Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 - 5
FRÉTTIR
Neistar kviknuðu
við fyrstu kynni
BJÖRN
JÓHANN
BJÖRNSSON
SKRIFAR
Ólafur Ragnar Gríms-
son forseti þakkar
þjóðinni srigrúmið
sem þau Dorrit fengu
til að þróa samband
sitt. Brúðkaupsdagur
óákveðinn.
Sannarlega var þröng á þingi að
Bessastöðum í gær þegar Olafur
Ragnar Grímsson, forseti íslands,
og Dorrit Mousaieff tilkynntu
trúlofun sína. Olafur byrjaði
fundinn á að bjóða fjölmiðla-
menn hjartanlega velkomna til
Bessastaða á „þessum fagra degi“.
Þau virkuðu afslöppuð og ekki
annað að sjá en að ást þeirra væri
óskipt og innileg.
Erfiðar aðstæður
Ólafur Ragnar sagði það hafa ver-
ið mikla gæfu fyrir sig á erfiðuð-
ustu tímum í sínu lífi að hitta
Dorrit og kynnast henni smátt og
smátt og fá á ný trú á lífið, ham-
ingjuna og ástina.
„Eg veit að allir gera sér Ijóst að
það er nú eitt og sér merkilegt að
hitta manneskju og finna ást og
tilfinningar að nýju eftir erfiða
tíma en að þurfa síðan að gera
það við þær aðstæður sem ég bý
við og Dorrit að nokkru Ieyti líka.
Það hefur gert þetta flóknara en
allajafna, að reyna að vera maður
og finna sig á ný sem manneskja
á sama tíma og ég hef reynt að
gegna skyldum mínum við for-
setaembættið og fyrir þjóðina.
Gæfan hefur verið mér hliðholl
og fyrir það vil ég þakka á þessum
degi. Það er eiginlega ekki hægt
að lýsa því með orðum hve þakk-
látur ég er fyrir þá gæfu og fyrir
að Dorrit skuli hafa tekið mér,
samþykkt að deila með mér lífinu
það sem eftir er,“ sagði Ólafur
Ragnar og tilkynnti síðan ákvörð-
un þeirra um trúlofunina. Hann
sagði ákvörðun ekki liggja fyrir
um hvenær brúðkaupsdagur
rynni upp, það yrði gert í samráði
við Ijölskyldur þeirra. Þó gáfu
þau það í skyn að brúðkaupið yrði
á þessu ári.
Trúiii engin fyrirstaða
Ekki var heldur upplýst hvernig
hrúðkaupið færi fram en þau eru
hvort af sinni trúnni, hann krist-
innar trúar og hún gyðingatrúar.
Dorrit sagðist trúa á þann Guð
sem væri sammannlegur öllu
fólki og Ólafur Ragnar sagði
fjölda fólks af ólíkum trúarhrögð-
um vera í sambúð og trú þeirra
væri því engin fyrirstaða. Hann
sagðist reikna með að brúðkaup
færi fram innan íslensku þjóð-
kirkjunnar.
Ólafur Ragnar sagði að það
væri stór ákvörðun fyrir Dorrit að
taka ekki aðeins honum heldur
nýju landi, tungumáli og þjóð.
Vonandi tækist það með hans
hjálp, fjölskyldunnar og þjóðar-
innar allrar.
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mousaieffá Bessastöðum í gær, ástfangið par sem ætlar að verja lífinu saman það sem
eftir er. myndir: gva.
Dorrit sagði það hafa auðveld-
að ákvörðunina að finna þann
stuðning og hvatningu sem kom
frá dætrum Ólafs Ragnars, þeim
Döllu og Tinnu. Fyrir það vildi
hún þakka. Hún þakkaði einnig
íslensku þjóðinni fyrir þolinmæð-
ina og góðvildina sem hún hefði
sýnt þeim. Dorrit sagðist ætla að
gera sitt besta til að koma fram
fyrir Iand og þjóð sem góður full-
trúi, henni líkaði Island æ betur,
þrátt fyrir gæsirnar í landi Bessa-
staða sem vektu hana á hverri
nóttu! Dorrit mælti á ensku á
blaðamannafundinum en sagðist
vera að læra íslenskuna, fór með
nokkur orð á íslensku og sagðist
vera með góðan kennara sem
Ólafur væri og fleiri í kringum
hana.
Fram kom á fundinum að Ólaf-
ur Ragnar og Dorrit væru ekki
búin að setja upp hringana og
þau upplýstu heldur ekki hvort
trúlofunarhringarnir yrðu bresk
eða íslensk hönnun, en Dorrit er
sem kunnugt er skartgripahönn-
uður. Hann sagði heitbindingu
þeirra duga að sinni, hringarnir
biðu betri tíma. Aðspurð sagðist
Dorrit að sjálfsögðu óska eftir ís-
Ienskum ríkisborgararétti.
Þakka þjóðinni fyrir svig-
rúmið
Þau upplýstu að þau hefði kynnst
snemma í fyrra í hádcgisverðar-
boði vina hans í London. „Það er
skemmtilegt að segja frá því hér
að hún hafði enga hugmynd um
hver ég var og ég hafði enga hug-
mynd um hver hún var. Það
kviknuðu neistar á milli okkar
þarna fyrst og síðan kvöldið eftir
þegar við hittumst. Þá hafði hún
einhverja hugmynd um hver ég
var. Hugir okkar tengdust saman
án þess að við vissum hvaða stöð-
um eða störfum við gegndum.
Það finnst mér ánægjulegt,“ sagði
Ólafur Ragnar.
Dagur spurði Ólaf Ragnar
hvort þjóðin hefði veitt þeim það
svigrúm sem hann óskaði eftir á
síðasta ári, þegar samband þeirra
varð opinbert. Hann var á því og
vildi þakka þjóðinni fyrir það.
„Ég gerði mér fyllilega grein
fyrir því að það var flókið að verða
fyrir þeirri lífsreynslu að finna
allt í einu konu sem ég skynjaði
að ég var ástfanginn af. Ég kaus
að greina þjóðinni frá okkar sam-
bandi, þegar fjölmiðlar hófu að
fjalla um það, því ég vildi ekkert
laumuspil í kringum það. Ég er
mjög þakklátur fyrir það og tel að
þjóðin og fjölmiðlarnir hafi sýnt
okkur mikla tillitssemi og mikinn
skilning," sagði Ólafur Ragnar.
Aðspurður hvort tilkynna hefði
átt trúlofunina þegar hann til-
kynnti framboð sitt áfram til
næstu fjögurra ára sagði Ólafur
Ragnar ekki hafa séð ástæðu til
þess. Þau hefðu viljað þróa sam-
band sitt lengur og gefa Dorrit
fleiri tækifæri til að kynnast starfi
hans, m.a. með heimsókninni til
Washington í síðasta mánuði.
Þau hefðu hins vegar ætlað að til-
kynna trúlofunina á afmæli hans
1 5. maí sl. en orðið að fresta því
vegna anna Dorritar í útlöndum.
Líklega hafa sjaldan verið jafnmargir
fjölmiðlamenn samankomnir á Bessa-
stöðum og i gær.
Fjölskylda Dorritar
Fjölmiðlar fengu í gær ágrip af
ævi og fjölskylduaðstæðum Dor-
ritar. Þar kemur fram að hún er
fædd og uppalin í Jerúsalem en
fluttist ung að árum til London,
þar sem hún hefur átt heimili síð-
an. Hún hefur um árabil fengist
við hönnun skartgripa og marg-
vísleg viðskipti. Hún hefur einnig
haft umsjón með innréttingu
gamalla og sögufrægra húsa og
verið greinahöfundur í hreskum
blöðum og límaritum.
Embætti forsetans upplýsti
cinnig að Dorrit talaði, auk
ensku, frönsku, þýsku og hebr-
esku og væri nú að læra íslensku.
Meðal áhugamála hennar eru
lista- og menningarsaga, útivist,
skíðaíþróttir, sund og hesta-
mennska.
Foreldrar Dorritar eru Shlomo
og Alisa Mousaieff og í tilkynn-
ingu embættisins segir að faðir
hennar sé víðkunnur fyrir „hið
mikla og einstæða safn sitt af
forngripum frá tímum Gamla og
Nýja testamentisins." Fjölskyldan
hefur einnig varðveitt eitt elsta og
viðamesta safn fornra gyðinglegra
handrita og hefur nýlega tilkynnt
að safnið verði afhent háskólan-
um í Tel Aviv.“ Móðir Dorritar var
á yngri árum náin samstarfsmað-
ur David Ben-Gurion, fyrsta for-
sætisráðherra Israels. Systur
hennar eru tvær, þær Tamara,
sem býr í New York, og Sharon,
sem býr ásamt Ijölskyldu sinni í
Tel Aviv.
„Einkamál sem kemui mér
ekki vid“
Einn góðra kunningja Ólafs
Ragnars er Össur Skarphéðins-
son, formaður Samlýlkingarinn-
ar. Hann sagðist í samtali við
blaðið fagna trúlofuninni. Þetta
væri ákaflega ánægjulegur við-
burður.
„Allir eiga rétt á því að finna
hamingjuna og ég er viss um að
þarna finna þau hana bæði. Þetta
eru gleðitíðindi fyrir alla þjóðina,"
sagði Össur. Aðspurður hvort
þjóðerni Dorritar hefði sérstaka
þýðingu fyrir forsetaembættið
sagði Össur það engu skipta. Is-
lendingar væru alþjóðlegir og
tækju öllum opnum örmum.
Jón Steinar Gunnlaugsson
hæstaréttarlögmaður sagði að
trúlofunin væri einkamál forset-
ans sem kæmi sér ekki við, og
hann vildi sem minnst vita af. Jón
Steinar sagðist eðlilega sýna því
skilning að við missi Guðrúnar
Katrínar hefði Ólafur Ragnar leit-
að samneytis við aðra konu.
„Ólafur Ragnar Grímsson situr
í embætti forseta lslands, illu
heilli, og trúlofunin breytir engu
um það,“ sagði Jón Steinar.
HÆSTIRÉTTUR
Baugur fór offari
Baugi hefur af Hæstarétti verið
gert að greiða starfsmanni, sem
sagt var upp vegna meintra brota
í starfi, laun í uppsagnarfresti,
ríflega 520 þúsund krónur.
Starfsmaðurinn undirritaði
starfslokayfirlýsingu í febrúar
1999 og lét af störfum samdæg-
urs, í kjölfar fundar hans með
framkvæmdastjóra og öryggis-
stjóra verslunar Baugs. Sagði
hann að þar hefði sér verið gef-
inn kostur á að segja upp eða
vera sagt upp vegna meintra
brota í starfi, sem m.a. voru í því
fólgin að vinna í aukagetu við
sölu meindýravarnarbúnaðs, sem
hann seldi Baugi. Höfðaði hann
mál til innheimtu launa í upp-
sagnarfresti. Hæstiréttur taldi að
hann hefði ekki afsalað sér þeim
réttindum, að hluti meintra
brota mannsins í starfi var talinn
ósannaður og önnur atvik ekki
talin hafa réttlætt fyrirvaralausan
brottrekstur. Meðal gagna í mál-
inu voru skjöl sem starfsmanna-
stjórinn afhenti manninum fyrir
mistök.
Sjóður fær sitt
Hæstiréttur hefur staðfest þá
niðurstöðu undirréttar að Jón
Guðmundsson og Leó E. Löve
skuli greiða Samvinnusjóði 2,2
milljónir króna vegna máls, þar
sem deilt var um skuldabréfalán.
Samvinnusjóður veitti Leó
skuldabréfalán með sjálfskuldar-
ábyrgð Jóns og fyrsta veðrétti í
Chryslerbifreið, sem félagið BT-
Bílar seldi Leó. Vanskil urðu á
láninu og höfðaði Samvinnusjóð-
ur mál á hendur Leó og Jóni.
Báru þeir fyrir sig að Samvinnu-
sjóður hefði ranglega afhent BT-
Bílum lánsQárhæðina í stað þess
að greiða hana til Leós. Viður-
kennt var að BT-Bílar hefðu haft
alla milligöngu um töku og frá-
gang lánsins og að Samvinnu-
sjóður hefði greitt Iánsféð til BT-
Bíla. Var afsal fyrir bifreiðinni
talið bera það með sér að hún
væri að fullu greidd og hefði
Samvinnusjóður mátt ætla að
það hefði gerst með afhendingu
skuldabréfsins til BT-Bíla. Voru
Leó og Jón því ekki taldir hafa
sannað að haga hefði átt við-
skiptunum á annan hátt.
Meðferðin bjarg-
aði þjófmim
Hæstiréttur hefur tekið til greina
rök sakfellds þjófs fyrir því að all-
ur dómur hans í þjófnaðarmáli
skuli skilorðsbundinn, í Ijósi þess
m.a. að hann hefði farið í áfeng-
ismeðferð. Maðurinn hlaut 8
mánaða dóm, þar af 6 mánuði
skilorðsbundna. Með niðurstöðu
Hæstaréttar losnar sá seki við þá
tvo mánuði sem hann átti að sitja
inni, þ.e. haldi hann skilorð.
Maðurinn var sakfelldur fyrir
rán og með því broti rauf hann
skilorð tveggja eldri dóma, þar
sem hann hafði verið dæmdur til
að sæta fangelsi í samtais 60
daga fyrir þrjú þjófnaðarbrot. I
þessu máli var hann dæmdur fyr-
ir þátttöku með þremur öðrum í
ráni í sjoppu við Ofanieiti í júlí
1999, þar sem ráðist var á af-
greiðslumann. Þessi maður átti
ekki frumkvæði að ráninu og tók
ekki þátt í árásinni. - FÞG
I