Dagur - 23.05.2000, Side 17
ÞRIDJUDAGUR 23. MAÍ 2000 - 17
X^ur
BRÉF TIL KOLLU
B
S
skrifar
Elsku Kolla.
Afi minn var alla tíð fá-
tækur maður. Fæddur fyr-
ir austan fjall. I Landeyj-
unum. Átti fárra kosta völ.
Kvæntist ungur. Hlóð nið-
ur börnum. Sótti sjóinn á
milli þess sem hann hirti
um nokkrar skjátur.
Skömmu eftir aldamót
gafst afi upp á baslinu.
Lagði af stað gangandi yfir fjallið með
konu, börn og búslóð. Þá var mamma ekki
fædd. Fjölskyldan fór á mölina, eins og það
bét þá. Afi vann við uppskipun. Fór síðan á
sjóinn. Á síðutogara. Var einmitt í land-
leyfi, þegar Leifur heppni fórst í Halaveðr-
inu mikla. Þá var mamma sjö ára. Átti tvo
bræður um borð. En það er önnur saga.
Mamma sagði mér frá því, þegar hún
var stundum send niður á höfn sem
krakki. Átti að færa afa kaffi. Kaffið var
sett á flösku. Stungið inn í ullarsokk.
Þannig hélst það heitt um stund. Þegar
mamma kom niður á höfn, var afi oft enn
að bíða. Hafði ekkert fengið að gera allan
morguninn. Hímdi bara undir vegg, norp-
andi í kuldanum. Þarna var hópur manna.
Enginn sagði orð. Öllum skítkalt. Þeir
voru ógnvekjandi, þessir fölu menn.
Mamma tók sprettinn þegar afi hafði kysst
hana fyrir kaffið.
Það eru til myndir frá fyrri hluta tutt-
ugustu aldar. Þær sýna menn viðuppskip-
un í Reykjavíkurhöfn. Þeir standa uppi á
vörubíl. Eru að selflytja fiskiker. Þeir eru
ekki í göllum eða peysum, heldur í spari-
fötum að maður skyldi halda. í spjátr-
ungslegum vestum. Með hatta á höfði.
Bara eins og þeir hefðu hlaupið frá bar-
borðinu til vinnu. Það sem vekur þó at-
hygli við þessar myndir eru andlitin og
líkamsbyggingin. Hver einasti maður er
tágrannur, með sterklegahandleggi.
Ermarnar uppbrettar. Maður sér svitann
drjúpa. Andlitintálguð, toginleit. Augun
lýsa ákefð.
Værðarleg
sjónvarpsþjóð
Það voru líldega svona menn, sem Friðrik
Þór var að leita að árið, sem hann gerði
myndina „Bíódagar“. (Já, nieðal annarra
orða, Kolla. Kysstu hann frá mér, næst
þegar þú sérð hann í bænum. Það var kom-
inn tími til að Bandaríkjamenn uppgötvuðu
Friðrik Þór. Sá á nú eftir að slá þeim við).
Nema hvað Friðrik ætlaði að mynda jarðar-
för föður síns. En þá kom babb í bátinn.
íslendingar voru gerbreyttir. Friðrik fór um
allt Iand. Fann hvergi þessi tálguðu verka-
mannaandlit, sem settu svip sinn á fyrri
hluta aldarinnar. Jafnvel bændur voru ekki
lengur veðurbarðir. Tekur þá tvo daga að
heyja. Smala á jeppum. Fara varla úr búsi.
Ég man að Friðrik notaði orðið sjónvarps-
þjóð. Þjóðin sæti við sjónvarpið lon og don.
Ferðaðist um á bílum. Allir væru feitir og
værðarlegir. Hann fann hvergi rétta fólkið.
Ekki man ég hvernig hann leysti úr þessu.
Kannski hann hafi grafið upp maraþon-
hlaupara. Þeir hafa þennan maníska svip.
Eru tálgaðir og toginleitir, með ákefðarsvip
í augunum. Þú sérð þessa gæja stundum í
laugunum, Kolla.
Talandi um sjónvarpsþjóð. Og í fram-
haldi af því. Talandi um þjóð, sem er þjök-
uð af offitu. (Því að það er auðvitað sam-
hengi þarna á milli). Líttu á Bandaríkin.
Drottinn minn dýri. Hér er sjónvarpið í
gangi allan sólarhringinn. Á fiestum heim-
ilum er aldrei slökkt á því. (Fólk óttast
þögnina). Sjónvarpsgláp er algengasta af-
þreyingin, jafnvel á sumrin, þegar sól er
hæst á lofti. Fólk kemur heim frá vinnu,
sezt viðsjónvarpið. Étur hamborgara og
franskar kartöflur. Það er lífsstíllinn.Sam-
kvæmt nýlegri könnun eru þeir hættir að
setjast til borðs með allri fjölskyldunni.
Hver sér um sig. Leitar í ísskápnum. Eða
skreppur út í McDonalds.
Offita drepur
Um daginn Ias ég viðtal við tuttugu og
tveggja ára gamla stúlku. Hún hafði eign-
ast sex börn á tveimur árum! Stúlka í
menntaskóla. Trúlofuð. Varð ólétt. Gekk
með þríbura. Einu ári seinna varð hún
óvart aftur ólétt. Eignaðist aftur þríbura.
„Þaö voru líklega svona
menn, sem Frlðrik Þór
var aö leita að árið, sem
hann gerði myndina
„Bíódagar".
Karlmaimlegir
í allsleysinu
Aumingja stúlkan. Hætti auðvitað námi.
Kærastinn líka. Er núna aðstoðarmaður á
vörubíl. Hér í Bandaríkjunum fá þau enga
félagslega aðstoð. Verða að treysta á ná-
ungakærleika. Blaðamaður íyágdist með
því, þegar hin unga móðir skipti um bleyjur
og setti mjólk á pela. Um hádegisbil var
hún búin að hella upp á tuttugu og tvo
pela og skipta þrjátíu sinnum um bleyjur.
Urvinda. Svöng og þreytt. Og hvað gerði
stúlkan? Hljóp út í McDonalds. Keypti tvo
hamborgara með öllu, tómatsósu, sinnepi,
frönskum og kóka kóla. Mig rak í
rogastanz. Hvað var stúlkan að hugsa?
Vissi hún, hvað hún var að gera? Hvað eru
margar kalóríur í tveimur hamborgurum
með öllu? Þó svo að hún eigi sex krakka.
Það er engin afsökun fyrir að borða óholl-
an og fitandi mat. Og hvernig heldurðu
hún verði eftir eitt ár? Akfeit með sex
krakka í kerru.
Meira en helmingur Bandaríkjamanna
þjáist af offitu - eru tíu til fimmtán kílóum
of þungir. Þar með talin börn. Afleiðingar
offitu eru, ásamt reykingum, ein helsta
dánarorsök hér í landi. Læknar ogvísinda-
menn standa ráðþrota. Það er stöðugt
hamrað á breyttu mataræði, meiri lík-
amsrækt, meiri útivist. En allt kemur fyrir
ekki. Þjóðin bólgnar æ meir. Hún hlustar
auðvitað. Hver vill ekki eiga langt og gott
líf framundan? Hver vill ekki vera grann-
ur og spengilegur? En fer hún eftir því,
sem henni er sagt? Eða hefur hún kannski
verið einum of auðtrúa? Árum saman
hafa vísindamenn verið að segja okkur til
um mataræði. Hvað væri hollt. Hvað væri
óhollt.
Ég veit ekki, hvort þú manst eftir því,
Kolla, þegar okkur var talin trú um það á
áttunda áratugnum að egg væru óholl.
Þegar ég var hins vegar að alast upp í
Vesturbænum, voru egg munaður. Þau
voru dýr. Pabbi var magaveikur. Borðaði
hrá egg á morgnana. Við krakkarnir feng-
um ekki egg. Mamma var þeirrar kynslóð-
ar, sem bakaði reglulega. Eggin skyldu
fara í kökurnar. Svo urðu egg allt í einu
bannvara. Báru of mikið kolesterol, sögðu
vísindamenn. Allir hættu að borða egg.
Þau hurfu af markaðnum. Hér í Banda-
ríkjunum minnkaði neyzla eggja um
fimmtíu prósent á nokkrum árum. Eggja-
framleiðendur rifu hár sitt. En viti menn.
Ekki leið langur tími, þar til egg voru aft-
ur komin í tízku. Fáar kalóríur. Nauðsyn-
leg eggjahvítuefni. Kólesteról innan
hættumarka. Bændur fóru að gefa
hænsnunum fiskimjöl. Fiskimjöl dregur úr
hjartasjúkdómum. Egg voru ekki lengur
veiki hlekkurinn í fæðukeðjunni. Egg eru
holl í dag.
Einhvern tíma var okkur talin trú um,
að dýrafita og matarolía væru óholl.
Bandaríkjamenn hættu samstundis að
setja olíu út á salatið sitt (íslendingar
borðuðu hvort eð er aldrei salat). Edikið
var súrt. Lamaði bragðlaukana. Brenndi
munninn að innan. Hafði allskonar
aukaverkanir. En fólk trúði vísinda-
mönnum, og þar við sat. Matarolía var
ekki borin á borð árum saman.
Karlinaimlegir í
allsleysinu
Nú eru það nýjustu tíðindi hér í Banda-
ríkjunum, að það sem veldur offitu fyrst
og fremst, er fitusnauður matur (fat-free
food). Fitusnauður matur fór að koma á
markaðinn snemma á níunda áratugnum.
Eðlileg viðbrögð framleiðenda gegn
áróðri vísindamanna. Allur matur varð
allt í einu fitusnauður, allavega fituskert-
ur. Jafnvel smjörið, ísinn, kökurnar og
rjóminn varð skyndilega fitulaus. Fólk
gleypti auðvitað við þessu. Og hvað gerð-
ist? Það fór að borða meira. I stað þess
að fá sér eina kexköku, borðaði það allan
pakkann. Kexið var fitusnautt, hvort eð
var! En það var ekki kalóríusnautt. Og
útkoman varð sú að offituvandamálið
jókst um helming. Nú man ég ekki til
þess, að það standi á hamborgurum, að
þeir séu fitusnauðir. Hvað þá kartöflurn-
ar eða tómatsósan. Samt er þetta líklega
sú fæða, sem verst fer með Bandaríkja-
menn. Hinn svokallaöi hraðmatur. Kostar
lítið. Er auðfenginn. Og kók auðvitað
ómissandi. Líklega er McDonald of
áhrifamikill í hagkerfi landsins til þess að
þeir þori að taka á lionum. Og hvar ættu
þá heimilislausir að leita sér skjóls?
F.n svo að ég komi aftur að kynslóð-
inni hans afa míns. Þeir áttu fárra kosta
völ, þessir fölu menn á hafnarbakkanum
í Reykjavík. Þá voru engir hamborgarar
að narta í. Engin líkamsrækt eða sólstof-
ur. En samt höfðu þessir menn það, sem
allir sækjast eftir. Stælta líkama, sterk-
lega handleggi, veðurbarin andlit. Þeir
voru karlmannlegir í allsleysinu. Jafnvel
Friðrik Þór gat ekki fundið þeirra líka
fimmtíu árum seinna heima á íslandi.
Hvað þá í Bandarfkjunum.
Þín Bryndís
■menningar
LÍFIfi
Kátt í Hölliimi
Sex til tólf ára
grunnskólanem- ounnarsdótar
endur í Reykja-
vík flykktust í Laugardals-
höllina sl. sunnudag og
sýndu foreldrum og öðrum
viðstöddum þá fótamennt
sem þeir hafa numið í vet-
ur í danstímum skólanna.
Þetta var fjölmennasta
danssýning sem haldin hef-
ur verið hér á landi síðan
sögur hófust því þátt í
henni tóku á annað þúsund
dansarar. Þau voru því
mörg danssporin sem tekin
voru í Höllinni og undir-
strikaði sýningin það
ánægjulega spor sem stigið
var þegar dansinn var sett-
ur á námsskrá grunnskól-
anna.
Örn Magnússon verður meðal
flytjenda á þjóðlagahátíðinni
Tónlistararfurinn
Fyrsta þjóðlagahátíð sinnar
tegundar hér á landi verð-
ur haldin á Siglufirði frá
13. - 18. júlí og þar gefst
almenningi tækifæri á að
kynnast íslenskum tónlist-
ararfi á námskeiðum, fyr-
irlestrum og tónleikum og
messum. Von er á fulltrú-
um frumbyggjaþjóða á
norðurslóðum. David
Serkoak, kunnur trommu-
dansari kemur frá Norður-
Kanada og tveir samískir
tónlistarmenn frá Norður-
Noregi. Meðal íslenskra
flytjenda á hátíðinni eru
tríóið Guitar Islancio, Örn
Magnússon píanóleikari og
Marta G. Halldórsdóttir
söngkona, Þjóðdansaflokk-
urinn Fiðrildin frá Egils-
stöðum, Kvæðamannafé-
lagið Iðunn og Þjóðlaga-
flokkurinn Embla, svo
nokkrir séu nefndir.Félag
um Þjóðlagasetur sr.
Bjarna Þorsteinssonar á
Siglufirði gengst fyrir há-
tíðinni, ásamt íleirum en
Gunnsteinn Ólafsson kór-
stjóri er umsjónarmaður
hennar. Ilún er eitt af verk-
efnum Menningarborgar
Reykjavíkur 2000.
\________________________/