Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 11
FÖSTVDAGVR 26. MAÍ 2000 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Mannréttmdaákvæð-
in pirra Kínverja
Kínverjar fagna upp-
hafi eðlilegra við-
skiptatengsla við
Bandaríldn.
Talsmaður kínverska viðskipta-
ráðuneytisins sagði kínversk
stjórnvöld engan veginn sætta
sig við þau skilyrði í mannrétt-
indamálum, sem Bandaríkjaþing
setti Kínveijum í tengslum við
löggjöf um aukin viðskiptatengsl
ríkjanna.
Hann krafðist þess að Banda-
ríkin leiðréttu þessi afglöp sín
svo tryggja megi eðlilega þróun í
samstarfi og viðskiptum Iand-
anna.
Hins vegar fögnuðu Kínverjar
ákaft að nú hafi Bandaríkjaþing
samþykkt lög um varanleg við-
skiptatengsl ríkjanna, sem m.a.
auðveldar Kínverjum inngöngu í
Heimsviðskiptastofnunina
(WTO). Kínverjar sögðu þessa
ákvörðun þingsins hafa verið
„viturlega“.
Mannréttindaskilyrðin felast í
því að sérstök nefnd verður sett í
það að fylgjast með frammistöðu
Kínverja í mannréttindamálum.
Nefndin getur síðan mælt með
refsiaðgerðum, en þær yrðu að
vera í samræmi við reglur WTO.
Eins og venjulega líta Kínverjar á
öll afskipti af ástandi mannrétt-
indamála sem óeðlilega íhlutun í
innanríkismál, og bregðast hinir
verstu við.
Þessi ákvæði voru sett inn í
lögin að kröfu demókrata á
Bandaríkjaþingi, sem voru and-
snúnir frumvarpinu vegna
ástands mannréttindamála í
Kfna. Ekki var þó samþykkt að
setja inn í lögin ákvæði um að
þau færu úr gildi ef Kínverjar
gerðu árás á Taívan, eins og
sumir bandarískir þingmenn
vildu.
Með þessari ákvörðun Banda-
rfkjaþings Iýkur tuttugu ára
tímabili í viðskiptum Bandaríkj-
anna og Kína, sem hafa ein-
kennst af því að Bandaríkjaþing
hefur árlega þurft að endur-
skoða þau kjör sem Kínverjar
eigi að njóta.
Með nýju lögunum er Kínverj-
um tryggður aðgangur að banda-
rískum markaði á sömu kjörum
og flest önnur ríki hafa, en í
staðinn veita Kínverjar banda-
rískum fyrirtækjum aðgang að
eigin markaði. Ekki er þó talið
að samningur ríkjanna komist
fyllilega í framkvæmd á næst-
unni, og Iiðið geta mörg ár þang-
að til fyrirtæki í Bandaríkjunum
geti í raun verið komin með full-
an aðgang að kínverskum mark-
aði.
Bandarískir þingmenn sögðu
þessa ákvörðun hafa verið sögu-
lega og eina þá mikilvægustu
sem þeir hefðu tekið á þingferli
sínum. Bill Clinton lítur jafn-
framt á þessa ákvörðun þingsins
sem pólitískan sigur sinn, þar
sem hann hefur lengi hvatt þing-
ið til þess að samþykkja lögin.
Taívanir hafa lýst yfir ánægju
sinni með ákvörðun Bandaríkja-
þings, enda má reikna með að
Taívan gangi einnig í WTO og þá
væru sjálfkrafa komin á við-
skiptatengsl milli Kína og Taívan
og vettvangur þeirra til þess að
ræða ágreiningsmál sín.
Aður en Kínverjar geta fengið
aðild að WTO þurfa þeir þó íyrst
að semja um tvíhliöa markaðsað-
gang við nokkur ríki, þar á með-
al Mexíkó og Sviss.
Króatía með Nató á íslandi
ÍTALIA - A vorfundi utanríkisráðherra Nató í Flórens á Italíu í gær
gekk Króatía formlega til samstarfs við Nató og undirritaði utanríkis-
ráðherra Króatíu þar aðildarskjal sitt. A sama fundi bauð Halldór As-
grímsson, utanríkisráðherra, Króatíu að senda fulltrúa á almanna-
varnaræfinguna Samvörð 2000, sem haldin verður í júní n.k. á Is-
landi. Æfingin er fyrsta verkefnið sem Króatíu gefst kostur á að taka
þátt í sem aðili að samstarfinu í þágu Iriðar (PfP).
Rússar tvöfalda kjamorkimotkim
BUSSLAND - Bússneska stjórnin hefur samþykkt áætlun um að
hlutur kjarnorku í raforkuframleiðslu verði tvöfaldaður á næstu þrjá-
tíu árum. Nú er hlutur kjarnorkunnar um það bil 14% af raforku-
notkun Bússa. Þetta þýðir að byggð verða ný kjarnorkuver, einkum í
Evrópuhluta Rússlands.
Eritrea gefst upp, Eþíópía berst áfram
ERITREA - Stjórnin í Eritreu sagðist í gær vilja helja samningavið-
ræður við Eþíópíu um landamæraágreining ríkjanna, og er reiðubú-
in til þess að Ieggja niður vopn þegar í stað. Einnig sögðust Erítrear
ætla að draga herlið sitt frá öllum þeim svæðum, sem tekin voru af
Eþíópíu fyrir tveimur árum, en þá hófst landamærastríðið. Fulltrúar
Eþíópíu gerðu lítið úr þessum yfirlýsingum í gær, og sögðu þær hjá-
kátlegar í ljósi þess að eþíópíski herinn hefði hrakið Erítreumenn frá
svæðunum. Ekki væri því um skipulagðan brottflutning hers að ræða
heldur flótta. Talið er að meira en 100.000 manns hafi látist í stríðs-
átökunum undanfarin tvö ár.
Morð á hamborgarastað
BANDARÍKIN - Ræningjar DÚnir alvæpni myrtu fimm starfsmenn á
hamborgarastað í New York snemma í gærmorgun. Auk þess særðust
tveir aðrir alvarlega í andliti. Vitni töldu árásarmennina vera undir
áhrifum annarlegra lyfja, og hefðu þeir sýnt mikinn hrottaskap.
Bráðabirgðastjóm hugsanleg
FÍDJIEYJAR - Málamiðlunartillaga kom í gær fram á Fídjíeyjum,
sem gengur út á það að hinn indverski forsætisráðherra, Mahendra
Chaudry, annað hvort segi af sér embætti eða verði rekinn. Síöan
verði mynduð bráðabirgðastjórn sem starfi í þrjú ár, en að því búnu
fari fram kosningar. Fyrstu viðbrögð uppreisnarmannanna, sem
halda Chaudray og fleiri ráðamönnum í gislingu í þinghúsi eyjanna,
voru heldur neikvæð og ekki víst að þeir sætti sig við þessa málamiðl-
un. Þeir vilja að stjórnin fari frá völdum og stjórnarskrá landsins
verði breytt hið fyrsta þannig að innfæddum verði tiy'ggður meirihluti
á þingi, jafnvel þótt þeir séu ekki nema tæplega helmingur eyja-
skeggja.
Úkraína afvopnast
ÚKRAINA - Úkraínustjórn skýrði frá því í gær að öll hernaðarlega
mikilvæg vopn verði eyðilögð fyrir árslok 2001, en það er í samræmi
við alþjóðlega samninga sem Úkraína hefur gengist undir. Úkraína
hafði strax um miðjan tíunda áratuginn afhent Rússum öll kjarn-
orkuvopn.
■ FRÁ DEGI
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ
147. dagur ársins, 219 dagar eftir.
Sólris kl. 3.38, sólarlag kl. 23.14.
Þau fæddust 26. maí
• 1799 - Alexander Pushkin, rússneskt
skáld.
• 1886 - A1 Jolson, bandarískur söngvari
og gamanleikari.
• 1898 - Brynjólfur Bjarnason ráðherra og
heimspekingur.
• 1907 - John Wayne, bandarískur bfó-
leikari með kúrekadellu.
• 1930 - Ragnhildur Helgadóttir, fyrrver-
andi ráðherra.
• 1948 - Stevie Nicks, bandarísk
rokksöngkona (úr Fleetwood Mac).
• 1966 - Helena Bonham Carter, bresk
leikkona.
• 1972 - Kristinn Björnsson skíðamaður.
Þetta gerðist 26 maí
• 1056 var ísleifur Gissurarson vígður
biskup fyrstur íslenskra manna og sat í
Skálholti.
TIL DflGS
• 1521 bannfærði kaþólska kirkjan Mart-
ein Lúter vegna skrifa hans um trúmál.
• 1805 var Napóleon Bonaparte; keisari
Frakklands, krýndur konungur Italíu.
• 1845 lést Jónas Hallgrímsson skáld og
náttúrufræðingur í Kaupmannahöfn, 37
ára.
• 1968 var hægri urnferð tekin upp hér á
landi.
• 1971 tók bandaríski tónlistarmaðurinn
Don McLean upp Iag sitt „American
Pie“, sem gengið hefur í endurnýjun líf-
daga að undanförnu.
• 1989 tóku 8.000 útvarpsstöðvar í
Bandaríkjunum upp á því að stöðva út-
sendingar til þess að vekja athygli á mik-
ilvægi sínu. Þær treystu sér þó ekki til að
hafa þögnina lengri en hálfa mfnútu.
Vísa dagsins
Brennivtn ég býö ekki neinum,
best er mér aö drekka þaö einum.
Hvaö á svín meö silfur á trýni?
svo er að fylla „dóna" meö vtni.
Páll Ólafsson
Afmælisbam dagsins
Þrátt fyrir dúkkulísulegt útlitið verður
Peggy Lee að teljast ein athyglisverðasta
dægurlagasöngkona tuttugustu aldar.
Norma Egstrom heitir hún, er af sænsk-
um uppruna en fæddist í Norður-
Dakóta í Bandaríkjunum þann 26. maí
árið 1920, og er því áttræð í dag. Sjálf
hefur hún samið tjölmörg lög og texta,
ýmist cin eða með öðrum, og er einna
þekktust f’yrir lagið „Fever“, sem Elvis
Presley hcfur m.a. sungið. Meðal Ijöl-
margra söngvara seni flutt hafa lögin
hennar eru Bing Crosby, Ella Fitzger-
alcl, Judy Garland, Nina Simone,
Madonna og k.d. lang.
Allir kvarta undan lélegu minni, en enginn
undan lélegri dómgreind. La Rochefoucauld
Heilabrot
Kappreiðar voru að hefjast, og keppend-
urnir voru tveir bræður, synir ríks bónda
sem hafði sagt bræðrununt að sá þcirra,
sem ætti þann hestinn sem hlypi hægar,
myndi erfa jörðina eftir hann. Nú óttuðust
þeir báðir, að hinn myndi svindla með því
að Iáta hestinn ekki fara jafn hratt og hann
kæmist. Þeir leituðu ráða hjá nágranna sín -
um, sem fljótlega kom auga á óbrigðula
lausn á vanda þeirra. Hvernig var hún?
Lausn á síðustu gátu: Þriðja barnið fædd-
ist um svipað leyti, þannig að stúlkurnar
tvær voru hluti þríbura, en ekki tvíburar.
Veffang dagsins
Öðru vísi leið til að nálgast upplýsingar á
Netinu er að senda spurningar til fólks,
sem þekkir til á því s\dði sem um er að ræða
og veitir þjónustu sína á Netinu. Slík þjón-
usta er t.d. á www.askme.com