Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2 00 0 - 11 Ikgur. ERLENDAR FRÉTTIR L Sáttafundurinii var vonlítill frá upphafi Umboð leiðtoganna til að semja í Camp David var takmarkað og þrautalendingin er að kenna hver örðum um árangursleysið Margir lýsa yfír vonbrigðum með að sættir tókust ekki milli ísraela og Palestínumanna í Camp David, en það skýtur skökku við að þeim Arafat og Barak er fagnað innilega við heimkomuna. Er þeim hrósað þar fyrir að hafa ekki látið undan kröfum hvor annars eða Iátið Clint- on Bandaríkjaforseta kúga sig til hlýðni. Sá eini sem ekki er fagnað vegna úrslita viðræðnanna er sátta- semjarinn Clinton. Hinir eru báðir sigurvegarar. Ekki mun ofmælt að óhóflegrar bjartsýni gætti þegar Clinton boð- aði Ieiðtogana til fundar á þeim sögufræga stað Camp David. Látið var í veðri vaka að samkomulag væri í augsýn og að Palestínumenn gætu mótþróalaust stofnað sjálf- stætt ríki í haust og að gengið yrði að kröfum þeirra um að fá yfírráð austurhluta Jerúsalem, sem yrði viðurkennd höfuðborg þeirra. En Jerúsalem er aðeins eitt ágreinings- efni af mörgum sem átti að leysa í Camp David. En þeir Arafat og Barak ráða ekki einir ferðinni. Báðir verða þeir að kljást við öfgafulla trúmenn í eigin herbúðum, sem lítið vilja gefa eftir kröfum um skiptingu lands og borgar og kjósa fremur heilagt stríð en sættir. Þeir gengu því með bundnar hendur til sáttfundarins og áttu báðir álíka erfitt með að gefa eftir í þeim kröfum sem þeir höfðu með í farteskinu að heiman. Enda kom í ljós þegar þeir komu heim án neinnar sáttagjörðar að þeim er fagnað sem staðföstum Ieiðtogum sem ekki láta undan þrýstingi. Og svo kenna þeir hvor öðrum um hvemig fór. Um það Ieyti sem fundalotan í Camp David hófst var bent á það í Degi, að leiðtogarnir þrír hefðu ekki óskorað umboð til samninga og að völd þeirra eru takmörkuð. Clinton á aðeins hálft ár eftir af sínum forsetaferli og takmarkast áhrif hans óneitanlega af því. Ara- fat er sjúkur maður og er við völd vegna þess að ekki er einhugur um eftirmann hans og eru Palestínu- menn margklofnir í afstöðunni til Israels og eru í þeirra röðum bæði ofstækismenn og hófsamari öfl sem vilja semja um friðsamlega sambúð við sína nágranna. Barak forsætisráðherra er heldur ekki traustur í sessi. Skömmu áður en hann fór vestur um haf var borin fram vantraustillaga á stjóm hans í ísraelska þinginu. Nokkrir arabar sem þar sitja vörðu stjórnina falli. Það þykir ekki traustvekjandi þar í landi. Palestínumenn hafa Iátið í ljósi vonbrigði með hvað arabaríki stóðu illa við bakið á þeim og tóku undir kröfugerð þeirra með hangandi hendi. Vafalítið er ástæðan sú, að Bandaríkjaforseta var mjög í mun að sættir mættu takast undir hans leiðsögn og hann gæti hrósað sigri sem míkill friðarhöfðingi og leitt til lykta rúmlega hálfrar aldar deilu sem kostað hefur styrjaldir og ómældar hörmungar. En þau arabaríki sem Palestínumenn væntu sér stuðnings frá eru mjög háð Ijárframlögum Bandaríkjan- manna. Næst á eftir Israel er Eg- yptaland það ríki sem nýtur mestr- ar fjárhagsaðstoðar frá Washington og hefur gert það síðan Jimmy Carter gerði frægt samkomulag við Sadat forseta í Camp David. Munu Egyptar ekki hætta á neitt sem stjórnendur Bandaríkjanna gætu litið á sem óvinabragð í þeir- ra garð. Jórdanir eru sömuleiðis mjög háðir framlögum frá Banda- ríkjunum og Sýrlendingar eru að vingast við þá. Saudi-Arabar munu ekki hætta sínum viðskiptahags- munum með einörðum stuðningi við Palestínumenn. Málin standa nú þannig, að báð- ir aðilar heita að halda friðarvið- ræðum áfram og er látið í veðri vaka að ekki sé með öllu vonlaust að einhvers konar samkomulagi verði náð. Clinton er kokhraustur og heldur því fram að góður árang- ur hafi náðst og rífandi gangur sé á friðarferlinu. Israelsmenn og Palestínumenn munu halda áfram að ræðast við, þótt ekki sé til ann- ars en að forðast alvarlega árekstra og halda vakandi vonum sínum og kröfum um fjárframlög frá Banda- ríkjunum. En hvort leiðtogarnir þrír sem reyndu að semja í Camp David munu sitja við samningaborðið þegar næst verður boðað til sátta- fundar er óvíst. En vonandi verða það ekki enn herskárri og ósveigan- legri Ieiðtogar sem taka svokallað friðarferli upp á sína arma. - OÓ Sorgardagur í Þýskalandi PARÍS og BERLÍN: Sérfræðingar í París vinna hörðum höndum að rannsókn Concorde-slyssins. Þeir vonast til að fá skýringar á því hvers vegna kviknaði í þotunni þegar þeir hafa náð að greina allar upplýsingar sem finnast í svörtu kössunum svonefndu - en þeir geyma samtöl við flugstjóra þotunnar - og myndir sem teknar voru af þotunni rétt áður en hún hrapaði. I Þýskalandi var opinber sorgardagur í gær, en 96 þeirra sem fórust í Concorde-slysinu voru þýskir ferðamenn. Kanadamenn viðurkeima Norður-Kóreu OTTAWA: Stjórn Kanada hefur tilkynnt að hún hyggist formlega viður- kenna Norður-Kóreu sem sjálfstætt ríki. Kanada verður þar með annað sjö stærstu iðnríkja heims sem tekur upp stjórnmálasamband við Iandið. Hóta að hætta aðstoð við Arafat WASHINGTON: Bandarískir þingmenn kenna Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, um að ekki náðist samkomulag í viðræðunum sem stóðu yfir í hálfan mánuð í Camp David. Sumir þingmannanna reyna nú að afla fylgis við lagasetningu sem fæli í sér að Bandaríkin hættu allri að- stoð við Palestínumenn ef Arafat lýsir einhliða yfir sjálfstæðu ríki. Arafat leggst í ferðalag GAZA: Leiðtogi Palestínumanna, Yasser Arafat, er að leggja af stað í ferðalag til fjölmargra ríkja til að vinna fylgi við afstöðu sína í friðarvið- ræðunum í Camp David. Hann mun meðal annars ræða við forystu- menn margra Arabaríkja. FLugslys í Nepal KATMANDÚ: Farþegarlugvél hrapaði í afskekktu Ijallasvæði skömmu áður en hún átti að lenda á flugvelli í vesturhluta Nepal í gær. Tuttugu og fímm farþegar og áhöfn fórst í flugslysinu. Hermn gegn Speight SUVA: Her Fiji-eyja lagði til atlögu við stuðningsmenn byltingarleiðtog- ans George Speight sem nú er í haldi hersins. Einn þeirra lét lífíð og um Ijörtíu særðust. Herinn kveðst hafa handtekið hátt í fjögur hundruð manns. Lögbann gegn Napster SAN FRANSISKO: Bandarískur dómari hefur sett lögbann á vefsíðuna Napster sem hefur boðið tölvunotendum að ná í tónlist án þess að greiða höfundum fyrir. Lögbannið er Iiður í tilraunum plötuframleiðenda til að stöðva ókeypis dreifingu vinsælla popplaga á Netinu. Barist í Téténíu MOSKVA: Fréttir bárust í gær af bardögum milli téténskra skæruliða og rússneskra hersveita í einu af úthverfum höfuðborgarinnar Grosný í fyrr- inótt. Höfðurborgin er enn að mestu í rúst eftir langvarandi hemaðarað- gerðir Rússa. Milosevic hoðar til kosninga BELGRAÐ: Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, hefur ákveðið að efna til forseta- og þingkosninga í landinu 24. september næstkomandi. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar breytinga á stjórnarskrá landsins sem hafa það að markmiði að tryggja Milosevic áfram völd í landinu. MótmæH í Perú LIMA: Astand er mjög spennt í Perú þar sem almenningur mótmælir því að Albertó Fujimori taki við forsetaembætti þriðja kjörtímabilið í röð. Um tíu þúsund manns efndu í gær til mótmæla sem eiga að standa í þijá sól- arhringa. ■ FRÁ DEGI TIL DAGS FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000, 210. DAGUR ÁRSINS. Þau fæddust 28. júH • 1883 - Jóhannes'Jósefsson á Hótel Borg. •1917 - Kristján Davíðsson, listmálari, sem er enn í fullu fjöri. • 1933 - Oddur Ólafsson, blaðamaður á Degi og áður aðstoðarritstjóri Tímans með meiru. • 1944 - Lúðvík Ólafsson, héraðslæknir. • 1945 - Jim Davis, teiknari sem m.a. hef- ur búið til Gretti (Garfield). • 1969 - Jón Arnar Magnússon, hinn sunn- lenski tugþrautarkappi og ólympíufari, búsettur í Skagafírði. Þetta gerðist 28. júH • 1662 - Kópavogsfundurinn þegar helstu forystumenn þjóðarinnar, tregir þó, und- irrituðu skuldbindingarskjal er miðaði að einveldi Danakonungs á Islandi. • 1895 - Þjórsárbrú hjá Þjótanda vígð, var í notkun til 1949. • 1945 - Sprengjuflugvél rakst á Empire State háhýsið í NY, á milli 78. og 79. hæðar. 14 fórust. • 1945 - Bandaríska þingið samþykkti aðild að Sameinuðu þjóðunum. • 1957 - Hallgrímskirkja að Saurbæ í Hval- firði vígð, til minningar um sálmaskáldið. • 1960 - Norðurlandaráðsþing haldið í fyrs- ta sinn á Islandi. • 1974 - Þjóðhátíð á Þingvöllum í blíðskap- arveðri, til minningar um 1100 ára af- mæli Islandsbyggðar. • 1976 - Jarðskjálfti upp á 8,2 stig á Richt- er reið yfir austurhluta Kína og grandaði 250 þúsund manns. • 1985 - Fimm stökkvarar settu Islandsmet í fallhlífarstökki yfír Akureyri með stjörnu er varaði f 45 sekúndur. Vísa dagsins Oddhend nringhenda Ástarljóðin eru góð enn þau þjóðin metur. Borið hróður heims um slóð hjartans óður getur. ívar Björnsson frá Steðja. AfmæHsham dagsins Jacqueline Bouvier Kenneay Onassis hefði orðið 71 árs í dag, væri hún á með- al vor, en hún Iést fyrir sex árum úr krabbameini. Jacqueline fæddist í South- ampton í New York fylki árið 1929. Hún giftist John F. Kennedy Bandaríkjaforseta árið 1953 og var tíu árum síðar í bílnum með honum þegar hann var skotinn til bana. I forsetatíð Johns var hún mjög virk í starfi og einkar vinsæl. Fráfall Johns var henni skiljanlega mikill harmdauði, sem og heimsbyggðinni, en hún giftist á ný gríska skipakónginum Aristotle Onassis árið 1968. Hann dó árið 1975 en frá ár- unum 1978 til dauðadags vann hún sem ritstjóri hjá bókaútgáfunni Doubleday. Síðustu árin elskaði hún Maurice Tempelsman, auðugan gimsteinasala. HeHahrot dagsins Eg er hugtak byggt á ímyndunarafli manns- ins. I efnislega heiminum er ég ekki til en fólk notast við mig um allan heim. Eg er endalaus en hleyp þó oft frá fólki. Svar við síðasta heilabroti: Nál. SpahmæH dagsins „Þrennt er konum hættulegt í París; ungir menn, miðaldra menn og gamlir menn." Yves Montand. Veffang dagsins Eyjólfur Sverrisson, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu og Ieikmaður Hertha Berlín í Þýskalandi, hefur nýlega sett f loftið sína eigin heimasíðu, sem er bara býsna töff og inniheldur allt sem þú vilt vita um kappann frá a-ö. Slóðin er www.sverrisson.de

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.