Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 16
Hreinn Sæmundsson, 54 ám húsvörðurí Flensborg, hefurekki bara verið húsvörður við skólann síðustu ár heldurlíka nemandi. Hann setti upp stúd- entshúfu þar um síð- ustu helgi og gerði reyndar betur því hann sópaði líka að sérað sérverðlaunum. „Ég hef verið að dunda við þetta nám í öldungadeildinni í sex vetur. Þegar ég byrjaði var ég ekkert sérstaklega að stefna á stúdentspróf, vildi hara kynna mér ýmsa hluti" segir Hreinn. Hann kveðst ekki hafa haldið sig við neina ákveðna braut heldur farið í það sem bauðst hverju sinni og fyrir bragðið sé hann kominn með 40 einingar framyfir það sem þurfi til stúd- entsprófs. „Ég hringlaði fram og aftur og væri löngu húinn með prófið ef ég hefði haldið mig við eitthvað ákveðið," segir hann sallarólegur. Hreinn útskrifaðist af hag- fræðibraut en vantar hara einn áfanga til að Ijúka við félags- fræðibrautina og annan upp á tölvulínu innan hagfræðibraut- arinnar. Verðlaun fyrir uppáhaldsfögin Við útskriftina fékk hann bóka- verðlaun fyrir íslensku, ensku, þýsku og sögu og hann segir þau endurspegla hver hafi verið hans uppáhaldsfög. „Upphaf- lega ætlaði ég að fara í gegn um íslenskuáfangana, erlend tungumál og sögu, svo var ég líka að kíkja í sálarfræði, félags- fræði, heimspeki og fleira.“ Hann kveðst hafa verið minna fyrir raunvísindin. „Ég var yfir- Ieitt lélegri í þeim fræðum sem tölustafir voru notaðir í en hók- stafir. flagfræðigreinarnar höfð- uðu ekki til mín og stærðfræðin fannst mér tormelt." Hann viðurkennir að það sé dálítið sérstakt að útskrifast af þeirri braut sem liggi lengst frá áhugasviðinu en segir það hafa Ég væri löngu búinn meðprófið efég hefði haldið mig við eitt- hvað ákveðið verið tilviijun að hún kláraðist fyrst. Hann efast um að Ijúka við hinar brautirnar og telur þá áfanga sem eftir séu þar skipta Iitlu máli. „Einn er bara vélrit- unaráfangi, aðallega til að þjál- fa upp hraðann," segir hann og bætir við að óhægara verði um vik næsta vetur að stunda nám því engin öldungadeild verði við Flensborg vegna IítiIIar aðsókn- ar. „Það er svo margt í boði alls- staðar,“ segir hann. Níu mánuði í bamaskóla Hreinn er uppalinn norður á Tjörnesi og á hans barnaskóla- árum var farkennslan enn við lýði. „Ég held ég hafi verið sam- tals níu mánuði í barnaskóla," segir hann en bætir við að eftir það hafi hann lesið 1. bekk gagnfræðaskóla utan skóla og tekið próf um vorið. „Svo settist ég á skólabekk í gagnfræðaskóla Húsavíkur og Iauk þaðan lands- prófi eftir tvo vetur en síðan ekki söguna meir. Eftir það lá leiðin á vinnumarkaðinn." Við eftirgrennslan kemur í Ijós að hann hefur lagt gjörva hönd á margt, unnið á skrifstofu, við jarðvegsvinnu, hjá glerskreyt- ingafyrirtæki og f tuttugu ár siglt á fragtskipi um heimsins höf. „Ég kom ekki endanlega í Iand fyrr en ‘97 en þá tók ég að mér húsvörslu við Flensborgar- skólann." Hann kveðst hafa verið farinn að vera löngum stundum í landi strax 1994 og þá notað tímann til lærdóms. Skyldi það hafa verið draumur- inn allan tímann að Iæra meira? „Já, ég man eftir því að þegar Hamrahlíðin byrjaði með öld- ungadeild 1972 sagði ég strax að þetta væri eitthvað sem ég ætlaði að prófa við tækifæri. Svo liðu yfir tuttugu ár þar til ég kýldi á það.“ Menntimin notast óbeint Hreinn kveðst ekki hafa lært þýsku fyrr en í Flensborg en alltaf þótt leiðinlegt að geta ekki átt orðaskipti við Þjóðverja þegar hann var í siglingum. „Svo fer maður að læra þetta þegar maður er hættur að þurfa á því að halda,“ segir hann og hristir höfuðið. En hyggst hann breyta eitthvað sínu Iífi með til- liti til þessa nýja áfanga? „Nei, þótt hagnýtir hlutir eins og und- irstöðuatriði í tölvukunnáttu sé eitthvað sem ég mun nota þá tel ég menntunina aðallega koma mér óbeint að gagni. Hún hefur áhrif á ýmis viðhorf og það er gott þegar maður er að vinna í skólanum að vita hvað krakk- arnir eru að fást við.“ - GUN mammmommamammm Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.