Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 14
14- FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000
Díypr
SMflflUGI LÝSINGAR
Hev tii sölu! Til sölu litlir þurrheysbaggar. Mjög gott hey. Upplýsingar í síma 462-5877 Hey til sölu Til sölu úrvals hev í rúllum. Haastætt verð Upplýsingar í símum: 464-3128 og 898-3328
Raöhús til leigu Til sölu
TILBOÐ ÖSKAST 5 herbergja raðhús er til leigu frá 1. ágúst. Tilboð skulu send á: Auglýsingadeild Dags Strandgötu 31, 600 Akureyri fyrir 31. júlí. Merkt RAÐHÚS. Fella sláttuvél 167 árg. 1999 (Tromlusláttuvél). Upplýsingar f síma 463-1320
ORÐ DAGSINS 462 1840
s
Utfaraskreytingar
kistuskreytingar,
krossar, kransar,
blómaskreytingar,
I Býflugan Og blómið | blómvendir,
Sími 461 5444
Glerárgata 28. Akureyri
Systir okkar og mágkona
ANNA JÓHANNESDÓTTIR
frá Sandá
lést á Dalbæ á Dalvík 24. júlí.
Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn
29. júlf kl. 13:30.
Sigtryggur Jóhannesson, Rósa Björnsdóttir,
Halldór Jóhannesson, Steinunn Daníelsdóttir.
AKUREYRI
■ ■
STJORNUSPA
Vatnsberinn
Þér líður eins og
lágvöxnum
huldumanni í dul-
argerfi. Láttu
þetta ekki verða
of áberandi.
Fiskarnir
Flest bendir til
blíðviðris í einka-
lífinu og á Aust-
urlandi. En skjótt
skipast veður...
Hrúturinn
Það er óþarfi að
ganga af göflun-
um þó hafra-
grauturinn brenni
við. Cheerios er
svarið.
Nautið
Þér berst afsök-
unarbeiðni frá
Kaupþingi í þríriti.
Láttu ekki blekkj-
ast, hér er frekari
féfletting í upp-
siglingu.
Tvíburarnir
Þú átt skilið að fá
skútu á fimm-
tugsafmælinu.
Fáðu þér þaðkar
sem rúmar hana.
Krabbinn
Grillaðir kjúkling-
ar ganga ekki aft-
ur. En þeir gætu
samt mætt við-
skotaillir á miðils-
fundi.
Ljónið
Þú verður ást-
fangin í strætis-
vagni um helgina
en geymdu það
með sjálfri þér.
Vagnstjórinn er
kvæntur.
Meyjan
Láttu sem þú
heyrir ekki radd-
irnar úr stólpípu-
lögninni. Þetta
líður hjá.
Vogin
Það reynir á þol-
rifin hjá þér í dag.
Teldu upp að tíu
og láttu svo vin-
stra húkkið vaða.
Sporðdrekinn
Það er verið að
brugga þér laun-
ráð úti í bæ. Vertu
á varðbergi eða
Lögbergi eða í
herbergi.
*JYor<iie/n/i/nja/\ p 1
c if/i/ue/utt/iaai' 1
o(/ cuf/nr /a/uh/nesui /
Látum okkur líða vel
við eigum það skilið.
öflug næringarefni. hellsuvörur og ráðgjöf.
Hringdu núna
Vlgdís sfml 4822754 Og 893 0112
Bogamaðurinn
Skoðaðu hvalinn í
eigin auga en
ekki hornsílið í
auga náungans.
Kvóti er afstæður.
Steingeitin
Það er veisla
framundan hjá
eina orgelsmiðn-
um sem þú þekk-
ir. Taktu með þér
tannstöngul.
LÍF 06 LIST
Gaman að fræðibókom
„Því miður hef ég lítinn tíma til að lesa mér til af-
þreyingar, en lít þó gjaman í bók áður en ég Iegg
höfuðið á koddann. Það er þó ekki markviss
lesning en ég er gjaman með 3-4 bækur við nátt-
borðið. I þetta skipti er égmeð þrjár bækur,“ seg-
ir Eiríkur Jónsson, formaður Stúdentaráðs. „I fyrsta lagi þriðja bindi
íslenska Söguatlasins sem fjallar að mestu um atburði 20. aldarinn-
ar. Það er virkilega vandað verk. I öðru lagi bókina Atakasvæði í heim-
inum eftir Jón Orm Halldórsson. Bókin fjallar um tildrög og þróun
átaka á helstu átakasvæðum heims. Lestur bókarinnar er mjög fróð-
legur, enda sér maður betur samhengi sögunnar og þeirra átaka sem
eiga sér stað í dag. I þriðja Iagi er ég að Iesa Rokksögu Islands eftir
Gest Guðmundsson. Það er yfirgripsmikið rit sem varpar skýru ljósi
á fyrstu 30-40 ár rokksins á íslandi. Almennt séð hef ég mun meira
gaman að fræðibókum og bókum almenns eínis en skáldsögum."
Bítlar, Bubbi og Sigur rós
„Tónlistin sldpar mjög stóran sess í mínu dag-
lega lífi. Þar hefur tónlist 7. og 8. áratugarins
ávallt verið í miklu uppáhaldi með John Lennon
og Bítlana í fararbroddi. Eg á nánast allt með
Lennon og bregð því mjög gjaman á fóninn.
Einnig á ég mikið með Led Zeppelin, Deep Purple og Pink Floyd. Eg
hef einnig mjög gaman að íslenskri tónlist og þar er Megas í miklu
uppáhaldi. Fyrsta plata Megasar er frábær og fæ ég aldrei nóg af
henni. Bubbi stendur líka ávallt fyrir sínu og þessa dagana hlusta ég
mikið á Sögur, saíríplötuna með honum sem kom út fyrir jólin. Eg
hlusta einnig mikið á Spilverk þjóðanna og Þursaflokkinn og áskotn-
aðist nýlega platan Island með þeim fyrrnefndu. Sú íslenska tónlist
sem verið er að framleiða í dag höfðar almennt ekki mikið til mfn,
mikill hluti hennar er of poppkenndur fyrir minn smekk. Þó er margt
gott að gerast í dag, til dæmis hlusta ég mikið á Sigur rós sem er gríð-
arlega frambærileg sveit.“
Unun af góðum bíómyndum
„Eg horfi almennt ekki mikið á sjónvarp, nema þá
helst fréttir. Eg hef hinsvegar unun af góðum bíó-
myndum. Ég legg mig fram um að sjá aílar íslensk-
ar myndir, enda eru þær margar virkilega góðar, svo
sem Englar alheimsins. Almennt er ég hrifnari af
evrópskum myndum en bandarískum, enda eru þær fyrrnefndu
gjarnan Ijölbreyttari og koma meira á óvart. Síðasta mynd sem ég sá
var ítalska myndin La vita é bella. Hún er frábær og tekur með
óvenjulegum hætti á helför seinni heimstyrjaldarínnar. Ég sá einnig
nýlega myndina Secrets and Lies sem hlaut gullpálmann í Cannes
1996 eða 1997. Hún var einnig mjög góð, hæg en áhrifamikil. Nú
bíður maður spenntur eftir nýjustu verðlaunamyndinni af Cannes,
Dancer in the dark með Björk í fararbroddi."
■gengib
Gengisskráning Seölabanka Islands
27. julf 2000
Dollari 77,82 78,24 78,03
Sterlp. 117,93 118,55 118,24
Kan.doll. 53,05 53,39 53,22
Dönsk kr. 9,807 9,863 9,835
Norsk kr. 8,93 8,982 8,956
Sænsk kr. 8,681 8,733 8,707
Finn.mark 12,2949 12,3715 12,3332
Fr. franki 11,1444 11,2138 11,1791
Belg.frank 1,8122 1,8234 1,8178
Sv.franki 47,07 47,33 47,2
Holl.gyll. 33,1724 33,379 33,2757
Þý. mark 37,3766 37,6094 37,493
Ít.líra 0,03775 0,03799 0,03787
Aust.sch. 5,3126 5,3456 5,3291
Port.esc. 0,3647 0,3669 0,3658
Sp.peseti 0,4393 0,4421 0,4407
Jap.jen 0,7135 0,7181 0,7158
írskt pund 92,8209 93,3989 93,1099
GRD 0,2167 0,2181 0,2174
XDR 102,8 103,42 103,11
EUR 73,1 73,56 73,33
■krossgátan
Lárétt: 1 dund 5 ráðning 7 aur 9 drykkur
10aula 12umhyggja 14skop 16 þjálfa
17 dreg 18gort 19starf
Lóðrétt: 1 vísa 2 bitlaus 3 borga 4 áköf
6þvinga 8 bát 11 vondi 13 óslétt 15 er
1 2 3 4
m a
7 B ■ *
to " ■
■ ■ 13
r '5 ■ '
m ■
L ■ ’ !
Lausn á siðustu krossgátu
Lárétt: 1 kjól 5 telur 7 kuti 9 má 10 smits
12 ilmi 14 kul 16 eir 17 netið 18hag
19 pat
Lóðrétt: 1 koks 2 ótti 3 leiti 4 sum 6 rák-
ir 8umbuna 11 sleip 13miöa 15leg