Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 1
Afellisdómur yfir
gildandi lögum
Formaður SamfyUdng-
ariimar teliir að viiinu
reglur fjárinálaeftir
litsins girði ekki fyrir
að þaö endurtaki sig
sem Kaupþing gerði.
„Mér finnst skera í augu sú niður-
staða Fjármálaeftirlitsins að þetta
fyrirtæki Kaupþing, hafi ekki brot-
ið lög en eigi að síður telur stofn-
unin að viðskiptahættir þess séu
ekki í samræmi við eðlilega við-
skiptahætti. Með þessu er opinber
stofnun í reynd að segja að lögin
sem við búum við í dag séu þess
eðlis að það sé hægt að ástunda
óeðlilega og óheilbrigða viðskipta-
hætti án þess að það varði við lög.
Það er ekki boðleg staða fyrir neyt-
endur og Alþingi hlýtur að skoða
það í haust,“ segir Ossur Skarp-
héðinsson, formaður Samfylking-
arinnar, í samtali við Dag um nið-
urstöðu Fjármálaeftirlitsíns vegna
viðskipta Kaupþings með hluta-
bréf FBA í fyrra.
„Eg tel að vinnu-
reglurnar sem Fjár-
málaeftirlitið hefur
verið að semja girði
ekki fyrir að þetta end-
urtaki sig, og er að því
leyti ósammála Val-
gerði Sverrisdóttur
sem telur að svo sé.
Eg vek hins vegar eft-
irtekt á því að Ijár-
málamarkaðurinn er
ungur og í örri þróun.
Allmörg mál hafa komið upp sem
vissulega eru aðfinnsluverð en það
stafar fyrst og fremst af æsku
markaðarins, skorti á góðum
vinnuhefðum, og með þessum
hætti þróast markaðurinn. Upp
koma álitaefni og markaðurinn
svarar með því að bæta sig. Mér
sýnist flest horfa til betri vegar í
þeim efnum á Ijármálamarkaðn-
um vegna aðhaldsins sem honum
er veitt. Markaðurinn byggist upp
á gagnkvæmu trausti og fólk og
fyrirtæki læra af mistökunum. Yfir-
leitt er ég þeirrar skoðunar að
heimurinn, ekki síst
íjármálaheimurinn,
verði sífellt betri eftir
því sem að færri lög-
gilda. Löggjafinn á
ekki að grípa inn í
með hörðum lögum,
nema að það sé algjör-
lega nauðsynlegt. Það
kann að vera nauð-
synlegt í þessu tilviki,
því ég fæ ekki betur
séð en niðurstaða
Fjármálaeftirlitsins sé
verulegur áfellisdómur yfir gild-
andi lögum. Þessi sérkennilegi úr-
skurður felur beinlínis í sér stað-
hæfingu um að núgildandi Iög
heimili óheilbrigða og óeðlilega
viðskiptahætti og það er ekki við-
unandi fyrir neytendur,“ segir Öss-
ur.
Örsmátt Microsoft-dæmi
Formaður Samfylkingarinnar telur
að ef algerlega eigi að koma í veg
fyrir hagsmunaárekstur á milli
deilda Ijármálafyrirtækja sé tæpast
hægt að reisa ókleifan Kínamúr
nema með þeim hætti að deildun-
um sé skipt upp í sjálfstæð fyrir-
tæki. Að því leyti megi segja að úr-
skurður Fjármálaeftirlitsins feli í
sér örsmátt Microsoft-dæmi.
„Það hlýtur að koma til álita að
fjármálafyrirtæki geri óháðar ein-
ingar úr deildum sínum, þannig að
verðbréfadeildir, greiningardeildir
og fjárvörsludeildir verði hreinlega
sjálfstæð fyrirtæki og útiloki hags-
munaárekstra af þessu tagi. Það
gerir atvinnugreinin sig hins vegar
upp sjálf og löggjafinn á tæpast að
krefjast þess,“ segir Össur.
Hann segir að sér finnist það
ekki gott að það skuli taka Fjár-
málaeftirlitið allan þennan tíma að
komast að þessari niðurstöðu. Það
stuðli ekki að eðlilegri þróun
markaðarins.
Össur segist almennt vera þeirr-
ar skoðunar að þau ævintýri sem
séu að gerast í íslensku atvinnulífi,
sem byggja á nýjum greinum og
sköpunarþrótti ungs fólks, hefðu
aldrei orðið möguleg nema vegna
dirfsku hins nýja fjármálamarkað-
ar. - BJB
Rúta valt á
hálendinu
Tvær
franskar
konur voru
fluttar með
þyrlu Land-
helgisgæsl-
u n nar til þyrja Qæslunnar fór
Keykiavikur
, ■ , a vettvang.
1 gærkvold ---------
eftir að rúta
frá Iceland Safari valt á veginum
að Lakagígum skammt frá Fagra-
fossi rétt fyrir ld. 18:00 í gær. Kon-
urnar voru með hryggmeiðsl.
Samkvæmt upplýsingum frá Iög-
reglunni í Vík gróf sig vegkantur
undan rútunni sem var á lötur-
hægri ferð, og valt hún hægt út af
veginum sem stendur í frekar Iitl-
um halla þarna. I rútunni voru alls
16 manns, allt Frakkar nema bíl-
stjórinn og leiðsögumaður sem
eru íslendingar. Hitt fólkið var
flutt á Kirkjubæjarklaustur þar
sem því var fundin gisting en í
gærkvöld var enn óráðið hvenær
rútan yrði sótt.
1/íða var unnið við gatnagerð i Reykjavík í gær enda áiagið mikið á göturnar. Mörgum þykir maibikunarfram-
kvæmdirnar vera ómissandi hluti afsumri í borginni, en þó eru þeir ugglaust fíeiri sem láta framkvæmdirnar fara f
taugarnar á sér.
Kolbrún Halldórsdóttir.
Eklábara
Kolbrún
Glöggir símnotendur hafa tekið
eftir því að undanförnu að það er
ekki sjálfgefið að heyra rödd Kol-
brúnar Halldórsdóttur, þingmanns
og fyrrum leikara, þegar ekki er
kveikt á farsímum sem hringt er í
eða þeir utan þjónustusvæðis.
Einnig heyrist nú rödd annarrar
konu en minna þekktrar. Þegar
Ieitað var skýringa hjá Landssím-
anum sagði Ölafur Þ. Stephensen
upplýsingafulltrúi að nýlega hefði
verið skipt um eina GSM-stöð og
sett inn ný talvél, þannig að nú
heyrðust tvær raddir eftir því í
hvaða númer væri hringt.
Ólafur sagði nýju röddina vera
frá einum af starfsstúlkum Lands-
símans og væri þarna inni til
bráðabirgða. Eftir væri að leita að
rödd til frambúðar. Ólafur sagði
engar pólitískar forsendur liggja
fyrir því að Kolbrún væri að detta
út. Hún hefði á sínum tíma verið
ráðin í verkefnið áður en til þing-
setu hennar kom. Landssíminn
myndi væntanlega leita í raðir leik-
arastéttarinnar með innlesturinn,
kollegar Kolbrúnar við Austurvöll
gætu ekki vænst þess að fá djobb-
ið! — BJB
Erlendir
í bílveltu
Fimm bandarískir ferðamenn
slösuðust þegar bifreið þeirra valt
í Eldhrauni skammt vestan
Kirkjubæjarklausturs í gærmorg-
un. Ökumaður bifreiðarinnar
slasaðist nokkuð í veltunni og var
hann fluttur strax til Reykjavíkur.
Farþegarnir fjórir voru hins vegar
minna slasaðir og fengu þeir að-
hlynningu í Vík í Mýrdal áður en
þeir héldu áfram til Reykjavíkur.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
virðist sem ökumaðurinn hafi
ekki verið í bílbelti eins og farþeg-
arnir.
ORMSSON
Láamúla 8 • Sími 530 2800
Lágmúla 8
Sími 530 2800
www.ormsson.is
Glerárgötu 32 • Sími 462 3626
SjÓðvél AR-A220
• 5/30 vöruflokkar • Allt að 500 PLU númer
• 4 afgreiðslumenn • Sjálfvirk dagsetning og tími
• Hljóðlaus hitaprentun
ER-A150 verð XSjJSftDID stgr.