Dagur - 28.07.2000, Page 2

Dagur - 28.07.2000, Page 2
2 - FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2 000 Tkyptr' FRÉTTIR Landris við Kötlu „Viðskiptiii aldrei mein en nút6 Sigurður Enarsson, forstjóri Kaupþings, segir umsvif fyrirtækisins aldrei hafa ver- ið meiriog telurþað ekki hafa borið skaða af umræðunni að undanförnu. Mynd- in er af„gólfinu“ hjá Kaupþingi. mynd: einar j. Forstjóri Kaupþings segir stöðu fyrirtækis- ius aldrei hafa verið sterkari en eiumitt nú, þrátt fyrir mold- viðrið að uudaufömu. Gagnrýni forsætisráð- herra er honum þuug- hær. „Auðvitað er þetta ekki skemmti- Ieg umræða að standa í. Hins vegar er það svo að magn við- skipta í fyrirtækinu hefur aldrei verið meira en það er í dag. Staða okkar sterkari en nokkru sinni áður,“ sagði Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, í samtali við Dag, aðspurður hvort umræðan að undanförnu í kjölfar álits Fjár- málaeftirlitsins hefði ekki skaðað ímynd fyrirtækisins. Fjármálaeft- irlitið, FME, taldi m.a. að við- skipti Kaupþings með hlutabréf FBA í fyrra hefðu ekki verið í samræmi við eðlilega og heil- brigða viðskiptahætti. Einnig hefur forsætisráðherra látið þung orð falla í garð Kaupþings, talið álit FME áfellisdóm yfir fyrirtæk- inu, stjórnendur þess væru veru- leikafirrtir og lifðu í drauma- heimi og ættu að biðja viðskipta- vini sína afsökunar. Sigurður sagði einnig að ímyndakannanir, sem fyrirtækið hefði látið gera, sýndu yfirburða- stöðu Kaupþings á þessum verð- bréfamarkaði, jafnvel nýlegar slíkar kannanir. „Auðvitað er það ankannalegt að taka aftur þátt í því moldviðri sem aftur hefur far- ið af stað, vegna þess að meginat- riði skýrslu Fjármálaeftirlitsins er að við gættum fjárhagslegra hagsmuna viðskiptavinanna og okkur var heimilt að eiga við- skipti með þessi hlutabréf. Það eru þarna tveir gagnrýnispunktar og ef þeir eru rifnir úr samhengi við annað efni, þá getur það litið illa út fyrir fyrirtækið. En þá er um leið verið að skrumskæla skýrsluna í heild sinni,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði viðbrögð við- skiptavina Kaupþings hafa verið jákvæð. Engir hefðu sagt sig úr viðskiptum við fyrirtækið eftir skýrslu FME nú, og þeir hefðu verið teljandi á fingrum annarrar handar sem slíkt gerðu eftir að viðskiptin með FBA-bréfin komu upp í fyrra. Arður var hámarkaður Aðspurður um viðbrögð forsætis- ráðherra, sem telur niðurstöðu FME sýna að Kaupþing ætti að biðjast afsökunar frekar en hann í garð fyrirtækisins, sagði Sigurð- ur að Kaupþing hefði frekar átt að biðjast afsökunar hefði það ekki átt þessi viðskipti með bréf FBA. Kaupþing hefði hámarkað ávöxtun sinna viðskiptavina, slíkt hljóti að vera hlutverk fyrirtækis- ins sem fjárvörsluaðila. „Hutverk fjárvörsluaðilans er að hámarka arð af þeim fjármun- um sem viðskiptavinurinn hefur lagt inn hjá okkur. Það var gert með þessum viðskiptum. Ef við hefðum ekki gert þetta, þá hefð- um við ekki hámarkað arðinn. Þá hefðum við þurft að biðjast af- sökunar á því,“ sagði Sigurður. Hvort hann væri veruleikafirrtur eða lifði í draumaheimi sagði Sigurður annarra að dæma um, ekki hans. „Það er okkur þungbært að for- sætisráðherra skuli velja að taka málið upp með þessum hætti,“ sagði Sigurður Einarsson. - BJB Landris það sem mælst hefur við eld- stöðina Kötlu í Mýrdaljökli er svo Iítið að að „slíkt land- ris gæti varað í árþúsund án eldgoss," segir Eysteinn Tryggvason. Árið 1967 var farið að mæla jarðskorpu- hreyfingar sem væntanlega yrðu undanfari Kötlugosa. Mælingar voru gerðar einu sinni á ári fram til 1973, og svo aftur á árunum 1986 til 1994. Um niðurstöður þeirra fjallar Eysteinn Tryggva- son í ritgerð sem birt er í Jökli, tímariti um jarðfræði. Hann segir að „mjög litlar jarðskorpu- hreyfingar urðu milli mælinga, og ef marktæk hreyfing mældist, eekk hún oftast til baka á næsta ári.“ Eysteinn segir að mikill snjór safnist á hverjum vetri á Mýr- dalsjökli, en svipað snjómagn bráðni á hverju sumri. Þessi mismunandi þungi eftir árstíð- um skýri hvers vegna jarðskorp- an undir Mýrdalsjökli sígi á vet- urna, þegar jökulfargið eykst, en rísi á sumrin þegar jökullinn bráðnar. Hann telur að skýra megi allar mældar hallabreyt- ingar við jaðar Mýrdalsjökuls sem afleiðingu mismunandi þyngdar jökulsins. Tímaritið Jökull Sárfiræðíkostnað undir smásjána „Tölur sýna að fólk flykkist til sérfræðinga. Þær sýna líka að eftir að kjaranefnd úrskurðaði um heilsugæslulækna þá tekur heilsugæslan ekki eins marga sjúklinga og áður, sem leiðir til þess að fleiri fara til sérfræð- inga,“ segir Ingibjörg Pálmadótt- ir heilbrigðisráðherra í samtali við Dag. Nýjustu tölur ráðuneytisins sýna að heilbrigðisútgjöld vegna sérfræðikostnaðar hafa aukist verulega að undanförnu. „Við erum þessa dagana að fara ná- kvæmlega ofan í málefni heilsu- gæslustöðvanna og ræða við kjaranefnd um þessi mál. Þetta hefur ekkert með einkavæðingu eða breytingar varðandi ferliverk að gera, heldur hefur fólkið sjálft ákveðið að leita meira en áður til sérfræðinga," segir ráðherra. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Af spítnlum á stofumar Ríkisendurskoðun kemur inn á þessa þróun í skýrslu um lram- kvæmd fjárlaga fyrstu 5 mánuði ársins. Þar kemur fram að meg- inskýring á hækkun lækniskostn- aðar sé fjölgun læknisverka yfir 30% milli ára og áhrif reglugerð- arbreytinga frá apríl 1999 um hámarksgreiðslu sjúldings. Einnig segir að áætluð útgjöld almannatrygginga stafi meðal annars af því að Iækniskostnað- urinn verði 400 milljónum króna umfram áætlanir. „Ástæður þessa eru einkum vegna aukn- ingar á læknisverkum sem greidd eru til sérfræðinga vegna minni afkasta heilsugæslulækna í kjöl- far kjarasamninga og þess að ýmsar aðgerðir sem áður voru framkvæmdar á sjúkrahúsum eru nú framkvæmdar á læknastofum utan sjúkrahúsanna". - FÞG SR fékk 55 þúsuitd tonn SR mjöl á Siglufirdi brædir uni 55 þúsund tonn af síld og loðnu í ár. Hjá fyrirtækinu fengum við þær upplýsingar að fyrsta síldin til bræðslu hefði borist 15. júní og fengust alls 12 þúsund tonn af síldinni. Fyrsta loðnan barst síð- an 26. júní og hafa komið á iand Frá Siglufirði. 33 þúsund tonn af loðnu. Nú er þessum veiðum lokið. Þórður Andersen verksmiðju- stjóri sagði að þetta væri talsvert meira magn en fyrirtækið fékk í fyrra. Nú Iönduðu auk íslenskra skipa norsk og dönsk skip. Þórður sagðist ekki eiga von á meiri loðnu fýrr en í febrúar á næsta ári. Ekki allir alvöru leiösögumeim Félag leiðsögumanna hefur sent frá sér atnugasemd vegna umfjöll- unar um slysið á Langjökli á dögunum, þar sem erlendur ferðamað- ur féll niður í sprungu og lést. Fram hafi komið í fréttum að „leið- sögumenn" hafi troðið slóðir á jöklinum og að „leiðsögumaður" hafi farið fyrir hópi ferðamanna o.s.frv. Af þessu tilefni bendir télagið á að leiðsögumenn útskrifast úr Leiðsöguskóla íslands og starfa sam- kvæmt lögum. „Starfsmenn fljótasiglinga- og jöklaferðafyrirtækja eru vissulega vel að sér um þær hættur sem geta skapast í íslenskri náttúru og hafa hlotið góða þjálfun á vegum flugbjörgunarsveita, enda er ekki verið að gera lítið úr hæfni þeirra. En rétt skal vera rétt. Leiðsögumenn eru þeir sem hafa hlotið lögformlega menntun leiðsögumanna frá Leiðsöguskóla Islands - og aðrir ekki. Þegar fjölmiðlar síðan fjalla um þá starfsemi sem fram fer á jöklum og fljótum væri nær að tala um sleðastjóra, leiðbeinendur, hópstjóra eða starfsmenn viðkomandi fyr- irtækja,“ segir í tilkynningu sem undirrituð er af formanni Félags leiðsögumanna, Borgþóri S. Kjærnested. Samskip til Bandaríkjanna Samskip hafa ákveðið að helja siglingar með eigin leiguskipi til og frá Bandaríkjunum í næsta mánuði. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar nið- urstöðu Samkeppnisráðs um samning Samskipa og Eimskips um flutninga vestur um haf, en sá samningur hehtr verið við lýði frá 1997. „Samkeppnisstofnun hefur nú þegar hafnað tímabundinni fram- lengingu á undanþágu varðandi samninginn og mun hann falla úr gildi um næstu mánaðarmót. Auk beinna siglinga til Bandaríkjanna, mun Samskip áfram bjóða vikulegar siglingar til og frá helstu hafn- arborgum Bandaríkjanna í gegnum Evrópu," segir í tilkynningu Sam- skipa. Minnmgar úr MA að koma út í tilefni af 120 ára afmæli Menntaskólans á Akureyri verður gefið út vandað afmælisrit, Minningar úr MA. I bókina skrifa urn fimmtíu manns á ýmsum aldri, sem öll eru stúdentar frá skólanum, og eru frásöguþættirnir bæði fræðandi og skemmtilegir, að því er segir í frétt frá bókaútgáfunni Hólum, sem gefur bókina út. MA stúdentar og aðrir sem vilja eignast bókina sem áskrifendur eru beiðnir um að panta hana fyrir 20. ágúst í síma 557 5270 eða 557 9215. Bókin mun svo koma út um mánaðamótin september og ágúst og kostar 4.900 kr. með sendingarkostnaði.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.