Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 13
12 -FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 - 13 SAMANTEKT T>Mpir FRÉTTIR GUDMUNDUR RÚNAR HEIÐARSSON SKRIFAR He i 1 su snill an di umferðarmengim Kolsvört skýrsla lun Reykjavík. Árlega 5- 20 krabbameinstil- felli rakin til lunferð- armengunar. Vistvæn samgöngustefna. Líkur eru taldar á því að árlega séu 5-20 krabbameinstilfellí á Reykjavíkursvæðinu sem eigi ræt- ur sínar að rekja til mengunar frá umferð. Mælingar Heilbrigðiseft- irlíts Reykjavíkur hafa leitt í ljós að bakgrunnsstyrkur ósóns sé það mikill í borginni að sólarhrings- gildi fara að meðaltali sjötta hvern sólarhring yfir viðmiðunar- mörk. Af þéim lofttegundum sem koma með útblæstri bifreiða og véla hefur köfnunarefnistvíildi, N02 reynst vera mesti mengun- arvaldurinn, enda hefur hann oft- ast farið yfir viðmiðunarmörk og þá aðallega á veturna. Mengunin af völdum N02 hefst með morg- unumferðinni og er minnst á sumrin. Hún er einnig minnst í úthverfum austan Elliðaáa og styrkur N02 á leikskólalóðum sé mun meiri vestan þeirra en aust- an. Einna mest er þessi mengun við Miklubraut og Grenásveg. Þó hefur dregið úr henni á síðustu árum við Grensásveg. Saman- burður við aðrar borgir árið 1995 er sagður ótrúlega óhagstæður Reykjavík, eða mitt á milli Ed- munton í Kanda og Búkarest í Rúmeníu. Efna verkstniðj a Þetta kemur m.a. fram í skýrslu starfshóps Orkuveitu Reykjavíkur um vistvæna samgöngustefnu fyrir Reykjavík og nágrenni sem kynnt var á blaðamannafundi í Ráðhúsinu í gær. Skýrslan er sögð vera einstök í sinni röð og ekki vitað um að slíkt hafi áður verið gert í öðrum borgum. Þor- steinn I. Sigfússon prófessor og varaformaður starfshópsins segir að umferðin í Reykjavík sé stærsta efnaverksmiðja landsins en jafnframt sú mengaðasta. Hann segir að það sé pólitísk ákvörðun hvort flutt verður inn vistvænna eldsneyti því það sé dýrara en það sem fyrir sé. 1 skýrslunni kemur fram að elds- neytisnotkun á höfuðborgarsvæð- inu svarar til þess að hver íbúi á svæðinu noti að jafnaði um sex hundruð lítra af bensíni og rúma fjögur hundruð lítra af díselolíu á hveiju ári. Þá sé útblástur frá bíl- um mikill og fer vaxandi. Ut- streymi koldfoxíðs sé á bilinu þrjú til fjögur tonn miðað við hvern íbúa. A sama tímabili berast um íjögur þúsund tonn af rokgjörn- um kolefnissamböndum út í and- rúmsloftið á ári hverju, auk koldí- oxíðsins. I skýrslunni kemur ein- nig fram að aukning hefur orðið í notkun díselolíu á undanförnum árum og stafar það af auknum innflutningi á jeppum. Þá fylgja svifryk og sót umferðinni. Hjól- barðar og þá einkum nagladekk spæna upp malbikið sem hefur í för með sér að um átta þúsund tonn af malbiki berast á ári hver- ju út í andrúmsloftið. Alvarleg- asta mengunin stafar af nit- uroxíðsamböndum og rokgjörn- um kolefnissamböndum. A kyrr- um vetrardögum séu þessi efni f hámarki í borginni. Steypa í stað malhiks Alfreð Þorsteinsson stjórnarfor- maður veitustofnana segir að full ástæða sé til að skoða þann möguleika að nota steypu til gatnagerðar í stað malbiks. I skýrslunni er ennfremur bent á að mengun af völdum umferðar á höfuðborgarsvæðinu eigi stóran þátt í vanda Islands vegna alþjóð- legra skuldbindinga um útblástur gróðurhúsalofttegunda. Skýrslu- höfundar benda á mikilvægi þess að umhverfisráðuneyti og sam- gönguráðuneyti vinni nánar sam- an um þessi mál. Hvatt er til áframhaldandi tilrauna með raf- magnsbíla og blendingsbfla og samvinnu við Metan um vistvænt eldsneyti. Meðal annars er bent á mikilvægi þess að nýta hitaveitu- vatn til götuhitunar og þá aðal- lega þar sem götuhalli er mikill og aukin hætta á hálkumyndun. Þá eru borgaryfirvöld hvött til að auka enn frekar hlutfall vist- vænna farartækja í borginni. Ennfremur er því beint til stjórn- valda að þau beiti hvetjandi að- gerðum og niðurfellingu gjalda á vistvæn farartæki til að þess að draga megi úr mengun. Einnig er lagt til að auka þurfi notkun al- menningsvagna á höfuðborgar- svæðinu. I því sambandi þarf að auka kynningu á þeim kosti og veita almenningsvögnum forgang í umferðinni. AUir sðkudólgax lngibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að skýrslan sé dómur á það ástand sem sé í þessum mál- um í borginni og á höfuðborgar- svæðinu. í þeim efnum sé ekki hægt að skella skuldinni á neinn sérstakan því allir séu sökudólgar í þessu máli. Hún hafnar því einnig að skýrsla sé einhver áfellisdómur yfir stefnu borgarinnar í umhverf- ismálum og því markmiði að gera borgina að vistvænustu höfuðborg Norðursins. Borgarstjóri áréttar aftur á móti að aðgerða og úrbóta sé þörf og það sé raunar mjög að- kallandi. Það sé ekki aðeins mál- efni borgarinnar heldur einnig sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu og stjórnvalda. Þá þarf al- menningur einnig að leggja sitt af mörkum til að gera umhverfið vistvænna. Borgarstjóri vekur m.a. athygli á því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sam- mælst um það að hefja viðræður við ríkið um þessi mál. Meðal annars hefur verið óskað eftir fundi með fjármálaráðherra, um- hverfisráðherra og samgönguráð- herra þar sem rætt verður hverníg þessir aðilar geta sameiginlcga tekið á þessum málum og þá með þeim hætti að veita almennings- samgöngum forgang í umferðinni. Borgarstjóri henti einnig á að þótt vel hafi gengið í ýmsum umhverf- ismálum og m.a. í átakinu um hreinsun strandlengjunnar, þá hefur stefnt heldur á verri veg í CHt.NaO, sót og snefilefni NMVOC NOx CO 131 Útstreymi farartækja (kg/íbúa) 1998 Mabík Efnin inn í umferðina kg/íbúa 1998 Hjólbarðar 18 ,, Smurolia Vegasalt \ \ \ \ /X”4 Ruðuvðkvar Dfcetolsa Bensín S81 Alþjóðlegar kröfur Með hliðstjón af umhverfisstefnu borgarinnar ákvað stjórn veitu- stofnana að skipa starfshóp um vistvæn farartæki og var það gert í mars 1998. Bakgrunnur starfs- hópsins var einkum tvíþættur. Annarsvegar alþjóðlegar kröfur um minnkun útstreymis gróður- húsalofttegunda í samræmi við bókun Kyoto-ráðstefnunnar í árs- lok 1997 og hins vegar hin brýna þörf að draga úr mengun, sam- hliða ört vaxandi byggð á höfuð- borgarsvæðinu. Á því svæði er út- blástur einna mestur á landinu. Jafnframt var Iögð áhersla á að skoða hagkvæmni almennings- samgangna ásamt mikilvægi um- hverfisþátta eins og útstreymis og hávaðamengunar og hvort innlent eldsneyti gæti komið í stað inn- flutts. Jafnframt var talið mikil- vægt að könnuð yrði sala vist- vænnar orku, slit gatna og fleira. Með því að beina athyglinni að vistvænni samgöngustefnu var talið að auka mætti tækifæri at- vinnu og viðskipta og efla um leið vistvæna ímynd borgarinnar. I starfshópnum voru þeir Heimir Hannesson hdl. sem jafnframt var formaður hans og prófessorarnir Þorsteinn I. Sigfússon og Valdi- mar K. Jónsson. Hópnum til að- stoðar var Einar Pálsson verkfræð- ingur en ritari var Hjörtur Snorra- son. umferðarmálum og þeirri mengun sem tengist umferðinni. Það sé m.a. vegna aukinnar umferðar á svæðinu sem stafar einkum af aukinni bílaeign og íbúaþróun. Borgarstjóri segir að sameignlegt átak til vistvænni umferðar og minni mengunar eigi sér allstaðar stað í nálægum löndum og sé lið- ur í alþjóðlegri þróun með áherslu á vistvænar samgöngur. Að öðrum kosti sé verið að skerða verulega lífskjör þeirra sem húa á helstu þéttbýlissvæðunum. Ríó-sainþykkt í uppnámi Starfshópurinn telur engan vafa leika á því að grípa þurfi til sér- stakra aðgerða til að Island geti uppfyllt Ríó-samþykktina, jafnvel þótt aðeins sé miðað við sam- göngur. Samkvæmt Orkuspár- nefnd var heildarlosun C02 árið 1990 frá innanlandssamgögnum um 619 þúsund tonn og þar af 528 þúsund tonn frá bílum. A næsta ári er búist við að C02 út- streymi verði 717 þúsnd tonn frá innanlandssamgöngum, eða 16% aukning frá viðmiðunarárinu 1990. Þá gera spár ráð fyrir um 7% aukningu eldsneytisbrennslu Spáð 24% meiri útblástri I skýrslunni kemur fram að á tímabilinu 1995 - 1998 jókst notkun díselolíu á höfuðborgar- svæðinu um næstum því þriðjung. Samtímis jókst notkun á bensíni, smurolíu, hjólbörðum, sápu- og tjöruleysiefnum og fleiru en í minna mæli. Þá hefur svifryk á svæðinu aukist mjög mikið. Sömuleiðis hefur útblástur koldf- oxíðs, nituroxíðs og brennisteins- oxíðs auldst hratt. I úttekt skýrsl- unnar kemur fram að C02 út- blástur í Reykjavík hefur aukist um 15% á fjórum árum. Sam- kvæmt Orkuspárnefnd er gert ráð fyrir því að heildarútblástur vegna samgangna stefni í að aukast um minnst 24% á tímabilinu 1999 - 2010. Það er tveimur og hálfum sinni meiri aukning en leyfilegt er samkvæmt Kyoto-bókuninni. 1 skýrslunni kemur fram að Reykja- víkursvæðið valdi miklum hluta þeirrar aukningar sem er að verða á úthlæstri á Islandi. Þar kemur einnig fram að skaðleg lífræn kolefnissambönd, NMVOC aukast jafnt og þétt. Árið 1998 voru þau um 3800 tonn sem er talið fskyggilega mikið magn. Hvörfun N02 og bakgrunns ósóns valda hættulega miklu magni níturoxíða, en það fer yfir viðmiðunarmörk marga daga á ári í nokkrum borgarhverfum. Vegna aukinnar notkunar díselolíu eykst útstreymi sóts um þriöjung á fjór- um árum. Þá eyðir umferðin miklu magni af malbiki sem að mcstu umbreytist i skolp, en hættulega mildð r>'k lýlgir aukinni umferð og notkun nagladekkja. Bent er á að minnstu agnir af þessu ryki séu stórhættulegar heil- su fólks. í þvottavatni frá ökutækj- um eru ennfremur tugi tonna af olíu og hundruð lulóa af málm- samböndum sínks, blýs, nikkels og kadmíns. Umferöin í Reykjavik er sögð vera stærsta efnaverksmiðja iandsins og jafnframt sú mengaðasta. frá samgöngum til ársins 2010. í skýrslunni er m.a. lagt til að borgaryfirvöld verði að taka mið af ströngustu kröfum í mótun og framkvæmd nýrrar samgöngu- stefnu, jafnvel þó að ýmiss stað- bundin mcngun, eins og t.d. frá útblæstri bifreiða, sé ekki komin að hættumörkum. Skýrsluhöf- undar telja að það hljóti að vera verðugt takmark, að höfuðborgin beri með réttu þá eftirsóttu ímynd, að hún sé hrein og ómenguð og verði vistvænasta höfuðborg Norðursins. Grænt bókhald I skýrslunni eru settar fram á fjórða tug hugmynda og tillagna um aðgerðir er lúta að vistvænni samgöngustefnu. Þar er einnig að finna nýmæli um frumdrög að grænu bókhaldi fyrir höfuðborgar- svæðið. Það inniheldur greiningu og mælanlega þætti eldsneytis- notkunar, útstreymis og annarra þátta sem tengjast samgöngukerf- inu. Með því að beita slíku bók- haldi fá stjórnvöld í hendur tæki til ákvarðanatöku og stefnumót- unar sem talið er að geti orðið þáttur í því að beina þróuninni í heillavænlegri átt. Ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig á öllu Iandinu. Á vegum Reykjavíkurborgar er jafnframt unnið að viðamikilli greiningu og gagnsöfnun með þátttöku sér- fræðinga og almennings vegna stefnumótunar til framtíðar. Skýrslan er því talin mikilvægt innlegg í þá umræðu sem á sér stað um þróun borgarinnar og byggð á höfuðborgarsvæðinu. Þessi kökurit segja meira en mörg ord um mengunina af umferðinni í Reykjavík. Konungshjónin frá Jórdaníu koma i dag. Konimgshjón frá Jórdaníu Abdullah II Jórdaníukonungur og Rania drottning eru óneitan- lega glæsilegt par. Raniu er að mörgu leyti líkt við Díönu pri- nessu í heimspressunni. Þau koma f tveggja daga opinbera heimsókn í dag og munu þá hitta nýtrúlofað forsetapar okkar ís- lendinga, Olaf Ragnar og Dorrit Mousaieff. Konungur mun m.a. hitta fulltrúa íslenskra tölvu- og tæknifyrirtækja og drottningin mun kynna sér starfsemi Barna- verndarstofu. Ungir þjást af jnmglyndi Dimmir dagar hjá mörgum imgum íslendingum. Lyfjanotkim vex. Þunglyndi virðist þjá 17,2% ungs fólks á Islandi og eru konur þar í meirihluta. Þetta kernur fram í kandídatsritgerð Tinnu Trausta- dóttur í lyfjafræði, Dimmir dagar - rannsókn á þunglyndi og notk- un þunglyndislyfja meðal ungs fólks á Islandi, 18-25 ára. Notk- un þunglyndislyíja f þessum ald- urshópi var a.m.k. 4% árið 1999 og sjálfsvígshugsanir voru al- gengar eða 47% og 5,4% þátttak- enda höfðu reynt að stytta sér aldur. Þá leiddi rannsóknin ein- nig í ljós að samband er á milli þunglyndisraskana og áfengis- og vímuefnaneyslu. Urtakið var valið af handahófi úr þjóðskrá og náði til 2000(5,89%) íslendinga fæddra á árunum 1973-1980. Notkun þunglyndislyíja eykst Aukning virðist hafa orðið í þunglyndis- og kvíðaröskunum meðal ungs fólks. Notkun þung- lyndislyfja hefur aukist mjög í jæssum aldurshópi og raunar tí- faldast samanborið við rannsókn frá árinu 1984. Þunglyndi er með algengustu sjúkdómum ungmenna. Fjöldi sérfræðinga telur þunglyndi vaxandi vanda- mál, sérstaklega rneðal kvenna og þeirra sem yngri eru. Rann- sóknum bcr saman um að þung- lyndi sé vanmeðhöndlað og að- eins þriðjungur fái meðferð. Beinn kostnaður vegna þung- lyndisraskana er um 2,6 milljarð- ar á ári hverju og óbeinn kostn- aður nemur a.m.k. 3,5 milljörð- um króna. Slys á Skarðströnd Kona slasaðist nolTcuð er hún velti bíl við Nípuhlíð á Skarð- strönd í Dalasýslu á miðviku- dagskvöld. Sækja varð konuna með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti konuna á Landspítal- ann í Fossvogi. 1 bílnum voru einnig tvö ung börn, en þau sluppu að mestu með skrekkinn. - GG i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.