Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 2000 - 7 ÞJÓÐMÁL KLISJA! „Við þurfum enn að auka veg þessa forsætisráðherra sem við erum svo heppin að eiga. Það er náttúrlega eins og hvert annað slys að hann sé ekki þegar orðinn forseti þjóðarinnar, og nú er komið í Ijós að hann ætti líka að vera biskup." - mynd: hilmar Tveimur sjón- varpsauglýsing- um hef ég tekið eftir undanfarna daga. Báðum er greinilega beint til ungs fólks og nýjasta tækni og tíska notuð ósparlega snöggar klipping- ar, töff mynda- taka, taktföst tón- list - til þess að búa til á þeim stutta tíma sem sjónvarpsauglýsingar taka heila litla bíómvnd með upphafí, fram- vindu og niðurstöðu, og síðast en ekki síst bæði móral og hugmvnda- fræði. Önnur auglýsingin er frá símafyrirtæki í eigu íslenska ríkis- ins og sýnir ungan mann á menntaskólaaldri sem fær símtal frá mömmu sinni og segir henni að jú, hann sé einmitt að fara að Iesa undir prófíð sem verður á morgun. En svo fer hann ekki að lesa undir próf, heldur fer hann út í bíl og keyrir hratt til að elta uppi hveija þá skemmtun sem telst vera ungs manns gaman, annað en lesa und- ir próf - hann hittir vini sína, hlust- ar á tónlist, kyssir stelpu, fer á hjólabretti ef ég man rétt og svona eitthvað. Með því aftur að keyra hratt nær hann að komast heim rétt passlega áður en mamma hringir að nýju til að vita hvernig honum gangi og hann segir henni með mæðusvip að hann hafi legið yfir skruddunum í allan dag. Síð- ast koma skilaboðin frá símafyrir- tækinu sem segja að þessi ungi maður hafi notið „frelsis" og við ættum öll að fá okkur síma frá þessu fyrirtæki til að geta logið einhverju að mömmu okkar með- an við erum að skemmta okkur. Viðskipti lögð að jöfnu við svindl Hin auglýsingin er frá bankastofn- un í eigu íslenska ríkisins, ef mig misminnir ekki, og þar sést ungur maður í hlaupabúningi setjast upp í bíl sem einhver annar keyrir; þessi bíll keyrir síðan nijög hratt um fáfarnar götur og nemur loks staðar við húshorn þar sem ungi maðurinn í hlaupabúningnum smeygir sér út og tekur á rás - það koma aðrir menn hlaupandi og það kemur í ljós að ungi maöurinn í bílnum hefur verið að svindla í Maraþonhlaupi eða einhverju álíka, hann er nú fyrstur í hlaup- inu þó hann hafi farið alla leiðina í bíl og skilaboðin frá bankanum eru þau að allir þeir sem stunda ein- hver tiltekin viðskipti við bankann njóti álíka forskots á sauðsvartan almúgann og þessi bráðsnjalli maður sem svindlaði í Maraþon- hlaupinu. Bankinn hefur greini- lega ekki haft minnstu áhyggjur af því þótt viðskipti við hann yrðu þaðan í frá lögð í huga fólks að jöfnu við það að svindla, rétt eins og símafyrirtækið hefur ekki séð neitt athugavert við að hvetja ungt fólk til að ljúga sig undan skyidum sínum og skemmta sér bara meira; það sé bæði töff og umfram allt merki um frelsi. Ljúgiö og svindlið og vimiid verölaun! Nú vofír náttúrlega yfir mér stór- kostleg hætta - að ég verði sakaður um hallærislega gamaldags siða- vendni, fullkomið húmorslevsi og jafnvel - þó ég þori varla að segja það - klisjur. Ég er viss um að ein- hver er þegar farinn að glotta. Enda: ef auglýsing af þessu tagi hefði verið aðeins ein, líkt og hver önnur hending, hugsa ég að ég hefði látið kyrrt liggja. En þegar þær eru allt í einu tvær í senn, sem hvetja fólk beinlínis beinlínis til að ljúga og svindla til að njóta Iífsins og vinna verðlaun, þá er ekki leng- ur bara um að ræða skemmtilega litla sögu, góðan húmor eða eitt- hvað í þá áttina. Þá er þetta merki um eitthvað. Merki um hugarfar fyrst og fremst. Það er rétt að taka fram að ég óttast ekki svo mjög að það unga fólk sem horfir á þessar auglýsingar hlaupi strax til og byrji að ljúga og svindla til að komast áfram í lífínu og skemmta sér. Þannig löguð áhrif sjónvarpsaug- lýsinga eru áreiðanlega ofmetin, en þær hafa þó áhrif og ef það veröur viðtekin venja í auglýsing- um að hvctja fólk til þess arna - til dæmis að troða á meðbræðrum sínum, sem hafa lagt að baki heilt Maraþonhlaup unr þjóðvegi og stræti, með því að svindla sér fremst og það sé bara merki um sniðuga útsjónarsemi og ráðsnilld - þá er ég nú smeykur að áhrifín fari smátt og smátt að seytla inn í koll- inn á unga fólkinu okkar. Bara grín? Einkum og sér í Iagi vegna þess að þessar auglýsingar er ekki hægt að afgreiða með því að þetta sé tómt grín og ábyrgðarlaust sprell - það eru stór og virðuleg fyrirtæld sem fullorðið fólk stjórnar sem auglýsa svona og sjá ekkert athugavert við það. Mér finnst nefnilega að það sé meira umhugsunarefni hvort þessar auglýsingar séu ekki til marks um eitthvað einkennilegt hugarfar inni í fyrirtækjunum og á auglýsingastofunum en endilega hvort ailt ungt fólk fari nú að ljúga og svindla í einu lagi. Ef engum inni ( stórum og miklurn lyrirtækj- um, meir að segja í eigu fslenskíi ríkisins, finnst neitt óþægilegt við að auglýsa vöru sína með þessum hætti, með því að sýna lygar og svindl sem afar lofsvert athæfi og skemmtilega og sjálfsagða sjálfs- bjargarviðleitni, þá segir það sína sögu. Ef þeir sem bjuggu til þessar auglýsingar eru núna að hlusta, þá eru þeir alveg áreiðanlega mjög kátir. Auglýsingum er jú ætlað að vekja athygli og nú hef ég vakið at- hygli á auglýsingunum þeirra og þeir eru mér vafalaust afar þakk- látir. Núna munu fleiri taka eftir auglýsingunum þeirra en áður. Og „Þessi tilraun til sálmakveðskapar var á síimin tíma svo vandræðalegt uppá- tæki, og okkur laug- aði svo til að verða vör við eitthvað gott og fallegt í Davíð, sem okkur þykir þrátt fyrir allt svo undur vænt um, að við sögðum aldrei sanuleikauu um þeunau sálm, þessa klisju.“ kannski þeir fái verðlaun á næstu ÍMARK-hátíð. Þannig lagað er ónrögulegt að amast við auglýsing- um, því öll gagnrýni gerir ekki ann- að en vekja eftirtekt á þeim og það er eini tilgangurinn með þeirn. Þess vegna brosa auglýsingamenn- irnir núna í kampinn yfír kaffiboll- anum sínum, og sjálfsagt líka for- ystumenn þeirra fyrirtækja sem auglýsingarnar eiga að auglýsa. Græða, gróði, græögi En inér er alveg sama. Því það hugarfar er nefnilega líka til marks um alveg það sama og þær tvær auglýsingar sem ég hef gert hér að umtalsefni. Allt er leyfilegt til að ná athygli, til að selja vöru sína, til að pranga henni inn á einhvern, til að græða. Gróði er ætíð réttlætan- legur. Síðan græðgi, sem er það sama - er það ekki? Það er það sem þetta allt snýst um, þótt núna megi ekki kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Því þá verður forsætis- ráðherra þjóðarinnar argur. Ef maður hefur áhyggjur af því að þjóðfélagið sé að verða gegnsýrt af siðblindri græðgi, þá þýðir það - segir forsætisráðherra - að maður vilji ekki að fólk komi sér upp þaki yfir höfuðið og sé auk þess á móti síma. Ef maður svo mikið sem andar út úr sér að kannski ætti fólk að staldra við og hugsa sinn gang, hverju erum við sjálf á höttunum eftir, hvað erum við að kenna unga fólkinu okkar - rneðal annars með sjónvarpsauglýsingum - hvernig leggjum við lið okkar smæstu bræðrum; ef maður svo mikið sem andar þessu út úr sér þá hefur maður gerst sekur um klisjur, og klisjur eru eitur í beinum forsætis- ráðherra þjóðarinnar - enda hefur hann aldrei látið klisju út fyrir sín- ar varir. Frumleg hugsun forsætis- ráðherra þjóðarinnar kemur í veg íyrir slíkt. Fáum Davið fyrir biskup Og við megum prísa okkur sæl fyr- ir að eiga forsætisráðherra sem aldrei segir klisjur en greinir þær eins og elding hjá öðrum. Við þurf- um enn að auka veg þessa forsæt- isráðherra sem við erum svo hepp- in að eiga. Það er náttúrlega eins og hvert annað slys að hann sé ekki þegar orðinn forseti þjóðar- innar, og nú er komið í Ijós að hann ætti líka að vera biskup. Það er ómögulegt að hafa biskup sem talar í klisjum, kannski alla leið aftur úr Fjallræðunni, og við skul- um losa okkur við þennan biskup og fá Davíð Oddsson í staðinn. Hann er hvort eð er nú þegar ekki aðeins óformlegur biskup stórs hluta þjóðarinnar, heldur páfi, og hefur hirð kardínála kringum sig. Og hann ætti að byrja á því að yrkja þjóðsönginn upp á nýtt - þessi klisjukenndi þjóðsöngur okk- ar sem leitast við að kenna okkur auömýkt andspænis sköpunarverk- inu, hann er gamaldags og úrelt Idisja, ekki nægjanlega innblásinn af sjálfsánægju þjóðarinnar. Auð- mýkt er auðvitað bara gömul klisja. Forsætisráðherra þjóðarinnar ætti þegar í stað að snúa sér að því að yrkja nýjan þjóðsöng sem væri frír við svona klisjur, hann gæti leitað í smiðju til vinar síns forseta lýð- veldisins og innblásinnar og alveg klisjulausrar ræðu sem hann hélt nýlega í útlöndum um dásemdir ís- lensku þjóðarinnar. Þær dásemdir ósviknar. Því þessi góði maður, for- sætisráðherrann blessaður, hefur sagt okkur að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af neinu, allra síst græðgi í samfélaginu. Og þá líður okkur öllum betur. Við erum bara að koma okkur upp þaki yfir höf- uðið, við erum bara að tala við vini okkar í síma. Við erum bara að njóta Iífsins, fá forskot, hvað ætli við þurfum að lesa undir próf. Við gætum verið að skemmta okkur. Kát og glöð En svo ég snúi nú gjörsamlega við blaðinu, þá er það náttúrlega ekki allskostar rétt að Davíð blessaður hafí aldrei gert sig sekan um að fara með klisjur. Það hefur hann oft gert, meirað segja á því sviði sem hvað mikilsverðast er. Trúin - með hvaða hætti sem hún kann að vera - ætti að blása okkur í brjóst því besta sem við eigum. Trúin á ekki að vera húllumhæ til að gefa okkur forskot á þá sem hlaupa með okkur eftir þjóðvegum lífsins, ekki að gefa okkur færi á að sleppa við að lesa undir prófín sem lífíð leggur fyrir okkur. Hún á og má vera kát og glöð, full af kærleika og lofsöng, en líka ströng og ávitandi, þrungin ábyrgð og samhygð, íyrir- lítandi síngjarna græðgi. Þetta er sú trú og sú ábyrgð sem biskupinn boðar og hvort sem við trúum ná- kvæmlega á hans guð eður ei, þá skilur sá litli sendiboði guðs sem við eigum vonandi öll í brjóstinu hvað hann er að fara og hann veit að það er enginn klisja. Hvort við heyrum til hans fyrir húllumhæinu er önnur saga, hvort við leggjum yfirleitt eyrun við, en við vitum vel innra með okkur að svona trú er ekki klisja. SaiinliTkumui iiiu salininn Aftur á móti - einhverjar ámátleg- astu og hjákátlegastu klisjur sem trúin hefur að því er virðist blásið Islendingi í brjóst á síðustu árum eru tilraunir forsætisráðherra þjóðarinnar fyrir nokkrum misser- um til að verða sálmaskáld. Þar var á ferð eitthvert húllumhæ um litla sæta Jesúbarnið í jötunni ef ég man rétt, og tónskáld þjóðarinnar kepptust urn að semja lög við þessa snilld. Maður sem telur þá trú og þann siðaboðskap sem er að vísu tvö þúsund ára gamall en runninn úr Fjallræðunni vera klisju en hans eigin trú dugar ekki nerna fyrir þessari klisju sem birt var með við- höfn í Morgunblaðinu, hann er næstum eitthvað skrýtinn. Þessi tilraun til sálmakveðskapar var á sínum tíma svo vandræðalegt upp- átæki, og okkur langaði svo til að verða vör við eitthvað gott og fal- legt í Davíð, sem okkur þykir þrátt fyrir allt svo undur vænt um, að við sögðum aldrei sannleikann um þennan sálm, þessa klisju. En fyrst hann þykist nú þess umkominn að gagnrýna raunverulegan trúrænan siðaboðskap og þá væntanlega á forsendum þessa eigin samsetn- ings um Jesúbarnið í jötunni eða hvað það nú var, þá er best sá sannleikur komi nú fram - í eitt skipti fyrir öll. UMBUÐfl- LflUST

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.