna verði ekki jafn skipulögð
og áætlað var fyrir vikið.
Israelsmenn hertóku Suður-Lí-
banon fyrir 22 árum til þess að
vera með svonefnt „öryggissvæði“
á milli ísraelsku landamæranna og
skæruliða HisboIIa, sem óspart
gerðu árásir yfir landamærin á
þessum árum.
A síðustu árum hafa nánast
stöðugar skærur verið á þessu
svæði milli Hisbolla-samtakanna
annars vegar og ísraelska herliðs-
ins eða líbönsku sveitanna hins
vegar. Vaxandi þrýstingur hefur
verið á ísraelsk stjórnvöld að koma
í veg fyrir það mannfall, sem af
þessum átökum hefur hlotist, og
nýlega sagðist Ehud Barak ætla að
leysa málið með því að draga ísra-
elska herliðið alveg á brott frá
svæðinu.
Upphaflega var talið að brott-
flutningurinn yrði í tengslum við
friðarsamninga Israels og Sýr-
lands, sem fer að mestu leyti með
völd í Líbanon, en þegar slitnaði
upp úr Jjeim viðræðum í janúar
ákváðu Israelsmenn að brottflutn-
ingurinn yrði einhliða.
Barak hefur þó ítrekað hótað
því að ef skærulaðirnir nota tæki-
færið og gera árásir inn yfir landa-
mæri Israels, þá verði svarað í
sömu mynt með hörðum árásum
á Líbanon. Og þær árásir verði
ekki bundnar við landamæra-
svæðin. — GB
Forsætisráðherrann enn í gíslingu
FIDJI-EYJAR - Forsætisráðherra Fidjí-eyja er enn í haldi uppreisnar-
manna ásamt 20 þingmönnum í þinghúsinu. Uppreisnarmennirnir,
undir forustu George Speight, sögðust í gær ætla að gefast upp ef
þeir fá ekki stuðning höfðingja á eyjunum. Skömmu síðar sýndu þeir
hins vegar vald sitt með því að fara með forsætisráðherrann út fyrir
þinghúsið og beindu að honum vopnum sínum á meðan. Svonefnt
höfðingjaráð, sem hefur mikil áhrif á eyjunum, kemur saman í dag
til þess að taka afstöðu til ástands mála.
Kjamorkuveldin lofa afvopnxm
Kjarnorkuveldin fimm, Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland
og Kína, samþykktu um helgina yfirlýsingu þar sem þau heita því að
losa sig við öll kjarnorkuvopn sín. Ekkert er þó sagt um hvenær mein-
ingin sé að efna það loforð, en yfirlýsingin þykir engu að síður mik-
ilvægur áfangi í áttina að afvopnun.
Yfirmeimimir segjast saklausir
HOLLAND - Yfirmenn flugeldaverksmiðjunnar í Enschede afneita
allri ábyrgð á sprengingunum sem ollu gífurlegum hörmungum og
tjóni f bænum fyrir tíu dögum. Við yfirheyrslur hafa þeir lagt áherslu
á að þeir hafi rekið verksmiðjuna í fullu samræmi við reglur sem
gilda um slfkan rekstur. Sögum um geymslu ólöglegra efna og
sprengja vísuðu þeir alfarið á bug. A.m.k. 18 manns fórust og um 950
slösuðust þegar sprengingin varð, og enn er fjögurra manna saknað.
Óbreytt kosningalög á Italíu
ÍTALÍA - Ahugaleysi Itala fefidi tillögu um breytt kosningafyrirkomu-
lag, en aðeins 31 % kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu um breyting-
arnar sem fram fór á sunnudag. Þessi lélega þátttaka er túlkuð sem
ósigur stjórnarinnar, þar sem Silvio Berlusconi, leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar, hvatti kjósendur til þess að sitja heima. Þetta er í annað
sinn sem reynt er að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á
kosningafyrirkomuiagi Ítalíu, og fyrir ári gerðist nákvæmlega það
sama, að kosningaþátttakan var ekki nægilega mikil. Breytingarnar
áttu að koma á hreini meirihlutakosningu á Italíu.
Frákkar sýua enga miskunn
FRAKKLAND - Frönsk stjórnvöld eru ekki tilbúin til þess að slaka á
refsiaðgerðun Evrópusambandsríkjanna gegn Austurríki, en þann I.
júlí nk. taka Frakkar við formennsku í framkvæmdastjórn ESB. Aust-
urrísk stjórnvöld hafa verið höfð í einangrun innan Evrópusam-
bandsins frá því hægriflokkur þjóðernissinna komst þar í stjórn.
Undanfarnar vikur hefur þó fjölgað þeim ESB-ríkjum sem vilja slaka
á þessum aðgerðum.
Óttast hungursneyð í Eritreu
ERÍTREA - Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast nýja hungursneyð
í Erítreu, sem undanfarin tvö ár hefur átt í landamærastríði við
Eþfópíu. Hálf milljón manna er nú á flótta, sem þýðir m.a. að búskap
er ekki sinnt og uppskera fellur niður, sem gerir ástandið enn verra.
Eþíópfuher hefur þegar náð stórum hluta Vestur-Erítreu á sitt vald.
■ FRÁ DEGI
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ
144. dagur ársins, 222 dagar eftir.
Sólris kl. 3.47, sólarlag kl. 23.05.
Þau fæddust 23. maí
• 1707 fæddist danski grasafræðingurinn
Carl von Linne.
• 1908 fæddist Jón Engilberts listmálari
• 1920 fæddist Oliver Steinn Jóhannes-
son bóksali.
• 1923 fæddist danski píanóleikarinn
Alicia de Larrocha.
• 1928 fæddist bandaríska söngkonan og
Ieikkonan Rosemary Clooney.
• 1933 fæddist enska leikkonan Joan
Collins.
• 1946 fæddist Þórhallur Sigurðsson leik-
stjóri.
Þetta gerðist 23. mai
• 1430 var Jóhanna af Örk handtekin f
Frakklandi og síðar framseld til Eng-
lands.
11.'. ■ .. -» —-------L:
TIL DflGS
• 1900 hlaut bandaríski liðsforinginn
William H. Carney heiðursmerki, fyrst-
ur bandarískra blökkumanna, þrjátíu og
sjö árum eftir sögufræga orrustu í horg-
arastríðinu.
• 1934 sátu bandarískir lögreglumenn lyr-
ir glæpaparinu Bonnie Parker og Clyde
Barrow og létust þau þar af óteljandi
skotsárum.
• 1945 framdi þýski nasistinn Heinrich
Flimmler sjálfsmorð í fangelsi í Þýska-
landi.
• 1949 var Þýska samandslýðveldið (þá
Vestur-Þýskaland) stofnað.
• 1965 samþykkti danska þingið að af-
henda Islendingum handritin.
• 1987 varð Hannes Hlífar Stefánsson
heimsmeistari sveina í skák.
Vísa dagsins
Sd er flesttilttið lið
sem lifir til að hika -
mér er yndi að ýta við
öllu og sja það kvika.
Stcphan G. Stcphansson
Afmælisbam dagsius
Fyrir um það bil hálfri öld varldarinettu-
leikarinn Artie Shaw á toppnum og naut
gífurlegra vinsælda með eigin stórsveit.
Hann er níræður í dag, fæddur 23. maí
1910, en hefur ekki snert klarinettið sitt
opinberlega frá því 1954. Þó hefur hann
stöku sinnum látið sig hafa það að koma
fram með stórsveit sinni, en þá sem
stjórnandi og látið aðra sjá um klar-
inettuleikinn. Hins vegar hefur hann
stundað kennslu, farið í fyrirlestraferðir
og skrifað nokkar bækur. Og átta konum
hefur hann kvænst um ævina.
í lýðræði er andóf trúarleg athöfn. Gildi
þess, eins og meðala, ræðst ekki af bragðinu,
heldur áhrifunum. J. W. Fulbright
Heilabrot
Lögrcgluþjónn átti Ieið framhjá kaffihúsi
þegar hann heyrir allt i einu hrópað: „Nei,
Jói, ekki skjóta!" Og síðan heyrist skothvell-
ur. Lögregluþjónninn snarar sér inn og sér
dauðan mann á gólfinu. Auk þess eru þarna
inni eigandi veitingahússins, sem er náfölur,
þjónn, sem starir í forundran á líkið, og
stöðumælavörður sem kemur þarna daglega
við til að fá sér kaffi. Lögregluþjónninn
þekkti engan þeirra með nafni, en gekk engu
að síður rakleiðis að þjóninum og handtckur
hann án þess að spyrja neins. Hvernig vissi
hann að þjónninn var sekur?
Lausn á síðustu gátu: Nærbuxur hljóta
að kosta 4.000 krónur, þar sem kaupmaður-
inn sérvitri verðleggur vörur sínar á 500
krónur fyrir hvern bókstaf í heiti þeirra.
Veffang dagsins
Flökkusögur í nútímanum eru ákaflega ljöl-
breytilegar og forvitnileg hlið á mannlífinu.
Til þess að fræðast um þær er vænlegt að
Ijyrp^i ,s.qr www.snopes.com
LÍ&