Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 16
Með fjölskyldu sinni rekurAðalheiður St. Sigurðardóttir veit- ingastofu í Flatey á Breiðafirði. Eyjan nýt- urvinsælda, eins og fiskisúpan góða. Saga eyjarinnar er merk, enda varhún menn- ingarseturá fyrri tíð. „Því fólki sem hingað kemur finnst vera talsverð upplifun að koma í Flatey,“ segir Aðalheiður St. Sigurðardóttir, sem rekur veitingastofuna Vog í Flatey á Breiðafirði. Eyjarnar óteljandi á firðinum breiða heilla ævinlega ferðamenn og mikill fjöldi fólks fer um þær slóðir á ári hverju. „Breiðatjörðurinn er allt öðruvísi en annað það sem býðst. I ferða- lögum um landið getur fólk venjulega ferðast um á bíl um allt en hér verður að stóla á ferjuna, sem hefur hér viðkomu Ijórum sinnum á dag. Því er ekkert of- mælt að segja að Flatey sé í al- faraleið." Fjölmennasti þéttbýlisstaðuriim I dag búa tvær fjölskyldur í Flat- ey árið um kring og eru í eynni taldir til heimilis fimm manns - og Iifir það fólk á búskap og hlunnindanytjum. Umsvif í eynni voru stórum meiri á fyrri tíð, en í kringum síðustu aldamót bjuggu milli 200 og 300 manns og var þetta einn fjölmennasti þéttbýlis- staður landsins. Það var ekki ein- asta í fólksfjölda sem eyjan hafði vinninginn þvf hún var löggiltur verslunarstaður frá árinu 1777 Við pottana í Vogi þar sem matreidd er heimsins besta fiskisúpa sem er mikið eftirlæti gesta sem þangað koma. Aðalheiður St. Sigurðardóttir sem rekur veitinga- stofuna er fyrir miðju á myndinni, til vinstri er Guðmundur Lárusson eiginmaður hennar og til hægri er Anna, dóttir þeirra. myndir: -sbs. og í menningarlegum efnum höfðu eyjaskeggjar einnig for- ystu. Má nefna að hið víðfræga fornrit, Flateyjarbók, er við eyna kennt enda var hún þar varðveitt um hríð. Arið 1864 var í Flatey reist bókhlaða sem er sú elsta og jafnframt sú minnsta á landinu og er nýuppgerð. Hún var reist til þess að hýsa bókakost Framfara- stofnunar Flateyjar, en félag það hafði forystu um ýmis þjóðþrifa- mál. Snemma á þessari öld fór svo að vatna undan veldi Flateyjar, en það gerðist fyrst fyrir alvöru við hrun Islandsbanka á þriðja áratugnum, en með því fór það bakland sem skútuútgerð úr eynni hafði haft. Lengi eftir þetta reyndu menn að krafsa í bakann en tókst ekki að mynda viðspyrnu sem dugaði. Síðasta alvöru tilraunin var gerð uppúr 1950 með byggingu frystihúss í 1 eynni og útgerð þriggja mótórbáta, en allt kom fyrir ekki. Eftir þetta fór verulega að halla undan fæti. Fyrir um tuttugu árum fór ferða- mannastraumur í Flat- ey að aukast og hagur eyjarinnar að blómgast, að minnsta kosti yfir sumarið. Þorskur, lundi og fiskisúpa „Við komum hingað í júníbyrjun ár hvert og erum hér alveg fram til ágústloka," segir Aðal- ara 9Sel Þju þójafnvd gu))»mprmniMi heiður Sigurðardóttir, en Vog rekur hún ásamt eiginmanni sín- um, Guðmundi Lárussyni, og dætrum þeirra tveimur. Sitthvað er í boði á matseðlinum í Vogi og má nefna pönnusteiktan þorsk, lunda úr björgum eyja Breiða- fjarðar - en það sem er þó ef til vill trompið er fiskisúpan góða, þar sem hráefnið er ýmsilegt góð- gæti úr djúpum hafsins, matreitt í Vogi með þeim hætti að eftir- tekt vekur. Þá er jafnframt gisti- þjónusta í Vogi, auk þess sem annarsstaðar á eynni eru prýðis- góð tjaldsvæði. En þó það sem hér er að fram- an nefnt sé allt gott hvað með öðru þá hljóta kyrrðin og róin að vera það sem ferðamenn sem koma í Flatey og á aðra afskekkta staði eru að sækjast eftir. Og ekki bara ferðamenn, heldur eru Breiðafjarðareyjar nú að komast á blað stórforstjóra sem vilja gera þær að griðlöndum sínum. Má í því sambandi nefna fyrirhuguð kaup Kára Stefánssonar á Hrappsey og þær fyrirætlanir Bjarkar Guðmundsdóttur sem aldrei urðu að eignast Elliðaey. Guðmundur Lárusson telur að ekkert sé at- hugavert við slíkt og bendir á að eyjarnar á Breiðafirði hafi gengið kaup- um og sölum í áranna rás og séu í dag flest- ar í einkaeign. Geti ef til vill falist í þess- um viðskipt- um vaxtar- broddur fyrir Breiðafjörð - og að því leyti sé þetta hið besta mál. - SBS. Hvernig er þetta hægt 6 manna. Verð aðeins kr. 1.630 þús. Fiat Multipla SX. Fjórir öryggispúðar, ABS hemlakerfi, sex hnakkapúðar, sex þriggja punkta belti, rafstýrðir bílbeltastrekkjarar, krumpusvæði framan og aftan, bjálkar í hurðum, eldvarnarkerfi á bensínlögn, galvanhúðaður með 8 ára ábyrgð á gegnumtæringu. Möldur ahf. 461-3000 • • ístraktor ?,? BlLAR FYRIR ALLA SMIDSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SlMI 5 400 800

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.