Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 9
' T n f (’ '1 T n >N ^ Q Ttoptr. ÍÞRÓTTIR l. Erkiij endumir á Skaganiun Þriðja umferð Landssímadeildar karla í knattspyrnu hefst á morg- un með leik gömlu erkifjend- anna, IA og KR, á Skaganum. Búist er við hörkuleik og víst að bæði lið munu leggja allt í söl- urnar til að sigra, þar sem leikur- inn gæti verið einn sá mikilvæg- asti á leiktíðinni í slagnum um Islandsmeistaratitilinn og jafn- vel ráðið úrslitum um Iokastöð- una ef mjótt verður á mununum. Báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í sumar, þar sem ís- landsmeisturum KR er spáð Is- landsmeistaratitlinum annað árið í röð og Skagamönnum öðru sætinu. Skagamenn hafa styrkt sitt Iið til muna fyrir sumarið og hafa byrjað vel á mótinu, þar sem þeir eru með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þeir unnu Leiftur á Skaganum í fyrstu umferð 1-0 og síðan Breiðablik í Kópavogi, einnig 1-0 og deila toppsætinu með Kefl- víkingum. KR-ingar hafa ekki byrjað eins vel og töpuðu 3-2 gegn Keflvíkingum á Laugar- dalsvelli í síðasta leik, eftir að hafa unnið Fram 1-0 á sama velli í íyrstu umferð. Það er þó ljóst að liðið er geysisterkt og spurning hvenær það fer að sýna sitt rétta andlit. Skagamenn eiga harma að hefna Skagamenn, með baráttujaxlana Sigurð Jónsson og Olaf þjálfara Þórðarson innanborðs, eru ekki árennilegir fyrir KR-inga hinu megin Hvalfjarðarganganna, en þar fara tveir leikmenn með mikla reynslu sem sætta sig ekki við neitt annað en sigur og hefur annar þeirra, Ólafur Þórðarson, marg lýst því yfir að hann þoli alls ekki að tapa. Skagamenn eiga líka harma að hefna gegn KR-ingum frá því í íyrra, þegar KR-ingar unnu þá í öll þrjú skiptin sem liðin mættust, tvis- var í deildinni og síðan í úrslit- um bikarkeppninnar á Laugar- dalsvelli. Þeir mæta því örugg- lega ákveðnir til leiks, eins og reyndar KR-ingar verða að gera, til að rífa sig upp úr meðal- mennskunni. Leikurinn hefst kl. 15:00. Standa Framarar uiulir væntingum? Næstu þrír leikir 3. umferðar fara svo fram á sunnudag, þar sem Framarar fá Eyjamenn í heimsókn á Laugardalsvöll, Breiðablik mætir Leiftri norður á Olafsfirði og nýliðar Stjörn- unnar og Fylkis mætast í Garða- bæ. Framarar, hafa auk Breiða- bliks, ekki ennþá krækt í stig í deildinni og má ætla að nú verði allt gefið í botn til að bjarga mál- unum gegn IBV. Eyjamenn sem eru í þriðja sæti dcildarinnar, sem er einmitt það sæti sem þeim er spáð, verða þó engin lömh að leika sér við og ætla sér örugglega ekkert annað en sigur. Þegar liðin mættust í fyrra vann ÍBV 0-2 sigur á Fram í Laugar- dalnum, en jafntefli varð í seinni leiknum í Eyjum. Framliöinu er spáð ágætum árangri í sumar, eða Ijórða sætinu, þannig að þeir verða að fara að sanna sig ef þeir ætla að standa undir væntingum. Kemst Breiðahlik af botnin- um? Leikur Breiðabliks gegn Leiftri, verður liðinu örugglega erfiður eftir hrakfarirnar í upphafi móts og Ijóst að sigurlíkurnar eru litl- ar. Leiftursmenn hafa þó aðeins hlotið eitt stig, eftir jafntefli við Fylki í síðasta leik og tap gegn IA í fyrstu umferðinni og þurfa því nauðsynlega á sigri að halda, til að halda sér í þægilegri stöðu. Breiðablik er spáð fallsæti í deildinni og þar sitja þeir enn ásamt Fram eftir tvær fyrstu um- ferðirnar, en Leiftur, sem er spáð áttunda sætinu, deilir nú því sjö- unda með Stjörnunni. Það má svo húast við hörku- leik í Garðabænum þar sem ný- liðar Stjörnunnar og Fylkis mæt- ast, en Fylkisliðið hefur þó verið öllu brattara í upphafi móts, þó Stjörnuliðið hafi alls ekki verið að spila illa. Fylkir, sem var spáð sjötta sætinu, vermir nú það sæti, en Stjarnan það áttunda með eitt stig. Leikurinn í Garða- bæ hel’st kl. 16:00, en Ieikirnir á Laugardalsvelli og í Ólafsfirði kl. 20:00. Suðumesjaslagiix 1 Keflavík Síðasti leikur umferðarinnar fer svo fram í Keflavík á mánudag, þar sem Keflvíkingar mæta ná- grönnum sínum úr Grindavík. Keflvíkingar, sem spáð er sjö- unda sætinu í deildinni, eru á mikilli siglingu í upphafi móts og eru nú með fullt hús stiga í topp- sætinu, eftir sigra á KR-ingum í sfðasta leik og Breiðabliki í fyrstu umferðinni. Grindvíking- ar, sem spáð er fimmta sætinu eru Iíka á mikilli siglingu og eru taplausir í þriðja sætinu eftir 3-0 sigur á Fram í síðasta leik og markalausu jafntefli við Stjörn- una í opnunarleik mótsins. Eins og alltaf þegar Suðurnesjaliðin mætast, verður Ieikurinn örugg- lega harður og spennandi og ekkert gefið cftir. Keflvíkingar eiga harma að hefna síðan í úr- slitakeppni deildarbikarsins, en þá unnu Grindvíkingar 5-1 stór- sigur og það ætla Keflvíkingar sér ekki að láta gerast aftur. Leikir 3. umferðar: Laugard. 27. ntat Kl. 15.00 ÍA - KR Sunnud. 28. ntat Kl. 20.00 Fram - ÍBV Kl. 20.00 Leiftur - Breiðablik Kl. 16.00 Stjarnan - Fylkir Mánud. 29. tnat KI. 20.00 Keflavík - Grindavík Dagsliðið 1. umferð Guðmundur Steinarsson Andri Sigþórsson Keflavík KR Sverrir Sverrisson Fylki Baldur Aðalsteinsson ÍA Biarni Geir Viðarsson ÍBV Sipurður Tónsson ÍÁ Hlvnur Stefánsson ÍBV lakob lónharðsson Keflavík Hlvnur Birgisson Leiftri Vladimir Sandulovic Stjömunni Atli Knútsson Breiðabliki FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 - 9 Gary McAllister til Liverpool Gamla brýnið, Skotinn Gary McAlIister, sem Ieikið hefur með Coventry City síðustu árin hefur ákveðið að ganga til liðs við Liverpool í sumar, þegar samn- ingur hans við Coventry rennur út þann 30. júní. Talið er að þessi 35 ára, fyrrum landsliðmaður Skotlands, muni undirrita eins árs samning við Liverpool, með fyrirvara um framlenginu hans til eins árs eftir tímabilið. „Eg varð að grípa þetta tæki- færi,“ sagði McAllister. „Þetta er ævintýri líkast og ég gat hreinlega ekki annað en tekið tilboðinu," bætti kappinn við. Gary McAllister. Evrópuleikjamet hjá Sanchis Varnarmaðurinn Manuel Sanchis, hjá Real Madrit, setti leikjamet í úrslita- leiknum gegn Valencia, hvað varðar þátttöku í leikjum Evrópumóts meist- araliða. Sanchis, sem hélt uppá 35 ára afmælið sinn á mánudaginn var, kom inná sem varamaður þegar níu mínútur voru til leiksloka og setti þar með nýtt 100 leikja met. Eldra metið átti annar leikmaður Real Madrid, Paco Gento, sem lék með liðinu á árunum 1950 - 1960 og vann með því sex Evróputitla. Aðeins sjö félög hafa spilað fleiri en 100 Evrópuleiki meistaraliða og þar leiðir Real Madrid með 214 leiki og hefur félagið tekiö þátt í 30 keppnum af 45 frá upphafi. Sanchis, sem hefur leikið 48 lands- leiki fyrir Spán, hefur leikið með Real Madrid síðustu sautján árin. Yfír 200 manns slösuðust Það var mikil gleði ríkjandi meðal stuðningsmanna Real Madrid eftir úr- slitaleikinn í París og tugir þúsunda þeirra sem höfðu fylgst með leiknum í beinni útsendingu sjónvarps heima í Madrid, flykktust út á götur borgar- innar að leik loknum til að fagna. Svo mikill varð gauragangurinn að yfir 200 manns lágu meiddir, eftir ólæti sem brutust út í miðborginni, þegar lögregla reyndi að hindra að verðmæt listaverk yrðu fyrir skemmdum. Við það brutust út slagsmál og mun um fjórðungur hinna meiddu vera lög- reglumenn. Sigur og tap á EM í hlaM Islenska karlalandsliðið í blaki tekur nú þátt í riðlakeppni Evópumótsins f blaki sem fram fer á Möltu. Liðið leikur í C-riðli mótsins ásamt Liechten- stcin, Kýpur, Irlandi og Lúxemborg og hefur þegar spilað río leiki gegn Liechtenstein í fyrradag og gegn Kýpur í gær. 1 fyrri leiknum vann íslenska Iiðið auðveldan 3-1 sigur á Liechtenstein, þar sem hrinurnar fóru 25:21, 25:17, 19:25 og 25:17. Okkar menn léku flestir mjög vel og aðeins í þriðju hrinunni sem Lichtensteinarnir náði að velgja þeim undir uggum. íslenska liðinu gekk ckki eins vel gegn Kýpurbúum í gær og töpuðu þar 0:3, þar sem hrinurnar fóru 17:25, 20:25 og 22:25. Liðið lékágætlega gegn sterku liði Kýpveija, sem þurfti að hafa þó nokkuð fyrir sigrinum. I dag , föstudag, leikur íslenska liðið t\'o Ieiki, gegn Irlandi kl. 11:00 og gegn Lúxemhorg kl. 20:00. A morgun verður síðan leikið krossspil og síðan fara úrslitin fram á sunnudag. Magnús Aron nálgast ÓL-lágmarkid Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr HSK, tók í fyrrakvölil þátt í sterku fijálsíþróttamóti í Knox\'iIIe í Tennessee í Bandaríkjunum og kastaði kringlunni þar 60,66 m. Þetta er lengsta kast Magnúsar til þessa, en fyrir átti hann best 60,62 m frá því árið 1998. Olvmpíulágmark FRI er sléttir 62 metrar þannig að Magnús nálgast það óðum. Magnús varð þriðji á mótinu, en sigurvegarinn, Bandaríkjamaðurinn Andy Bloom, kastaði 64,76 metra. Þetta er þriðja mótið sem Magnús tekur þátt í núna í vor, en á fyrsta mót- inu kastaði hann 56,50m og síðan 58,86 m á öðru mótinu. Magnús hefur í vetur dvalið í Athens í Georgiu við æfingar og keppni og síðastliðinn mán- uð með Sydneyhópi FRI. Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari Magnúsar, sem jafnframt er verkefnisstjóri Sydneyhóps FRI, sagði að næstu keppnir hjá Magnúsi yrðu í Svíþjóð í byrjun júní og ætti hann þá von á enn betri árangri hans. Dagsliðið 2. umferð Guðmundur Steinarsson Andri Sigþórsson Keflavík KR Páll Guðmundsson Paul McShane ÍBV Grindavfk Zoran Ljubicic Sigurður Jónsson Keflavík ÍA Hialti lóhannesson Sturlaugur Haraldsson ÍBV ÍA Hlvnur Birpisson Vladimir Sandulovic Leiftri Stjörnunni Gunnleifur Gunnleifsson Keflavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.