Dagur - 26.05.2000, Blaðsíða 2
2 — FÖSTUDAGVR 26. MAÍ 2000
FRÉTTIR
MýfLugsmenn ósáttir
vegna Húsavíkurflugs
Mýflugsmenn telja
sig hafa fengið spark í
afturendaim þegar
Húsavíkurbær gekk
framhjá þeim og
samdi við Flugfélag
íslauds. Bæjarstjóri
vísar gagnrýni á hug
og segir gögn félags-
ins ófullnægjandi.
Fyrirgreiðsla Húsavíkurkaup-
staðar og fleiri aðila til að ná
samningi við Flugfélag íslands
um tilraunaáætlunarflug milli
Húsavíkur og Reykjavíkur, hefur
vakið upp viðbrögð hjá forkólf-
um flugfélagsins Mýflugs. Þing-
eyingum er væntanlega flestum
Iétt yfir þvf að fastar áætlunar-
flugsamgöngur heQist aftur 1.
júní nk. en Mýflugsmönnum
finnst sem framhjá sér hafi verið
gengið.
„Hvar voru þessir aðilar á með-
an heimamenn börðust fyrir því
að halda þessu flugi áfram? Hvar
var Húsavíkurkaupstaður þá,
hvar var markaðsskrifstofan,
hvar var atvinnuþróunarfélagið
og ferðaþjónustuaðilaranir?“
spyr Leifur Hallgrímsson, einn
forkólfa Mýflugs.
Hrópuðuin á
hjálp
Mýflug flaug
milli Húsavíkur
og Reykjavíkur í
um eitt og hálft
ár og tapaði flug-
félagið um 40
milljónum á
þeim tíma. Leif-
ur segir að
Húsavíkurflugið
hafi næstum rið-
ið félaginu að
fullu: „Við erum
að berjast fyrir
Iífi okkar þessa
dagana og engan
veginn útséð um
að það náist.
Þess vegna spyr
maður enn og
aftur: Hvar voru
þessir aðilar þeg-
ar við hrópuðum hér í myrkrinu
á hjálp? Hrópuðum á ferðaþjón-
ustuaðila og heimamenn í Þing-
eyjarsýslum í örvæntingu og báð-
um um aðstoð. Eg er ekki að
segja að við höfum ekki fengið
neina aðstoð en hún var bara allt
of lítil," segir Leifur. Annar hlut-
hafi Mýflugs gekk lengra í gagn-
rýni sinni í gær og talaði um
spark í afturendann frá bæjar-
stjórn Húsavík-
ur.
Auk Húsavík-
urkaupstaðar
standa Mark-
aðsskrifstofa
Norðurlands At-
vinnuþróunar-
félag Þingeyinga
og ferðaþjón-
ustuaðilar að
nýja flugsamn-
ingnum við Fl.
Heimildir Dags
herma að beinn
styrkur til flugs-
ins sé áætlaður
um 1 milljón
króna á til-
raunatímanum
en fjárhagsleg
áhætta er óskrif-
að blað. Þannig
getur rekstur
flugafgreiðslunnar, sem verður á
höndum markaðsskrifstofunnar,
orðið kostnaðarsamur næstu
mánuði. Mýflug tapaði stórfé á
rekstri hennar eða um 800.000
kr. á mánuði skv. heimildum en
tekjumöguleikar skrifstofunnar
eru líka nokkrir, t.d. í gegnum
Amadeus sölukerfi Flugleiða.
Rangar upplýsingar
Bæjarstjórinn á Húsavík neitar
þvf að Mýflugsmönnum hafi ver-
ið mismunað: „Það voru lögð fyr-
ir bæjaryfirvöld ákveðin gögn af
hálfu Mýflugs með beiðni um
hlutaíjárframlag upp á 3 milljón-
ir. Bæjarráð féilst á vilyrði þessu
lútandi, greiddi út helminginn
þegar ákveðin gögn frá félaginu
lágu fyrir. Síðan kom það í ljós
bara nokkrum vikum síðar þegar
búið var að greiða út helming
hlutaljárins, að þau gögn sem fé-
Iagið lagði fyrir bæjaryfirvöld
voru vægast sagt mjög langt frá
því að sýna raunverulega stöðu.
Ég tel að gert hafi verið vel við
félagið undir slæmum formerkj-
um. Hreinlega ekki á grundvelli
réttra upplýsinga," segir Rein-
hard Reynisson bæjarstjóri.
„Eg held að bæði sveitarfélagið
hér og Skútustaðahreppur hafi
gengið eins langt og jafnvel
lengra en hægt var í fyrirgreiðslu
til Mýflugs. Að auki erum við að
tala um mjög mismunandi getu
hjá þessum tveimur flugfélögum
til að halda uppi markaðsdrifnu
áætlunarfélagi," segir bæjarstjór-
inn. - BÞ
Jón Steinar Gunnlaugsson
lögfræðingur.
Jón Steinar
hreinsaður
Þriggja manna meirihluti fimm
manna úrskurðarnefndar (siða-
nefndar) Lögmannafélags Is-
lands hefur úrskurðað að Jón
Steinar Gunnlaugsson lögfræð-
ingur hafi ekki brotið siðareglur
með opinberri umljöllun sinni í
kjölfar dóms, þar sem háskóla-
prófessor var sýknaður í kyn-
ferðisbrotamáli.
Tveggja manna minnihlutinn
taldi að Jón Steinar hefði farið
út fyrir siðferðileg mörk, en
hann tók að sér að verja skjól-
stæðing sinn í fjölmiðlum. Með-
al annars bar hann brigður á
hlutleysi sérfræðinga sem kall-
aðir voru til í málinu. Lögmaður
kæranda f siðanefndarmálinu,
Siv Konráðsdóttir, hefur lýst því
yfir að skjólstæðingur sinn vilji
höfða dómsmál til að hnekkja
niðurstöðu meirihlutans. - FÞG
Leifur Hallgrímsson hjá Mýflugi veltir
upp spurningum vegna ákvördunar
Húsavíkurbæjar að styrkja Flugfélag
íslands til áætlunarflugs milli Húsavík-
ur og Reykjavíkur.
Vestlensk böm
komin á hotninn
í meðaltali aUra
greina fá nemendur
10. hekkjar í Reykja-
vík 6,57 en Vestlend-
ingar taka vid hotns-
ætinu af Vestfirðing-
ummeð 5,82.
Rannsóknastofnun uppeldis og
menntamála hefur sent frá sér
niðurstöður samræmdra prófa í
10. bekk á þessu vorí. Prófað var
í fjórum greinum, stærðfræði,
þar sem meðaleinkunn yfir Iand-
ið var 5,1, íslenska þar sem með-
aleinkunn var 6,6, danska þar
sem meðaleinkunn var 6,5 og
enska þar sem meðaleinkunn var
6,6. I öllum greinunum er með-
aleinkunnin hæst í Reykjavík,
5,4 f stærðfræði, 6,9 í íslensku,
6,9 í dönsku og 7,1 í ensku. í
meðatali allra greina er útkoman
lökust á Vesturlandi, en undan-
farin ár hafa nemendur í 10.
bekk á Vestfjörðum og Norður-
landi vestra skipað þann vafa-
sama sess.
I stærðfræði var meðaleinkunn
lægst á Suðurnesjum, 4,1; í ís-
lensku var meðaleinkunn lægst á
Suðurnesjum og Vesturlandi,
6,2; í dönsku var meðaleinkunn-
in lægst á Vesturlandi, 5,7 og f
ensku var meðaleinkunn lægst á
Vesturlandi, eða 5,7. Nemendur
sem tóku samræmt próf f norsku
eða sænsku í stað dönsku eru
ekki reiknaðir inn í meðaltal.
Meðaleinkunn allra fjögurra
greina var 6,57 í Reykjavík, 6,32
í nágrannasveitarfélögum
Reykjavíkur, 5,70 á Suðurnesj-
um; 5,55 á Vesturlandi, 5,82 á
Vestfjörðum, 5,97 á Norðurlandi
vestra; 5,95 á Norðurlandi
eystra, 6,15 á Austurlandi og
5,80 á Suðurlandi.
Alls þreyttu 3892 nemendur
að meðaltali samræmd próf í 10.
bekk á þessu vori. I stærðfræði
náðu 10 nemendur þeim árangri
að hljóta einkunnina 10,0 en
flestir, eða 288, fengu einkunn-
ina 6,5 og 217 nemendur fengu
Iægstu einkunn, 1,0 eða 5,6%
allra nemendanna. I íslensku
fékk enginn einkunnina 10,0 en
6 nemendur 9,5 en flestir, eða
570 nemendur voru með ein-
kunnina 7,0, og einn nemandi
fékk einkunnina 1,5 sem hlýtur
að vekja ugg í brjósti þeirra sem
vilja veg móðurmálsins sem
mestan. I dönsku náðu 50 nem-
endur þeim árangri að hljóta ein-
kunnina 10,0 en flestir, eða 393,
fengu einkunnina 8,5 og 2 nem-
endur fengu einkunnina 1,0. I
ensku náðu 7 nemendur ein-
kunninni 10,0 en flestir, eða
448, fengu einkunnina 8,0 en
tveir ncmendur fengu einkunn-
ina 1,0. Samanburður milli ein-
stakra skóla eða bæjarfélaga Iigg-
ur enn ekki fyrir. - GG
Aukablað um hús og garða
Veglegt aukablað fylgir Degi í dag - Hús og garðar.
Blaðíð er 16 síður að lengd og kennir ýmissa grasa.
Góða skemmtun.
Ostaveisla á Norðurlandi
Þessa dagana stendur yfir kynning á íslenskum ostum
og ostaréttum á nokkrum stöðum á Norðurlandi á vegum Osta- og
smjörsölunnar hf. Kynningin hófst í gær á Húsavík, Olafsfirði og
Dalvík og verður fram haldið á Akureyri í dag og á morgun. í dag ld.
14-19 verður kynning í KEA-NE'ITO, Hagkaupi og Vöruveltunni
10/11 í Kaupangi. Og á morgun, laugardag, verður ostaveislunni fram
haldið í KEA-NETTO, Hagkaupi og Úrvali Hrísalundi frá kl. 11-16.
Meðal þess hnossgætis sem kynnt verður þessa daga má nefna ab-
ost, Krydd-Havarti, Stóra-Dímon, Skólaost, Búra, Dala-Brie, Sítrón-
uostaköku, Marmaraostaköku, Ostakvartett og Skinkusósu. Fagfólk
frá Osta- og smjörsölunni ásamt og með norðlenskum ostameistur-
um munu sjá um kynningarnar og gefa góð ráð. Þá verður og kynn-
ing á vef Osta- og smjörsölunnar hf. - js
Halldór varar við sundnmgu
Á vorfundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalags-
ins sem haldinn var í Flórens í gær ítrekaði Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra mikilvægi þess að
frumkvæði Evrópusambandsins (ESB) í öryggis- og
varnarmálum, sem þróast hefði hratt undanfarið,
mætti ekki verða til þess að veikja Atlantshafsbanda-
lagið og þær varnarskuldbindingar sem væru grund-
völlur þess. Áréttaði utanríkisráðherra mildlvægi
þess að ESB tæki ákvörðun á væntanlegum lciðtoga-
ráðsfundi sambandsins í Feira í júní, um að bjóða
evrópsku Atlantshafsbandalagsríkjunum sex utan
ESB til reglulegrar þátttöku í nýjum öryggismála-
stofnunum sambandsins. Sagði ráðherra að íslensk stjórnvöld hafi í
hyggju að leggja af mörkum til sameiginlegra friðaraðgerða á vegum
ESB í framtíðinni. Varaði ráðherra jafnframt við því að sköpuð yrði
sundrung milli ESB og Atlantshafsbandalagsins. Mikilvægt væri að
samtökin tvö tækju upp formleg samskipti hið lýrsta þar sem meðal
annars yrði farið yfir möguleika ESB á aðgangi að liðsafla og búnaði
bandalagsins svo og þátttöku bandalagsríkjanna sex utan ESB í ör-
yggismálastofnunum sambandsins. - bþ
Halldór
Ásgrímsson.