Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 19

Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 19
 F Ö STUDAGIIR 2 6. MAÍ 2 0 00 - 19 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Úr og í skautahöllina Viðamikil tískusýning og skemmtun verð- urhaldin í Skautahöll- inni áAkureyri í kvöld, þarsem boðið verðuruppá það flottasta ísumarlínu tískuverslana og sköp- unargleði íslenskra fatahönnuða. Tilkoma saumavélarinnar á 19. öld olli straumhvörfum, bæði í lífi saumakvenna og neytenda. Líkaminn er útgangspunktur allrar fatahönnunar og án hans er engin þörf fyrir föt. Einstök föt eru hönnuð fyrir einstakar konur og einstaka menn. Þegar við lesum í fatnað og útlit erum við, meðvitað eða ómeðvitað, að safna upplýsing- um um samferðamenn okkar. Upplýsingar um kyn, pcrsónu- leika, stétt og stöðu, sem eru brotnar niður í tákn og myndir út frá fatnaði og ýmsum fylgi- hlutum, verða því að eins kon- ar tungumáli okkar á milli. Með þessum hætti sendum við þeim sem horfa á okkur skila- boð, sönn eða skálduð, um hvernig við kjósum að koma þeim fyrir sjónir. Það er ekki auðvelt að vera fatahönnuður á Islandi, mark- aðurinn er lítill, vinnuaflið er dýrt og áhættufjárfestar hafa verið mjög tregir til að taka áhættu í þessum efnum. Engan þarf því að undra að íslenskir fatahönnuðir þurfi að leggjast í víking og spreyta sig á erlendri grund. I tengslum við hönnunarsýn- inguna „Ur og f“ í Listasafninu á Akureyri verður efnt til viða- mikillar tískusýningar í sam- starfi við Eskimo Models og Futurice í Skautahöllinni á Ak- ureyri í kvöld og hefst hún kl. 20.00. Það eru tískuverslanirn- ar Levi¥s/Stone, Parið, Perfect, Chrome, XI8 og Gallery 17, sem sýna sumarfatnað úr versl- unum sínum. Hársnyrtistofan Medulla sér um hár og förðun Eskimomódelanna. Boðsmiðum dreift Mikið verður lagt í sýninguna og verður lifandi tónlist spiluð undir af hljómsveitinni Sanasol frá Reykjavík. Tískulöggan, Svavar Orn Svavarsson verður kynnir kvöldsins. Heiðursgest- ur verður Bolli Ásgeir Krist- jánsson, eigandi Gallery 17. Skipuleggjendur eru: Listasafn- ið á Akureyri í samstarfi við Halldór Magnússon, Hönnu Hlíf Bjarnadóttur og Þórarinn Blöndal. Veitingar verða í boði Kaffi Karólínu og Egils ehf. Eftir hlé munu fimm ungir, íslenskir fatahönnuðir kynna framleiðslu sína og gefst norð- anmönnum hér einstakt tæki- færi til að taka forskot á sæl- una, því hönnuðirnir fimm eru þeir sömu og valdir hafa verið í tískusýninguna Futurice, sem haldin verður í Reykjavík í ágúst næstkomandi í samvinnu við Reykjavík menningarhorg Evrópu árið 2000. Áætlað er að framhald verði á skemmtuninni í Skautahöll- inni sem lýkur um það bil kl. 23.30 í Sjallanum og Deiglunni á Akureyri og verður boðsmið- um dreift til 16 ára og eldri á sýningunni. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 500. - W Á sýningunni í Skautahöllinni verður kynning á sumartísku helstu tískuversl- ana á Akureyri, aukþess sem Gallery 17 í Reykjavík mun viðra sína fatalínu. Rúsínan í pylsuendanum er svo sýning fimm íslenskra fatahönnuða á fram- leidslu sinni. San Francisco ballett- inn dansar Svanavatn- ið við tónlistTsjajkov- skíj undirstjóm Helga Tómassonar í Borgar- leikhúsinu í kvöld, föstudaginn 26. maí klukkan 20. Fjórar sýningarem laugar- dag og sunnudag, klukkan 14og20 báða dagana. San Francisco ballettinn hefur vakið rnikla athygli í Bandaríkj- unum og víðar á undanförnum árum undir Iistrænni stjórn Helga Tómassonar. Engin sýn- ing flokksins hefur þó vakið jafn mikla athygli og Svanavatnið sem Helgi hefur að hluta til endursamið (sjá bls. 17) án þess þó að breyta söguþræðinum. Prinsessa í álögum Svanavatnið er ballett í fjórum þáttum. 1. þátturinn hefst í 21 árs afmælisveislu Sigfrieds prins, þar sem dansaður er þrí- dans honum til heiðurs. Drottningin færir honum lás- boga að gjöf og tilkynnir hon- um að mál sé að hann kvænist. Hún ætli að bjóða til dansleiks næsta kvöld með nokkrum prinsessum. Sigfried er ekkert yfir sig hrifinn og yfirgefur veisluna. I upphafi 2. þáttar flýgur hópur svana yfir. Prinsinn mundar lásbogann, en þá breytist einn svanurinn í und- urfagra konu, Odettc. Sigfried er heillaður og Odette trúir honum fyrir því að hún og stöllur hennar hafi verið hnepptar í álög af Rauðskeggi seiðmanni. Þær heri svansham á daginn en séu mennskar á nóttunni. Aðeins einlæg ást og tryggð mennsks manns geti los- að þær. Svik seiðmannsms Sigfried svcr henni eilífa ást, en þá birtist Rauðskeggur. Sig- fried ætlar að skjóta hann, en Odette skýlir honum. Dauði hans myndi þýða að hún losn- aði aldrei úr álögunum. Rauð- skeggur flýr, Odette hleypur f burt og prinsinn á eftir. Þá birtast hinar svanameyjarnar og dansa margrómaðan vals. Sigfried hirtist aftur einn og játar ást sína í frægum tvíd- ansi. I lok nætur breytast stúlk- urnar allar aftur í svani. 3. þáttur hefst á dansleikn- um sem drottning hefur boðið til sex álitlegum prinsessum.. Sigfried dansar við þær allar, en hugurinn er hjá Odette. Rauðskeggur svindlar dóttur sinni inn í líki hennar og Sig- fried tilkynnir að þarna sé heit- mey sín koniin. Hann uppgötv- ar mistök sín í lok þáttarins og yfirgefur höllina. 1 fjórða þætti leysist úr flækjunni og allt end- ar vel að lokum eins og í öllurn sönnum ævintýrum. - MEÓ njfiKfiiwti TlimiW Mangi'ét ■ Valdís Elísabet Ólafsd ■ Viðars ■um helginaI ErlingurJón Valgarðsson (elli) m Helga jörð >^j^^Myndlistarmaðurinn l Erlingur Jón Valgarðs- son (elli) opnar sýningu í Gallerí List Skipholti 50d, laugardaginn 3. júní, kl. 15. Á sýning- unni verða málverk og skúlptúr- ar. Sýningin nefnist Helga jörð. Um sýninguna segir listamað- urinn: „Jörðin á skilið virðingu, auðmýkt og aðdáun. Gjöfult líf hennar, fegurð dulúð og máttur lætur engan ósnortinn. Til að heiðra hana fyrir gjafír hennar og Iíf, og ekki síst til að sýna henni auðmýkt og virðingu hef ég unnið málverk og skúlptúra sem sýna tilbrigði hennar í lit- um, formum og áferð.“ elli er fæddur 1961. Hann stundaði listnám við Myndlista- skólann á Akureyri, hjá Rafael Lopes í Falun í Svíþjóð og við Haraldsboskolan á sama stað. elli er búsettur á Akureyri og hefur haldið nokkrar einkasýn- ingar þar sem og í Reykjavík. Hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og í Svíþjóð. Sýningin er opin virka daga frá 11 til 18 og um helgar frá 11 til 17, henni lýkur 18. júní. ÁreiM Flakk heitir sýning sem verður opnuð í Norræna húsinu laug- ardaginn 27. maí klukkan 16. Flakk vísar til þeirrar sérstöku tilfinningar að vera bæði heima og heiman, en grunnhugmynd- in byggist á því sem Frakkar kalla ý la déríve eða á reki. Reiki gæti því alveg eins átt við eða ferðlag án markmiðs og því þótti viðeigandi að setja sýning- una upp eins og völundarhús. Listamennirnir sem þarna eiga verk koma frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Islandi, Sví- þjóð, Þýskalandi og Bandaríkj- unum, en eiga það sameiginlegt að búa ekki í heimalandi sínu. Þau heita Frans Jacobi, Seppo Renvall, Ole Jörgen Ness, Egill Sæbjörnsson, Þóroddur Bjarna- son, Annika Ström, Aleksandra Mir, Mattias H%orenstam, Susa Templin og Sarah Morris. Sýn- ingarstjórar eru Andrea Kroks- nes frá Þýskalandi og Per Gunnar Tverbakk frá Noregi. Sýningunni er ætiað að kynna fyrir Islendingum alþjóðlega strauma í myndlist og er styrkt af NIFCA, Norrænu samtíma- listastoluninni. ■, \ Egill Sæbjörnsson kemur frá Vín. \______________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.